Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 21 í KJÖTVINNSLUNI. hamborgarahrygg og hunangsmar- ineraðan hamborgarahrygg. Og svo aftur fyrir síðustu hátíðir. Hilmar B. Jónsson kynnti þetta fyrir okk- ur, sagðist hafa ánægju af því að kynna gæðavöru. Þessi nýjung gekk vel. Fólk vill prófa eitthvað nýtt. „Það má í þessu sambandi nefna ótal tegundir af pate, en það sem ferskast er nú, er hunangs- og kon- íaksmarineraður lax. Og ég er rétt í þann mund að koma með hunang- smarineraðan reyktan lax. Hann er alger sprengja. Gallinn við þessa vöru er, að við höfum ekki svigrúm til að framleiða hana í miklu magni.“ Landsliðið... Og svo ert þú tekinn við landslið- inu ofan á allt saman... „Já, ég var fenginn til að taka við því í fyrra og við höfum sett stefnuna á Olympíuleikana sem haldnir verða í Berlín á næsta ári. Ég hef fengið Örn Garðarsson til að vera minn framkvæmdastjóri. Kokkalandsliðið okkar hefur náð frábærum árangri í gegn um árin, hvarvetna vakið athygli fyrir snjöll vinnubrögð. Það eru mjög flinkir menn sem veljast i þennan hóp sem skipar tíu kokka. Það er bæði skemmtilegt og krefjandi að vinna með þeim. Þetta eru tíu menn með tíu skoðanir og hver um sig telur sína þá bestu. Þetta eru tíu kóngar í ríki sínu og þetta þarf ég allt að láta falla saman svo úr verði traust og flekklaus liðsheild. Ég þarf að vera sáttasemjari og stundum þarf að grípa til atkvæða. Mottóið mitt í þessu starfi er að menn komi heim úr hverri keppnisferð betri vinir heldur en þegar þeir lögðu af stað. Þetta á að vera mannbætandi en ekki mannskemmandi." Það er ekki úr vegi að spyrja Þórarinn svona í blálokin, hvort að hann eigi nokkru sinni frístundir. Einhver áhugamál önnur en starfið? Starfið er náttúrulega mitt áhugamál og margar frístundir, ef við getum kallað það svo, fara í starfið. Það kemur að sjálfu sér. Ég sakna þess einnig oft að eiga ekki meiri tíma fyrir fjölskylduna. Ég er einnig með mikla veiði- bakteríu og vildi gjaman geta gefið mér betri tíma til að stunda veiði. Hvað veiðiskapur gefur manni er best lýst með þeim hughrifum sem ég verð fyrir. Ég nefni sem dæmi, að ég hef afar gaman af gæsaskytt- eríi. Ég get legið ofan í skurði frá klukkan fimm að morgni og fram undir hádegi. Þó engin gæs sýni sig breytir það engu. Af þolinmæði á ég nóg. Hana hef ég einnig til reiðu í matargerðinni. Þetta er spurning um hvað gefur manni fyll- ingu. Öðru máli gegnir ef ég þarf að bíða í bílnum kortéri lengur en til stóð. Þó ég hafi dagblöðin og út- varpið til reiðu breytir það engu. Ég verð eins og ljón í búri. 4 Morgunverðarfundur í Átthagasa! Hótels Sögu þriðjudaginn 24. janúar 1995 kl. 08.00 - 09.30 Ulf Dinkelspiel, fv. utanríkisviðskiptaráðnerra Svíþjóðar: NORÐURLÖNDIN OG ESB •HVAD ER FRAMUNDAN? Iyrirlesarinn, Ulf Dinkelspiel, flytur ræðu sína á ensku og svarar fyrirspurnum Fundargjald meS morgunveröi er kr. 1.200 Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma 588 6666 (kl. 08-16) VERSLUNARRÁÐ VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS ÍSLANDS Sumardagurisin fyrsti er 11. apríl hjá SAS! Þægilegt tengiflug er til eftirtalinna borga: Sumaráætlun SAS hefst 11. apríl Sviþjóð: Noregur: næstkomandi. SAS flýgur á þriöju- Stokkhólmur Osló dögum og föstudögum milli íslands Gautaborg Bergen og Kaupmannahafnar. Jönköping Stavanger í Kaupmannahöfn gefst farþegum Kalmar kostur á tengiflugi samdægurs til Malmö Danmörk: borga um öll Norðurlöndin en einnig Norrköping Álaborg er tilvalið að dvelja í Kaupmannahöfn Váxjö Árósar áður en lengra er haldið. Vásterás Karup Brottfarartími frá íslandi er kl. 16.20. Brottfarartími frá Kaupmannahöfn er ki. 14.30. •• Orebro Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. M/S4S SAS á íslandi - valfrelsi i flugi! Laugavegi 172 Sími 562 2211 VJS/08'2Vd VQQA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.