Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ’ Búnaðarbankinn til Eyja? —■ Frá Þonteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Morgunblaðið/Óskar Karlsson SKAFLINN náði upp á þak á Bogabraut 15 eins og á fleiri húsum á Skagaströnd. Hjörtur Guð- mundsson þurfði því að moka frá gluggunum til að fá einhverja birtu inn í húsið. Fannfergi á Norðurlandi vestra Elstu menn muna ekki annað eins Blönduósi. Morgunblaðið. FANNFERGI á vesturhluta Norður- lands er svo mikið að elstu menn muna ekki annað eins. Vegagerðar- menn hafa verið að moka en gengið illa að opna inn í dalina vegna þess hvað mikill snjór er á vegunum. Pétur Sveinsson, bóndi á Tjörn á Skaga, treysti sér ekki í fjárhúsin þegar veðurhamurinn var sem mest- ur. Hann sagðist ekki muna eftir öðru eins veðri. Rýma þurfti hús á Blönduósi vegna snjóflóðahættu, eins og fram hefur komið í blaðinu, og er það í fyrsta skipti sem það hefur gerst. Fólkið á Heiðarbraut 14 hefur nú snúið aftur heim. Áttræður maður á Skagaströnd sagðist ekki muna eftir öðrum eins snjó. Óveðrið færði mörg hús á Skagaströnd í kaf. Víða náðu skafl- arnir upp á þak og snjór lagðist fyrir alla glugga. Þegar fólkið opn- aði útidyrahurðimar eftir að veðrinu slotaði horfði það beint inn í skafl. Því var mikið að gera við mokstur, bæði við hús og á götum. Morgunblaðið/Jón Sig. ÍBÚAR Heiðarbrautar 14 á Blönduósi yfirgefa hús sitt um kvöld- matarleytið á fimmtudag. Húsmóðirin, Guðrún Kristófersdóttir, fer hér úr húsinu með sonum sínum. Hún heldur á Kristni Brynj- ari, eldri drengirnir eru Sigurður Rúnar og Kristófer Þór. Húsbóndinn heitir Páll Ingþór Kristinsson. Við hvað fæst áfallahjálp? Viðbrögð eðlilegs fólks við óeðli- legar aðstæður Rúdolf Adolfsson IUMFJÖLLUN um hjálparstarfið vegna snjóflóðanna í Súðavík hefur hugtakið áfallahjálp mikið verið til umræðu í sambandi við þá aðhlynn- ingu sem veitt hefur verið, ekki aðeins fórnarlömbum snjóflóðanna, aðstandend- um þeirra og öðrum íbúum Súðavíkur, heldur einnig björgunar- og leitarmönn- um. Til stendur að veita einnig heilbrigðisstarfs- fólki, sem fengist hefur við meðhöndlun og aðhlynn- ingu slasaðra og þeirra sem orðið hafa fyrir missi, slíka hjálp við að vinna úr reynslu sinni og tilfinning- um. Rúdolf Adolfsson, hjúkr- unarfræðingur, hefur verið frumkvöðull og unnið að því því að útbreiða og kynna áfallahjálp hérlendis. Hann var við störf í áfallahjálparhópnum sem sendur var til Isafjarðar og Súðavíkur. I haust gekkst hann ásamt eigin- konu sinni, Borghildi Einarsdótt- ur geðlækni, og Ágúst Odds- syni, héraðslækni í Bolungarvík, fyrir fyrsta námskeiðinu sem sem haldið hefur verið hér á landi um áfallahjálp. Það námskeið var haldið á ísafirði og sóttu það 30 læknar og hjúkrunarfræðing- ar víðs vegar af Vestfjörðum. - Hvuð er áfallahjálp? „íslenska orðið er þýðing sem varð til í stofunni heima á hug- takinu katastrofe psykiatri. Það má segja að áfallahjálp felist í fræðslu um viðbrögð einstakl- inga og hópa sem hafa orðið fyrir sálrænu áfalli. Áfallahjálp er annars vegar vitneskja en hins vegar úr- vinnsla. Úrvinnslan skiptist í tvo þætti; annars vegar sálræna skyndihjálp og hins vegar tilfínn- ingalega úrvinnslu. Hún er kerf- isbundin og er stjórnað af reynd- um stjórnanda, sem þarf að hafa góða þekkingu og reynslu í mannlegum samskiptum. Þetta snýst ekki bara um það að setj- ast niður og tala heldur verður að fylgja ákveðnu ferli. Eigin- lega má segja að aðalinnihald tilfínningalegu úrvinnslunnar sé að tala um hugsanleg tilfinn- ingaleg viðbrögð. Þá erum við ekki að reyna að gera úttekt á því hjálparstarfi sem var innt af hendi, ekki að leita að blóraböggl- um og það er ekki verið að gera úttekt á þætti fjölmiðla, sem kemur oft til umræðu á slíkum fundum heldur ein- göngu að takast á við þau tilfínn- ingalegu viðbrögð sem eru tengd því sem gerðist.“ - Fólk sem orðið hefur orðið fyrír miklu áfalli í hamförum hefur lýst því að áratugum sam- an endurlifi það næstum því daglega atburðinn ef það t.d. heyrírhljóð sem því finnst minna á hávaðann sem fylgir snjóflóði. Getur áfallahjdlp komið í veg fyrír slíkt? „Já, það sem við erum að reyna með áfallahjálp er að koma í veg fyrir að fólk nái ekki að vinna úr tilfinningum sínum eft- ir slíkt áfall og fái það sem kalla má áfallahugsýki, sem liggur í ► RÚDOLF Adolfsson er 43 ára hjúkrunarfræðingur sem sérmenntaði sig í geðhjúkrun í Noregi. Hann hefur starfað innan geðheilbrigðiskerfisins allan sinn starfsferil, siðast á dagdeild geðdeildar Borgar- spítalans. Um þessar mundir er hann að flytjast til í starfi innan Borgarspítalans og mun starfa í nánum tengslum við slysadeild spítalans en þar er ætlunin að leggja í framtíðinni aukna áherslu á áfallahjálpina. Eiginkona Rúdolfs, Borghild- ur Einarsdóttir, geðlæknir, hefur jafnframt verið nánasti samstarfsmaður hans við fræðslu og kynningu á áfalla- hjálp meðal heilbrigðisstarfs- fólks. orðanna hljóðan hvað þýðir. Við höldum fundi sem fara fram á venjulegu íslensku máli. Það er ekki verið að tala um neina bletti til að ýta á eða steina til að lauma í vasann heldur í raun og veru að gefa hveijum og einum til kynna að við hin látum okkur einhveiju varða hvernig þeim líð- ur. Stundum þarf mjög lítið til og fólk fínnur hvort slíkt er gert af heilindum eða ekki. Við lítum alls ekki á fólkið sem sjúklinga og það er algjörlega bannað að gefa slíkt til kynna því að við erum að fást við eðli- leg viðbrögð eðlilegs fólks við óeðlilegum aðstæðum. Við tölum um viðbrögð en ekki um ein- kenni. Mörg þessi einkenni standa stutt og ástæða þess að við tölum líka við fólk í hópum er sú að fólkið finnur fyrir ýmsu innra með sér og það er að velta fyrir sér: „Er ekki í lagi með mig?“ Það er að velta fyrir sér hlut- um sem það hefur ekki verið í snertingu við áður og því fínnst erfitt eða jafnvel hallærislegt og bjánalegt að tala um. Það heldur oft að það sé eitt með þessar tilfínningar en þegar það kemur í hópinn þá finnur það að svo er ekki því að nánast allir eru með sömu tilfinninguna. Það að fá staðfestingu á því er mjög mikill léttir. Að uppgötva það að hinir voru hræddir alveg eins og þú, sváfu illa alveg eins og þú, undirstrikar að þetta er eðli- legt miðað við það sem á undan er gengið.“ Nánast allir með sömu til- finninguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.