Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 48
póst gíró KJÖRBÓK Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 563 7472 M Landsbanki ■1 íslands ÆjmLxkD Banki allra landsmanna MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK I fjóra sólarhringa án rafmagns Frystir mjólkina utandyra GUÐRÚN Einarsdóttir á Sellátrum hefur þurft að komast af án raf- magns í fjóra sólarhringa. Guðrún býr ein og hefur hún hitað upp hús sitt með steinolíulampa sem henni áskotnaðist fyrir nokkrum árum. Mjólkina frystir hún utandyra og geymir þar allan mat. Hún segir að sig skorti hvorki mat og drykk. Guðrún er fædd á Sellátrum en ■—búskapur lagðist af þar um 1964. „Ofnarnir hita vel en það þó ekki hægt að segja að það sé hlýtt í húsinu. Ég get eldað á ofnunum og síðan varð ég mér í gær úti um gaslukt til að lýsa upp,“ sagði Guðrún. Hugsa að ég yrði meira einangruð í fjölmenni Línan, sem liggur frá Tálkna- firði inn í Ketildali fór í sundur í óveðrinu síðastliðinn miðvikudag ^Sg er óvíst hvenær viðgerð lýkur. - „Það er óánægja með það að heimamenn eru ekki nýttir til þess að flýta fýrir viðgerð. Blessaður mennimir komast ekki yfír þetta einir, þetta er svo mikið uppi á fjöllum," sagði Guðrún. Guðrún segir að útvarpið stytti sér stundirnir en hún kveðst ekki fínna fyrir einangrun í sveitinni. „Ég hugsa að ég yrði meira ein- angruð í ijölmenni." Fjöldi manns við athöfn á ísafirði Morgunblaðið/Rax MINNINGARATHÖFN um Súðvíking- ana fjórtán, sem fórust í siyóflóðinu á mánudaginn, fór fram á Isafirði í gær. Fjöldi manns var viðstaddur at- höfnina, þar á meðal Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, Davíð Oddsson forsætisráðherra, og þingmenn Vest- fjarða. Prestar voru séra Magnús Erl- ingsson, séra Jakob Hjálmarsson og séra Karl V. Matthíasson. Kór ísafjarð- arkirkju og félagar úr Sunnukórnum og kirkjukórunum í Hnífsdal og Bol- ungarvík sungu og Hulda Bragadóttir lék á orgel, Jónas Tómasson á flautu og Januz Frach á fiðlu. Snúlla slær Islandsmetið * Mjólkar á við þijár kýr ÍSLANDSMETIÐ í nyt er fallið. Kýrin Snúlla á Efri-Brunná í Saurbæ í Dölum sló eigið met frá 1991, mjólkaði 12.153 kgásíðasta ári sem er um 20% meira en iijá næstu kúm en þær eru nálægt fyrra meti. „Þetta er alveg með fádæmum og þætti gott hvar sem eT í heiminum," segir Jón Viðar Jónmundsson, nautgriparæktar- ráðunautur, um afrek Snúliu. Sturlaugur Eyjólfsson og Birna Lárusdóttir á Efri-Brunná hafa lengi verið með bestu kúabændum landsins. Á búi þeirra hefur stundum verið mesta níeðalnyt yfir landið og einstaka gripir, eins og Snúlla, hafa staðið upp úr á landsvísu. Meðalnytin á Efri- Brunná í fyrra var rúm 6.500 kg sem er með því besta sem þekkist en tölur fyrir landið í heild eru :<ú.ki tilbúnar. Mest 50 kg á dag Snúlla bar snemma á árinu. „Hún komst hátt og hélt lengi á sér. Hún var sérlega dugleg að éta,“ sagði Sturlaugur í samtali. Hún mjólkaði mest tæpa 50 lítra á dag. Meðalnytin hjá íslenskum kúm Ljósmynd/Lárus Karl Ingason SNÚLLA og Sturlaugur E>j- ólfsson í fjósinu á Efri-Brunná. er liðlega 4 þúsund kíló þannig að Snúlla skilar hátt í þreföldu því magni. Jón Viðar hafði ekki beinar skýringar á þessu mikla mjólkurmagni Snúlli. Hann sagði að henni hefði verið gefið tölu- vert kjarnfóður en þrátt fyrir það væri afrek hennar einstakt. Stöðvarhreppur kaup- ir hlut Þróunarsjóðs- ins í Gunnarstindi hf. STÖÐVARHREPPUR hefur keypt 32% hlut Þróunarsjóðs sjávarútveg- ins í Gunnarstindi hf. Tilboð Stöðv- arhrepps hljóðaði upp á um 40 millj- ónir króna í hlutinn en að nafnvirði er verðmæti hans um 84 milljónir króna, að sögn Alberts Geirssonar sveitarstjóra Stöðvarhrepps. Stöðv- arhreppur átti fýrir 17,45% í Gunn- arstindi hf. og er eignarhlutur hreppsins nú tæp 50%. Aðrir stærstu eigendur eru Útvegsfélag samvinnu- manna, Olíufélagið hf., VÍS hf. og Kirkjusandur hf. sem eiga 20% og Breiðdalshreppur 4,79%. Að sögn Alberts gefst nú hluthöfum og starfsfólki í Gunnarstindi kostur á að ganga inn í kaupin. Til þess gefst þriggja vikna frestur. Albert segir að allir hluthafar og starfsmenn fyrirtækisins eigi for- kaupsrétt að hlutabréfunum og því ekki víst að þau verði öll í eigu Stöðv- arhrepps. Albert kveðst eiga von á því að Breiðdalshreppur komi inn í viðræður um gang fyrirtækisins. Kom Breiðdælingum á óvart „Það liggja svo miklir peningar frá Stöðvarhreppi í þessu fyrirtæki að við viijum vitaskuld koma í veg fyrir að starfsemi þess lognist út af. Að sjálfsögðu er með þessu verið að leit- ast við að tryggja að rekstur fyrir- tækisins verði áfram hér og vonandi í Breiðdalsvík líka,“ sagði Albert. Gunnarstindur hf. gerir út tvö skip, Hafnarey frá Breiðdalsvík og Kambaröst frá Stöðvarfirði, og starfrækir frystihús á báðum stöð- unum. Hjá fyrirtækinu vinna um 180 manns, en það varð til við samein- ingu Hraðfrystihúss Stöðvarhrepps hf. og Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf. árið 1991. Rúnar Björgvinsson sveitarstjóri Breiðdalshrepps sagði að þetta væri svo nýkomið til að heimamenn hefðu ekki enn ráðið sínum ráðum. Hann sagði þó að kaupin hefðu komið mönnum í Breiðdalsvík á óvart. „Við eigum kost á því að ganga inn í þessi kaup svo það er kannski ekki útséð um hvernig eignarhlutföllin verða,“ sagði Rúnar. 4.700 erlendir ríkis- borgarar á Islandi SAMKVÆMT þjóðskrá 1. desember 1994 áttu lögheimili hér á landi 10.585 íbúar fæddir erlendis en er- lendir ríkisborgarar voru 4.715. Mannijöldi var 266.786. Erlendir ríkisborgarar voru 4.825 ári áður og fækkar þeim því lítils háttar. í frétt frá Hagstofunni er tekið fram að hluti þeirra sem fæddir eru erlendis eru börn íslenskra foreldra er dvöidu þar við nám og störf. I yfirliti Hagstofu íslands um mannfjölda 1. desember 1984-1994 eftir fæðingar- og ríkisfangslandi kemur fram skipting á milli landa. Þar kemur fram að af þeim mönnum á íbúaskrá sem fæddir eru annars staðar en á Islandi hefur hlutfalls- lega mest fjölgun orðið á þeim sem fæddir eru í Asíu. 1984 voru það 262, 986 árið 1993 og 1.068 árið 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.