Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEMT Stríð Jeltsíns gegn sjálfum sér Baksvið Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur glatað trausti almennings og Jón Ólafsson telur líklegt að forsetinn eigi nú allt sitt undir utanaðkomandi öflum, herförin til Tsjetsjníju kosti Jeltsín trúlega völdin OFARIR rússneska hers- ins í Kákasusfjöllum hafa sett öll rússnesk stjórnmál úr skorðum. Abyrgð Jeltsíns forseta og sam- verkamanna hans á blóðbaðinu í Grosnij, á lífum þúsunda rúss- neskra hermanna og óbreyttra borgara, á því að heil borg hefur verið lögð í rúst, gerbreyta stöðu forsetans gagnvart þjóðinni, þinginu og hernum. Það er ekkert nýtt að Jeltsín eigi í basli með þingið, hvort sem dúman eða æðstaráðið gamla er annars vegar. Það er ekki nýtt heldur að herinn sé honum erfið- ur. Það hefur verið ljóst lengi að Jeltsín gæti tæplega treyst á hlýðni hersins i einu og öllu. En það er nýtt að hann sé rúinn stuðningi þjóðarinnar, að honum sé lýst sem einfara, háðum líf- verði sínum um félagsskap og ráðgjöf, yfirgefnum af þeim stuðningsmönnum sínum sem fram að þessu hafa talið að á meðan Jeltsín hefði völdin væri þjóðfélagsþróunin í Rússlandi í réttum farvegi. Maður fólksins Almannahylli hefur hingað til verið helsta tromp Jeltsíns. Hon- um tókst að festa sig í sessi og tryggja völd sín einkum og sér í lagi vegna þess að hann var maður fólksins. En síðan í októ- ber 1993 hefur hallað undan fæti. Eftir bardagana í Moskvu það haust, þegar Jeltsín beitti hernum til að brjóta uppreisnar- tilraun þingforystunnar á bak aftur, hefur almenningsstuðn- ingur við hann verið blendinn. Atburðirnir þá urðu samt ekki til þess að fijálslyndir stjórn- málamenn sneru við honum baki, þvert á móti, jafnvel Jegor Gaid- ar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefur verið einarðastur í hópi andstæðinga við hernaðar- aðgerðirnar í Tsjetsjníju, var reiðubúinn til þess að dreifa vopnum til almennings, örlaga- nóttina þegar uppreisnarmenn reyndu að ná sjónvarpshúsinu í Moskvu á sitt vald. En blóðsút- hellingarnar og ofbeldið þá settu nýjan svip á stjórnmálin í Rúss- landi. Jeltsín varð ekki vinsæll fyrir bragðið. Þó svo að fólki væri Ijóst, að stjórnvöldum hefði ekki verið annars kostur en að svara uppreisn með valdi, þá var eins og ákafinn um lýðræðisum- bætur og trúna á Jeltsín fjaraði út. í staðinn kom vonleysi og kaldhæðnin í garð stjórnarherr- anna varð enn grimmari en áður. Það er ekki laust við að menn velti fyrir sér hvernig í ósköpun- um Boris Jeltsín eigi eftir að fara að því að stjórna Rúss- landi, eftir að einhvers konar endi verður bundinn á hörmung- arstríðið í Tsjetsjníju. Ein leiðin er að reyna að skella skuldinni á aðra. Pavel Gratsjov varnar- málaráðherra hefur verið nefnd- ur sem hugsanlegur blórabögg- uli og einnig Oieg Lobov, sam- starfsmaður Jeltsíns og fornvin- ur, sem situr í rússneska örygg- isráðinu. Meiriháttar uppstokk- un í ríkisstjórninni og breytingar á starfsliði forsetans eru ekki taldar ólíklegar heidur. En allar ráðstafanir af þessu tagi geta varla orðið meiaa en klór í bakk- ann. Það er Jeltsín sem situr uppi með skömmina, og hann verður að gjalda fyrir það fyrr eða síðar. Verði völd Jeltsíns takmörkuð, formlega eða óformlega, getur það gerst með tvennum hætti. Annað hvort með því að herinn, innanríkisráðuneytið og öryggis- þjónustan verði mun fyrirferðar- meiri í stjórnsýslunni en verið hefur, eða að þingið fái aukið hiutverk. Fyrir þá sem er annt um lýðræði í Rússlandi er seinni kosturinn augljóslega betri, sá fyrri er hins vegar miklu líklegri. Háttsettir foringjar í hernum hafa gagnrýnt stjórnvöld meira en dæmi eru um í Rússlandi fyr- ir hernaðaraðgerðirnar í Tsjetsjníju. Skipanir Jeltsíns hafa verið virtar að vettugi og liðhlaup verið tíð, jafnvel meðal foringja. Ein sérsveit innanríkis- ráðuneytisins er sögð hafa dreg- ið sig í hlé í heilu lagi og horfið aftur til aðalstöðva sinna eftir að hafa verið send til Tsjetsjníju. Það verður erfitt að friða yfir- stjórn hersins eftir að þessu líkur og ólíklegt að menn sætti sig við mannaskipti á fáeinum stöðum. Hernum verður umhugað um að koma í veg fyrir að átök af þessu tagi endurtakí sig, og undir því yfirskini er líklegt að umboð hans til afskipta af innanlands- málum verði stóraukið. Mistök Vesturlanda Kosningaúrslitin í desember í fyrra, þegar þjóðernissinnar sóp- uðu til sín atkvæðum, urðu til þess að stjórnvöld á Vesturlönd- um beindu stuðningi sínum öllum til Jeltsíns. Það er að koma á daginn núna hvílík mistök þetta voru. í stað þess að stofna til beinna afskipta við þjóðkjörna fulltrúa, og í raun einu lýðræðis- legu stjórnarstofnunina í Rúss- landi, kusu menn að láta eins og Jeltsín væri einn fulltrúi lýð- ræðisins. Og sama viðhorf var algengt innanlands: Það var al- veg hægt að vera rólegur þótt Zhirinovskíj og hans nótar létu móðinn mása í þingsölum, því í raun og veru réðu þeir engu. Síðan innrásin var gerð hefur þingið hins vegar sýnt ábyrga afstöðu. Jeltsín hefur engu' að síður skellt skollaeyrum við öll- um tillögum þingsins og ein- stakra þingmanna um milli- göngu og samningaviðræður. Það er orðið of seint nú að bæta samstarf þingsins og forsetans, það hefði þurft að gerast miklu fyrr. En spurningin hlýtur að vera þessi: Getur Boris Jeltsín haldið áfram að vera forseti Rússlands, eftir allt það sem á undan er gengið? Enn sem komið er ber ekki mikið á kröfum um að Jelts- ín segi af sér enda væri ekki ljóst hver gæti orðið ásættanlegur eftirmaður hans, þó ekki væri nema fram að kosningum. Fáir spá því í alvöru að herinn eigi eftir að ræna völdunum, því nýtt valdarán mundi koma af stað ennþá meira umróti í þjóðfélag- inu en verið hefur, og jafnvel stuðla að borgarastríði. Gaidar, fyrrverandi forsætis- ráðherra, hefur spáð því að kostnaður vegna stríðsins í Tsjetsjníju og aukin útgjöld til her- og varnarmála muni valda verðbólgu, hugsanlega neyða stjórnina til að setja verðlagshöft og til margvíslegra annarra að- gerða sem mundu setja markað- inn úr skorðum. Þótt ríkisstjórn- in og Jeltsín væru hugsanlega nógu áfram um að friða herinn til þess að segja þannig skilið við markaðsstefnu í bili, er hætt við að þingið yrði erfitt viður- eignar. Aðgerðir af þessu tagi og nýjar deilur Jeltsíns við þing- ið mundu aftur á móti minnka tiltrú vestrænna stjórnvalda á Jeltsín og stjórn hans enn meira en orðið er og jafnvel verða til þess að aðstoð og lánveitingar til Rússa yrðu skornar niður eða stöðvaðar. Bandalag gegn Jeltsín? Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að einhvers konar þegjandi eða leynilegt samkomu- lag geti tekist á milli þingflokks- forystunnar og yfírmanna hers- ins um að þvinga Jeltsín til af- sagnar samhliða meiriháttar uppstokkun í öllu stjórnkerfinu. Grígoríj Javlinskíj, hagfræðingur og leiðtogi eins þeirra fijálslyndu stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi, hefur lýst því yfir að hann telji afsögn Jeltsíns einu leiðina út úr þeim vandræðum sem Tsjetsjníja hefur bakað Rússum. Það vill svo til, að þessi sami Javlinskíj er eini stjórn- málamaðurinn sem samkvæmt könnunum nýtur verulegs stuðn- ings á meðal foringja í hernum. En hvernig sem þróunin kann að verða næstu vikur og mánuði virðist ljóst, að með innrásinni í Tsjetsjníju hefur Jeltsín gert mistök sem kosta hann völdin. Það er ekki undir honum komið hvert framhaldið verður, heldur undir því hvort og hvernig snúist verður gegn honum. HERFÖRIN til Tsjetsjnuu kann að reynast afdrifaríkt slysaskot. FRÉTTIR Söfnun meðal að- ventista SYSTRAFÉLÖGIN Alfa innan safnaðar aðventista í Reykjavík, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Árnessýslu og Hafnarfirði og Hjálparstarf aðventista standa þessa dagana fyrir sérstöku söfn- unarátaki hjá safnaðarfólki sínu innan lands sem utan til styrktar landssöfnuninni Samhugur í verki. Hjálparstarf aðventista hefur leitað til systursafnaða á hinum Norðurlöndunum um aðstoð. Boð hafa þegar borist frá Færeyjum um að þar muni sérstök söfnun innan aðventsafnaðarins hefjast um helgina þessu málefni til stuðn- ings. Samúðarkveðjur til Súðvíkinga í fréttatilkynningu segir að söfnuðir aðventista vilji senda samúðarkveðjur til Súðvíkinga og annarra þeirra sem um sárt eiga að binda um þessar mundir vegna náttúruhamfaranna og óskar þeim blessunar Guðs. -----».♦ ♦... Landsstjórn björg- unarsveita Samverustund í Dóm- kirkjunni LANDSBJÖRG og Slysavarnafé- lag íslands efna til samverustund- ar fyrir félaga sína og fjölskyldur þeirra í Dómkirkjunni sunnudags- kvöld klukkan 20. í fréttatilkynningu frá Lands- stjórn björgunarsveita segir að hugurinn vilji reika til atburða síð- usta daga og þeirra sem misst hafa mikið. „Þeir félagar okkar sem fóru til Vestfjarða nú á dögun- um eru nú allflestir komnir til baka, margir hveijir eftir mikla þrekraun. Björgunarsveitarmenn fínna nú með sér ríka þörf til að eiga kyrrðarstund saman. Við það er dagskráin miðuð,“ segir í til- kynningunni. Samverustundin er ætluð félög- um Landsbjargar og Slysavarnafé- lagsins ásamt fjölskyldum. Einnig öðrum þeim sem komið hafa að málum. Aðrir sem finna hjá sér þörf fyrir að koma eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfír. ---------»--»■■■■♦- Seinni dagnr prófkjörs Al- þýðuflokks SJÖ bjóða sig fram í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi sem fram fer um helgina. Seinni dagur prófkjörsins er í dag, sunnudag, og eru kjörstaðir opnir í tíu kaupstöðum frá klukkan 10 til 20. Talið verður í kvöld. Opið öllum stuðnings- mönnum Alþýðuflokksins Guðmundur Árni Stefánsson og Rannveig Guðmundsdóttir bjóða sig fram í fyrsta sætið. Hrafnkell Óskarsson og Petrína Baldursdótt- ir sækjast eftir 2.-3. sæti. Elín Harðardóttir, Garðar Smári Gunn- arsson og Gizur Gottskálksson stefna að 3.-4. sæti. Prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum Al- þýðuflokksins í kjördæminu se* kosningarétt munu hafa í alþingis- kosningunum. Einnig ungum jafn- aðarmönnum, 16 ára og eldri. b I i > \ \ \ \ 1 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.