Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 35 BRÉF TIL BLAÐSINS BRÉFRITARA þykir það miður að sá siður, að fólk fengi frítt í strætó fyrir jólin, skuli vera lagður af. Jólagjafir til strætis vagnafar- þega? Nei, takk Frá Svein Kristinssyni: FYRIR fáum árum tíðkaðist um skeið, að fólk fékk frítt far með Strætisvögnum Reykjavíkur nokkra daga fyrir og um jólin. Ekki man ég, hve marga daga, fjóra til fimm kannski. — Eigi vó þetta þungt fjárhagslega fyrir okkur strætisvagnafarþega, en mátti hins vegar kallast skemmti- leg tilbreyting. Nú hin síðustu árin hefur siður þessi verið aflagður. Kannski var Perlan of dýr til að leyfa slíka eftirlátssemi við al- múga strætisvagnanna. Eg var að halda að Ingibjörg Sólrún borgarstjóri, sem er sögð allra kvenna mildust, mundi end- urvekja þennan sið, en það hald mitt varð sér rækilega til skamm- ar, að minnsta kosti í fyrstu lotu. Kristján heitinn skáld frá Djúpalæk sagði einhverju sinni efnislega á þá leið um landa sína í blaðaviðtali, að þeir væru þannig lyntir, að þeir þyrðu varla að opna kjaftinn, ef þeir mættust á förnum vegi, af ótta við að missa út úr sér vingjarnlegt orð. — Óttuðust kannski forráðamenn borgarinnar að við, strætisvagnalýðurinn, tækjum eftirgjöf jólafargjaldanna sem vinahót? — Hafi svo verið, þá er síst að undra, þótt gripið væri af snerpu í taumana. SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Upplýsingar urp Intemettengingu við Morgunblaðið Vegna fjölda fyrirspurna varðandi Intemet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftir- farandi áréttað: Tenging vlð heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heima- síðu Morgunblaðsins, sláið rnn slóðina httn:/www.centr- um.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasiðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina httu://www.strene- ur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og ve\ja Morgunblaðið þaðan. Þessi þjónusta er endur- gjaldslaus til 1. febrúar nk. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Int- ernetið noti netfangið mblcentrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og mynd- ir eins og fram kemur á heim- asíðu blaðsins. Mismunandi tengingar viA Internet Þeir sem hafa Netscape/ Mosaic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýs- ingar með gopher-forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k.14400 baud-mótald fyr- ir Netscape/Mosaic tenging- ar. Hægt er að nota afkasta- minni mótöld með Gopher- forritinu. GÆÐIIÞAGU ÞJÓÐAR Ráðstefna um gœðastjórnun á vegum Gœðastjórnunarfélags Islands, Hótel Loftleiðum 2. febrúar 1995 Tilgangurinn með ráðstefnunni er að efla gæðavitund í atvinnulífmu, örva umræðu um mikilvægi gæðastjómunar í íslensku þjóðfélagi og sýna hvernig gæðastjómun getur verið lykill að velgengni fyrirtækja. Sameiginleg dagskrá er fyrir hádegi en fyrirlestrar í fjórum sölum eftir hádegi. Fjallað verður m.a. um gæðastjómun út frá sjónarhomi markaðsmála, starfsmannastjómunar, stefnumótunar, vöruþróunar og stofnanamenningar. Jafnframt verður fjallað um það nýjasta á sviði gæðastjómunar, s.s. endurgerð ferla, sjálfsmat og hópefli. Á ráðstefnunni verður fjöldi fyrirlesara. Má þar sérstaklega nefna dr. Willi Railo prófessor við Vtðskiptaháskólann í Bergen. Hann hefur starfað sem ráðgjafi fjölmargra stórfyrirtækja á Norðurlöndum sem og alþjóðlegra fyrirtækja eins og Philips og ABB. Dr. Railo hefur einnig náð frábærum árangri með íþróttahreyfinguna á Norðurlöndum. Einnig verða innlendir sérfræðingar og stjómendur leiðandi fyrirtækja og stofnana í gæðamálum með erindi á ráðstefnunni og skýra frá reynslu sinni og ávinningi af gæðastarfi innan fyrirtækja sinna. D a g s k r á 08:00 Innskráning. 08:30 Setning ráðstefnunnar, Davíð Lúðvíksson formaður GSFÍ og ráðstefnustjóri. 08:45 „Creating Winning Cultures“, dr.phil. Willi Railo. 10:15 Fyrirspurnir. 10:45 Kaffihlé. 11:00 Gæði og gæðastjórnun í nútímasamfélagi - framtíðarsýn, Eyjólfur Sveinsson, forsætisráðuneytinu. 11:45 Fyrirspurnir. 12:00 Hádegisverður. 13:00 Skipt í fjóra sali A-B-C-D. 16:00 Pallborðsumræður. 17:00 Ráðstefnuslit. Fundarstjórar: Salur A: Katrín Pétursdóttir, Fiskafurðum hf. Salur B: Páll Jensson, HÍ. Salur C: Bima Einarsdóttir, íslandsbanka. Salur D: Jón Þór Þórhallsson, SKÝRR. Hvert erindi er um 25 mínútur. Gert er ráð fyrir 5-10 mínútum í fyrirspumir á eftir hverju erindi og 10 mínútna hléi svo að ráðstefnugestir geti farið á milli sala. Salur A Salur B A1. 13:00 Hugmynda- og aðferðafræði gæðastjómunar j Pétur Maack, Háskóla íslands A2. 13:45 Gæðastjómun og lærdómsfyrirtækið Höskuldur Frímannsson, Ráðgarði hf. A3. 14:30 Gæðastjórnun og tengsl við markaðsmál Friðrik Eysteinsson, Tækniskóla íslands A4. 15:15 Gæðastjómun hjá þjónustustofnun Hallgrímur Jónasson, Iðntæknistofnun B1. 13:00 Viðmiðun í gæðastjómun (benchmarking) Guðmundur Þór Gunnarsson, Nýherja hf. B2. 13:45 Endurgerð ferla Guðjón Guðmundsson, Háskóla íslands B3. 14:30 Gæðaumbætur í sjávanítvegi Magnús Magnússon, ÚA B4. 15:15 Gæðahúsið - verkfæri við vöruþróun Haraldur Á. Hjaltason, VSÓ Rekstrarráðgjöf Salur C I C1. 13:00 Hópefli og þátttökustjómun (empowerment) Sæmundur Hafsteinsson og Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingar C2. 13:45 Lykilatriði til árangurs í gæðastarfi Elín Agnarsdóttir, Hans Petersen hf. C3. 14:30 Hvatning og starfsánægja Þórður S. Oskarsson, KPMG-Sinnu hf. C4. 15:15 Fræðsla og þátttaka starfsmanna Guðmundur Þorbjömsson, Eimskipafélagi íslands hf. Salur D D1. 13:00 Er sjálfsmat það sem koma skal? Magnús Pálsson, Markmiði sf. D2. 13:45 Gæðastjómun í vöraþróun og markaðssókn - Sól hf. Páll Kr. Pálsson, Sól hf. D3. 14:30 Gæðastjórnun í ráðuneyti Þorsteinn Geirsson, dóms- og kirkjumálaráðuneytinu D4. 15:15 Toyota - tákn urn gæði Bogi Pálsson, Toyota Skráning Skráning fer fram á skrifstofu GSFÍ í sfma 588-6666 og bréfasíma 568-6564. Þátttökugjald er 9.500 kr. fyrir félagsmenn og 11.500 kr. fyrir aðra. Nemendur greiði 4.500 kr. gegn framvísun skólaskírteinis. Innifalið í þátttökugjaldi eru kaffiveitingar, hádegisverður og ráðstefnugögn. Síðasti skráningardagur er 31. janúar. GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS SlMI 588-6666 Styrktaraðilar ráðstelnunnar: Iðntæknistofnun vsó. ** KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HF. (Q) IÐN LÁNASJÓÐUR REKSTRARRAÐGJOF iAtum gæðin RÁÐA FERÐINNI EIMSKIP SPARISIOÐUR reykjavIkur oc nácrennis #r (3) SAMTOK IÐNAÐARINS HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.