Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 33
Donna frjósemismælirinn segÍT til um hvenær kona er frjó og hvenær ekki. SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 33 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI Er rétti tíminn núna? JON JULIUSSON A MORGUN, mánu- daginn 23. janúar, er Jón Júlíusson kaup- maður í Nóatúni 70 ára. Við þau aldurs- mörk er fjölmörgum vikið til hliðar, dyrum er lokað að starfsvett- vangi, áhrifaleysi á eftirlaunum bíður í pokahorninu. Þegar litið er til Jóns í Nóat- úni blasir við fánýti þess lögmáls að binda enda á starfsævina á þessum tímapunkti. Jón Júlíusson hefur safnað dýrmætri lífsvisku í sjóð sinn og er nánast í blóma lífsins. Oft hefur verið á það minnt að Konrad Adenauer var sjötugur þeg- ar farsælt leiðtogahlutverk hans hófst í Þýskalandi. Adenauer gekk í fararbroddi í viðreisn þar í landi og blómlegt þjóðríki reis úr rústum hryggilegrar eyðileggingar. Það er alkunna að bú Jóns í Nóatúni og fjölskyldu hans er blóm- legt bú. Að þeim búrekstri koma margir nú á síðustu árum, hjónin Jón og Oddný Sigurðardóttir kona hans eiga barnaláni að fagna. Hóp- ur viðskiptavina Nóatúns verslan- anna er stór og stækkar sífellt. Það eru ekki tilviljanakenndar orsakir að baki velgengni Nóatúns. Sú var tíð að starfsöm hjón lögðu nótt við dag í lítilli verslun, þar var upphafs- reiturinn. Við bakdyr beið lítil Skodabifreið og þegar hurð verslunarinnar fél að stöfum að kvöldi var bakdyrum lokið upp og vörum sem ekið skyldi heim til við- skiptavina raðað í litla Skodann. Síðan ók kaupmaður af stað og vinnudeginum lauk einhvern tima fyrir miðnætti. Það var mikil starfsgleði ríkjandi í litlu búðinni og sú starfsgleði rík- ir enn í stórversluninni, sem nú laðar til sín viðskiptavini á átta stöðum. Hyggindi, framsýni og at- orka Jóns Júlíussonar hafa lagt svo at- sem grundvöllinn að umsvifamiklum vinnurekstri, þar 190 manns starfa nú. Og öllum er ljóst að líkumar eru allar á þann veg að meira verði í fang færst. En atorkumaðurinn í Nóatúni hefur haft fleiri járn í eldinum. Aratuga stjórnarfor- ystu í Sparisjóði vél- stjóra á hann að baki, margháttuð félags- málastörf í samtökum kaupmanna og trúr uppruna sínum verið ósínkur á tíma og' stuðning við áttahagafélag Sandara, félagsskap þeirra sem rætur eiga á Hellissandi. Ég heyrði eitt sinn mætan mann segja við Jón, þegar hann hvarf úr stjórn ágæts félags og honum voru þökk- uð stjórnarstörf, að samstarfið við hann hefði verið lærdómsríkt. Und- ir það myndu margir geta tekið, sem átt hafa samleið með Jóni Júlíussyni. Sá sem þessi orð setur á blað hefur um langa hríð átt við Jón Júlíusson náin samskipti og gæfu- hjólið hefur snúist hratt í haginn þann tíma allan. Þó hefur Jón litið þá staðreynd að mannlegu atgervi eru skorður settar. En hvernig sem á hefur staðið hefur aldrei brugðist að karlmannleg og virðingarverð afstaða mótaði viðhorf og viðbrögð. En hugur Jóns staðnæmist ekki einasta við átaksverkefni. Sá sem mætir honum á förnum vegi má vænta þess að hann sé á leið á sjúkrahús eða þá staði aðra, þar sem meðbræður sæta andstreymi. Þannig er hjartalag hans við slíkar kringumstæður, en þessum verkum er lítt flíkað og um þau höfð fá orð. Jökullinn sem gnæfír hátt yfír byggðum á Snæfellsnesi er tignar- legur og sést um langan veg. Munnmæli og sagnir herma að kynngikraftur stafi frá jöklinum. Ekki verður því haldið fram í þess- um orðum að þeir sem slíta bams- skóm við rætur hans njóti þess á vegferð lífsins. Hitt er jafn víst að rétt eins og fjaliið með jökulhett- unni fögru bregður stómm svip á umhverfíð, þá mega byggðir við rætur fjallsins miklast af mörgum ágætum mönnum af þeim slóðum. Einn í þeim hópi er Jón Júlíusson kaupmaður. í tilefni afmælisins em honum, Oddnýju og fjölskyldu þeirra allri, færðar innilegar ham- ingjuóskir. Það hefur spurst að veisluborð verði búið í dag, sunnudag, í Borg- artúni 6, kl. 14.00-17.00. Þar verð- ur án efa góður og glaðvær mann- fagnaður, til þess er ærið tilefni. Sigurður E. Haraldsson. * Lítill og meðfærilegur (álíka stór og varalitur). * Einfaldur, fljótlegur og auðveldur í notkun. * Þarf engin prófefni. * Aðeins þörf á munn- vatni, því engin blóð- eða þvagsýni. * Nákvæmt próf og auðvelt aflestrar. * Nánast enginn rekstrar kostnaður. * íslenskar leiðbeiningar. * Ódýr margnota mælir. * Fæst í apótekum ásamt frekari leiðbeiningum. by David Waisglass and Gordon Coulthart 1993 Farcus Caitoons/Distnbuted by Universal Pross Syndicate MAlíétA c$/&>öctu*a-r ■ - < þettcL erm&gnandi. íssfccifxjr... Aann, Opnrxst e/cJcö Æ/rr etv /t>ú heArn /n/ssé /s- Jclió. " og þrátt fyrir skoðanaskipti leið ekki á löngu þar til samkomulag hafði náðst og sterkar hefðir tóku að mótast í Menntaskólanum í Kópavogi. í fyrstu Fagurskinnu 1976 sem er útskriftarbók stúdenta er e.t.v. táknræn mynd af Ingólfi fyrstu árin þar sem hann er teiknað- ur á mikilli jarðýtu og látinn segja við nemendur: „Þið ráðið alveg hvernig þetta verður, en þetta verð- ur samt svona.“ Við stofnun skólans var ráðgert að byggt yrði yfír starfsemi hans. Ingólfur hafíð setið í forsvari bygg- ingarnefndar frá 1974 og mikil ein- ing var um málið. Lóð hafði verið valin á miðbæjarsvæði Kópavogs og teikningar lágu fyrir, en að lokn- um kosningum 1978 brast samstað- an í bæjarstjórn Kópavogs og skoð- anir urðu skiptar um staðsetningu og þörf á nýbyggingu. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta voru ein mestu vonbrigði Ingólfs á skólameistara- ferli hans enda hafði hann unnið að málinu af mikilli einurð og allt virtist í höfn. Ingólfur gefst ekki upp þótt móti blási og gekk nú harðar fram en nokkru sinni í baráttunni fýrir auknu húsnæði handa skólanum. Ég ætla ekki að tíunda hér þær deilur sem við tóku um húsnæðis- málin, en skólinn og starfsmenn hans stóðu af sér þessa storma. Málið fékk farsæla lausn er undir- ritaður var samningur milli Kópa- vogskaupstaðar og ríkisins um að MK fengi til afnota húsnæði Víg- hólaskóla frá og með skólaárinu 1983-84 á 10 ára afmæli skólans. Þó málið væri erfítt og strítt er mér ekki grunlaust um að Ingólfur hefði af því nokkra skemmtan enda nýtur hann sín hvergi betur en í hita leiksins að ég tali nú ekki um sé hann kominn í ræðustól. Vissulega hafa skipst á skin og skúrir í MK eins og í lífinu sjálfu. Það var erfitt að stjóma framhalds- skólum á árunum 1984-89 þegar hvert verkfallið rak annað. Á þeim málum tók Ingólfur af meira innsæi og festu en margur annar enda þaulreyndur félagsmálamaður. Hann var m.a. í stjórn Félags há- skólamenntaðra kennara um ára- tuga skeið og formaður þess um tíma. Af kennslu Ingólfs fara margar sögur. Hann þykir strangur kenn- ari sem gerir miklar kröfur. Eitt- hvað höfðu nemendur slakað á ein- hverju sinni þannig að Ingólfur lét þau orð falla „að það væri réttur hvers nemanda að vita ekki neitt eftir margra ára nám“. í næstu Fagurskinnu höfðu nemendur bætt um betur en þar stóð undir mynd af Ingólfi: „Það er réttur nemenda að vita ekki neitt eftir margra ára nám, hann ætti að vita það, hann hefur reynsluna!“ Þó Ingólfur þyki strangur kennari er annað sem nemendum er ofar í huga þegar þeir ræða um kennslu hans en það er þegar tignarlegt jrfírbragð hans breytist í íþróttamannslegt og hann þýtur um stofuna í gerfí vöðva- stæltra forngrikkja kastandi spjót- um og kringlum á Olympíuleikum. Á 20 ára skólameistaraferli Ing- ólfs í MK er eitt sem einkennt hef- ur stjórnun skólans umfram annað en það er að stöðug þróun hefur verið í MK. Brautum hefur fjölgað, skipulagsbreytingar hafa átt sér stað, nýtt kennslukerfi tekið við, námsráðgjöf og fomám fengið fastan sess, ferðamálanám og öld- ungadeild að mótast, nýbygging orðin að veruleika, svo nokkuð sé nefnt. Þessi þróun hefði þó aldrei orðið ef Ingólfur hefði ekki ætíð haft hagsmuni skólans í fyrirrúmi og ráðið að skólanum úrvalskenn- ara sem unnu með honum að þess- um verkefnum. Á síðustu árum skólameistara- ferils síns hafði Ingólfur konur sér við hlið sem nánustu samstarfs- menn við stjórnun skólans og ég held að honum hafí bara líkað það vel. Ein er þó sú kona sem ég veit að Ingólfur metur langt umfram aðrar en það er eiginkona hans Rannveig Jónsdóttir mikil mennta- og gáfukona, cand. mag. í ensku og kennari við Ármúlaskóla. Ég hef oft fundið það á Ingólfi hversu mik- inn styrk Rannveig hefur veitt hon- um og hversu hlýtt hún hugsar til okkar í MK. Á síðustu misserum hefur Ingólf- ur unnið að skólaskýrslu Mennta- skólans í Kópavogi og mun því verki ljúka nú í vor. Á þessum tímamótum í lífínu vil ég óska Ingólfí A. Þorkelssyni heillaríkrar framtíðar. Við sem höf- um starfað með Ingólfi í MK.eigum honum mikið að þakka. Hann hefur miðlað okkur af dýrmætri reynslu sinni sem við munum búa að um ókomna framtíð. Menntaskólinn í Kópavogi væri með öðrum brag ef Ingólfur hefði ekki ætíð haft vak- andi auga með öllum þáttum starfs- ins skólanum til heilla. Hafðu þökk fyrir og lifðu vel. Margrét Friðriksdóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. INGÓLFUR A. ÞORKELSSON í TILEFNI af 70 ára afmæli þínu vil ég senda þér árnaðaróskir mínar og starfsmanna Menntaskólans í Kópa- vogi. Ingólfur A. Þorkels- son var skólameistari Menntaskólans í Kópa- vogi frá stofnun hans til ársloka 1993 eða samfellt í 20 ár. Á sumardögum 1973 var hann skipaður skóla- meistari að hinum nýja skóla í Kópavogi „þessum bæ æskunn- ar“ þar sem hlutfall ungmenna var hærra en í öðrum bæjarfélögum. Ingólfur hafði lokið kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1948, nokkrum árum síðar tók hann stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, þá BA-próf í sögu og dönsku frá Háskóla íslands 1959 og á árunum 1966-67 stundaði Ingólfur framhaldsnám í sögu, dönsku og kennslufræðum við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn og Kaupmannahafnarháskóla. Auk þess hafði hann lokið mörgum námskeiðum í sögu og dönsku bæði hérlendis og erlendis. Það var ekki aðeins að Ingólfur hefði mikla og góða menntun held- ur var reynsla hans af kennslu og skólastarfi ómetanleg. Ingólfur átti 25 ára kennsluferil að baki, er hann hóf störf sem skólameistari MK, lengst af í Kópavogi við unglinga- deild Kópavogsskóla og gagnfræða- skóla Kópavogs. Ingólfur kenndi einnig lengi við Kvennaskólann í Reykjavík og sinnti stundakennslu við Kennaraskóla íslands. Ég hefði ekki viljað vera í sporum Ingólfur þessa sumardaga 1973 þá nýráðinn skóla- meistari að skóla sem hafði ekkert endanlega ákveðið húsnæði, enga kennara, enga ném- endur og starfsemin átti að hefjast eftir tvo mánuði. Ég þykist vita að þú munir seint gleyma þessum dög- um. Hér var réttur maður á réttum stað. Ég sé fyrir mér Ingólf þar sem hann, brenn- andi af áhuga og eldmóði, tekst á við vandann og ryður brautina enda var skólinn settur við hátíðlega at- höfn að viðstöddu fjölmenni í Fé- lagsheimili Kópavogs 22. september þetta ár. Skólinn hafði þá fengið inni í nýrri álmu Kópavogsskóla, 11 kennarar höfðu verið ráðnir og 110 nemendur höfðu sótt um skóla- vist. Skóli er ekki eingöngu húsnæði, kennarar og nemendur. Það þurfti að móta skólabrag, setja markmið og reglur um innra starf, umgengni og aga. Ingólfur hefur sagt mér að oft hafi verið skiptar skoðanir um þessi mál fyrstu árin og ósjald- an hafí forystumenn nemenda og skólameistara greint á t.d. um það sjónarmið að ekki mætti drekka á dansleikjum og í ferðalögum, elleg- ar að sækja skyldi skóla samvisku- samlega og lesa vel undir tíma. Ingólfur er maður festu og aga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.