Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ HUNANGS- MARINER UÐ SPRENGJA vmsiamAnnNNULíF ÁSUNNUDEGI ►Þórarinn Guðlaugsson matreiðslumeistari er annar tveggja eigenda Meistarans og Kjötvers í Dugguvoginum. Hann hefur einnig verið hvatamaður að því að áður lítt eða ónýtt hráefni sé tekið og fullunnið, verið formaður í sveinsprófsnefnd sem gustað hefur um, og nú síðast forkólf- ur íslenska kokkalandsliðsins sem náð hefur frábærum árangri á erlendri grundu síðustu árin og hefur nú sett stefnuna á Olympíuleikana í matseld í Berlín á næsta ári. Þórarinn er „gaflari fram í fingurgóma" eins og hann viður- kennir fúslega í viðtali við Morgunblaðið. Hann er fæddur í Hafnarfirði í ársbyrjun 1948 og hefur víða komið við. Honum er lýst sem harðduglegum vinnuforki af kollegum sínum og sjálfur segir hann lýsingu eiginkonu sinnar á sjálfum sér vera: „vinnufýkill!“ eftir Guðmund Guðjónsson Meistarinn var stofnaður 27. ágúst árið 1981, en ferill Þórarins fram að því var margvíslegur. Kokksnámið hófst á Hressó og lauk á Borginni , en að námi loknu, árið 1968, lá leiðin til ísafjarðar þar sem hann vann á hinu fræga Mánakaffi í tvö ár. Þá lá leiðin aftur suður, á Hótel Loftleiðir og eftir hálft ár í þeirri verstöð var hann skipaður yfirmatreiðslumaður. Þar vann hann síðan allt til ársins 1980, að hann hætti og upp úr því stofnaði hann Meistarann ásamt Vilmundi Jósefssyni. „Við vorum að reyna að koma fram með nýjungar sam- hliða kjötskurði og úrbeinun. Við byrjuðum til dæmis með þríhyrndu samlokurnar og frosnu matarbakk- ana, þetta sem Bandaríkjamenn kalla „TV-dinners“. Síðan hefur eitt rekið annað, við höfum verið í því að fullvinna alls konar kjötvöru og þróa nýjar. Það er mikil sam- keppni, t.d. á pulsumarkaðinum þar sem íslendingar hafa alist upp með SS-pulsum. Erfitt að hasla sér völl. Aftur á móti þykir mér skemmtileg- ast að þróa eitthvað nýtt. Ég vakna gjarnan með nýjar hugmyndir í kollinum á morgnana og þá halda mér engin bönd. Fritímarnir fara gjarnan í að prófa mig áfram. Það byijaði þó einkum eftir að við flutt- um af Kleppsmýrarveginum, þar sém fyrirtækið byijaði, í Dugguvog- inn og alveg sérstaklega eftir að við vorum búnir að kaupa Kjötver sem var hér fyrir. Þá má segja að allt hafi komist á bullandi skrið. Sjáðu til, að fyrsta árið voru starfs- menn fyrirtækisins 8 talsins, en í dag milli 50 og 60.“ Samkeppni, undirboð og blekkingar Er þvílíkur uppgangur í fyrirtæk- inu hjá ykkur? „Nei, biddu fyrir þér, reksturinn er mjög þungur. Það eru margir um hituna og samkeppnin óvægin. í versta falli fer hún út í blekking- ar framleiðenda og undirboð. Við reynum að vera með góða vöru og sama má segja um marga í brans- anum. En því miður ekki ekki um alla. Það kom fram þegar RALA gerði könnun á innihaldi nauta- hakks frá hinum ýmsu framleiðend- um. Það kom í ljós að sumir urðu uppvísir að því að blanda lamba- kjöti, hjörtum og þindum út í nauta- kjötið. Niðurstaðan miðaði einungis við 2% skekkjumörk, en ég hef heyrt að í verstu tilvikum hafi hakkið verið allt að 25% lamb. Þetta eru menn að gera til að spara, en þeir eru í raun að blekkja neytendur. Þetta er því miður allt of algengt. Þegar London-lambið var hvað vin- sælast var farið að valsa það niður, koma vatni í það, þannig að kostn- aður varð minni. Fólk vill ódýra vöru, horfir í peninginn. Svona fara sumir að því að mæta þeim kröfum. „Sagan frá Danmörku, um kon- una sem gekk inn í verslun til að kaupa svínalæri getur vel átt við hér á landi. Kjötverkandinn sýndi henni 5 kílógramma læri, en hún sagði það ekki duga, hún þyrfti 6 kílógramma læri. Þá fór karlinn bakatil, dældi kílói af pækli í lærið og fór aftur fram fyrir, vigtaði það og konan keypti það á staðnum. Svona gengur þetta, meira vatn, minna kjöt, lakari gæði, en neytand- inn tekur kannski ekki eftir því. Ég hef áhyggjur af hangikjötinu okkar, að það sé að fara sömu leið,“ segir Þórarinn og er töluvert niðri fyrir. Þarf nokkuð að hafa áhyggjur af svona kúnstum, dæma menn sig ekki sjálfir úr leik sem stunda því- líka iðju? „Eins og ég sagði, þá er ekki víst að neytandinn átti sig á þessu. Kjötið kann að bragðast bærilega þrátt fyrir allt. En það gæti verið betra. Og dýrara? „Já, því er nú ver og miður. Það er erfitt að vera í samkeppni og vera með gæðavöru á sama tíma og sumir í samkeppninni stunda svona og halda þannig kostnaði sín- um í lágmarki, en tefla vöru sinni samt fram í sama gæðaflokki. Þetta þyngir reksturinn og skemmir fyrir okkur. En ég vil enn og aftur ítreka að það eru ekki allir undir þessa sök seldir. Það eru mörg fyrirtæki með gæðavöru." Og þið eruð í þeim hópi? „Já og stoltir af. Til marks um það má nefna útkomu okkar á kjöt- iðnaðarsýningunni í Hem- ing sem fram fór í fyrra. Við tókum hráefni beint út af lager og unnum ekki sér- staklega. Við vorum með bestu útkomuna ásamt tveimur öðrum fyrirtækj- um, dönsku fyrirtæki og svo KEA. Árið 1992 voram við með unna vöra og fengum mörg verðlaun og viður- kenningar. Keppnin í Hern- ing er haldin annað hvert ár með þáttöku fyrirtækja frá Ijölmörgum þjóðlöndum og er vítamínsprauta fyrir kjötverk- endur.“ Lambið góða Það er eitt og annað sem Þórami er tíðrætt um. Það fer fyrir bijóstið á honum hve möguleikar íslendinga til útflutnings á gæðakjötvöru séu erfiðir þrátt fyrir að allir séu sam- mála um að margt af besta hráefn- inu í heiminum sé hér að finna. Til dæmis lambið. „Þetta er erfitt í vöfum. Kokka- landsliðið okkar vinnur stóra sigra á erlendri grundu og oftar en ekki leikur lambakjötið stóra rullu. Við höfum gert í því. En enginn tekur upp þráðinn í kjölfarið. Það era tollalög sem þarf að kljást við og það er þungt að komast inn á mark- aði. Menn vilja því helst bara selja vörana óunna. Við erum með 600 tonna kvóta af lambakjöti á Evr- ópu, en seljum einungis 20 tonn! Þetta er verðugt verkefni fyrir land- búnaðarráðuneytið, afurðarstöðv- arnar sem eiga kjötið og stéttar- samband bænda.“ Hefur þú einhveija lausn á þessu? „Til að byija með, þá er ekki sama hveijir það eru sem reyna að selja kjötið. íslensku meistarakokk- arnir eiga orðið marga góða kunn- ingja í hópi erlendra stórkokka sem þeir hitta á keppnum og sýningum ytra. Lambakjötið hefur alltaf vakið mikla athygli þessara manna. Eftir slík mót ætti til dæmis að bjóða upp á kynningu með íslensku lambakjöti og bjóða öllum erlendu kokkunum. Slá upp veislum á hótel- um. Kokkarnir sjálfir eiga miklu betri aðgang að erlendu yfirkokk- unum. Hilmar B. Jónsson kæmist strax í viðtal hjá erlendum yfír- kokki, en einhver sölumaður þyrfti að bíða og bíða. Þannig ætti að fylgja eftir þeim árangri sem ís- lenskir kokkar ná í útlöndum, en því miður fer möguleikinn alltaf fyrir lítið, því enginn kemur í kjöl- farið með sölumálin. Að nýta ekki hráefnið, m.a. hóstakirtlana I Þórarinn telur einnig að skelfi- ^ legt sé til þess að vita hve miklu af góðu hráefni er einfaldlega hent á haugana og hefur reynt að kynna fyrir mönnum með hvaða bætti hægt sé að nýta ólíklegustu hluti. Liður í því var „hringvegurinn" sem hann hóf og lauk í Perlunni. Hann fór með úrvalslið kokka hringveg- inn, stöðvaði hér og þar og kallaði I saman bændur og búalið, auk | framámanna úr verkalýðsfélögum ^ og af alþingi. Hófst hver kvöldstund með margrétta máltíð með ýmsum „furðuréttum", en síðan var efnt til umræðna um málefni landbúnað- arins. „Þetta hafði lengi verið nokkurs konar hugsjón hjá mér. Það er allt- af verið að ráðast á bændur, skera niður þetta og hitt hjá bændum. Enginn kemur til liðs við þá og því vildi ég skera upp herör þeim til I varnar og hélt því af stað hringveg- | inn, við getum sagt til þess að kynna betur fyrir þeim eigin fram- leiðslu. Þessu var afar vel tekið hjá þeim og hvarvetna urðu miklir stemmingsfundir. Hvarvetna lagði ég að þeim að veija sig,“ segir Þórarinn. Það má með sanni segja að ýms- ir óvenjulegir réttir hafí verið á , boðstólum og slíkt hefur ávalt verið eitt af einkennum matseðla Þórar- 1 ins. Við gluggum aðeins í matseðl- | ana af hringveginum: Lambanýra í súrsætri sósu. Innbakað nautalifr- arbuff með búrgúndarsósu. Reykt nautatunga með piparrótarijóma. Og þannig mætti áfram telja. Mestu athyglina vakti Þórarinn þó ugg- laust þegar hann eldaði hóstakirtla úr kálfi ofan í matargesti í Perl- unni án þess að blikna. Og þeir rannu ljúflega niður. „Gallinn við hóstakirtlana er nafnið. Við þurfum eitthvað gott nafn á þá. Það fer enginn í búð eða á veitingastað og kaupir sér hóstakirtla í matinn! En sannleikurinn er sá, að þetta er lít- ill vaxtarhormónakirtill. Hann er mjög dýr erlendis, en við hendum þessu öllu,“ segir kokkurinn. Þórarinn vill halda áfram á þessu sviði aðeins lengur og minnist á humarinn. Hann segir Islendinga veiða 2.500 tonn af humri og senni- lega sé hvergi að fínna betri humar til neyslu. „En hvað gerum við? Við borðum bara halana, hendum hausnum, skelinni og klónum sem nota má í humarkraft sem er ein- hver albesti súpukrafturinn. Kín- veijar era svo að selja okkur þriggja pela flöskur af krafti á 2.000 krón- ur, en við hendum þessu öllu sam- I an. Og hvað ætli íslendingar flytji | mikið inn af gæludýrafóðri að ógleymdum kattasandinum. Hrá- efnið í þetta allt er til héma. „Einu sinni blöskraði mér þetta svo, að ég fór að gera tilraunir með framleiðslu á blóð- og lifrarpylsum. Slíkt er hægt að framleiða úr hrá- efni sem hent er í hundruðum tonna hér á landi. Ég færði það í mál við Rauða krossinn að mér þætti það miklu betri þjóðargjöf til hjálpar- I starfs að gefa næringarríkan mat i af þessu tagi sem vinna má með litlum tilkostnaði. Gefa fremur mat heldur en peninga. Það fékk ekki hljómgrunn, en ég er enn sömu skoðunar." Hunangsmarineruð sprengja „Eftir sem áður hef ég afar gaman að því að þróa hugmyndir sem ég 1 fæ að nýjungum. Ég vil helst að | það sé alltaf eitthvað slíkt í farvatn- inu. í hitteðfyrra komum við til dæmis fyrst fram með appelsínu- „Gallinn við hósta- kirtlana er nafnid. Við þurfum eitthvað gott nafn á þá. Það fer enginn í búð eda á veit ingastað og kaupir sér hósta- kirtla í matinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.