Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 31
MIIMNINGAR
una til Akureyrar söng hann með
karlakómum Geysi og nú síðustu
árin með Gömlum Geysisfélögum og
var kórstarfið honum ævinlega
ómæld ánægja og félagsskapurinn
þar honum til mikillar upplyftingar.
Það var vandalaust að finna hann
þegar menn voru saman komnir til
að skemmta sér jafnvel þótt hópur-
inn væri stór því hann var þar sem
söngurinn hljómaði tærast og þar
sem menn sungu lengst allra fram
á nætur. Sér í lagi voru það honum
ljúfar stundir ef saman vöru komnir
kátir Skagfírðingar með hesta sína,
állir vildu syngja með honum og að
honum dreif múgur glaðra söng-
manna og kvenna.
Þessar stundir voru honum
ógleymanleg skemmtan þó oft vant-
aði örlítið uppá að röddin væri í lagi
daginn eftir. Hann var söngmaður
af guðs náð ef svo má að orði kom-
ast og elskaði söng, hesta og Skaga-
fjörð.
Árni varð fyrir miklu áfalli þegar
hann missti konuna sína, Jórunni
Sigurbjörnsdótur (Lóu) árið 1979,
þá á besta aldri, en hann tók áfall-
inu af stöku æðruleysi og bar harm
sinn í hljóði.
Alla tíð bjó hann eins vel og hon-
um var unnt að börnum sínum en
alls eignuðust þau Árni og Lóa níu
börn, sjö dætur og tvo syni, og þó
aldrei væru þau rík af veraldlegum
auðæfum þá voru þau rík af börnum,
gleði og ástúð og komu öllum börn-
um sínum á legg með einstökum
dugnaði og fórnfýsi.
Og trúi því nú hver sem vill, að
lengi bjuggu þau á Hofi við Varma-
hlíð með átta af börnum sínum í
húsi sem var um 40 fermetrar að
flatarmáli. Heyri ég aldrei nokkurn
í fjölskyldunni tala öðruvísi um Hof
en með gleði og gáska í augum og
Árni og Lóa undu sæl með sitt þó
oft væri erfitt. Slíkt var lítillætið og
ekki var nú heimtað meira á því
heimili.
Árið 1961 fluttu þau til Akur-
eyrar og undirritaður átti því láni
að fagna að verða einn af fjölskyld-
unni fjórum árum síðar.
Árni vann í mörg ár á Gúmmívið-
gerð KEA og á nokkrum stöðum
öðrum eftir það, en á allra seinustu
árum fyrst hjá Gefjun og Iðunn, en
loks hjá ísl. skinnaiðnaði og um
dugnað hans til vinnu efaðist enginn
sem til hans þekkti.
Hann stundaði hestamennsku, en
frístundirnar voru fáar fyrst eftir
komuna til Akureyrar og barnahóp-
urinn var stór svo hann gerði hlé á
henni um tíma.
Eftir fráfall Lóu tók hann svo upp
þráðinn á ný og átti alltaf tvo til
þijá hesta eftir það. Klárarnir voru
honum mikil lífsfylling og honum
þótti óskaplega vænt um þessa fjór-
fættu vini sína sem báru hann ævin-
lega á vit gleðinnar. Hann sagði eitt
sinn við mig: „Maður er aldrei einn
meðan maður á góðan hest.“
Við vorum með honum í hesta-
mennskunni í nokkur ár tveir af
tengdasonum hans, við Valdemar,
og mér finnst að eftir á að hyggja
höfum við varia átt ánægjulegra
tímabil ævinnar enn sem komið er.
Þær voru ógleymanlegar ferðirnar
okkar þriggja ríðandi vestur í Skaga-
fjörð á vit söngs og gleði og við
lærðum af tengdapabba að samband
dýra og manna er, ef menn leggja
sig eftir því, eitt það dýrmætasta
sem menn uppgötva á lífsleiðinni.
Við lærðum af honum að meta marg-
ar af stóru stundunum í lífi hvers
manns, stundunum þegar maður,
hestur og náttúra verða eitt.
Okkur í fjölskyldunni er það
ógleymanleg stund þegar öll fjöl-
skyldan kom saman síðsumars á síð-
asta ári til þess að halda uppá á
sjötugsafmælið hans tengdapabba.
Eg held að það hafi verið ein af
hans mestu gleðistundum nú seinni
ár. Hann var hress og glaður sem
endranær og engum gat dottið í hug
þá að þetta yrði í síðasta sinn sem
hann yrði með stóra hópinn sinn að
synjgja og gleðjast sem svo oft áður.
Eg man mín fyrstu kynni af hon-
um þegar ein dóttir hans og síðar
eiginkona mín bauð mér í fyrsta
skipti inn þar sem ég var rétt sautj-
án ára stráklingurinn að skjótast
sem hræddur héri eins hratt og ég
gat fram hjá eldhúsdyrunum þar
sem ég vissi að tilvonandi
tengdapabbi sat og var að lesa og
upp stigann í Gránufélagsgötunni.
En ótti minn við hann reyndist ekki
á rökum reistur því mér var strax
tekið eins og ég hefði verið þar upp-
alinn alla tíð, það gat engum annað
en líkað vel við hann slíkt var lítil-
læti hans og ljúfmennska.
Eg skynjaði strax hve auðveldlega
hann sá spaugilegu hliðarnar á mál-
unum og það myndaðist strax hjá
okkur einskonar glettubandalag, þó
mun oftar sæti nú undirritaður um
að gera honum smáhrekki okkur
báðum til gamans. Oft deildum við
um það í gamni hvort væri fallega
fjall og rismeira, Súlur ofan Akur-
eyrar eða Mælifellshnúkur ofan Lýt-
ingsstaðahrepps í Skagafirði. Grob-
baði hver af sínu og gerði lítið úr
fullyrðingum hins um fegurð síns
fjalls og þegar ég var búinn að full-
yrða það margoft að aldrei sæist
almennilega til hans fjalls sökum
stöðugrar þoku, færði hann mér inn-
rammaða ljósmynd af Mælifellshnúk
tekna í glaðasólskmi og skyldi hún
hanga uppá vegg heima hjá mér þar
til ég léti af slíkum fullyrðingum.
Manni leið einhvern veginn alltaf
óskaplega vel þegar maður var
staddur á Gránufélagsgötu 35 hjá
þeim tengdaforeldrum mínum og
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR B. ÞORSTEINSSONAR,
Miðvangi 137,
Hafnarfirði.
Hanna Kristín Pálmarsdóttir,
Pálmar Sigurðsson, Arndís Heiða Einarsdóttir,
Gísli Sigurðsson, Jóna Guömundsdóttir,
Rakel Sigurðardóttir
og barnabörn.
t
Þakka af alhug auðsýnda samúð við
andlát og jarðarför mannsins míns, föð-
ur okkar og tengdaföður,
LOFTS ÁMUNDASONAR,
sem lést 10. janúar sl. Sérstakar þakk-
ir faerum við starfsfólki hjúkrunarheimil-
isins Sunnuhlíðarfyrirfrábæra aðhlynn-
ingu og hjúkrun.
Ágústa Björnsdóttir,
Halla Lovísa Loftsdóttir, Völundur Þ. Hermóðsson,
Páll Gunnar Loftsson, Hrönn Benónýsdóttir,
Ámundi Hjálmar Loftsson, Unnur Garðarsdóttir.
mikið var spjallað á léttu nótunum
og alls kyns prakkarastrik litu dags-
ins ljós. Ég man að ég var óttalega
uppátektasamur við þau tengdafor-
eldra mína með alls kyns hrekkja-
brögð því þau skemmtu sér ævinlega
ekki síður sjálf yfír prakkarastrikun-
um. Ég man að stundum snaraðist
ég að tengdamömmu öllum að óvör-
um ef harmonikkulag var í útvarpinu
og sveiflaði henni með mér á eldhús-
gólfinu í „gömludansakennslu“ og
þau bæði ekki síður en ég skemmtu
sér hið besta yfir vitleysunni í þess-
um snaróða tengdasyni sem kunni
nefnilega ekki eitt einasta spor í
dansi og Árni tengdapabbi grét úr
hlátri.
Árni hafði líka þann skemmtilega
veikleika að honum kitlaði svo
óskaplega að ekki mátti einu sinni
gera sig líklegan til þess að grípa í
síðurnar á honum þá tók hann stökk
uppí loftið. Við auðvitað óðumst upp
í því að hrekkja hann með þessu í
tíma og ótíma og hann blessaður
kallinn var oft orðinn alveg uppgef-
inn á okkur þessum óróabelgjum
sem aldrei voru til friðs.
Minningarnar streyma um hug-
ann á skilnaðarstundu og ekki er
hægt að setja á blað nema örfáar
hugrenningar en eftir standa að ei-
lífu ógrynni af góðum minningum
um frábærann tengdaföður, félaga
og vin.
Við hittumst aftur síðar gamli
minn, Guð varðveiti þig og blessi
minningu þína, þér gleymum við
aldrei.
Og að síðustu vil ég fyrir hönd
fjölskyldunnar þakka af alhug
starfsfólki á handlækninga- og gjör-
gæsludeild Pjórðungssjúkrahússins
á Akureyri fyrir frábæra umönnun
og hlýju í garð Árna og ekki síður
í garð okkar stóru fjölskyldu þessa
erfiðu mánuði, þarna vinnur sannar-
lega fagfólk. Guð blessi ykkur öll.
Kristján Gunnarsson.
Fleiri minningargreinar um
Árna Kristjánsson bíða birt-
ingar og munu birtast næstu
daga.
hÓLl
FASTEIGN ASALA
® 10090
Hóll,
alltafá uppleið!
Kleppsvegur. stór bjön og Barmahlíð 3
skemmtil. 120 fm endaíb. á 3. hæð
m. tvennum svölum og útsýni yfir
Sundin blá og borgina. Verðið ráða
allir við aðeins 7,5 millj.
Furuhlíð 13-17, Hf.
Stórgl. 154 fm endaraðh. m. innb.
bílsk. sem eru til afh. nú þegar fokh.
að innan og fullb. að utan. Verð 8,4
millj. Teikn. á Hóli. Líttu til okkar um
helgina.
Vorum að fá í sölu gullfallega 107
fm hæð á stórgóðum stað v. Barma-
hlíð. Eignin skiptist í 2 stofur og 2
svefnherb. Góður bílsk. fylgir m.
rafm. og hita. Verð aðeins 9,3 millj.
Sigríður tekur vel á móti þér í dag
kl. 14-17. Gakktu í bæinn.
OPIÐHUSIDAG KL. 14-
Smárarimi 78
Bráðskemmtilegt 134 fm einbhús auk 40 fm frístandandi
bílskúrs á rólegum og góðum stað í Grafarvogi. Húsið er til
afh. nú þegar fullb. að utan og fokh. að innan. 4 svefnherb.
Verð aðeins 8,4 millj. Áhv. húsbréf ca 5,0 millj. Ásmundur
stórsölumaður á Hóli sýnir ykkur slotið í dag kl. 14-17.
Allir velkomnir.
OPIÐ A HOLII DAG KL. 14-17
PERMAFORM
Til sölu Permaformíbúðir
verðfrákr.E
PERMAFORM
- BYGGINGARMÁTI
NÚTÍMANS
3ja herbergja 6.500.000
Viö undirritun samnings 200.000
Húsbréf 4.200.000
Lán frá seljanda 1.000.000
Við afhendingu 1.100.000
4ra herbergja 6.950.000
Við undirritun samnings 200.000
Húsbréf 4.500.000
Lán frá seljanda 1.000.000
Við afhendingu 1.250.000
ÁLFTÁRÓS HF
SMIOJUVEG U ■ 200 KOPAVOGI ■ S: 91-641340
Verðum við símann milli kl. 13 og 15 á sunnudaginn