Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Olíustríð í uppsiglingu Áratuga kyrrstaða á olíumarkaðnum hefur verið rofín með áformum Irving Oil um rekst- ur olíudreifíngarfyrirtækis á Islandi, verð- lækkun Olíufélagsins og stofnun hins nýja olíufélags Hagkaups, Bónus og Skeljungs. Krístinn Briem rekur hér þessa þróun. Markaðshlutdeild olíufélaganna 1993’ GASOLIA 325.422 tonn HEILDARSALA: ESSO 44,1% SHELL 28,7% OLÍS 27,2% BENSÍN SVARTOLÍA 134.555 tonn 126.101 tonn SHELL OLÍS 27,20% * Upplýsingar fyrir síðasta ár reyndust ekki fáanlegar ÞOTU- ELDS- NEYTI \ 47.011 tonn MEÐ áformum Irving Oil um rekstur olíudreif- ingarfyrirtækis á ís- landi og stofnun hins nýja olíufélags, Orkunnar hf., hefur sú áratuga kyrrstaða sem ríkt hefur á olíumarkaðnum verið rofin. Báð- um aðilum virðist full alvara og Irving Oil hefur lýst því yfir að stofnun Orkunnar hafi engin áhrif á sínar fyrirætlanir um að hefja starfsemi hér á landi. Á sama tíma hefur verðlækkun Olíufélagsins hleypt af stað verðstríði. Olíufélögin þrjú standa þvi frammi fyrir nýrri og stóraukinni samkeppni sem hlýt- ur óhjákvæmilega að gjörbreyta forsendum í rekstri. Bendir því margt til að algjör uppstokkun muni eiga sér stað á þessum mark- aði. Forráðamenn Hagkaups hafa um nokkuð langt skeið velt fyrir sér möguleikum á því að setja upp bens- ínstöðvar við hlið stórmarkaða sinna. Þetta er alþekkt erlendis þar sem reynslan af þessu fyrirkomu- lagi hefur verið góð. Hugmyndin um samstarf Skelj- ungs hf. við Hagkaup og Bónus virðist hafa kviknað sl. haust en þá var haldinn kynningarfundur á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga hjá Skeljungi. I við- tali við viðskiptablað Morgunblaðs- ins þann 13. október sl. sem birtist í framhaldi af fundinum sagði Krist- inn Björnsson, forstjóri félagsins, að sala á matvöru og nýlenduvörum hefði verið að vaxa hratt á bensín- stöðvum félagsins. Kvaðst hann ekkert sjá því til fyrirstöðu að sækja um stærri lóðir fyrir bensínstöðvar en verið hefði til að geta aukið þessa starfsemi. Hefðu forráðamenn fé- lagsins raunar velt því fyrir sér hvort fysilegt gæti verið að setja upp þúsund fermetra verslun eða stórmarkað við hliðina á nýjum bensínstöðvum í framtíðinni, annað- hvort einir eða í samvinnu við inn- lend eða erlend fyrirtæki. Upp úr þessu hófust viðræður milli forráðamanna Skeljungs og Hagkaups og Bónus um stöðu þess- ara mála, aukna samkeppni o.s.frv. Höfðu þeir Hagkaupsmenn frum- kvæði að þessum viðræðum. Þær spunnust síðan um hvort þessi fyrir- tæki gætu átt samstarf af ein- hveiju tagi. Varð niðurstaðan sú kringum áramótin að ákveðið var að stofna Orkuna. Forráðamenn Hagkaups og Bónus könnuðu þó áður möguleika á samstarfi við aðra aðila, sérstaklega nokkur er- lend olíufélög. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins ræddu fyrir- tækin m.a. við forráðamenn Irving Oil. Liður í þessum áformum var síðan ráðning Harðar Helgasonar, til Hofs sf en hann var áður aðstoð- arforstjóri Olís og því öllum hnútum kunnugur á olíumarkaðnum. Lágmarksþj ónusta hjá Orkunni Yfirlýstur tilgangur Orkunnar er að selja eldsneyti á lægra verði en var á markaðnum og hefur það gert samning við Skeljung um elds- neytiskaup. Dótturfyrirtæki Hofs hf., Pjárfestingarfélagið Þor hf., og ísaldi hf, eigandi Bónus, eiga 75% hlutafjárins á móti 25% hlut Skelj- ungs. Félagið er stofnað með 60 milljóna króna hlutafé og er heim- ild til að auka það. í stjórn Orkunn- ar eru þeir Jón Pálmason, Jóhannes Jónsson og Oskar Magnússon. Þetta nýja félag hefur þegar sótt um leyfi til að selja bensín á lægra verði í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjamarnesi. Fulltrúar félagsins fóru á fund borgarstjórans í Reykja- vík og bæjarstjóranna á hinum stöð- unum. Er stefnt að því að byggja bensínstöðvar í Holtagörðum, við Bónus í Kópavogi og við Hagkaup á Eiðistorgi þegar á þessu ári. Öll áhersla verður lögð á lítinn tilkostn- að og að hægt sé að selja vöruna sem ódýrast með lágmarksþjónustu. í samkeppni við sjálfan sig? Það eru einkum þrjú atriði sem öðru fremur réðu úrslitum um að Skeljungur ákvað að ganga til sam- starfs við Bónus og Hagkaup, eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag, laugardag. í fyrsta lagi er um að ræða að lög heimila nú olíufélög- unum að selja eldsneyti á mismun- andi verði. í öðru lagi hefur þróun- in erlendis verið-hröð í þá átt að lækka verð á beníni með því draga úr þjónustu fyrir þá sem vilja og byggja ódýrari bensínstöðvar við stórmarkaði. í þriðja lagi er með stofnun Orkunnar verið að bregðast við áformum Irving Oil um að sækja inn á markaðinn. En hvemig skyldi þetta snúa að bensínsölu Skeljungs á höfuðborg- arsvæðinu. Verður nýja félagið ekki í mikilli sarnkeppni við Skeljung? „Þetta nýja félag kemur til með að verða einn erfiðasti keppinautur okkar þrátt fyrir að Skeljungur sé hluthafi og muni selja því bensín," segir Kristinn Björnsson. „Skelj- ungur er fyrir með tíu bensínstöðv- ar í Reykjavík Og miklu fleiri ef nágrannasveitarfélögin em talin með. Það gefur auga leið að nýja fyrirtækið mun taka viðskipti frá okkur rétt eins og öðmm bensín- stöðvum. Við þurfum greinilega að bregðast við þeirri samkeppni og hugsa til þess hvað hægt sé að gera til að lækka verð á bensín- stöðvum. Það er t.d. Ijóst að nýorð- in verðlækkun allra olíufélaganna eftir útspil Olíufélagsins hf. var án tilefnis og eingöngu liður í sam- keppninni milli félaganna. Frekari verðlækkun getur ekki orðið nema með aðhaldi, uppsögnum fólks og sparnaði í rekstri félagsins í heild sinni. Olíufélögin hafa hingað til verið með töluverðar fjárfestingar á sinni könnu, mikið viðhald og haldið uppi ákveðnu atvinnustigi. Ég geri ráð fyrir því að við komum til með að halda að okkur höndum og jafnvel fækka fólki. Þetta er bein afleiðing af þvi markaðurinn er orðinn galop- inn fyrir nýja aðila sem vilja hefja samkeppni við félögin og virðast ekki þurfa að ganga í gegnum þann feril sem íslensku olíufélögin hafa þurft að ganga í gegnum. Nýir aðilar virðast fá sérstaka flýtimeð- ferð t.d. hjá Reykjavíkurborg. I ljósi t.d. afgreiðslu borgarstjór- ans í Reykjavík á umsóknum sem hafa komið fram frá þessum aðilum þá þykir okkur óhugsandi annað en Orkan hf. fái að koma sér upp umbeðinni aðstöðu á viðkomandi lóð. Borgarstjórinn í Reykjavík hef- ur haft mjög snör handtök í sinni afgreiðslu á umsóknum frá útlend- ingum sem ætla sér að koma inn á markaðinn í samkeppni. Hann sýnir þar fordæmi sem við þykjumst vera vissir um að hann muni endurtaka enda er greinilega um stefnubreyt- ingu að ræða frá því sem áður var.“ Tilefnislausar verðlækkanir? En um svipað leyti og nýr aðili kemur til skjalanna á olíumarkaðn- um hefur verð á bensíni og oh'u verið að lækka, eins og áður er vik- ið að. Olíufélagið reið á vaðið á fimmtudag og lækkaði verð á bens- ínlítranum um 1,10-1,30 kr. og verð á flotaolíu og svartolíu um rúmlega 8%. Hin félögin tilkynntu strax að þau myndu lækka sitt verð til samræmis. Aðdragandann að þessari lækk- un virðist að einhvetju leyti mega rekja til útboðs Utgerðarfélags Akureyringa á olíu fyrir skemmstu. Olíufélagið missti þar viðskipti við 10 skip til Olís sem samsvarar um 16 milljónum lítra á ári. Félagið viðurkenndi að verð á olíu til útgerð- ar hefði verið lækkað með lækkun álagningar en bensínlækkunin staf- aði af því að nýjar birgðir hefðu verið keyptar á lægra verði. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, segir að rekja megi verð- lækkunina á olíu til breyttra for- senda á olíumarkaðnum sem hafi komið fram í útboði Útgerðarfélags Akureyringa. Varðandi verðlækkun á bensíni miði félagið sínar forsend- ur við það heimsmarkaðsverð sem gilt hafi í janúar. Verðið hafí verið ívið lægra en í nóvember ásamt því að gengi dollars hafi lækkað. Hann segir þó að félagið hefði undir venjulegum kringumstæðum beðið fram til mánaðamóta með að breyta verðinu. Einar Benediktsson, forstjóri 01- ís, segir verðlækkun á olíu mega rekja til breytinga á innkaupsverði og breyttra samkeppnisaðstæðna í kjölfar útboðs Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Verðlækkun á bensíni sé vegna breytinga á innkaupsverði. Þannig er augljóst að olíufélögin leggja mjög mismunandi mat á til- efni verðbreytinga um þessar mundir. En hafi verið um tilefnis- lausa verðlækkun á bensíni að ræða um eina krónu þýðir það 180 millj- óna króna tekjutap á ári fyrir öll olíufélögin. Að meðtaldri skertri álagningu á olíu gæti verið um að ræða vel á þriðja hundrað milljóna króna tekjutap en þetta svarar til um helmings af heildarhagnaði fé- laganna á árinu 1994. Er raunar fullyrt að félögin séu að selja svart- olíu með tapi um þessar mundir. Hver króna kostar Olíufélagið 72 milljónir Ljóst er að öll þrjú olíufélögin eru feikilega öflug og myndu þola töluverðar þrengingar um skeið. Eftir verðlækkanir síðustu daga og væntanlega samkeppni frá Irving Oil og Orkunni hljóta þau hins veg- ar að verða að endurskoða áætlanir sínar. Hvað eiga þau að gera við miklar fjárfestingar í dýrum bensín- stöðvum og hvernig er hægt að mæta samkeppni frá ódýrum bens- ínstöðvum við stórmarkaðina? í þessu sambandi nægir að líta á það að bensínsala Olíufélagsins er t.d. kringum 72 milljónir lítra á ári þannig að verðlækkun um hverja krónu kostar samsvarandi upphæð. Á sama hátt kostar einnar krónu lækkun aðeins á bensíni um 60 milljónir fyrir Skeljung á ári. Einar Benediktsson, forstjóri OIís segir í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, að félagið muni mæta nýrri samkeppni frá Orkan og hafi raunar verið að skoða mis- munandi þjónustumunstur. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, segir að félagið muni íhuga á næst- unni hvernig brugðist verði við væntanlegri samkeppni. „Við mun- um meta það hvernig hægt sé að lækka verð með því að lækka þjón- ustustigið. Lægra þjónustustig get- ur þýtt lægra verð.“ Sumarið 1994: O Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla Kr. Sigurðssonar í Ólís, og stærsti hluthafi í Olís hafnar við- ræðum við Irving Oil um að selja því hlutabréf sín. 7. október 1994: OHörður Helgason ráðinn fram- kvæmdastjóri Hofs hf., eignar- haldsfélags Hagkaups hf. og IKEA og rekur Hof hf. einnig Bónus ásamt ísaldi hf. Hörður var aðstoð- arforstjóri Olíuverslunar íslands. 21. október 1994: ó Kanadíska olíufyrirtækið Irving Oil Ltd. lýsir áhuga á að reisa hér olíubirgðastöð og hefja dreifingu og sölu á olíuvörum. Fulltrúar Irv- ing Oil á viðræður við viðskiptaráð- herra og borgarstjóra. 23. október 1994: O Hafnarstjórinn í Reykjavík segir ekkert því til fyrirstöðu að nýtt olíufélag fái aðstöðu við Reykjavík- urhöfn. 26. október 1994: Ö Irving Oil hefur áhuga á við- skiptum við sjávarútveginn. Áhugi Irving Oil á íslandi stafar af áhuga á stækkun markaða félagsins. 9. nóvember 1994: ó Irving Oil sækir um lóðir fyrir a.m.k. átta bensínstöðvar í Reykja- vík. Engar lóðir eru fyrir hendi í Reykjavík fyrir slíka starfsemi. 10. nóvember 1994: O Borgarstjóri segir eðlilegast að öll olíufélögin fái að bjóða í þær lóðir sem ætlaðar eru undir bens- ínstöðvar í borginni. 11. nóvember 1994: ÓBætt hafnaraðstaða fyrir olíu- félög er næsta stórverkefni Reykja- víkurhafnar. Verið er að meta áhrif þess á framkvæmdir ef Irving Oil hefur starfsemi hér á landi. 23. nóvember 1994: Ooiís og Skeljungur sækja um lóðir fyrir bensínstöðvar í Reykja- vík. 27. nóvember 1994: O Arthur Irving, forstjóri Irving Oil, kemur til Reykjavíkur ásamt sonum sínum Kenneth og Arthur yngri. Þeir ræða byggingu bensín- stöðva og birgðastöðvar við for- svarsmenn sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og viðskiptaráð- herra. 23. desember 1994: ÖHafnarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að gefa Irving Oil kost á 35.000 fermetra lóð undir starf- semi sína í Sundahöfn. 24. desember 1994: ölrving Oil hyggst fjárfesta hér fyrir I-IV2 milljarð króna. 29. desember 1994: ÖOlíufélagið hf. ítrekar fyrri um- sóknir til Reykjavíkurborgar um fjórar lóðir undir bensínstöðvar. 4. janúar 1995: ÓBorgarráð hefur samþykkt að heimila borgarstjóra að ganga til samninga við Irving Oil um sölu á þremur lóðum undir bensínstöðvar. Það skilyrði er sett áð samningar takist við Irving Oil um birgðastöð í Reykjavík. 13. janúar 1995: ÓHlutabréf í Olíufélaginu að nafn- virði 7,5 milljónir seldust á genginu 6,15. Um 2% hlutaflár félagsins skiptu nýlega um eigendur. Mark- aðsverð Olíufélagsins hf. er talið 3.675 milljónir króna. 19. janúar 1995: óoiíufélagið hf. lækkar verð á flotaolíu og svartolíu um 8% með því að lækka álagningu og bensín- verð um 1,10 kr. til 1,30 kr. lítrann vegna hagkvæmra innkaupa að sögn félagsins. Olís lækkar bensín í kjölfarið um 0,90 kr. til 1,40 kr. lítrann af bensíni. Skeljungur seg- ist ætla að fylgja í kjölfarið. 20. janúar 1995: ÓTilkynnt um stofnun olíufélags- ins Orkunnar hf. : : : í I t I: « I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.