Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Rúnar Þór
IDAG, sunnudaginn 22. janúar, les Arnar Jónsson leikari úr verkum Davíðs í Davíðshúsi á Akureyri og hefst dagskráin kl. 15.30. Arnar
las líka úr verkum Davíðs á Akureyri í gær og var myndin tekin þá.
Aldarafmælis Davíðs minnzt
Akureyri. Morgunblaðið.
ÆTTINGJAR Davíðs Stefánssonar ásamt full-
trúum úr bæjarstjórn Akureyrar komu saman
í Davíðshúsi í gærmorgun, laugardag, til að
heiðra minningu skáldsins frá Fagraskógi en
í gær voru liðin hundrað ár frá fæðingu hans.
Þess var minnst með margvíslegum hætti á
heirnaslóðum hans, Akureyri og Eyjafirði.
Leikfélag Akureyrar frumsýndi í gærkvöld
nýtt verk eftir Erling Sigúrðarson sem byggt
er á Ijóðum Davíðs; A svörtum fjöðrum. Davíð
var um árabil bókavörður á Amtsbókasafninu
á Akureyri og þar var í gær opnuð sýning á
verkum hans, þar var einnig lesið úr ljóðum
hans og sungið. Sveitungar Daviðs í Arnarnes-
hreppi komu saman í Möðruvallakirkju og
minntust skáldsins, verk hans voru kynnt, les-
ið úr Ijóðum hans og Tjarnarkvartettinn söng.
Þá var lagður blómsveigur á leiði Davíðs að
lokinni athöfninni.
Við athöfn í Davíðshúsi í gærmorgun flutti
Sigfríður Þorsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar
ávarp og minntist Davíðs Stefánssonar sem
gerður var að heiðursborgara Akureyrarbæjar
fyrir 40 árum, á sextugsafmæli sínu. Arnar
Jónsson leikari las úr nokkrum ljóðum skálds-
ins og Óskar Pétursson söngvari söng nokkur
lög.
I Reykjavík var sérstök dagskrá í Þjóðleik-
húsinu og tónleikar í Gerðubergi.
Vinnuhópur ráðuneyta vegna snjóflóðanna skiptir með sér verkum
Tryggja á að aðstoðin
nýtist sem best vestra
VINNUHÓPUR ráðuneytisstjóra, sem ríkisstjómin skipaði vegna
snjóflóðanna í Súðavík, hefur skipt verkum milli ráðuneyta. Mun
einn hópur undirbúa þá aðstoð sem stjórnvöld ætla að veita vegna
flóðanna. Annar hópur fjallar um ráðstafanir til lengri tíma, t.d.
breytingar á lögum um snjóflóðavamir og endurskoðun á hættumati.
Ekki haft afskipti
af uppstillingunni
HJÖRLEIFUR Guttormsson alþing-
ismaður kveðst ekki vilja munn-
höggvast við fyrrum félaga sína,
Einar Má Sigúrðsson og Snorra
Styrkársson sem hafa gagnrýnt hann
og vinnubrögð sem viðhöfð voru við
uppröðun á lista Alþýðubandalagsins
í Austurlandskjördæmi. Hjörleifur
segist ekki hafa skipt sér af uppstill-
ingunni, en rætt við nokkra einstakl-
inga að ósk uppstillingarnefndar.
Einar Már hefur ákveðið að gefa
ekki kost á sér á listann og Snorri
hefur sagt sig úr Alþýðubandalaginu
og gengið til liðs við Þjóðvaka.
„Eg tek ekki afstöðu til gagnrýni
Einars í minn garð en vel mætti
hann minnast aðdraganda framboðs
til Alþingiskosninga 1991 þegar
hann fór fram í prófkjöri gegn mér
í fyrsta sæti listans. Ég hef reynt
að hafa sem best samstarf við Einar
sem varaþingmann og hann hefur
tekið sæti mitt á Alþingi nokkrum
sinnum. Ég átta mig því ekki á því
hvað hann á við þegar hann talar
um skort á heilindum," sagði Hjör-
leifur.
Kantmaður
„Um ummæli Snorra hef ég ekk-
ert að segja. Hann hefur kvatt Al-
þýðubandalagið. Það hefur verið ljóst
lengi að hann var þar kantmaður
með aðrar áherslur varðandi lands-
málin en meginstraumurinn. Hann
væntir greinilega að fá betri frið til
starfa í nýjum samtökum þó ég efist
reyndar að hann hafí hitt naglann á
höfuðið með því að ganga til liðs við
Þjóðvakann. Annars óska ég honum
alls hins besta á nýjum vettvangi."
„Við leggjum höfuðáherslu á
það nú að vera í sambandi við
heimamenn og vera til viðtals fyr-
ir þá um hvaðeina sem upp kann
að koma,“ sagði Ólafur Davíðsson
ráðuneytisstjóri forsætisráðuneyt-
is. Hann sagði að bæjarstjóranum
á Isafirði hefði verið tilkynnt að
það fé sem bærinn hefur greitt
út til Súðvíkinga yrði greitt úr rík-
issjóði.
Viðbrögð samhæfð
Skipaðir hafa verið tveir hópar
ráðuneyta. Annar er skipaður full-
trúum forsætisráðuneytis, félags-
málaráðuneytis, heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytis, dóms- og
kirkjumálaráðuneytis og fjármála-
ráðuneytis og hefur það hlutverk
að undirbúa og samhæfa viðbrögð
opinberra aðila gagnvart þeim sem
hafa orðið fyrir tjóni í flóðunum.
Tjón á húsum 180 milljónir
Ólafur sagði að hópurinn hefði
meðal annars fengið í hendur
ýmsar úttektir á tryggingamálum.
Fimmtán hús hefðu eyðilagst í
stærsta flóðinu og brunabótamat
þeirra húsa væri um 142 milljónir.
Að auki hefðu a.m.k. þijú hús til
viðbótar skemmst að meira eða
minna leyti þannig að þetta tjón
gæti numið alls um 180 milljónum.
Hinn hópurinn er skipaður full-
trúum frá félagsmálaráðuneyti,
umhverfísráðuneyti, samgöngu-
ráðuneyti, fjármálaráðuneyti og
dóms- og kirkjumálaráðuneyti og
á að undirbúa afgreiðslu á frum-
varpi um vamir gegn snjóflóðum.
Eins verða reglur um hættumat
teknar þar til athugunar.
Aðstoð nýtist
sem best
Rætt hefur verið um að flytja
byggðina í Súðavík á öruggari
stað. Um þetta sagði Ólafur að
vinnuhópurinn myndi fjalla um
alla þætti málsins en á þessu stigi
hefði hann ekki mótað afstöðu til
þessa.
Vinnuhópurinn mun ekki koma
að ráðstöfun þess fjár sem safnast
í landssöfnuninni sem nú steridur
yfír, en Ólafur sagði að fylgst yrði
með hvemig fénu yrði ráðstafað.
Sveitarfélögin hefðu einnig lýst
því yfír að þau myndu aðstoða
Súðvíkinga og fulltrúar sveitarfé-
laganna myndu taka þátt í starfi
ráðuneytahópsins með einhveijum
hætti. „Við erum þannig að reyna
að hafa yfirlit yfir það sem verið
er að gera þannig að það nýtist
sem best,“ sagði Ólafur Davíðsson.
►Streita er farsótt 20. aldarinnar
og orsök margra sjúkdóma að
mati sérfræðinga. /10
Balladur
sækirinn
á miðjuna
►Fátt virðist geta komið í veg
fyrir að forsætisráðherrann verði
næsti forseti Frakklands. /12
Olíustríð í uppsiglingu
► Stofnunun nýja olíudreifmgar-
fyrirtækisins Orkunnar og verð-
lækkun Olíufélagsins nýverið
be.ndirtil að áratugagamalt jafn-
vægi á íslenskum olíumarkaði geti
brostið hvað úr hveiju. /16
Markaðurinn er harð-
ur húsbóndi
►BirgirísleifurGunnarsson,
seðlabankastjóri og formaður
bankastjórnar ræðir um gjörbreytt
starfsumhverfí bankans, m.a.
vegna frelsis í gjaldeyrismálum. 18
Hunangsmarineruð
spregja
►Þórarinn Guðlaugsson mat-
reiðslumeistari er hvort tveggja í
senn forkólfur í kjötiðnaðarmaður
í Meistaranum og í kokkalandslið-
inu íslenska sem farið hefur frækn-
ar keppnisferðir til útlanda undan-
farið. /20
B
► 1-28
Leikurinn oglífið
►Leikaramir og hjónin Helga
Bachman og Helgi Skúlason eiga
fjörutíu ára leikafmæli um þessar
mundir. Guðrún Guðlaugsdóttir
ræðir við þau um viðburðaríkan
feril þeirra á leiksviðinu. /1,2,3,4
í fremstu röð
►Eftir að hafa heyrt f Philip Cath-
arin í tríói Niels-Hennings var eng-
in leið til baka fyrir Bjöm Thorodd-
sen og hann varð einn fremsti
jassgítarleikari landsins. /5
Miðaldra höfundar of-
arlega á afrekaskrá
►Jóhann Hjálmarsson metur höf-
undanna á hinum Norðurlöndun-
um sem tilnefndir eri til bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs 199577
Ég er bítnikk
► Bítkynslóðin dró í efa sjálfbirg-
ingsleg og íhaidssöm gildi þjóðar
sinnar. Hér er stiklað á stóru um
kynslóð sem gat af sér hippa,
krappa vinstribeygju á 7. áratugn-
um og loks neðanjarðarmenningu
pönksins. /10
Danaveldi sameinað
►Með brúm og göngum sem
tengja saman Sjáland og Fjón í
Danmörku verður landið allt end-
anlega komið í vegasamband . /14
BÍLAR
► 1-4
IMýjung hjá Ford
►Boðar komu gjörbreytts Escorts
1
Reynsluakstur
►Kia sportjeppinn frá Kóreu lofar
góðu./4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/8/bak
Leiðari 24
Helgispjall 24
Reykjavíkurbréf 24
Minningar 26
Myndasögur 34
Brids 34
Stjömuspá 34
Skák 34
Bréftilblaðsins 34
fdag 36
Fólk í fréttum 38
Bíó/dans 40
Iþróttir 44
Útvarp/sjónvarp 45
Dagbók/veður 47
Mannlifsstr. 6b
Kvikmyndir 8b
Dægurtónlist 9b
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR-
1-6-12