Morgunblaðið - 22.01.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 39
FÓLK í FRÉTTUM
Magurt ár leik-
kvenna í Hollywood
► ÁRIÐ1993 var með betra
móti fyrir leikkonur í Hollywood
og endurspeglaðist það í spenn-
andi keppni um tilnefningar til
JESSICA
Lange hefur
margsinnis
hreppt Ósk-
arsverðlaun-
in.
Óskarsverðlauna. Á endanum
féllu verðlaunin í hlut Holly
Hunter fyrir leik hennar í Píanó-
inu, en leikkonurnar Stockard
Channing, Emma Thompson,
Debra Winger og Angela Bassett
sem líka fengu tilnefningu þóttu
ekki síður hafa staðið sig vel.
Fyrir næstu Óskarsverðlauna-
afhendingu þykir hinsvegar vera
hallæri í Hollywood. Leikkonur
í Hollywood voru á liðnu ári
mestan part í hlutverki eigin-
kvenna aðalleikarans og því ekki
um auðugan garð að gresja þeg-
ar kvikmyndaakademían þarf að
tilnefna fimm leikkonur fyrir
bestan leik.
Jodie Foster fór með hlutverk
Nell í samnefndri kvikmynd og
er það dálítið í anda Forrests
Gumps. Hún þykir koma sterk-
lega til greina. Einnig fór Jessica
Lange með kjarkað hlutverk í
myndinni „Blue Sky“, en myndin
fékk litla aðsókn í Bandaríkjun-
um og það gæti sett strik í reikn-
inginn.
Kvikmyndaakademían kann
best að meta það ef konur eru í
óhefðbundnu hlutverki og því
getur verið að Meryl Streep
verði tilnefnd fyrir þróttmikinn
leik sinn í Cgnarfljótinu eða „Ri-
ver Wild“.
Jennifer Jason Leigh hefur
leikið í mörgum úrvalskvik-
myndum, þrátt fyrir ungan ald-
ur. Hún hefur fengið mikið lof
frá gagnrýnendum fyrir leik sinn
í „Mrs. Parker and the Vicious
Circle" og gæti fengið tilnefn-
ingu fyrir vikið.
JODIE Foster eftir að hún hafði fengið Óskarsverðlaun fyrir
leik sinn í myndinni „The Accused" árið 1989. Hún fékk siðan
aftur Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Lömbin þagna .
Sigourney Weaver þykir eiga
góða möguleika fyrir frammi-
stöðu sína í pólitíska spennu
tryllinum „Death and the Maid-
en“. Þá hafa nöfn Miröndu Ric-
hardson fyrir frammistöðu sína
í myndinni „Tom & Viv“, Meg
Ryan fyrir hlutverk sitt í „When
a Man Loves a Woman" og Susan
Sarandon fyrir leik sinn í mynd-
inni „The Client" einnig komið
upp.
Linda Fiorentino sýnir „frá-
bæra frammistöðu" að
mati gagnrýnenda í
kvikmyndinni „The
Last Seduction", en
þar sem myndin var
sýnd í sjónvarpi áður
en hún fór í kvik-
myndahús á hún ekki
möguleika á tilnefn-
ingu. Dreifingaraðili
myndarinnar, October
Films, hefur höfðað mál
gegn kvikmyndaaka-
demíunni, þar sem þess
er krafist að hún fái að
takaþátt í kapphlaupinu
um Óskarinn.
Niðurstöður hafa enn
ekki fengist, en dreif-
ingaraðilarnir benda á
það að kvikmyndir séu
oftast fyrst sýndar í
kvikmyndahúsum og
svo í sjónvarpi. Af
hveiju sé þá ekki hægt
að sýna þær fyrst í
sjónvarpi og svo í
kvikmyndahúsum?
LINDA Fiorentino
hefur slegið ærlega
í gegn fyrir frammi-
stöðu sína í „Last
Seduction“.
r- og konfektkökur 90 kr.
ins - salat-diskar
alltaf ó lóga verðinu hjáMTcl
í DAG SUNNUDAG HEFST
/ VERSLUN OKKAR A LAUGAVEGIN
Café 17
Kaffi - kakó - gosdrykkir 50 kr. í dag. Snyrtivörudeild
25-50% afsláttur af náttfötum
20-40% afsláttur af undirfatnaði og sundfatnaði.
__ 20% afsláttur af öllum snyrtivörum.
ghkartgripum.
15-25% afsláttur aTsoCkal
OP/Ð 12 18
,*.* vó*
• »
%
d no
Herradeild 1. hæð
Frakkar, jakkaföt, stakir jakkar, skyrtur,
stakar buxur, leðurjakkar, gallabuxur,
bindi, bolir, skór og sokkar Oömudeild 2. Iiæð
30-70% afsláttur Dragtir, kápur, jakkar, kjálar,
Herrailmir 20% afsláttur. stakar buxur, peysur, bolir, galla-
buxur, blússur, skór, stígvél
30-70% afsláttur.
Ath.
ídag sunnudag
byrjar útsalan
á Laugaveginum
en verður í bóðum
verslunum frá
mánudeginum
23. jan. frákl. 10.
Verið velkomin S
Sautján,
9imar17440/29290