Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ STEEN JOHANN STEINGRÍMSSON > + Steen Johann var fæddur í Reykjavík 8. ágúst 1954. Hann andað- ist á Landspítalan- um 13. janúar síð- astliðinn. Steen Jo- hann var sonur Grethe Bendtsen og Steingríms Þor- leifssonar, fyrrv. stórkaupmanns. Steen bjó hjá móð- , ur sinni í Austur- brún 6 í Reykjavík. Hann var einka- barn móður sinnar en átti fimm hálfsystkini sam- feðra. Steen vann í Bjarkarási í tæplega 23 ár. Bálför hans fór fram frá Fossvogskapellu 20. janúar. MÉR ER ljúft að minnast elskulegs vinar míns, Steen Johanns. Þau voru orðin mörg árin sem við áttum samleið. Steen Johann kom til dval- ar í Skálatúni í júlí 1968, og átti sú dvöl að vera stutt. Pilti féll dvöl- in vel og hann vistaðist áfram. Hugurinn leitar til baka og ég 'minnist tánings sem var fjörugur og örlítill prakkari, sem m.a. átti til að setja dráttarvélina í gang, án leyfis. Slíkur barnaskapur lagð- ist fljótt af og hann varð hugsandi ungur maður sem undi tíma sínum við lestur og aðra nytsama hluti. Steen hafði yndi af lestri og Ias mikið um aðaláhugamál sín, dýra- líf, sögur af ýmsum atburðum, og hann þekkti vel alla þjóðfána. Ósjaldan spurðum við Steen, ef við vorum í vafa um einhvern fram- andi fána. Steen las jöfnum hönd- um íslenskar sem danskar bækur. Þar kom að leiðir skildu sumarið ’71 er ég tók að mér nýtt starf að veita forstöðu nýrri dagþjónustu- stofnun á vegum Styrktarfélags vangefínna, Hæfingarstöðinni Bjarkarási. Aðskilnaður varð ekki langur, því 3. janúar 1972 vistast Steen Johann í Bjarkarás og vann þar til dauðadags. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í vinahópinn minn í Bjark- arási, en á tæplega tveim mánuðum hafa þrír einstaklingar látist. Steen Johann ólst upp hjá móður sinni og bjuggu þau saman alla tíð, utan áranna er hann dvaldi í Skálatúni. Samband þeirra mæðgina varð að sjálfsögðu afar náið. Þau ferðuð- ust mikið saman og á tímabili voru utanlandsferðir árlegur viðburður. Oft var haldið til Danmerkur, en þar átti Steen sína móðurfjöl- skyldu, og oft ferðuðust þau þaðan til ýmissa Evrópulanda. Anægjulegt var að fá ferðasög- ur, svo og frásögur af ýmsu sem hann hafði séð nýstárlegt og spenn- andi. Eitt sinn kom hann heim með viðurkenningarskjal er hann hafði unnið til í tónlistarkeppni á kvöld- vöku hótelgesta á hóteli því er þau g'istu. Steen varð annar í keppn- inni. Skyldu ekki ýmsir hafa orðið undrandi, er ungur maður með „Down’s syndrome" sigraði marg- an menntamanninn meðal gesta. Fatlaðir hafa á seinni árum fengið tækifæri til þess að taka þátt í ýmsum keppnum og unnið marga sigra. Tónlistarsmekkur Steens lýsir sér vel í smáatviki er gerðist fyrir nokkrum árum. í Bjarkarási kom ung fréttakona í heimsókn og hafði m.a. stutt viðtal við Steen Johann í sambandi við fastan þátt í útvarp- inu. Eftir viðtalið spurði hún: Hvaða lag vilt þú svo heyra í út- varpinu eftir viðtalið þitt Steen? Ég veit að henni kom svarið á óvart. „Eine kleine Nachtmusik", var svarið. Það var að sjálfsögðu leikið fynr hann. Ég naut þess að heyra frásagnir Steens frá Skógum, en þar dvöldu þau mæðg- in oft á sumrin nú síð- ari ár, eftir að ut'an- landsferðir urðu Steen erfiðar og heilsu hans tók að hraka. Oft heimsótti hann Þórð safnvörð, sem leiddi Steen í sannleika um marga muni safns- ins o.fl. Nokkrar voru þær orðnar afmælis- veislurnar sem starfs- fólk sumarhótelsins á Skógum svo og ýmsir gestir hótelsins tóku þátt í með Steen og Grethe móður hans á afmælisdegi Steens. Steen hafði áform um að halda veglega upp á fertugsafmæli sitt á Skógum og tilhlökkunin var mikil. Sú von varð að engu vegna fótar- meins og fótbrots móður hans. Við sem samfögnuðum honum í afmæl- ishófinu í Perlunni þökkum og varðveitum minninguna. I huga minn koma minningar frá fyrstu Spánarferð okkar í Bjarkar- ási, er við fórum á norskan sumar- leyfísstað í eigu Foreldrafélags vangefmna í Noregi. Steen var sá eini úr hópi vistmanna er gat spjall- að við Norðmennina, vegna dönskukunnáttu sinnar. Hann tal- aði íslensku og dönsku jöfnum höndum. Norskur félagsráðgjafi er var með hóp á staðnum sótti í að ræða við Steen og dáðist að per- sónuleika hans og var óspör á að segja mér það. Eg er þess fullviss að margir er sátu 25 ára afmælishátíð Styrktar- félags vangefínna í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi vorið 1983 minn- ast Steen Johanns er hann var kynnir á dagskrám hátíðarinnar. Þeirri ábyrgð skilaði hann af mynd- ugleik og sóma. Árlega 18. nóvember á afmælis- degi Bjarkaráss kom Steen á skrif- stofuna til mín, minnti mig á dag- inn og kom annaðhvort með ljóð er hann hafði skrifað eða smá ræðustúf, sem honum fannst til- hlýðilegt að flytja í kaffitímanum í tilefni dagsins. Hann flutti gjarnan kveðjuræðu ef honum fannst það viðeigandi. Á seinna kveðjusamsæti mínu í Bjarkarási er starfs- og vistfólk var kvatt haustið 1993, flutti hann hugnæma ræðu, fölskvalausa og hugljúfa, og bæði tárfelldu, ég og hann, eflaust fleiri, en það sáum vtö tvö ekki. í Bjarkarási vann Steen að ýms- um verkefnum og ósjaldan voru honum falin verkefni er góðrar lestrarkunnáttu var þörf. Steen aðstoðaði Sollu vinkonu sína við afmælissendingar Umferðarskól- ans. í mörg ár var hann einn aðal- starfsmaðurinn í klippingu og innrömmun litskyggna fyrir Sólar- filmu. Hin síðari ár var hann í Korta- herbergi, sem _er ein vinnueiningin í Bjarkarási. í kortaherbergi leið honum vel, en vel þurfti að fylgjast með ástandi hans og líðan síðustu árin. í vinnuhópnum voru m.a. félagar og vinir á svipuðum aldri, undir leiðsögn Sólveigar Sigurðardóttur, leiðbeinanda þessa hóps. Sólveig er vinur þeirra, stoð og stytta. Hópurinn í Kortaherbergi hefur nú í annað sinn á skömmum tíma, séð á bak tveim félögum. í Bjarkarási átti Steen vina- og félagahóp, svo var einnig hvar sem hann dvaldi. Það fór ekki framhjá mér er ég heimsótti hann á deild 14E, þar sem hann lá oft nú í seinni tíð, að þar átti hann tryggan vinahóp. Kristján læknir Eyjólfssop og hans elskulega eiginkona, Ásdís, reyndust Steen og móður hans, Grethe, einstaklega vel. Það gerðu einnig Anna Gunnarsdóttir, hjúkr- MINNING unarfræðingur á sömu deild, og fleiri af starfsfólkinu. Við öll sem kynntumst Steen Johanni á lífsgöngu hans, söknum hans. Söknum hressilega unga mannsins sem var frábær gest- gjafi, glaður í góðra vina hópi, sannur gleðigjafi. Ég veit að vinkona hans, Solla, saknar allra stundanna er hún hef- ur átt með þeim mæðginum, ekki síst sl. tvö ár. Solla hefur verið þeim mikil stoð í veikindum Gret- he, slíkt er ómetanlegt. Sár er söknuður móður sem sér á bak einkabarni sínu. Hún veitti honum allan kærleika sinn, studdi hann og aðstoðaði og vakti yfir velferð hans og heilsu. Þau voru hvort öðru allt. Ég hef gengið langan veg með Steen. Langan og ánægjulegan. Hann skilur eftir sig djúp spor og margar góðar minningar. Ég þakka Steen Johanni sam- fylgdina og fel hann góðum Guði á vald. 0, herra Kristur kæri, þinn kærleikur ei dvín. í erfiðleika og önnum það eina er huggun mín. Og þegar leiðum lýkur, og lífi hér á jörð. Hve sælt þá er að svífa heim með sælli englahjörð. (Hugrún) Gréta Bachmann. Steen Johann er dáinn var sagt við mig í símanum, fréttin var ekki óvænt ég hafði heimsótt hann tveimur dögum áður og séð að hann var mikið lasinn. Heilsan hafði aldrei verið og góð ef ekki hefði verið fyrir frábæran lækni og árvekni móður hans hefði lífi hans hér á jörðu lokið miklu fyrr. Ég og mín fjölskylda höfum þekkt Steen Johann allt hans líf. Vináttu- bönd móður hans og mín hafa var- að í 46 ár síðan hún kom til starfa í danska sendiráðinu ásamt systur qg móður. Allar urðu þær miklir íslandsvinir og hér ólst Steen Jo- hann upp við mikið ástríki móður sinnar enda hennar einkabarn. Þau gáfu hvort öðru mikið og kenndu okkur hinum svo margt. Mörg voru þau gamlárskvöld sem við eyddum saman. Á hveiju ári minntist Steen Johann á borgar- brennuna sem um árabil var þar sem nú er Kringlumýrarbraut og hann gat séð út um glugga íbúðar okkar í Stigahlíð. Þessi minning var honum kær, en það eru ótal- margar minningarnar sem hann skilur eftir. Mér fannst hann eins og einn af ijölskyldunn, tilheyra okkur þess vegna verður hann allt- af í minningunni hluti af lífí okk- ar. En minningarnar sem allar eru ljúfar getur enginn tekið frá okk- ur. Ég trúi því að nú sé Steen Jo- hann búinn að hitta ömmu sína sem var honum svo kær og þegar við hin komum þá taki þau á móti okkur með bros á vör eins og þau gerðu á meðan við vorum öll hér. Elsku Grethe, orð eru það eina sem við eigum í þinni miklu sorg. Guð blessi þig og gefi þér styrk til að takast á við lífið án Steens Jo- hanns. Þú gerðir meira fyrir hann en þú gast og gleymdir sjálfri þér, en það var þín gleði. Við kveðjum Steen Johann með þökk fyrir sam- veruna sem aldrei bar skugga á. Slíkra sem hans er himnaríki. Dóra Guðmundsdóttir og dætur. Mig langar til þess að minnast með nokkrum orðum Steens Jo- hanns. Við erum búin að eiga svo lengi samleið í Bjarkarási, eða í 18 ár. Steen vann að mörgum þeim verkefnum sem ég hafði umsjón með og vann þau öll af alúð og vandvirki. Við höfum oft átt skemmtilegar stundir saman við Steen, ekki hvað síst nú síðustu mánuðina. Ég kom að nokkru leyti í stað Grethe móður hans, en hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsi, auk fótbrots sem hefti hana í margar vikur. Við Steen brugðum okkur m.a. til Selfoss í heimsókn til fjöl- skyldu minnar. Fórum á bóndabæ, og það að vera innan um skepnurn- ar var nokkuð sem ekki er dagleg- ur viðburður í lífi borgarbúans. Við fórum í kvikmyndahús og sáum dýralífsmyndir, en dýr og dýralíf og flest í sambandi við þau voru áhugamál Steens. Hér fyrr á árum hélt hann stundum ræður um dýravernd á málfundunum í Bjarkarási. Þá spiluðum við Keilu og rápuðum milli kaffihúsa. Minnisstætt er mér 40 ára afmælið hans er haldið var í Perlunni en eftirminnilegast er þó síðastliðið aðfangadagskvöld er mér var boðið að dvelja með þeim Steen og Gret- he á heimili þeirra við Austurbrún. Það var yndislegt kvöld og borðuð „flæskesteg" að dönskum sið. Ste- en var hress, og ekki óraði mig fýrir því að svo skammt væri eftir. Góður drengur er genginn. Minningin um hann lifir. Sólveig Guðmunds. GUÐMUNDUR ARNI KRISTMUNDSSON Guðmundur Árni Krist- mundsson sjómað- ur fæddist í Vest- mannaeyjum 3. október 1915. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristmundur Jónsson, lengst af sjómaður og síð- ustu árin starfs- maður sorphirðu Reykjavíkur, og kona hans Jónína Jóhannsdóttir. Guðmundur átti tvo bræður, Jóhann og Árna, og tvær systur, Kristínu og .Tónu Gróu, sem öll eru á lífi og tvær hálfsystur sem báðar eru látnar. Guðmundur gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Steinunni Jónsdóttur, í MIG LANGAR með örfáum orðum að minnast vinar míns Guðmundar Kristmundssonar. Kynni okkar Guðmundar hófust er hann réðst matsveinn á Sólborgu ÁR 15 frá Eyrarbakka, en þar var ég skip- stjóri. Þrátt fyrir mikinn aldursmun, rúm þijátíu ár, tókst með okkur júní 1946. Guð- mundur og Stein- unn eignuðust tvær dætur, Eddu, sem á tvö börn, Guðmund og írisi, og Jónu Kristínu, sem er búsett í Bandaríkjunum, gift Charles Hutc- hins og eignuðust þær tvær dætur, Katrinu Steinunni og Nínu, en hún lést 1981, 12 ára gömul. Guðmund- ur átti einn son, Sigurð, fyrir hjónaband. Guð- mundur fór 14 ára á sjó og var mestallan sinn starfsaldur á sjó, en eftir að hann kom í land vann hann nokkur ár hjá Sam- bandinu í Holtagörðum. Útför Guðmundar fer fram frá Ás- kirkju á morgun. góð vinátta. Síðan er liðið tuttugu og eitt ár. Þrátt fyrir að samvera okkar á sjónum yrði aðeins fáir mánuðir höfðum við samband okkar á milli, aldrei sjaldnar en einu sinni á ári. Það gekk þannig fyrir sig að ég sendi jólakort frá mér og fjölskyldu Með klökkva í hjarta og eftirsjá kveð ég Steen Johann. Hann var í hópi minna fyrstu nemenda í þjálf- unarskóla ríkisins, Bjarkarási, en þangað kom ég árið 1982, óreynd með öllu, að leiðbeina þroskaheft- um í leiklist. Markmið var að setja upp leiksýningu á 25 ára afmæli Styrktarfélags vangefinna í mars 1983. Við fórum af stað með ýmsar leikrænar æfingar. Mér er minns- stætt þegar við lékum stjörnumerk- in okkar. Það kom í ljós að við Steen vorum bæði ljón. Afmælis- sýningin tókst vel og ríkissjónvarp- ið tók atriðin upp og sýndi. Eigi alls fyrir löngu spurði upptökustjór- inn mig um Steen og riíjaði upp þegar hann var í upptökunni. Þann- ig var hann, ógleymanlegur öllum er honum kynntust. Hann var einn af stofnendum leiklistarklúbbsins Perlufestarinnar og lét sig aldrei vanta á fundi eða í leikhús ef heilsa hans leyfði. Með okkur Steen tókst góð vin- átta. Hann átti svo marga góða kosti sem ég mat svo mikils. Hann var höfðingi, hjartahlýr, sjentil- maður og hafði ríka kímnigáfu. Margs er að minnast og margs er að sakna. Ég á eftir að sakna þess að ljóð- in hans Steens verða ekki fleiri. Sum ljóða hans birtust í Perlufest- arblaðinu og hin geymi ég. Þau ylja mér á köldum stundum, því fegurri heiti hefur ekki nokkur maður gefið mér í ljóðum en Steen. Ég sakna þess að syngja ekki oftar „Hvíta máva“ með Steen. Ljónin tvö nutu þess að syngja saman á leiðinni heim að afloknum Perlufestarfundum. Handan við hafdjúpin köldu hugur minn dvelur hjá þér. Eg vil þú komir og kyssir kvíðann úr hjarta mér. Hvitu mávar, segið þið honum að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann ... Að heilsast og kveðjast er gang- ur lífsins. Lífsgöngu Steens Jo- hanns á þessari jörð er lokið. Ég og aðrir Perlufestarfélagar þökkum Steen fyrir að fá að ganga með honum smáspöl. Við sendum móður hans frú Grethe Bendtsen, sem og öðrum ástvinum, okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðum almættið að létta henni erfiða göngu. Sigríður Eyþórsdóttir. minni og síðan hringdi Guðmundur gjaman í byijun nýs árs. Þá var tekið fyrir tímabilið frá því við heyrðumst síðast. Þetta var orðin venja sem ég mat mikils og mun sakna. Síðan gerðist það nú um daginn er ég var á leið heim úr vinnu að ég áttaði mig á því, að Guðmundur hafði ekki hringt eins og vant var. Það skýrðist seinna um kvöldið er ég heyrði lát hans auglýst. Mér er minnisstætt frá þeim tíma er við vorum saman á sjó, hvað hann var lífsreyndur maður, enda búinn að lifa tímana tvenna. Honum var tíðrætt í þá daga um stríðið og hörmungar þess enda þátttakandi í því þar sem hann var kyndari á Kötlu, sem var í siglingum öll stríðs- árin. Eftir að aldurinn færðist yfir Guðmund vildi hann sem allra minnst um stríðið tala, sagði að best væri að það gleymdist öllum sem fyrst. Fjölskyldan var honum efst í huga, velferð dætra hans og eiginkonunnar, hennar Steinunnar, sem hann mat svo mikils. Sérstakt dálæti hafði hann á Guðmundi nafna sínum og dóttursyni, og bar hag hans mjög fyrir bijósti. Fyrir nítján árum þegar dóttir mín Ingigerður var nýlega fædd kom Guðmundur og færði henni silfurskeið í skírnargjöf. Það sló stórt hjarta undir hrjúfu yfirborð- inu. Ég og fjölskylda mín vottum Steinunni og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Gísli Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.