Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 Baráttan fyrir fröns Balladur sækir inn á miöjuna Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Edou- ard Balladur verði næsti forseti Frakklands, segir Steingrímur Sigurgeirsson, en tekur fram að kosningabaráttan sé rétt að byrja LÍNURNAR eru loks farnar að skýrast fyrir frönsku forseta- kosningarnar eftir að Edou- ard Balladur forsætisráðherra lýsti yfir framboði á miðvikudag. Skoð- anakannanir spá því að hann muni vinna öruggan sigur i kosningunum (58% lýsa yfir stuðningi við hann í nýjustu könnuninni) og að helsti keppinauturinn verði Jaeques Chirac, flokksbróðir hans í RPR, fiokki nýgaullista og fyrrverandi forsætisráðherra. Baliadur hefur tuttugu prósentustiga forskot á Chirac í upphafi baráttunnar og eins og staðan er nú virðist fátt geta ógnað honum. Balladur lýsti yfir framboði sínu í ávarpi sem sjónvarpað var beint frá Matignon-forsætisráðherrahöll- inni. Hann ræddi einnig þau atriði sem hann hyggst leggja áherslu á í kosningabaráttunni en línurnar í þeim efnum hefur hann lagt í mörg- um greinum og viðtölum í dagblað- inu Le Monde á undanförnum tveim- ur mánuðum. Það er greinilegt að forsætisráð- herrann ætlar ekki að boða róttæk- ar breytingar heldur leggja áherslu á borgaraleg, íhaldssöm gildi og þjóðarstolt. Flest voru stefnumálin aimenns eðlis: auka hagvöxt, draga úr atvinnuleysi, beijast gegn glæp- um og efla þjóðarstolt Frakka. Rök Balladurs eru þau að Frakk- ar séu nú þegar á réttri leið efna- hagslega og einungis sé nauðsynlegt að fínpússa þá stefnu sem hann hefur fylgt frá því að hann komst til valda sem forsætisráðherra í marsmánuði 1993. Atvinnuleysi er samt sem áður gífurlega mikið enn þá og eru nú um 12,6% Frakka án atvinnu eða 3,3 milljónir manna. Hefur Balladur Reuter EDOUARD Balladur brosir er hann yfirgefur Elysée-höllina eftir ríkisstjórnarfund í vikunni. ku forsetakosningarnar að hefjast sett sér það markmið að íjölga at- vinnutækifærum um eina milljón á næstu fimm árum og segir það vera „metnaðarfullt en raunsætt" mark- mið. Hann greinir hins vegar á við vinstrimenn hvemig eigi að fara að því að draga úr atvinnuleysi. Sósíal- istar berjast enn fyrir risavöxnum opinberum framkvæmdum og styttri vinnutíma á meðan Balladur vill lækka launatengd gjöld, fjölga hlutastörfum, bæta starfsþjálfun og fjölga lærlingum. Hann segir ríkið eitt og sér ekki ráða við þetta vanda- mál og hefur hvatt aðila vinumark- aðarins til að ieggja sitt af mörkum þannig að bæta megi við 200 þús- und störfum á ári. Félagsleg uppstokun Hið félagslega kerfi Frakklands er einnig í mikilli kreppu og ljóst að draga verður verulega úr kostn- aði við það eða stórhækka skatta. Balladur segist vilja koma á jafn- vægi í þessum málum fyrir árið 1997 og að leiðin til þess sé að draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið en ekki skattahækkanir. Hann hefur þó ekki greint nánar frá útfærslu hugmynda sinna. Einn helsti ráðgjafi forsætisráð- herrans, Alain Minc, hefur aftur á móti hvatt til þess að horfið verði frá þeirri reglu að allir eigi jafnan rétt í hinu opinbera bótakerfi. Bæt- urnar eigi að einskorðast við þá sem raunverulega þurfi á velferðarkerf- inu að halda. Balladur hyggst einnig halda áfram einkavæðingu franskra rík- Minnmg Martins Luthers Kings i hœttu vegna hroka" erfing janna? Boston. Morgunblaðið. Ættmennin eiga sér aðra drauma. MINNING blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings er heiðruð með frídegi í öllum ríkjum Banda- ríkjanna nema New Hampshire, en þegar dagur hins myrta leiðtoga rann upp á mánu- dag var það ekki framlag hans til jafnréttisbar- áttu svartra, sem var efst á baugi í fjölmiðl- um, heldur meint fé- og valdagræðgi erfingj- anna. Sú var tíðin að ekki mátti segja styggðar- yrði um fjölskyldu Kings, ekkju hans Corettu Scott King og fjögur börn þeirra, en það hef- ur breyst á undanförnum árum. Ástæðan er deilur um umsjón með minnisvörðum um King, tilraunir ijölskyldunnar til að fá greitt fyrir afnot af ræðum hans og hótanir um lögsókn á hendur blaðamönnum og sagnfræðingum vegna birtingarréttar. Fjölskyldan hefur í tvígang leitað til ráða- manna Elvis Presley Enterprises, fyrirtækis- ins, sem markaðssetur minningu rokkgoðsins, og dagblaðið The Wall StreeJ. Journal greindi frá því í vikunni, sem leið, að hún hefði rætt við tvo framleiðendur, Turner Broadcasting Systems og Time Warner, um gerð kvikmynd- ar, myndbanda og framleiðslu minjagripa um King. Mest fjaðrafok hefur þó verið vegna ágrein- ings fjölskyldunnar við bandaríska þjóðgarða- eftirlítið um það hvort ráðast eigi í að reisa nýja ferðamannamiðstöð við King-stofnunina í borginni Atlanta í Georgíu áður en Ólympíu- leikarnir verða haldnir þar árið 1996. Að sögn fjölskyldunnar myndi röng mynd verða dregin upp af King í nýju miðstöðinni, sem auk þess yrði á skjön við áætlanir erfingj- anna um að reisa safn, sem nýtti alla tækni- möguleika nútíma ijölmiðlunar, undir nafninu „Ég á mér draum“ á sama stað. Nafnið er bein tilvísun til frægustu ræðu Kings, þar sem hann sér fyrir sér breyttan heim með orðunum „Ég á mér draum“. Þjóðgarðaeftirlitið hefur ekki viljaðláta sinn hlut ogiiafa dómstólar nú bannað því að koma nálægt byggingum á því svæði, sem það hef- ur haldið við til minningar um King í Sweet Auburn-hverfinu í Atlanta. Dexter King er tekinn við stjórn King-stofn- unarinnar af móður sinni og hann heldur því fram að þjóðgarðaeftirlitið sé að reyna að sölsa undir sig umsjón með arfleifð föður hans. „Arfleifð baráttunnar fyrir borgaralegum réttindum er of mikilvæg til að vera undir stjórn ríkisstofnunar, sem aðeins hefur yfir- borðslega þekkingu á innviðum frelsisbaráttu okkar,“ sagði Dexter King nýverið. „Hroki og einræðistilburðir" íbúar Atlanta eru annarrar hyggju og leið- ir ýmissa fyrrum bandamanna Kings og fjöl- skyldu hans 'hafa skilið. Einn þeirra, Joseph L. Robertsi prestur í baptistakirkju í Atlanta, sem King og ijölskylda hans sóttu reglulega, er nú óvæginn í garð íjölskyldunnar. „Það tekur mig sárt að segja þetta, en það, sem King-ljölskyldan er að gera, brýtur í bága við lýðræðisleg vinnubrögð," sagði Roberts. „Hún er hrokafull, sýnir einræðistil- burði og er ólýðræðisleg." Fyrir nokkru var Ijölskyldan vænd um „pen- ingap!okk“ á leiðarasíðu dagblaðsins T.he Atl- anta Constitution vegna áætlana fjölskyldunn- ar um „Ég á mér draum“. Nú er farið að draga úr þeirri virðingu, sem ekkja Kings naut eftir að maður hennar var myrtur í Memphis í Tennessee árið 1968. Hún er nú uppnefnd „maðurinn minn“ meðal svartra í Atlanta vegna tilhneigingar hennar til að heimta fyrirgreiðslu út á nafnið. . Óvildin í garð flölskyldunnar er einnig sprottin af því að hún þykir óvirk í barátt- unni fyrir málstað Kings, jafnréttisbaráttu svartra. Tilhneiging fjölskyldunnar til að stjórna umíjöllun um King hefur einnig vakið gagn- rýni. Fyrir þremur árum krafðist King-ijöl- skyldan þess að atriði um King yrðu klippt út úr heimildamynd um réttindabaráttu svartra ef ekki yrði greitt fyrir réttindi að efninu. Árið 1993 stefndu erfingjar Kings dagblað- inu USAToday fyrir að birta „Ég á mér draum“ ræðuna af því tilefni að 30 ár voru liðin frá því að hún var haldin fyrir framan 250 þúsund manns í Washington. Erfingjarnir vildu fá 120 þúsund krónur fyrir birtingarrétt. Dagblaðinu The Atlanta Constitution var hótað lögsókn fyrir að birta kafla úr sömu ræðu. The Atlanta Constitution greindi frá því í upphafi þessa mánaðar að ýmsir úr ijölskyld- unni hefðu reynt að kreíja erlenda fréttamenn um gjald fyrir viðtöl. Til dæmis hefði dóttir Kings, Bernice, krafið þýskan sjónvarpsþátta- gerðarmann, Tobias Bange, um „4.000 til 5.000 dollara [um 280 til 350 þúsund krónur] fyrir eitt, tíu mínútna viðtal“. Sagan segir að Coretta Scott King hafi fengið áfall þegar hún hitti erfingja Mahatm- as Gandhis á frumsýningu myndarinnar um hann í upphafi síðasta áratugar. Erfingjar Gandhis áttu ekki til orð yfir það að hún skyldi ekki selja aðgang að skjalasafni Kings. Þegar ásakanir birtust um að King hefði gerst sekur um ritstuld þegar hann skrifaði doktorsritgerð sína við Boston University höfðaði íjölskyldan mál til að fá yfirráð yfir þeim 89 þúsund skjölum, sem King ánafnaði háskólanum í erfðaskrá sinni, en beið lægri hlut. Taylor Branch er nú að vinna að seinni hluta ævisögu um King. Hann hefur fengið bréf frá lögfræðingum um að hann verði að fá skriflegt leyfi til að birta orð og ræður Kings. Branch var vitni í réttarhöldunum gegn Boston University og sagði þá að tilraun fjöl- skyldunnar til að öðlast „einokun" á skjölum Kings væri áhyggjuefni. Dagblaðið The Boston Globe hafði eftir ónefndum sagnfræðingi að fjöiskyldan væri „að reyna að fínpússa og vernda ímynd hans, en í raun er hún að gera [minningu] hans mjög brothætta og skammlífa.“ 1 N N I I i i i l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.