Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 11 Joachim Bauer telur að streita geti skemmt taugafrumur og leitt til alzheim- erssjúkdóms kannski maður með byssu og heimt- ar peningana. Þetta vofir yfir gjald- keranum, hann hefur ef tií vill heyrt að slíkt hafi gerst í öðrum banka og þeir sem lenda í þessu verða oft á tíðum andlega veikir eftir á. Þann- ig getur fólk lifað með ákveðinn skrekk i vinnunni, án þess þó að nokkuð gerist. Friðsælt starf eins og að aka strætisvagni getur líka verið streituvaldandi. Bílstjórar geta fengið hótanir og orðið ____ fyrir ofbeldi og það er vitað að danskir strætisvagnabílstjórar verða helst fyrir slys- um þegar farþegar ráðast á þá. Þetta eru öfga- kenndustu dæmin þeg- ar ofbeldi og hótanir eru annars vegar. Oft- __ ast eru það þó þessi einföldu samskipti fólks sem valda álagi og streitu." Kvartanir um vinnustreitu Á níunda áratugnum, þegar upp- arnir svonefndu blómstruðu, varð hugtakið vinnualki til. Þá var það ekki óalgengt erlendis að menn helguðu fyrirtækjum og vinnuveit- endum líf sitt og vinnualkinn varð hetjan sem viðskiptalífið, fjölmiðlar og jafnvel háskólar hömpuðu. Botnlaus vinna er ekkert nýmæli fyrir íslendinga, sem hafa lengi tíðkað að vera í tvöfaldri vinnu, eða unnið jafnmargar yfírvinnustundir sem dagvinnustundir. Ólafur Ólafsson landlæknir fjall- aði um langan vinnutíma og streitu meðal karlá og kvenna 34-74 ára á Stór-Reykjavíkursvæðinu árið 1989. í skýrslu hans eru meðal annars birtar niðurstöður úr hóp- rannsókn Hjartaverndar og kemur fram að eftir 1970 hefur íjöldi þeirra karla og kvenna á aldrinum 34-44 ára sem kvarta um streitu tvöfaldast. Aukning var einnig með- al eldri karla en ekki meðal eldri kvenna. Heildarvinnutími kvenna hefur lengst verulega en ekki karla að sama skapi. Mikil aukavinna og langur vinnu- tími eru talin skýra hækkaða streitutíðni meðal kvenna, en erfið- ara var að skýra aukna streitu meðal karla án samsvarandi leng- ingu á vinnutíma og aukavinnu. Samkvæmt upplýsingum Niku- lásar Sigfússonar yfirlæknis, er Hjartavernd nú að vinna að síðasta áfanga ofangreindrar hóprann- sóknar, en sama hópnum, um 12-15 þúsund manns, hefur verið fylgt eftir í 25 ár. Því er of snemmt að fullyrða um hvort vinnustreita hafi enn aukist, eða ef til vill minnk- að. Þeir sem einna helst geta fylgst með því hvort streita hafi aukist í þjóðfélaginu eru heimilislæknar. Lúðvík Ólafsson, sem hefur verið heimilislæknir á Heilsugæslustöð- inni í Efra-Breiðholti í 15 ár, segist þó hafa það á tilfinningunni að kvartanir um streitu hafí fremur minnkað en aukist hin síðari ár. „Þegar ég hóf störf hér var þetta yngra hverfi og meira um það að fólk væri að koma undir sig fótun- um. Áhyggjur vegna bygginga- framkvæmda og ýmis vandamál þeim tengd voru þá algengari. Það má því segja að streita geti í sumum tilvikum verið hverfisbundin og ef til vill er tíðni hennar meiri meðal fólks í nýjum hverfum." Lúðvík telur að það sem mestri streitu valdi sé það að hafa ekki stjórn á tíma sínum. „Það eru ekki allir sem ráða við það í starfi sínu og til dæmis eru undirmenn yfir- leitt haldnir meiri streitu en yfir- menn þeirra. Að taka við skipunum og gera hlutina eins og annar fyrir- skipar er sennilega með því erfiðara sem fólk mætir. Því held ég að streita sé oft að verulegu leyti bund- in við vinnustaði þar eð fólk ræður sér síður þar en heimafyrir. Það er stundum_ talað um holla streitu og óholla. í fyrra tilvikinu hafa menn stjórn á hlutunum, þótt þeir séu önnum kafnir og undir álagi, því þeir vita að álaginu iyktar með einhveijum hætti. I síðara til- vikinu ráða menn sér ekki sjálfir og vita ekki hvenær álaginu verður lokið. Ég tek stundum beinin í okk- ur sem dæmi. Beinin styrkjast við álag, en brotna ef álagið verður of mikið.“ Streitutíðni Þótt þjóðfélagið hafi lítið breyst á tíu árum hefur þó atvinnuleysið komið til sögunnar sem er nýtt vandamál fyrir íslendinga. í heil- brigðisskýrslu landlæknis frá árinu _____ 1989 kemur fram að atvinnuleysi eða stopul vinna geti haft í för með sér taugaspennu og aðra vanlíðan. Of mikil vinna er ekki síð- ur hættuleg heilsunni, því að fólk sem vinnur tvöfalda vinnu eða mjög mikla yfírvinnu ___ er hættara við skyndi- dauða vegna krans- æðastíflu, eða að veikjast af krans- æðasjúkdómum, en þeim sem vinna eðlilegan vinnutíma. Ýmsar niður- stöður benda og til þess að eðli vinnu skipti meira máli en atvinnu- greinin. Fólk sem hefur lítið sjálfstæði og vinnur undir miklu álagi, eins og til að mynda þeir sem vinna við færiband, slökkviliðsmenn og flug- umferðarstjórar, er oft haldið mestri streitu. Þeir sem eru að mestu lausir við streituna vinna mjög sjálfstætt og starfa ekki und- ir miklu álagi eins og til að mynda listamenn og bændur. í hóprannsókn Hjartaverndar var streitutíðni meðal starfsstétta könnuð, karla á aldrinum 41-68 ára og kvenna á aldrinum 47-74 ára. Streitutíðni karla var mest meðal blaðamanna og rithöfunda, lögfræðinga og dómara, lækna, al- þingsmanna og bankastjóra og skólastjóra og kennara. Streitutíðni kvenna var mest meðal gjaldkera og skrifstofu- kvenna, kennara og skólastjóra, blaðakvenna og rithöfunda, hjúkr- unarfræðinga, og kaupsýslukvenna og vinnuveitenda. Nikuiás Sigfússon yfírlæknir segir að þótt tíu ár séu liðin frá því að síðustu niðurstöður rann- sóknarinnar lágu fyrir, hafi listinn yfir þau störf sem eru tengd mestri streitutíðni lítið breyst. Afleiðingar streitu Þeir þættir í hinu daglega lífi fólks sem taldir eru valda mestu streitunni að dómi sérfræðinga eru eftirtaldir: Vinnuálag, einhæft starf, lítil áhrif á vinnutilhögun, of mikill vinnuhraði, léleg samvinna, lélegur félagslegur aðbúnaður, heimilisástæður, óöruggur efna- hagur, atvinnuleysi og skyndileg breyting á högum fólks sem veldur sorg eða depurð. Og sjúkdómarnir láta ekki á sér standa þegar streitan er orðin lang- vinn. Þeir sem oftast eru nefndir til sögunnar eru hjarta- og æðasjúk- dómar, maga-og skeifugarnarsár, magabólgur, vöðvagigt og fleiri sjúkdómar. Við Háskólann í Trier í Þýska- landi hefur verið stofnuð miðstöð fyrir rannsóknir í sálarlíffræði og fást menn þar einkum við að rann- saka orsakir og afleiðingar streitu. Forstöðumaður þeirrar stofnunar, Dirk Hellhammer prófessor, segir í viðtali við þýska vikuritið Foeus, að streita geti valdið sjúkdómum í flestum líffærum mannsins. Hann nefnir sem dæmi í því sam- bandi mígren, tannagnístur á næt- urnar, krampa í vélinda, stam, asma, hjarta- og æðasjúkdóma, sár í maga og skeifugörn, ristilbólgu, ófijósemi hjá konum og körlum, gigt, kvef, heila- og mænusigg eða MS, hormónatrufl- anir, þar á meðal í skjaldkirtli, og húð- sjúkdóma. Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlækn- ir segir að streita valdi sjúkdómum og sjúk- _____ dómar streitu þannig að oft sé erfítt að greina þar á milli, hins vegar sé það ljóst að streita er mjög algeng orsök sjúk- dóma. „i sambandi við ofannefnda sjúkdóma mundi ég ekki telja að aðalorsök asma væri streita, en hún hefur mikil áhrif á sjúkdóminn. Það er til í dæminu að streita geti vald- ið ófijósemi, en það er ekki al- gengt. Þegar um kvef er að ræða má segja að mótstöðuafl líkamans minnki þegar fólk er haldið streitu, en orsök kvefs er veira. Um orsök MS-sjúkdómsins er ekki vitað og því of langt gengið að rekja hann til streitu. Það sama má segja um húðsjúkdóma, orsakir geta verið margar." Fólk sem hefur lítið sjálfstæði og vinnur undir miklu álagi er oft haldið mestri streitu MANNLEG samskipti á vinnustað geta oft vegið þyngra en starfið sjálft, segir Elísabet Berta Bjarna- dóttir félagsráðgjafi, sem starfar í deild félagsmálaráðuneytisjns um málefni barna og unglinga. I mörg ár hefur hún haldið fyrirlestra um kulnun í starfi, einkum hjá þeim starfsstéttum sem vinna með ann- að fólk og þar sem mannleg sam- skipti eru stærsti hluti starfsins. „Fjölskyldan og vinnuhópurinn eru tvær einingar sem við lifum í,“ segir Elísabet Berta. „Vandamál sem koma upp á öðrum staðnum færast oft yfir á hinn. Erfiðleikar og áföll sem fólk verður fyrir í einkalífi geta komið áratugum síðar fram í vinnu- hópnum. Fólkið til dæmis sem upplifði hörmungarn- ar í Súðavík núna og á um sárt að binda, getur orðið viðkvæmara fyrir álagi síðar meir í lífinu og þarf líka stuðning þegar til lengri tíma er litið. Það sama á við um björgunarmennina fyrir vestan, þeir upplifa þá lífsreynslu að gefa meira af sér en þeir geta og verða því að gæta vel að andlegri og líkam- legri heilsu sinni.“ Skilgreiningin á kuinun í starfi segir Elísabet Berta vera tap á hugsjón sem verður vegna viðvar- andi álags á vinnustað. „Við höfum ekki haldið jafnvægi milli þess sem við gefum frá okkur og þess sem við fáum til baka, og erum að ganga til þurrðar, andlega og líkamlega. Kulnun er bandarískt hug- tak, sem hefur verið skrifað um á annan áratug. Það sem meðal annars orsakar kulnun á vinnustað er oft ónóg eftir- fylgni, verkefnum starfsmanna er ekki sýndur áhugi og þeir fá sjaldan umbun, starfsmenn hafa lítil áhrif, eða þeir þurfa að leysa of mörg verkefni á of skömmum tíma, og þegar vinnan er það afmörkuð að menn hafa ekki yfirsýn og þeim finnst þeir ekki vera hluti af heild- inni. Við getum rætt um fjögur stig í þessu sainbandi. Fyrsta stigið getum við nefnt, uppsveiflutímabilið. Þá er starfsmaður nýr, fullur af orku og hugmyndum, vinn Kulnun í starfí Elísabet Berta Bjarnadóttir an er hvetjandi og skemmtileg og hann ætlar ekki að láta fara fyrir sér eins og þessu þreytta fólki sem er þarna á vinnustaðnum. Hann tekur mörg verk- efni að sér og vinnufélögum þykir hann oft ógnandi og kröfuharður. Á öðru stiginu, sem við nefnum stöðnunartímabil- ið, finnur starfsmaður að hann getur kannski engu breytt, verður uppgefinn og finnst hann vera staðn- aður. Þá er oft stutt í að fólk fari að smitast af neikvæðum viðhorfum, og ekki síður af umgangs- pestum og er kannski oft frá vinnu. Á sumum vinnu- stöðum er það viðhorf ríkjandi að menn eigi að drífa sig hálflasið í vinnuna, hóstandi og kvefað með klútinn uppi, en að sjálfsögðu eigum við að hvetja þetta fólk til að vera heima þar til því er batnað, því að ef það fær stuðning verður það síður veikt aftur. Orvæntingin tekur við á þriðja tímabilinu, starfs- maður setur þá spurningu við starf sitt, efast um að hann hafi valið rétt fag, verður hræddur við framtíðina, finnst hann gera lítið gagn og þá er stutt í að hann lendi i samskiptaörðugleikuni á vinnu- stað. Á þessu stigi eru líkamlcg sjúkdómseinkenni algeng eins og höfuðverkur, vöðvabólga, magaverk- ur, niðurgangur, og margir fara að einangra sig. Þetta er talið vera afleiðinga- ferli sem hefur varað langan tíma. Á síðasta tímabilinu sem einkennist af uppgjöf og sinnuleysi, brotna menn oft líkamlega eða andlega saman.“ Elísabet Berta segir að við getum stöðvað þetta ferli. „Við verðum að byrja á því að byggja okkur upp, en verðum jafnframt að gæta þess að líta ekki á okk- ur sem fómarlamb eða setja ábyrgðina yfir á aðra. Við gætum þurft að skipta um vinnu, eða breyta einhveiju í einkalífi okkar. Það þýðir hins vegar ekki að skipta um vinnustað ef vandamálið fylgir með í farangrinum. Þá er skynsamlegra að finna til dæmis annað svið í vinnunni sem við höfum áhuga á, eða að endurskipuleggja sig sem vinnuafl, spyrja sig hvernig starfskraftur maður vill vera. Það þýð- ir heldur ekki að kenna vinnustaðnum alfarið um það hvernig komið er, menn verða að horfast í augu við það hvernig persónuleikar þeir eru. Hverju gætu þeir hugsanlega breytt í fari sínu? Oft getur hjálpað að fara í meðferð, taka persónu- leika sinn til endurskoðunar, og ef til vill einkalífið líka. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvort við gerum of miklar eða of litlar kröfur, bæði í vinnunni og heima. í því sambandi ættum við að skoða okkar eigið félagslega stuðnings- net, eins og fjölskyldu, vini, vinnufélaga og stofnanir sem við þurfum að hafa samskipti við. Það er til dæmis mikil- vægt að eiga einn góðan vin í vinnunni. Það hefur komið í ljós hjá skólabörnum að innihald námsins er ekki það mikil- vægasta í skólastarfinu að þeirra mati, heldur það að eiga einn góðan vin í skólanum. Það sama gildir um hina full- orðnu. Elísabet Berta segir að aðferðir og viðhorf til stjómunar hafi breyst gífur- lega hin síðustu ár. „Yfirmaður er ekki lengur sá sem hefur töglin og hagldirnar og heldur öðrum starfsmönnum niðri. Nú er aðalhlutverk yfir- manns að kynnast starfsfólkinu, finna út hverjir eru styrkleikar þess og reyna að ná þeim fram. Hann á að styðja starfsfólk sitt, vera leiðandi, gæta þess að starfsfólk hans fái endurmenntun svo að það staðni ekki, og að aðbúnaður sé góður þannig að fólki líði vel. Þannig nær hann fram hámarksafköst- um og framleiðni. Því þroskaðri, sveigjanlegri og hlýrri sem yfirmaðurinn er, þeim mun meiri mögu- leikar eru á því að staðurinn blómstrL Eins og vinnan er skilgreind hér á Islandi sýnist mér að þeir sem sanna sig með Iangri viðveru fái mesta umbun. Það er algengara meðal karla sem taka yfirvinnu fyrir hönd heimilisins, en á sama tíma og þeir eru í viðveru þurfa konurnar oft að redda öllu mögulegu, fara í Bónus og Hagkaup, ná í börn- in og koma við í apótekinu í leiðinni. Svo virðist sem löng viðvera sé meira metin en árangur hér á Is- landi, en það skilar þjóðfélaginu varla miklu. Það krefst þors og áræðni að berjast gegn streit- unni, en þá er ágætt að hafa orð heimspekingsins Sorens Kirkegaard í huga þegar hann sagði, að það að þora væri að missa fótfestuna, að þora ekki væri að missa sjálfan sig.“ Minnisleysi Á fyrrnefndri ráðstefnu í Beth- esda í Bandaríkjunum kom meðal annars fram að streita getur haft áhrif á minni. Kanadíski læknirinn Michael Meany gerði rannsókn á minni og námshæfileikum eldri karla og kvenna og lagði fyrir þau próf í því sambandi. Niðurstöður sýndu að þeir sem stóðu sig verst á prófinu reyndust vera með mesta ____ magn streituhormóns- ins Cortisol. Telur Meany að Cortisol og önnur streituhormón geti skemmt heila- stöðvar sem gegna mikilvægu hlutverki þegar minni er annars vegar. Joachim Bauer, sál- ___ fræðingur og tauga- ónæmisfræðingur við Háskólann í Freiburg í Þýskalandi, telur að streita geti skemmt tauga- frumur og leitt til öldrunarsjúk- dómsins alzheimer. Hann fylgdist með 21 alzheimerssjúklingi í ára- tugi og segir að oft hafí þeir verið haldnir mikilli streitu sex mánuðum og allt að fimm árum áður en sjúk- dómurinn braust út. Streitan hafi í flestum tilvikum verið tengd dauða maka eða börnum sem voru að yfir- gefa hreiðrið. í heilaberki sjúklinga sinna fann hann aukið magn Inter- leuken-6, efnis sem undir venjuleg- um kringumstæðum finnst í líkam- anum þegar streita er mikil. Hann telur að þetta efni hafi valdið ólæknandi bólgu sem skemmdi taugafrumur á stuttum tíma, og leiddi síðan til alzheimerssjúkdóms- ins. Jón Snædal, sérfræðingur í öldr- unarsjúkdómum, segir að þessi til- gáta geti verið ein af mörgum um orsök sjúkdómsins, en hann hafi þó ekki heyrt um hana fyrr. „Þær tilgátur sem hafa verið uppi þegar um orsök sjúkdómsins er rætt eru tengdar ákveðnum eggjahvítusam- böndum. Hjá heilbrigðu fólki er þetta eggjahvítuefni eðlilegt en hjá alzheimerssjúklingum hefur orðið breyting á þannig að fruman ræður ekki lengur við það og það safnast fyrir. Menn hafa verið að athuga hvort þessi breyting stafí af galla í litningum, þeir hafa fundið galla sem virðast tengjast þessu, en ekki tekist að skýra þá nema að litlu leyti. Upphaflegar væntingar um að þarna væri að finna orsökina hafa ekki ræst því að þessir gallar hafa fundist í fleiri litningum. Og vafalítið er alzheimer ekki einn sjúkdómur. En það er vel þekkt bæði hjá ungum og gömlum að streita valdi gleymsku, og eldra fólk er við- kvæmara því það á erfiðara með að vinna undir álagi.“ Barist gegn streitu Tímahrak, samkeppni og árang- urslítið streð, ásamt erfiðleikum í einkalífi taka sinn toll. Langvarandi streita er talin skaðleg heilsunni og á meðferðarstofnun einni í Múnchen eru eftirfarandi ráðleggingar veitt- ar í baráttunni gegn streitu. Mönnum er fyrst bent á að skil- greina streituna. Stafar hún af erf- iðleikum í samskiptum við maka, eða ef til vill yfírmann? Er tímahrak ástæðan, samkeppni, eða lítill árangur í starfí? Mikilvægt er að ijúfa vítahring- inn strax, til dæmis með innhverfri íhugun, slökun, jóga eða annarri hreyfingu eins og sundi eða göngu. Þá þarf að vinna gegn streit- unni. Læra að segja nei, dreifa verk- efnum á fleiri hendur, vísa órétt- mætri gagmýni á bug, skipuleggja betur tímann og taka frá tíma fyrir slökun og hvíld. Að síðustu verður að endurskoða lífsviðhorf og meta aðstæður, ef til vill með breytingu í huga. Þeir íslensku læknar og félags- ráðgjafí sem rætt var við, mæltu öll með hreyfingu af ýmsum toga til að vinna á mestu streitunni og góðum félagsskap utan vinnutíma. Við þetta má ef til vill bæta ráðum sem vitur kona á níræðisaldri gaf ungu fólki. Hún sagði: Takið lífinu með bjartsýni og ró.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.