Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 29
MIIMNINGAR
+ Smári Guð-
mundsson fædd-
ist í Hafnarfirði 4.
nóvember 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum 13. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Einarsson refa-
skytta, f. 4. ágúst
1883, d. 22. október
1952, og Sigríður
Guðmundsdóttir, f.
1. júlí 1894, d. 17.
september 1992.
Hann átti tólf systk-
ini, eftirlifandi eru
átta. Smári kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Idu Stanleys-
dóttur, hinn 28. maí 1951. Þau
eignuðust sex börn og eru þau
Perla, f. 1952, gift Guðjóni Guð-
jónssyni, búsett í Biskupstungu-
m, LUjja, f. 1956, gift Jóni Guð-
mundssyni, búsett á Selfossi,
Birna, f. 1963, gift Ragnari
Ragnarssyni, búsett í Reykjavík,
Heiðar, f. 1964, kvæntur Hrafn-
hildi Sigurðardóttur, búsett í
Reykjavík, OUý, tvíburasystir
Heiðars, gift Herði Bjarnasyni,
búsett í Keflavík, og Birgir, f.
1968, sambýliskona Margrét
Hallmundsdóttir, búsett á Sel-
fossi. Barnabörnin eru orðin
tólf og eitt barnabarnabarn.
Útför Smára fer fram frá
Selfosskirkju á morgun.
MIG langar til að kveðja tengdaföð-
ur minn, Smára Guðmundsson, með
nokkrum orðum. Ég kynntist Smára
fyrir rúmum 13 árum, þegar ég kom
fyrst á heimili hans með Ollý unn-
ustu minni. Þau hjónin áttu fallegt
heimili á Selfossi og síðar í Biskups-
tungum, þar sem ég var tíður gest-
ur. Draumur Smára um að gerast
bóndi rættist þar, þó dvölin yrði
ekki eins löng og ráð var fyrir gert.
Okkar vinskapur efldist enn meir
þegar Smári og ída fluttu aftur nið-
ur á Selfoss. Mér eru minnisstæðar
ferðir okkar saman inn á hálendið
og þar var gaman að heyra hvað
Smári þekkti vel til. Góðar minning-
ar frá fyrri tímum komu upp, en
sterkar taugar hafði Smári sérstak-
lega til Hóla, þar sem hann ólst
upp. Reistu þau hjónin síðar sumar-
bústað á þeim stað og áttu þar góð-
ar stundir.
Hann átti alltaf góð ráð til að
gefa þeim sem honum þótti vænt
um og vildi allt gera sem best fyrir
börnin sín.
Seinustu árin átti hann sér draum
sem hann langaði til að rættist. Það
voru margar samræðurnar og sím-
tölin sem við áttum saman um bað-
stofuna hans Smára.
Nú þegar tími er kominn til að
kveðja, er það sárt og ekki auðvelt
að sjá á eftir ástkærum tengdaföð-
ur, sem allt í senn var elskandi eigin-
maður og faðir, afi og langafi. Hann
tók svo oft til orða: „Mér líður vel
ef ykkur líður vel.“ Fjölskyldan var
honum allt.
Elsku ída, megi góður Guð gefa
þér og fjölskyldu þinni styrk á þess-
um sorgartímum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Tengdasonur.
Kær mágur minn er látinn eftir
langa baráttu við illvígan sjúkdóm,
sem hann tókst á við með miklu
æðruleysi og kjarki. Svo innilega
glaður var hann þær stundir sem
hann fékk bærilegar að maður undr-
aðist lífsgleði hans. Þegar Smári er
nú kvaddur skilur hann eftir sig
góðar minningar um mann sem var
búinn mörgum góðum eiginleikum.
Það kom skýrlega í ljós í því hvað
hann mat mikils þann
mikla kærleika og um-
hyggju sem eiginkona
hans, Ida systir mín,
og börnin þeirra veittu
honum og hafði hann
oft orð á því hvað hann
væri lánsamur að eiga
svona gott heimili og
fjölskyldu. Þessir eigin-
leikar lifa áfram í börn-
unum þeirra sex, sem
eru öll elskulegar
manneskjur.
Líf þeirra hjóna sner-
ist um það að börn
þeirra mættu hafa það
sem best. Kærleikur
Smára tii bama sinna og fjölskyldna
þeirra verður okkur ógleymanlegt.
Þær voru ófáar helgarferðirnar
sem við áttum á Selfoss enda alltaf
tilhlökkunarefni að hitta ídu og
Smára og einstaka gestrisni áttum
við alltaf vísa. Var heimili þeirra
sterkmótað af fegurð og hlýleika.
Mikill gestagangur var hjá þeim
hjónum alla tíð. Á þessum stundum
skapaðist oft mikil stemmning og
skemmtilegheit. Sérstaklega var
gaman að heyra ferðasögur þeirra
hjóna. Hálendið var þeirra drauma-
land. Þau ferðuðust mikið um landið
sitt og nutu þess innilega. Þetta
voru góðir tímar sem gleymast ekki
en ylja í minningunni þegar maður
lætur hugann reika og rifjar upp
liðna tíð.
Vináttan er öllu æðri, henni fær
hvorki mölur né ryð grandað. Án
ykkar, elsku ída systir mín, hefur
lífið verið fátæklegra. Að lokum vil
ég þakka alla tryggð og vináttu og
vottum þér, systir mín, börnum,
tengdabömum og barnabörnum
okkar innilegustu samúð og biðjum
Guð að styrkja ykkur á þessum erf-
iðu tímamótum.
Á fjöllum roði fagur skein.
Og Qær og nær úr geimi
að eyrum bar sem englahljóm
í einverunnar helgidóm
þann Svanasöng á heiði.
Svo undurblítt ég aldrei hef
af ómi töfrast neinum.
í vökudraum ég veg minn reið
og vissi ei hvernig timinn leið
við Svanasöng á heiði.
(St. Thorsteinsson)
Ykkar Ebba og fjölskylda.
Elsku Smári afi. Það er erfitt að
kveðja og erfitt að skilja af hveiju
Guð tók þig frá okkur svo fljótt.
Við þökkum þér, afi okkar, allar
góðu stundirnar sem við áttum með
þér og við vildum óska að þær hefðu
orðið svo miklu, miklu fleiri. Þér
þótti alltaf gaman að hafa okkur
með þér og ömmu í ferðalög og þá
sérstaklega inn á hálendið sem þér
þótti alltaf vænst um, og komum
við alltaf full fróðleiks um fjöll og
firnindi til baka. Svo þegar öli fjöl-
skyldan kom saman þá var mikið
sungið, og þér fannst þá sérstaklega
gaman að hlusta bara á okkur hin.
Alltaf elsku afi þegar við komum i
heimsókn varstu til í að gantast við
okkur og tala við okkur um lífið og
tilveruna og gafst okkur gott vega-
nesti út í lífið, og þú hafðir alltaf
áhuga á öllu sem við tókum okkur
fyrir hendur og varst mjög góður
hlustandi. Við söknum þín mikið, en
við vitum það, elsku afi, að þér líður
betur núna eftir veikindi þín og að
þú ert kominn á góðan og fallegan
stað hjá Guði, og við erum viss um
það að við hittum þig einhvern tíma
aftur.
Landið vort fagra, með litskrúðug fjöllin,
leiftrandi fossa og glóð undir ís.
Blár girðir særinn og gnæfir hátt mjöllin
glitklæðin þín skóg þér hamingjudís!:,:
(Arni Thorsteinsson)
Elsku amma og fjölskylda, Guð
gefi okkur öllum styrk að takast á
við sorg okkar.
Blessuð sé minning afa okkar.
Linda Björg, Sigrún Erna,
Guðjón Smári og Eyrún ída.
Dyrabjallan hringir. Ég fer til
dyra. Þar stendur Smári Guðmunds-
son örlítið vandræðalegur, jafnvel
barnslegur á svip, en samt svo karl-
mannlegur, stór og sterkur. Ég
gleðst yfir að sjá hann, en spyr sjálfa
mig. Hvað er það? Á þessum tíma
þekkti ég Smára lítið, en móðir hans
og systir voru vinkonur mínar. Mér
verður hugsað til þess þegar hann
og konan hans eignuðust tvíburana
sína, þá hefði ég viljað aðstoða þau,
en það kom ekki í minn hlut. Meðan
þetta fer um huga minn leifturhratt
spyr ég sjálfa mig aftur. Hvað er
það? Hann var ekki vanur að heim-
sækja mig.
Ég býð til stofu. Hann staldrar
ekki lengi, en erindi hans mun mér
aldrei úr minni líða. Hann hafði tek-
ið eftir því að ég hafði ekki komið
í kirkjuna okkar um nokkurt skeið.
Hann vildi aðeins láta mig vita að
mín væri saknað. Konan hans, sem
sat úti í bíl, sendi mér kæra kveðju.
Þetta varð upphaf að vináttu, sem
aldrei bar á skugga. Konan hans,
ída, og fjölskyldan þeirra öll varð
mér hjartfólgin. Við ferðuðumst
saman um öræfi íslands og eyði-
sanda og spjölluðum löngum um
undur lífsins og vorum guði þakklát
fyrir vináttuna. Að auki fékk Sandra
sem lítið barn að hlaupa um þúfur
og móa í sveitinni hjá þessu góða
fólki, anda að sér angan lífs og gró-
andi og umvefja ferfættu vinina sína,
sem enn eiga sér sess í vitund henn-
ar. Þetta verður aldrei fullþakkað.
Ég spurði ídu síðar: Hvers vegna
komst þú ekki með honum í heim-
sóknina forðum? Svar hennar var:
Mér fannst við ekki þekkja þig nægi-
lega til þess að geta bankað upp á.
En honum fannst það. Guði sé lof,
þetta var hann. Ef honum fannst
eitthvað vera rétt þá framkvæmdi
hann það.
Þetta litla atvik, þó svo stórt, sem
átti sér stað fyrir mörgum árum
hefur oft ýtt við mér í minni lífsfram-
vindu. Oft liefi ég spurt sjálfa mig.
Hvers vegna hefi ég ekki verið dug-
legri að heimsækja þá, sem hafa
horfið úr kirkjunni minni? Hvers
vegna hefi ég ekki gert meira af því
að heimsækja þá, sem e.t.v. hefur
fundist þeir vera einmana eða yfir-
gefna? Ér ekki dýpsti og e.t.v. mesti
kristindómurinn fallinn í því sem
Smári Guðmundsson gerði, það að
vitja bræðra sinna og systra og veita
stuðning og uppörvun þar sem því
t
Innilegar þakkir til allra ættingja og vina
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og
vináttu við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, afa og langafa,
STEFÁNS JÓNSSONAR
fyrrverandi prentsmiftjustjóra,
Melhaga 1,
Reykjavík,
sem lést í Landspítalanum 10. janúar
1995. Sérstakar þakkir til starfsfólks deild-
ar 13-D, Landspítalanum, og starfsfólks Elliheimilisins Grundar.
Salome Pálmadóttir,
Erla Stefánsdóttir,
Salome Ásta Arnardóttir, Guðmundur Pálsson,
Sigþrúður Erla Arnardóttir, Tómas Gislason,
Stefán Örn Arnarson, Sarah O’Neill
og barnabarnabörn.
SMÁRI
GUÐMUNDSSON
verður við komið.
Smári Guðmundsson og konan
hans hafa ávallt verið mér hvatning.
Kærleikur þeirra og umhyggja varð
lýsandi gimsteinn á vegferð minni.
Fyrir það verð ég eilíflega þakklát.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Elsku ída mín, Guð blessi þig á erf-
iðri stundu. Hann veiti þér styrk og
kraft. Hins sama bið ég börnum þín-
um. Látið gleðina komast að í sorg-
inni, við tilhugsunina um ljúfa endur-
fundi.
Með hugheilum kveðjum og þökk
frá okkur Söndru, einnig Örvari og
Marsi.
Hulda Jensdóttir.
Við vorum mjög nánir vinir ég,
Smári afi og Smári bróðir minn.
Hann sagði okkur bræðrunum oft
sögur frá því hann var ungur. Smári
afi hafði mjög gaman af að ferðast
og vera nálægt náttúrunni og þá
helst inni á fjöllum. Þegar hann var
ungur bjó hann á Hólum í Biskups-
tungum en sá staður snerti hann
mest af öllum. Smári afi og ída
amma áttu sumarbústað í nokkurn
tíma á Hólum. Það var gaman að
fara í bústaðinn með þeim vegna
þess að þar var ekkert rafmagn og
þurfti að ná í vatn út í læk og svo
var margt annað skemmtilegt að
gera þar. Afi hafði gaman af því
að ganga með okkur bræðrunum á
staði sem hann þekkti vel og segja
okkur hvernig var í sveitinni í gamla
daga og hafa ekkert rafmagn eða
hita inni í húsunum.
Eitt haustið var hann beðinn að
fara með kost handa fjallmönnum
á Skeiðaafrétt og bað mig um að
koma með sér, ég sló til og fór með
honum og Heiðari frænda. Við lögð-
um af stað snemma um morgun,
keyrðum á milli bæja til að ná í dót
frá fjallmönnum og héldum síðan
inn á afrétt. Á leiðinni var á sem
búið var að vara okkur við, hún
þótti hættuleg óvönum mönnum en
afi var hvergi smeykur, óð fyrst út
í og kannaði ána en keyrði svo
óhikað yfir. Þarna var afa rétt lýst.
í mörg ár fór afi og fjölskylda
hans með eldhúsbíl fyrir Tungna-
menn hálfan mánuð á hveiju hausti
og margar sögurnar sagði hann
okkur af þeim ferðum sem honum
þótti svo skemmtilegar.
Afi vildi alltaf gera það sem hann
gat fyrir okkur og því vorum við
bræðurnir oft hjá honum að smíða
eitthvað eða þá að hjálpa honum
við eitthvað sem þurfti að gera.
Við vorum einmitt nýlega búnir að
teikna og ákveða hvernig skrínu
hann ætlaði að hjálpa mér að smíða.
Afi var aldrei atvinnulaus og því
mjög vinnusamur, hann vildi ekki
sjá fólk með hejidur í vösum þegar
nóg var að gera. Hann vildi að
menn væru duglegir og vandvirkir
í starfi sínu og ég held að hann
hafi kennt mér að vera vandvirkur.
Já, það er erfitt að ímynda sér
að hann afi sé farinn og að við eig-
um aldrei eftir að sjá hann aftur.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir okkur
og allar þær stundir sem við áttum
með þér. Minningin um þig mun
ávallt lifa, það munum við, sem
fengum að njóta nærveru þinnar,
sjá um. -
„Er við lítum um öxl til ljúfustu
daga liðinnar ævi þá voru það
stundir í vinahópi sem veittu okkur
mesta gleði.“ (Nico)
Elsku amma, Guð gefi þér styrk
til að takast á við lífið án afa.
Þinn,
Reynir Þór.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
HELGI EINARSSON,
Rauðalæk 45,
fyrrum vélgæslumaður vift
þvottahús Landspítalans,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.30.
Alúðarþakkir til starfsfólks Hvítabands-
ins fyrir góða umönnun.
Kristfn Friftriksdóttir,
Björg Helgadóttir,
Oddný Helgadóttir, Kristján Sigurftsson,
Erla Helgadóttir, Haraldur Eyjólfsson
Guðrún Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐMUNDA JÓNA
JÓHANNESDÓTTIR,
Lindargötu 60,
sem andaðist þann 16. janúar, verður
jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn
23. janúar kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Krabbameinsfélagið.
Guðmundur Jóhann Sen,
Sigrfður Jónsdóttir,
Elfsabet Guðfinna Jónsdóttir,
Sumarliði Jónsson,
Guðmunda J. Colyer,
Jón Kristján Jónsson,
JóhannesJónsson,
Kristfn Jónsdóttir,
Gunnar Ævar Jónsson,
Ásgeir Jónsson,
Bjarni Jónsson,
Guðbjörg Lilja Jónsdóttir,
Rut Jónsdóttir,
Hafdís Karlsdóttir,
Óskar Ágústsson,
Sævar Hallgrímsson,
Guðrún Einarsdóttir,
Jerry Colyer,
Hjördís Jóhannesdóttir,
Ásgerður Kristjánsdóttir,
Lárus Hjaltested Ólafsson,
Kristfn Guðmundsdóttir,
Deborah Jónsson,
Sigurður Ásgrímsson,
Þórarinn Jónasson,
Einar Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
þriðjudaginn 24. janúar frá kl. 13.00 vegna jarðar-
farar BRYNJÓLFS ÞORBJARNARSONAR.
Björn Kristjánsson, heildverslun,
Grensásvegi8.