Morgunblaðið - 22.01.1995, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 27 -
BJARNIÁRMANN
JÓNSSON
+ Bjarni Ármann
Jónsson fæddist
í Reykjavík 28. febr-
úar 1930. Hann lést
á heimili sínu í Ha-
yward í Kalifonrínu
hinn 30. desember
1994. Foreldrar
hans voru Vilborg
Guðjónsdóttir og
Jón Níels Jóhanns-
son. Hann var elstur
af sex börnum
þeirra hjóna. Önnur
börn þeirra eru:
Ólöf, f. 24. desem-
ber 1931, Kristín, f.
12. mars 1937, d. 31. mars sama
ár, Guðný Ýr, f. 9. janúar 1940,
Þuríður Jóhanna, f. 13. desem-
ber 1941, og Kristín Halla, f.
21. nóvember 1943.
Bjarni flutti til Bandaríkj-
anna árið 1960 og
var sjómaður á
flutningaskipum
sem sigldu til Víet-
nam fyrstu árin.
Síðar öðlaðist hann
réttindi til flísa-
lagna og starfaði
við það uns hann fór
á eftirlaun 1990.
Hinn 8. mars
1969 giftist hann
eftirlifandi eigin-
konu sinni, Krislj-
önu Stefánsdóttur,
sem var kaupkona í
Reykjavík. Saman
fóru þau til San Franciseo, þar
sem heimili þeirra var alla tíð
siðan. Þar fæddist einkasonur-
inn, Stefán, 4. ágúst 1970.
Utför Bjama Ármanns fer
fram frá Dómkirkjunni í dag.
BADDI mágur minn var orðinn
þjóðsagnapersóna löngu áður en ég
kynntist honum í eigin persónu,
1962. Ég minnist þess sem strákl-
ingur að hafa meðtekið með andagt
hetjusögur af Badda og félögum
hans, sprelli þeirra og uppátækjum
sem sum hver hefðu trúlega seint
fengið hljómgrunn hjá góðum
templurum og viðkvæmum sálum.
Samt var einhvem veginn eins og
það væri alltaf einhver elegans yfír
þessum þjóðsögum; það var stíll
yfir því sem Baddi tók sér fyrir
hendur. Hefði hann verið uppi
nokkrum öldum áður hefðu hetju-
dáðir hans verið skráðar á kálf-
skinn.
Þegar ég svo fer að kynnast fjöl-
skyldunni á Skólavörðustígnum er
Baddi á bak og burt, leitandi að
fijórri jarðvegi vestanhafs og
kannski ekki seinna vænna. Og nú
tóku nýjar sögur við, kannski svolít-
ið af öðrum toga og svo miklu per-
sónulegri. Og yfirskilvitlegt undir-
spil þar sem orð dugðu ekki til.
Eins og ljúfsár glampinn í augunum
á Villu tengdamömmu. Villu, sem
elskaði hann Badda sinn svo mikið
að hún gat hvorki lifað í návist
hans né vitað af honum svona langt
í burtu.
Það tók Badda þó nokkur ár fyr-
ir vestan að losna úr kompaníi við
Bakkus. Eftir nokkrar atrennur og
dyggan stuðning AA samtakanna,
sem hann hélt tryggð við fram til
hinstu stunda, steig hann skrefið
til fulls. Og mikið var hún montin,
hún Villa,'með plaggið góða, skeyt-
ið sem hún ætlaði ekki að þora að
opna. „Ár án áfengis" sagði þar,
stutt og laggott. Þá var kátt í höll-
inni á Skóló. Og nú var Baddi loks-
ins, eftir margra ára tilhlaup, tilbú-
inn í að hoppa yfir á nýtt tilveru-
stig. Systa var nefnilega komin í
spilið.
Það var eins og skollið væri á
stríð heima hjá okkur Rúrí á Tómas-
arhaganum, þar sem Baddi dvaldist
rétt áður en hann gekk í það heil-
aga, svo mikið gekk á. En allt
small þetta einhvern veginn saman.
Ég hef alltaf verið vantrúaður á
kraftaverk, en að hann Baddi, sem
var búinn að svansa milli heimsálfa
í öll þessi ár, skyldi finna hana
Systu í öllu þessu mannhafi hlýtur
að flokkast undir eitthvað göfugra
en slembilukku. Þau voru nefnilega
sérhönnuð hvort fyrir annað.
Heimili Badda og Systu var, eins
og frægt er, ekki bara heimili, held-
ur hótel, veitingahús, sjúkrahús,
félagsmiðstöð og sendiráð fyrir vini,
vandamenn og jafnvel bláókunnugt
fólk. Og það þurfti engan ríkisend-
urskoðanda til að fara ofan í risnu
og dagpeninga. Þetta kom allt úr
eigin vasa, með viðkomu í hjartanu.
Svo mikil var þessi fölskvalausa
gestrisni að manni fannst maður
vera að gera þeim greiða með því
að leyfa þeim að dekra við sig.
Ég held að Baddi hafi aldrei lát-
ið sig dreyma um að koma heim
aftur, þótt aldrei hafi verið almenni-
lega klippt á naflastrenginn. Samt
var langt frá því að hann væri nokk-
urt „hafrekið sprek á annarlegri
strönd". Þótt tvilveran án sviða-
kjamma og Mogga væri óhugsandi
kunni Baddi einmitt meistaralega
að nota sér það sem honum þótti
bitastætt fyrir vestan. Hann talaði
stundum um þau forréttindi að hafa
tekið þátt í íslensku „revíunni" og
geta síðan fylgst með henni úr
Ijarska.
Það er stundum talað um að leik-
arar eða ræðuskörungar „eigi sal-
inn“. Baddi átti alla sali án þess
að hafa nokkuð fyrir því, slík var
fyrirferðin og nú er ég ekki að tala
um líkamsburði. Ég held ég hafi
aldrei upplifað þvílíkan },prensens“
hjá nokkrum manni. Utgeislunin
var slík að hann gat skotið gneist-
um, og mest var fýrverkeríið þegar
hnn rifjaði upp gamlar þjóðsögur
frá skrallaárunum heima og smit-
andi hláturinn kraumaði undir.
Stundum stóð maður sig að því að
vera farinn að glotta aulalega út í
annað jafnvel áður en hann opnaði
munninn. Og svo þessi sérstæði
slangurhreimur, örlítið ofnefjaður,
sem ég hef stundum viljað kenna
við Langabar. Ég held að hann
mágur minn hafi verið mesti nátt-
úruhúmoristi sem ég hef kynnst á
ævinni, því að frásagnarstíll hans
var áhrifaríkari en fílaskammtur
af Fontexi. Og ekki nóg með það,
því að Badda var hreinlega allt til
lista lagt og hefði vafalaust náð
langt sem myndlistar- eða hljóm-
listamaður ef ekki hefði til komið
hógværð hans og sjálfsgagnrýni.
Hæst reis samt Baddi í höfðings-
skap og mannkærleika. Ekki svo
að skilja að hann hafi miðlað af
þessum mannkostum án skilyrða,
en hann var vinur vina sinna. Mér
fannst það lýsa svo vel einlægum
áhuga hans á velferð og hamingju
annarra þegar við töluðum við hann
í síðasta sinn í síma þegar dró að
leiðarlokum, þá mátti hann ekkert
vera að því að ræða um eigin líðan
heldur hafði hann þungar áhyggjur
af honum Skugga, hvolpinum okkar
litla, sem þurfti að híma í einangrun
norður í Hrísey.
Þótt Baddi sé horfinn lifir þjóð-
sagan og maður brosir enn út í
annað, þakklátur fyrir að hafa leik-
ið smáhlutverk í framvindu hennar.
Gylfi Baldursson.
Þótt mér hafi verið ljóst að hveiju
stefndi brá mér mjög þegar mér
var tjáð að Baddi frændi væri látinn
langt um aldur fram. Þegar ég var
strákur hafði nafnið Baddi sérstaka
merkingu í mínum huga vegna þess
að mér þótti óskaplega vænt um
þennan frænda minn sem var mér
einskonar uppeldisbróðir. Mæður
okkar, þær Villa og Hanna, voru
systur og einstaklega samrýndar
og var samgangur milli heimilanna
í samræmi við það. Sem betur fór
var fjarlægðin ekki mikil en Baddi
MINNING
átti heima á Skólavörðustíg 17b og
ég á Laufásvegi 25.
Hann var leiðtoginn í hópi okkar
leikfélaganna. Þegar hann kom
niðrá Laufásveg þá vissum við
krakkarnir að eitthvað skemmtilegt
hlaut að gerast. Þá lá í loftinu ein-
hver hasarinn, plankahasar, pakka-
hasar, regnhlífahasar eða aðrir has-
arderaðir hasarar. Ég man að faðir
minn hafði lúmskt gaman af að
fylgjast með sumum uppátækjun-
um.
Baddi var stór og sterkur og
naut ég þess að hann bar hag minn
ávallt fyrir bijósti. Ef honum þótti
á mig hallað af einhveijum strákn-
um þá fékk sá hinn sami snarlega
að kynnast því- hver var frændi
hvers. Hann var auðvitað flokksfor-
inginn í skátadeildinni okkar og þar
var margt brallað. Hann sá til þess
að ég sem skáti liti sómasamlega
út og sæmdi mig fyölda. viðurkenn-
ingamerkja og snúru. Í skátahreyf-
ingunni létum við að okkur kveða
í músíkinni, stofnuðum munn-
hörpudúó og lékum jafnvel með á
greiðu þegar skátasöngvar voru
sungnir á fjölmennum samkomum.
Snemma komu í ljós ýmsir þeir
eiginleikar sem einkenndu Badda æ
síðan en það voru glaðværð, kímni-
gáfa og einstök frásagnargleði. Það
er enginn vafi á því að Baddi hafði
mikla listræna hæfíleika. Um skeið
lærði hann á fiðlu og sóttist námið
vel. Móðir mín talaði oft um það
hve hann hefði fallegan fiðlutón.
Gaman var að hlusta þegar hún
settist við píanóið og þau léku sam-
an. Hann var einnig sérstaklega
flínkur að teikna og mála og vöktu
myndir hans athygli - meira að
segja athygli Kjarvals.
Árin liðu og við urðum fullorðnir
menn. Baddi starfaði aðallega á
farskipum bæði hérlendis og einnig
fyrst eftir að hann fluttist til Banda-
ríkjanna þá um þrítugt. Hann
kvæntist Kristjönu Stefánsdóttir,
eða Systu eins og hún er jafnan
kölluð, og eignuðust þau soninn
Stefán. Þau Systa settust að í San
Francisco. Þar hóf Baddi störf hjá
verktakafyrirtæki í byggingaiðnaði
þar sem hann síðar hlaut stöðu
verkstjóra.
Það eru nú tæp þijú ár síðan við
hjónin dvöldum í boði Systu og
Badda á heimili þeirra í San Franc-
isco. Dvölin var ævintýralega
skemmtileg og verður okkur
ógleymanleg. Gestrisni þeirra átti
sér engin takmörk. Hver dagur
hafði sitt prógramm. Maður lagði
af stað í bflnum á morgnana og
ekkert vesen eins og Baddi hefði
sagt.
I þessari dvöl okkar hjá þeim
hjónum gafst góður tími til að ræða
saman og rifja upp eitt og annað
frá bemskuárunum og Baddi sagði
frá ýmsu sem á dagana hafði drif-
ið. Eins og ég nefndi áður þá hafði
Baddi einstaka frásagnargleði sem
var krydduð smitandi hlátri. Frá-
sagnarstílinn var myndrænn og lif-
andi. Hann hafði næmt auga fyrir
því sem var fyndið og í frásögn
hans varð það drepfyndið. Hann
tjáði mér að strandferðin sem við
fórum í saman unglingar á Fjall-
fossi forðum, hefði verið upphafíð
á sínum starfsferli sem farmaður.
í þessari ferð vildi svo til að messa-
strákurinn varð óstarfhæfur vegna
sjóveiki. Baddi bauðst strax til að
taka við starfinu og að sjálfsögðu
leysti hann það af hendi eins og
þrautreyndur fagmaður áhöfn
skipsins til óblandinnar ánægju.
Við hjónin hittum Badda í síðasta
sinn í fjölmennri afmælisveislu
Systu sl. sumar hér á landi og var
þá ljóst að hann gekk ekki heill til
skógar. í nóvember hringdi hann
frá San Francisco til að kveðja okk-
ur hjónin.
■ Það er margs að minnast þegar
litið er yfir farinn veg. Og nú þegar
ég hripa niður þessar línur og rifja
upp eitt og annað frá bernskuárun-
um með elskulegum frænda mínum
Badda þá hef ég oft brosað með
sjálfum mér - minningarnar eru
svo ljóslifandi og skemmtilegar.
Ef hægt er að segja að hver
maður eigi sinn ævihljóm þá voru
hljómar okkar Badda frænda með
sama blæ því grunntónn bemsk-
unnar var sá sami.
Við hjónin vottum Systu og Stef-
áni og öðram ástvinum einlæga
samúð.
Fjölnir Stefánsson.
Ég hitti hann fyrst á Laugavegs-
billjardinum. Hafði raunar verið að
bíða eftir því að einhver á svipuðu
róli og ég rækist inn.
Þá var það að hann birtist í dyra-
gættinni, stór og stæðilegur, rauð-
hærður, brosmildur og með fíðlu-
kassa undir hendinni.
Við leigðum okkur borð og spil-
uðum eins lengi og aurarnir okkar
entust, settumst svo og fórum að
ræða málin.
Fljótlega kom í ljós að við áttum
margt sameiginlegt. Báðir orðnir
fjárráða, sjálfráða og allt það og
auðvitað, einsog ungum mönnum
sæmir, til í að takast á við lífíð en
þó með því ófrávíkjanlega skilyrði
að hægt væri að hafa svolítið gam-
an af því.
Við urðum perluvinir fyrir lífstíð
þó við bærum í raun og veru ekki
gæfu til að verða samferða nema
lítinn hluta lífshlaupsins.
Nú er hann dáinn en þó svo und-
ur nálægur í minningunni.
Ég held ég hafí ekki um dagana
kynnst skemmtilegri manni en hon-
um Badda — og er þá á engan hall-
að.
Frásagnargáfa hans var slík að
hvar sem hann kom þóttust þeir
hafa himin höndum tekið sem fengu
að njóta þess að hlusta á hann þó
ekki væri nema stutta stund.
Hann var allra manna vinsælast-
ur þó hann væri ekki allra. Fæstir
vissu hve viðkvæmur og blíðlyndur
hann var og ríkari réttlætiskennd
hafði hann en flestir aðrir sem ég
hef kynnst og fljótur að taka upp
hanskann fyrir þá sem hallað var á.
Baddi sagði stundum að mesta
gæfa sem forsjónin hefði fært hon-
um væri hún Systa og Stefán sonur
þeirra.
Og öllum sem nutu gistivináttu
þeirra hlaut að vera ljóst að forsjón-
in hafði verið jafn hliðholl þeim öll-
um þrem.
Við fráfall hans eiga þau Systa
og Stefán um sárt að binda og vott-
um við Lilja þeim okkar dýpstu hlut-
tekningu.
Við sáumst síðast í sumar þegar
hann kom til að halda uppá stóraf-
mæli Systu sinnar. Við áttum ljúfar
samverustundir uppi í Borgarfirði
og þó ljúfsárar því það var eins og
lægi í loftinu að hingað til íslands
ætti Baddi ekki afturkvæmt í lif-
anda lífi.
Við fórum í ógleymanlega ferð
fyrir Snæfellsjökul í blíðskaparveðri
og eina sem skyggði á hamingjuna
var að nokkrir skýjahnoðrar huldu
jökulskallann. Baddi hafði orð á því
að hann ætti enga ósk heitari en
að sjá jökulinn í allri sinni dýrð og
það var eins og við manninn mælt,
skýin hurfu einsog dögg fyrir sólu
og jökullinn blasti við í allri sinni
dýrð og dulúð, baðaður í blessuðu
sólarljósinu.
Þegar þau komu heim til Kalifor-
níu fékk Baddi að vita að hann
ætti skammt eftir ólifað. Rétt fyrir
áramót varð hann svo að lúta í lægra
haldi fyrir manninum með ljáinn.
Þó sárt sé að horfa eftir gömlum
vini verður ljúf minning um hann
geymd í handraðanum þar til við
hittumst aftur.
Og þó mér sé ekki hlátur í hug
á þessari stundu koma upp í hugann
allar þær fjölmörgu unaðsstundir
sem við Baddi áttum saman í gegn-
um_ tíðina.
Ég minnist mömmu hans hennar
Villu sem er líklega elskulegasta
manneskja sem ég hef kynnst á lífs-
leiðinni.
Ég minnist systrahópsins. En
umfram allt minnist ég þeirrar glað-
værðar sem alltaf umlék Bjama
Ármann Jónsson.
Og þó við söknum hans öll sárt,
þá verður ljúf minningin um hann
til þess að við brosum gegnum tárin.
Þannig kveðjum við manninn sem
fékk það í vöggugjöf að vera
skemmtilegri en annað fólk.
Flosi Ólafsson.
Það voru sorgarfréttir sem bárust
okkur hjónum frá Bandaríkjunum
snemma að morgni gamlársdags er
okkur var tjáð að vinur minn Bjami
Ármann Jónsson hefði látist þá um
nóttina. Fréttin kom okkur ekki
óvart, en Baddi hafði háð snarpa
og hetjulega baráttu við erfiðan
sjúkdóm og það var ljóst hvert
stefndi.
Baddi var þekktur karakter í
skemmtanalífí okkar Reykvíkinga á
sjötta áratugnum. Hann var sjómað-
ur, var í mörg ár á Lagarfossi og
sigldi með honum um öll heimsins
höf. Það var ætíð líf og fjör í kring
um hann þegar komið var í land.
Margar frábærar sögurnar eru til
af viðureign hans við þá ágætu stétt
manna er tollþjónar nefnast og hafði. ...
hann yfirleitt betur. Við vinimir lifð-
um áhyggjulausu lífi á þessum
ámm, höfðum gaman af hlutunum
og ávallt var stutt í glensið. Það
væri hægt að rifja upp ótal skemmti-
legar sögur af uppátækjum félag-
anna og ég held að ég láti eina stutta
flakka. Það var eitthvert kvöldið að
lögregluþjónn stöðvaði þá félaga,
Badda og Flosa Ólafs, þar sem þeir
tvímenntu á leirljósum faxmiklum
gæðingi á Hringbrautinni. Lögregl-
an spurði hvað væri á seyði og
Baddi svaraði að bragði að þeir fé-
lagamir hefðu verið að koma úr
gamla Tívolí í Vatnsmýrinni. Hann
hefði kallað eftir Taxi, og þá hafi
hann Faxi birst og þeir einfaldlega—-
tekið sér far með honum. Lögreglu-
þjóninum þótti svarið gott og leyfði
þeim félögum að halda leiðar sinnar.
Mörgum áram seinna sagði Baddi
frá því að þarna hefði hann komið
Flosa í sín fyrstu kynni við hesta-
mennsku, en eins og menn vita er
Flosi mikill hestamaður í dag.
Þar kom þó að því að Baddi ákvað
að breyta um lífsstíl og fluttist til
Bandaríkjanna 1957. Þar kynntist
hann eftirlifandi eiginkonu sinni,
henni Systu, og fljótlega eignuðust
þau soninn Stefán. Þau áttu heimili
sitt í Hayward, útborg San Frans-
isco, en Baddi starfaði þar við flísa-
lagnir í mörg ár.
Þau hjónin vora höfðingjar heim
að sækja, eins og þeir fjölmörgu
Islendingar sem heimsóttu þau geta
sannarlega vottað. Þær era ógleym-
anlegar heimsóknir okkar til Kali-
fomíu og ekki síður komur þeirra
hjóna hingað heim. Sérstaklega
verður okkur minnisstæð síðasta
heimsókn þeirra hjóna hingað til
íslands síðastliðið sumar. Þá var
haldið upp á sextugsafmæli hennar
Systu, að sjálfsögðu með stórveislu,
og brást þeim ekki bogalistin í þeim
efnum frekar en endranær. Þetta
var í síðasta skiptið sem við vinimir
hittumst. Mér fínnst vel við hæfi
að muna eftir honum eins og hann
var á þessari stundu, glaður og reif-
ur.
Þó að sorgin sé sár og söknuður-
inn mikill, þá lifir eftir minningin
um góðan dreng og alla þá einstöku
tíma sem við vinimir áttum saman,
bæði sem ungir og ákafir menn, en
ekki síður nú seinni árin.
Við hjónin kveðjum kæran vin og
vottum Systu og Stefáni einlæga
samúð okkar.
Júlíus Gestsson.
■
fnðfinns
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
kvöld
til kl.22,-einnig um helgar.
Gjafavörur.