Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 17 __________TÓNLIST_______________ Þjóöleikhúsid „SVO SKAL DANSINN DUNA“ Dansar eftír Sigríði Þ. Valgeirsdóttur. Tónlist eftir Jón Ásgeirsson. Þjóðdansafélag Reyiga- víkur. Kanunerkór og Kammersveit Lang- hoitskirkju u. stj. Jóns Stefánssonar. Styrkt af Reykjavíkurborg í tilefni af 50 ára afmæli Lýðveldisins íslands. Þriðjudaginn 10. janúar. FÁAR Evrópuþjóðir virðast hafa meiri þörf á að fegra fortíð sína en íslendingar, enda fátt sem stendur upp úr íslenzkri menningarsögu fyrri alda, þegar bókmennt- um sleppir. Það var því ekki óvænt sjón, en samt tilkomumikil, sem blasti við áhorf- endum á fjölum Þjóðleikhússins sl. þriðju- dagskvöld, ekki sízt meðan sjónvarpsþátta- röðin „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" er enn í fersku minni — nema þá annað og meira hafí vakað fyrir aðstandendum sýningar- innar en það eitt að flikka upp á kotbýlingsí- mynd feðranna. Hvað sem öllu líður, þá voru frum- eða endurgerðu fomdansar Sigríðar Valgeirs- dóttur vissulega augnayndi, fluttir af lipurð og reisn, hvað svo sem fullyrt verður um sagnfræðileg gildi. Því enginn okkar penna- lipru áa gerðist nokkurn tíma svo tillitssam- ur að festa á blað nákvæmar lýsingar með tóndæmum, eins og finna má t.d. í hinni frönsku danskennslubók Orchésographie eftir Thoinot Arbeau frá 16. öld. _____LISTIR__ Hínn rammi slagnr Ekki batna skilyrðin til end- urgerðar, þegar að tónlist fornmanna kemur. Að vísu eiga íslendingar nokkur elztu þjóðlög, er skráð hafa verið nótum á Norðurlöndum, en rannsóknir eru allar nánast á frumstigi, og við búum við þá þjóðarskömm að hafa enn, meira en 80 árum eftir frumút- gáfu, ekki ómakað okkur við að endurskoða hið mikla þjóð- lagasafn Bjarna Þorsteinsson- ar. Um hljóðfæri og flutnings- máta miðaldamanna á norður- slóðum er sáralítið vitað, og vísbendingar fornrita, eins og t.d. Bósa sögu og Herrauðs, strjálar og torráðnar. Öll strengjahljóðfæri nefnast þar „hörpur“, hvort sem þau eru strokin eða „slegin“. Hver er „þverstrengur" hörp- unnar? Er hinn „rammi slagur“ af norræn- um uppruna, eða arfleifð úr andatrú Skrið- fínna? Ótal spurninga blasir við. Það má því ljost vera, að ímyndunaraflið getur nánast leikið lausum hala, þegar ein- rödduð stefjabrot langt aftan úr öldum eru lögð til grundvall- ar, að ekki sé talað um, þegar miðillinn er nútíma kór og kam- merhljómsveit. Orðið er laust hvað varðar stflval, og tenging- ar milli einstakra dansa geta boðið uppð á allt að því sinfón- íska útfærslu. Það kom undirrituðum nokk- uð á óvart fyrir hlé, þegar aft- ast var seilzt í tíma, og jafnvel til heiðni, hvað tónskáldið notaði hljómsveit- ina sparlega og sönghæft. Stfllinn virtist furðuoft litaður af danskri gullaldartónlist 19. aldar, og minnti á „norrænan“ forsög- ustíl Hartmanns og Heises, jafnvel svolítið á Kuhlau. Einstaka sinnum brá fyrir endur- Jón Ásgeirsson ómi af Orff, og hefði að mínum smekk mátt vera oftar, enda sá tónn harðari og nær náttúru norðurslóða. Eftir hlé var notkun hljómsveitarinnar meiri, og þar sem samspilið var einnig orð- ið áberandi snarpara (bendir til of fárra samæfínga), dró mjög úr „salon“-yfírbragð- inu, sem þurr akústík hins endurgerða Þjóð- leikhússalar gerði sitt til að undirstrika, og fjörið færðist í aukana. Það var eins og tónskáldið fyndi sig meira hér í yngri deild- inni, nær íslenzkum nútíma, en í samnor- rænni heiðni, því vinnsla tónefnis gerðist nú snöggtum þéttriðnari og kontrapunktar fleiri. Auðvitað eru takmörk fyrir því hvað tónskáld getur farið víða um völl, þegar tónlistin þarf að þjóna dansi, enda var ekki annað að heyra og sjá en að því hlutverki væri vel sinnt, en gaman væri samt að heyra sinfóníska svítu úr þessu frumlega efni í fyllingu tímans. Mig brestur þekking til nákvæmrar út- listunar á hversu mikið af tónlistinni sé nýútsett/nýsamið, eða hversu mikið gangi aftur úr Fornum dönsum Jóns frá 7. ára- tug, beint eða endurunnið, en þaðan mátti þó greina einstaka gamla kunningja. Eitt laganna var reyndar lygilega líkt danska þjóðlaginu um Ebbe Skammelson. Flutning- ur Kammersveitar Langholtskirkju var all- þokkalegur, einkum eftir hlé, en hvað kór- inn varðar, hefði að ósekju mátt velja ung- legri og sléttari raddir, einkum í sópran. Ríkarður Ö. Pálsson. BrkJsskóTmn NÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR hefjast 26. og 30. janúar Námskeiðin standayfir í 10 kvöld einu sinni í viku á mánud. og fimmtud. milli kl. 20.00 og 23.30. Kennslan fer fram í húsnæði Bridgesambands íslands að Þönglabakka 1 í Mjódd. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Kennslan er byggð upp á fyrirlestrum, sérvöldum æfingaspilum og spilamennsku undir leiðsögn. Kennslubók fylgir. Frekari upplýsingar og innritun í síma 812607 virka daga milli kl. 14.00 og 18.00. Sérstakt námskeið fyrir keppnispilara hefst 31. janúar og stendur yfir í 10 þriðjudaga milli kl. 17.00 og 19.00. Innritun í síma 812607 og hjá BSÍ Morgunverðarfundur Þriöjudaginn 24. janúar 1995 Skála, Hótel Sögu frá kl. 8:00 til 9:30 Gæðastjórnun - alþjóðlegir straumar og stefnur FVH boðar til fundar um straurpa og stefnur í altækri gæöastjórnun eöa Totai Quality Management. Michael J. Gibson er aðalráðgjafi Juran Institute og hefur meðal annars verið ráðgjafi Eimskips undanfarín þrjú ár við innleiðingu gæöastjórnunar hjá fyrirtækinu. Gæðastjórnun hefur rutt sér mjög til rúms víða erlendis á undanförnum árum. Á síöustu misserum hafa íslensk fyrirtæki í vaxandi mæli innleitt gæöastarf í starfsemi sinni. Þróunin er hröð og stöðugt koma fram nýjungar í notkun gæðastarfs viö stjórnun og rekstur fyrirtækja og stofnana. Á fundinum mun Gibson meðal annars fjalla um: B Þróun altækrar gæðastjórnunar ■ Reynslu fyrirtækja af gæöastarfi ■ Hentar gæðastjórnun þjónustufyrlrtækjum? ■ Hvað er „Quality in Daily Work“? Félagsmenn eru hvattir til að mæta og hefja vinnudaginn með faglegri umræöu um þetta mikilvæga málefni. Michael J. Gibson FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur - gestir velkomnir STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN POSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINAR WAAGE J? SKÓVERSLUN Jp* EGIISGÖTU3SÍMI 18519 STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN KRINGIAN 8 12 SÍMIÓ89212 ^ —...-.... ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.