Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 25
24 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UPPBYGGING BESSASTAÐA BESSASTAÐIR á Álftanesi skipa ríkulegan sess í sögu þjóðarinnar að fornu og nýju. Þar sátu umboðsmenn Danakon- unga fyrr á tíð. Þar sat ríkis- stjóri á árabilinu 1941-1944. Þar hefur forseti lýðveldisins setið frá árinu 1944. Bessastaðastofa var reist úr íslenzkum grásteini árin 1761-66 og er því um 220 ára. Þar var Bessastáðaskóli til húsa árin 1805-1845. Þegar Bessa- staðir urðu forsetasetur var þessu gamla og söguríka húsi breytt í upphaflegt snið að for- sögn fagaðila. Síðan hafa bygg- ingar á Bessastöðum tekið tals- verðum breytingum. Og frá ár- inu 1989 hafa farið þar fram viðamiklar endúrbætur og fram- tíðaruppbygging. Fagna ber því að forsetasetri lýðveldisins, Bessastöðum, er sómi sýndur; endurbótum og framtíðaruppbyggingu sinnt af reisn. Það hefur á hinn bóginn á skort að þjóðinni hafi fyrir: fram verið gerð með viðeigandi hætti grein fyrir framkvæmdaá- formum, hvern veg standa ætti að verki, sem og kostnaðaráætl- unum. Það er einnig umhugsun- arefni, á hve langan fram- kvæmdatíma á að dreifa upp- byggingu af þessu tagi. Þjóðin ber hlýjan hug til for- setasetursins. Eðlilegt er að henni gefizt kostur á að skoða þessar framkvæmdir og áhuga- verðar byggingar á setrinu, m.a. fornleifakjallarann. Víða hafa gestir og gangandi vissan aðgang að hliðstæðum þjóðareignum. Eðli máls sam- kvæmt lýtur hann ákveðnum takmörkunum. En hóflegur að- gangur almennings að Bessa- stöðum styrkir tengslin milli þjóðarinnar og staðarins. STARFS- SKILYRÐI RÁÐHERRA A OLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra vík- ur að starfsskilyrðum ráðherra í viðtali við Morgunblaðið síðast- liðinn sunnudag. Hann kveðst fá um 200 viðtalsbeiðnir í mán- uði og óhugsandi sé fyrir ráð- herra að sinna þeim öllum per- sónulega. „Ég er líka þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að búa svo um hnútana og tryggja svo vinnubrögð í stjórnkerfinu að menn telji sig ekki þurfa að ná tali af sjálfum ráðherranum til þess að koma málum sínum fram,“ segir ráðherrann í viðtal- inu. „Ef því er svo farið segir það mér einfaldlega að það sé eitthvað að í stjórnsýslunni. Menn þurfa að geta treyst því að unnið sé í þeim málum sem þeir bera fyrir bijósti dn þess að þurfa að fylgja þeim eftir með persónulegum viðtölum og án þess að tala við ráðherrann.“ Menntamálaráðherra hittir hér naglann á höfuðið. Það fyrir- komulag, sem hann lýsir, er leif- ar gamals tíma er samfélag smæðarinnar var allsráðandi á íslandi. Fólk hefur vanizt því að geta leitað beint til þess, sem •tekur hinar pólitísku ákvar-ðanir, í stað þess að snúa sér til emb- ættismanna, sem hafa sérþekk- ingu til að fjalla um ákveðin mál í smáatriðum. Hlutverk ráðherra er auðvitað ekki að skipta sér af sérhverju máli, sem á borð ráðuneytis þeirra kemur. Þeir eiga að sinna heildarstefnumörkun og eiga ekki að þurfa að láta venjubund- in mál til sín taka. En þeir geta hugsanlega sjálfum sér um kennt að kerfið virkar eins og það gerir. Þeir hafa sjálfir verið seinir til að aðlaga starfshætti sína breyttum aðstæðum. Tillaga Ólafs G. Einarssonar um að ráðherrar víki af þingi meðan þeir sitja í ráðherrastóli er jafnframt athyglisverð. Slíkt fyrirkomulag gæti orðið til þess að skilja betur á milli löggjafar- og framkvæmdavalds en nú er, kynni að auka sjálfstæði þings- ins og myndi áreiðanlega gefa ráðherrum meiri tíma til að sinna stefnumótun í ráðuneyt- um. Snjóhvít fannblæja - innskot MARGT OG MIKIÐ hefur verið skrifað um erfiðasta kvæði Jón- asar Hallgrímssonar, Alsnjóa, sem talið er að hann hafí ort í Sór á öndverðu ári 1844. Útgefendur Ljóðmæla Jónasar 1913 segja fram- an við kvæðið, „Jónas hefír sent Brynjólfí kvæði þetta til Hafnar handa Fjölni, ásamt Sláttuvísum, Kossavísum og Heimasetunni, með bréfí, sem nú mun glatað. Brynjólf- ur skrifar aftur Jónasi 11. Marz 1844: „... Vísuna Alsnjóa hefí ég ekki viljað lesa upp (á fundi Fjölnis félaga) og ber það til þess, að þó hún sé mikið skáldleg í rauninni, og ef til vill skáldlegust af þeim öllum, þá er miðerindið svo kátlegt, að ég naumast skil það, að minnsta kosti ekki seinni partinn; „og stend- ur sig á blæju breiðri,/ býr þar nú undir jörð í heiðri... Kvæðið var ekki prentað fyr en að Jónasi látnum." Þó að Brynjólfur Pétursson nefni einungis miðerindi kvæðisins, Dauðinn er hreinn og hvítur snjór, eingog prentað er í þessari útgáfu, eru bæði 1. erindið og hið 3. eða síðasta, einnig jafn erfíð til skiln- ings og má raunar segja að þau minni á sum atómkvæði að því leyti hve nauðsynlegt er að sérhver les- andi skilji og njóti með sínum hætti. Um þetta kvæði hef ég ijallað hér í Helgispjalli áður og einnig í bók minni Úm Jónas og verður það ekki endurtekið. En ástæðan til þess að ég nefni það nú enn einu sinni er sú að upphaf þess minnir óneitanlega á þær lýsingar sem við höfum fengið frá Súðavík undan- fama daga af slysstað og öllu um- hverfinu þar vestra, en snjóflóðið þar er hið annað mannskæðasta á Is- landi á þessari öld, eða frá því átján fór- ust í snjóflóðinu mikla í Siglufirði 1919, Ei- lífur snjór í augu mín, segir Jónas í upphafí Alsnjóa og augljóst hann er að lýsa íslenzkum vetri einsog hann getur orðið þegar hann fer hamförum um þetta kalda land og þá dettur honum dauðinn í hug og sá sem allt stendur af sér „á blæju breiðri“ en í lok kvæðisins fullyrðir skáldið að móður okkar allra „aumingja jörðinni“ sé annt um okkur öll þóað hún verði að bera sinn þunga kross einsog þeir sem upplifa dauðann í bylnum stóra seinast. Augljóst má vera að kveikja kvæðisins er sú reynsla af íslenzk- um vetri sem þjóðin hefur þurft að horfast í augu við gegnum aldirnar og líkingin þannig tekin af íslenzk- um staðháttum. Og þá er að sjálf- sögðu nauðsynlegt að verá vel á sig kominn til að standast átök við það óblíða umhverfi sem er í svo nánum tengslum við dauðann. En þá getur dauðinn einnig verið hreinn og tær einsog snjórinn á þessari breiðu bæju og hann getur verið hvítur einsog í glórulausri stórhríð þegar menn sofna svefninum langa inní eilíft hríðarkófið eða mæta örlögum sínum í snjóskriðum blindrar og hamslausrar náttúru ' og spyrja þessa heims — eða annars, Hvar er ég? í endursögn sinn á Móðurást sem sýnir aðvísu ekki þau listrænu tök sem Jónas átti einn og fjallar um förukonu sem varð úti í kafalds- byl í Noregi en börn hennar tvö sem hún hafði með sér fundust lifandi því konan hafði sveipað þau klæðum sínum, fórnað þeim lífi sínu, talar skáldið um „snjóhvíta fannblæju" sem líknandi veturinn lagði yfir lík móðurinnar — og síðan rís miskunn- arrík sólin yfír þetta helgrinda- hjam. En þá biður skáldið þess að neisti guðs líknsemdar verði til blessunar og huggunar. I formála fyrir þessu kvæði segja útgefendur að Jónas hafí verið heima á íslandi þegar hann orti kvæðið 1837 „og skrifaði þeim kvæðið i bréfí félögum sínum, en þeir settu í „Fjölni" kafla úr því“. En þar talar Jónas m.a. um það hvemig hann vilji að kvæð- inu verði snúið svo það styggi ekki fegurðartilfínninguna en hann ætl- ist ekki til „að þér muni þykja nokk- uð til þess koma“ enda segir hann af hógværð sinni, Ég er ekki skáld, eins og þú veizt... Það væri ekki út í hött þótt full- yrt væri að Alsnjóa eigi rætur í ein- hveijum þeim náttúrahamföram sem við þekkjum ekki lengur; að það eigi rætur í óblíðum vetri og ís- lenzku fannfergi. Á þeim árum urðu margir til í baráttunni við óblíða veðurguði hér út á hjara veraldar. Og vafalaust hafa snjóflóð sótt á hugann ekkisíður en nú. En byggð var stijál og íslenzku bæimir með öðrum hætti en nú, eða einskonar hluti af náttúrunni og umhverfinu rétteinsog hólar í landslagi. Og fólk- ið sem bjó í þessum torfkofum var samvaxið landinu og átti alltaf von á því versta. En það trúði á jörðina og bar þennan þunga kross með landinu sínu því hér átti það heima og leið þess lá inní þá líknsömu blind- hríð sem Jónas lýsir í Móðurást og einnig í Alsnjóa öðrum þræði. Kvæð- ið er að sjálfsögðu einskonar líkinga- mál og fjallar ekkisízt um lífsbarátt- una og lífsháskann „á blæju breiðri". En Island á einnig miskunnarríka sól og við höfum ávallt búið að þeirri von og þeirri trú sem var Jónasi Hallgrímssyni einskonar ljósgjafí og leiðsögustef. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Laugardagur 21. janúar ISLAND ER ENGIN VEÐUR- paradís. Það minnir á það öðru hveiju hvar við erum í sveit sett á þessum blessaða hnetti okkar. Framhjá því verður ekki horft að við búum á mörkum hins byggilega heims, eins og sagt hefur verið. Hin blíða ásjóna landsins sem fylgir okkur í minning- unni og vekur eftirvæntingu og tilhlökkun hvern dag sem guð gefur er ekki síður til vitnis um það sem við eigum en þær vetrar- hörkur sem við höfum kynnzt undanfarna daga og þau ótíðindi sem minna einna helzt á vanmátt þjóðarinnar gagnvart nátt- úruöflunum fyrr á öldum. Það má vel til sanns vegar færa að land okkar sé einskon- ar helgrindahjarn en það er gjöfult og gott þegar vel árar og við þurfum ekki að kvarta vegna ytri aðbúnaðar, tækni og framfara sem við höfum kynnzt á þessari öld, síður en svo. Það er ekki ofmælt að flestar þjóðir heims búa við erfíðari kjör en við hvað sem óblíðum náttúruöflum líð- ur, erfiðum samgöngum og ótíðindum. Landið okkar ÍSLAND ER EKKI eina landið á jörð- inni sem getur verið óti-yggt og býður upp á óvænta at- burði, ekki sízt þá sem valdið geta sorg og harmi. Við getum að sjálfsögðu átt von á hættulegum eldgosum hvenær sem er, við getum fengið yfír okkur háskasamleg flóð á Mýrdalssandi og ófyrirsjáanlegan landskjálfta á Suðurlandi en engum dettur í hug að hverfa frá landinu af þeim sök- um, þvert á móti höfum við ávallt reynt að lifa með landinu þó við getum ekki ætlazt til þess að blind náttúra þess geti lifað með okkur eins og við mundum helzt óska. Þessi náttúra er að mörgu leyti ógn- vænleg og hún getur farið hamförum og enginn ætti að ætlazt til þess að við getum gert landið að vini okkar í þeim skilningi sem við leggjum í þetta orð, heldur verðum við að aðlagast andstæðum þess og þakka fyrir það sem okkur er gefíð og leita skjóls í þeirri forsjón sem hefur gefíð íslending- um þrek til að lifa af alla þá óáran sem yfír landið hefur dunið. Það getur engin tækni breytt landinu okkar. Það er miklu frekar að landið okkar geti breytt okkur. Þannig eigum við að horfast í augu við alvöru þess umhverfis sem við byggjum. Við ráðum ekkert við náttúruöflin. And- spænis þeim erum við eins og flugur; ekki einungis við heldur allt fólk á jörðinni. Japanar vita um þessar mundir, ekki síður en við, hvers maðurinn má sín andspænis blindum náttúruöflum. Landskjálftarnir hafa minnt þá óþyrmiiega á hvar þeir búa. En Japönum dettur að sjálfsögðu ekki í hug að yfírgefa land sitt vegna þeirra ógnlegu hamfara sem þeir mega alla tíð eiga von á, ekki síður en við. Þeir verða að lifa með þessa vitneskju og gera eins og við allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka hættumar sem manninum eru búnar af náttúru sinni og umhverfi. Maðurinn og umhverfið ALLT ER AF- stætt. Þúsundir manna farast í náttúruslysum í milljónalöndum. Samt er það hlutfallslega minni blóðtaka en þegar lítið íslenzkt byggðarlag verður fyrir miklum búsifjum. Þegar 7% íbúa Súðavíkur deyja í háskasamlegum nátt- úruhamförum mundi það samsvara nokkur þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu og einhverjum milljónum með stórveldum. í litlu samfélagi er hugsað um hvern ein- stakan, hann er mikilvægur og líf hans er dýrmætt. En þó að við skiljum ekki þau ósköp sem geta dunið yfír útlendar þjóðir, eins og til dæmis þegar 100 þúsund manns fórust á sínum tíma í ógnlegum land- skjálfta í Japan, þá megum við ekki gleyma því að hver einstakur er einnig mikilvægur í öðrum löndum. Allt fólk á sína ástvini, einnig þeir sem milljónalöndin byggja. En það er bæði satt og rétt að heili okkar rúmar ekki þá ægilegu sóun mannslífa sem við þekkjum úr samtíð okkar, getur jafn- vel hafnað þeim staðreyndum sem við blasa vegna þess hve ógnlegar þær eru. Maður- inn sjálfur getur verið eins og blind náttúr- an persónugerð og sú vitneskja er í raun eina vonin til að skilja margt af því sem gerzt hefur í samtíma okkar, t.a.m. í út- rýmingarbúðum. Við verðum, þrátt fyrir tækniöld, að staðsetja manninn í umhverfí hans sem einn þátt náttúrunnar og for- sendu góðra tíðinda eða illra. Þannig er ef til vill unnt að horfast í augu við grimmdaræði nasismans og kommúnism- ans sem blindar hamfarir náttúrunnar og þess úmhverfis sem forsjónin hefur trúað okkur fyrir að rækta og bæta og aðlagast eins og okkur er unnt. En við skulum aldr- ei festast í þeirri oftrú á manninn að hann geti orðið herra jarðarinnar því það hefur hefnt sín grimmilega og mun alltaf gera. Maðurinn er hluti af jörðinni og honum hefur verið falið að rækta garðinn sinn þótt eðli hans sé með þeim hætti að hann hefur sjaldnast haft taumhald á grimmd sinni og dýrslegum hvötum. En eins og við getum ræktað umhverfi okkar og lifað með því þannig standa vonir til þess að aukin þekking og vísindaleg hugsun geti lagað umhverfið meir en áður að þörfum okkar og metnaðarfullum kröfum. En þá verðum við einnig að minnast þess að náttúran kemur okkur ævinlega í opna skjöldu eins og gerðist í Súðavík og raun- ar öllum að óvörum þótt reynt væri að standa á verði og vera sem bezt undir það búin að koma í veg fyrir mannskaða og stórslys. Okkur tókst það ekki þótt vel væri að verki staðið þegar ósköpin höfðu dunið yfír. Þá vorum við illilega minnt á hver við erum og hvar okkur er ætlað að lifa með þróttleysi okkar og viðnámi í senn svo að vitnað sé í kunnuglegan skáldskap. Og við vorum einnig minnt á að í hamför- um náttúrunnar lamast ekki einasta sam- göngur allar heldur bregzt einnig sú tækni sem er svo hversdagslegur þáttur daglegs lífs okkar að við hugsum varla um hana, símar verða að litlum notum og rafmagn bregzt svo að heill landshluti eins og Vest- fírðir er í einni andrá myrkri og einangrun undirorpinn svo að helzt minnir á það myrkur sem ríkti áður en rafmagnsljósið birti upp samfélag okkar, fyllti okkur yl og öryggiskennd. Merkileg saga ÞAÐ ER SKEMMRA milli miðalda og nútímans en okkur getur fundizt í dag- legu hugsunarlitlu amstri þegar allt gengur að óskum og engin vá er fyrir dyrum. Álftafjörður er eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir, ekki sízt vegna þess hversu vinalegur hann getur verið og broshýr undir tignarlegum fjöllum. Súðavíkurhreppur nær frá Götum yzt í Súðavíkurhlíðum og um Álftafjörð allan, Seyðisfjörð og Hestfjörð vestan- og innanverðan út að landi Hvítaness í Ögur- sveit. Við Álftafjörð hafa staðið 20-30 býli og öll átti þessi byggð kirkjusókn að Eyri við Seyðisfjörð sem var gamalt höfuð- býli, en kirkja var reist í Súðavík 1961. Flestir íbúar Súðavíkurhrepps hafa átt heimili sitt í Súðavíkurkauptúni en það stendur við vestanverðan Álftafjörð og á rætur, eins og mörg önnur þorp á íslandi, í mikilvægri útvegsjörð. Á Islandi hefur fram á þennan tíma verið byggt þar sem er landgóð jörð fyrir sauðfé eða gjöful fiskimið. Á Súðavík tók að myndast þétt- býli þegar Norðmenn hófu mikla útgerð á Langeyri þar sem bryggjur og fískverkun- arhús hafa staðið og raunar víðar við fjörð- inn. Töluverður fjárbúskapur hefur verið í Súðavík og ræktanlegu landi verið breytt í tún sem teygja sig upp í fjallshlíðina og gefa þessu fámenna sjávarplássi hlýlegan og uppörvandi svip þegar tún taka að grænka á vorin. I Súðavík hefur verið grunnskóli með sjö bekkjum, þar var sím- SÉÐ yfír Álftafjörð. SÚÐAVÍK. Súðavíkurhlíð endar fyrir ofan þorpið. Upp af Heiðnafjalli ris tindurinn Kofri, þekkt mið á Isafjarðardjúpi. Sauradalur á miðri mynd. stöð opnuð 1946 en sjálfvirkur sími kom þangað 1969. Póstafgreiðsla hófst 1945 en þar hafði verið svonefnd bréfhirðing frá því um aldamót. Súðavík hefur ekki einungis verið vax- andi byggðarlag þar sem fólk hefur átt sér vonir og drauma og reynt að nýta sér eftir beztu getu það bjargræði sem liggur við þessari gömlu útvegsjörð heldur á þetta pláss sér einnig merkilega sögu, ekki síður en önnur lítil sjávar- og sveitaþorp á ís- landi. íbúafjöldinn hefur sveiflazt í takt við atvinnutækifærin og þá fólksflutninga til suðvesturshornsins sem markað hafa þessa öld. Skömmu fyrir aldamót búa um 100 manns í Súðavík að meðtölduin Eyrar- hreppi og frá aldamótum fjölgar íbúum jafnt og þétt fram um miðja öldina. Þá fækkar íbúum nokkuð næsta áratuginn og 1960 eru íbúar Súðavíkur 184. Eftir það fjölgar þeim aftur og árið 1982 verður íbúafjöldinn mestur 270 manns. Síðan hefur fólki í Súðavík fækkað og 1. desem- ber síðastliðinn bjuggu þar 227 manns. Mikilvæg vísbending I ÞESSU UM- hverfí hefur fólk horft til bjartrar framtíðar. Það hef- ur byggt upp þetta litla samfélag af þeirri eindregnu atorku sem íslendingum er í blóð borin og auðvit- að hafa miklar vonir verið bundnar við þá atvinnuuppbyggingu sem þarna hefur ver- ið þótt hún hafi eins og víða annars stað- ar á Vestfjörðum átt undir högg að sækja. En með batnandi samgöngum og návist við höfuðstað Vestfjarða, Isafjörð, og þá ekki sízt gerð þeirra ganga sem tengja munu saman byggðir Ónundarfjarðar, Súgandafjarðar, Bolungarvík, Hnífsdal og ísafjörð hafa vonir staðið til þess að nýtt átak til blómlegrar uppbyggingar verði íbúum Álftafjarðar til örvunar og uppdrátt- ar, ekki síður en öðrum þeim Vestfírðing- um sem eygja nýja tíma með þessum gífur- legu samgöngubótum. En það hefur ekki árað sem bezt fyrir sjósókn þótt lífæðin liggi að sjálfsögðu enn um skip og fisk- vinnsluhús. Nú er átakanlegt um að litast á Súða- vík við Álftafjörð. Blind náttúran hefur skilið eftir sig ör sem seint eða aldrei gróa. Og sorgin gleymir engum. Við það hafa íslendingar mátt sætta sig öldum saman og ekki síður nú en áður fyrr. Súðavík eins og við þekktum heyrir sögunni til, segir sveitarstjórinn, en —. Frystihúsið stendur enn óskaddað og slapp undan þeim hrammi sem fastast sló. Það er, þrátt fyrir allt, vísbending um að enn verði sótt á þessar slóðir. Maðurinn sækir þangað sem lífvænlegt er, það er björgin sem ákveður búsetuna. Og engin ástæða er til að ætla að náttúran verði óblíðari á Súðavík en annars staðar. Það hafði ekki orðið eldgos í Vestmannaeyjum í 5.000 ár þegar Eldfell sótti í sig veðrið. Við búum í erfiðu tandi þar sem er allra veðra von. En þetta land er okkar staður og þegar ósköp dynja yfir finnum við bet- ur en ella að við erum ein þjóð og hver einstaklingur er sérstakur og mikilvægur þáttur í þeim vefnaði sem við köllum ís- lenzkt þjóðlíf. Súðavík eins og við þekktum heyrir sögunni til, segir sveitarstjór- inn, en Frysti- húsið stendur enn óskaddað og slapp undan þeim hrammi sem fastast sló. Það er, þrátt fyrir allt, vísbending um að enn verði sótt á þessar slóðir. REYKJAVÍKURBRÉF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.