Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir kvikmyndina „Shadowlandsu með þeim Anth- ony Hopkins og Debra Winger í aðalhlutverkum. Myndin byggir á sannsögulegum atburðum og fjallar um ástarsamband breska rithöfundarins C.S. Lewis og banda- rísku skáldkonunnar Joy Gresham. Akademísk ástarsaga JOY Gresham varpar alveg nýju Ijósi á vandlega skipulagða tilveru prófessorsins. SÖGUSVIÐIÐ er Oxfordháskóli árið 1952, staður sem virðist engum breytingum hafa tekið í aldanna rás og er fílabeinsturn menntahefða í Bretlandi. Þetta er heimili C.S. Lewis (Anthony Hopkins), prófessors í ensku og enskum bókmenntum og félaga í Magdalen College. Lewis, sem í vinahópi er kallaður Jack, er einnig virt ljóðskáld, höfundur barnabóka og mjög djúpt þenkj- andi maður, sem öðlast hefur sívaxandi áheyrendahóp vegna trúarlegra ritgerða sinna og fyr- irlestra. Jack er piparsveinn í húð og hár og býr hann hamingjusamur í hálfgerðri einangrun lífi sem stjómast af hörku vitsmunalegra hefða og samneytis sem er nán- ast eingöngu við starfsbræður hans í Oxford. Enginn þeirra er þó vitsmunalegur jafnoki hans, og þeir reyna hvað þeir geta að misbjóða ekki einkalífi hans. Sannleikurinn er sá að enginn þeirra þekkir Jack í raun og veru. En skyndilega dag nokkurn birtist í þessari einkaveröld gáfu- mannsins bandarísk skáldkona og rithöfundur að nafni Joy Gres- ham (Debra Winger). Hún hefur um nokkurt skeið staðið í bréfa- sambandi við Jack, en honum hefur alla tíð þótt bréf hennar mun áhugaverðari en hin hefð- bundnu aðdáendabréf sem hon- um berast stöðugt. Þegar hún kemur svo í eigin persónu inn í líf prófessorsins þá varpar hún alveg nýju ljósi á vandlega skipulagða tilveru hans. Joy hverfur á ný til Banda- ríkjanna og verða Jack þá að einhveiju leyti ljósar þær tilfinn- ingar sem hann ber til hennar, en þegar hún birtist á ný streit- ist hann enn við að bindast henni tilfinningalega. Hann virðist ófær um að horf- ast í augu við tilfínn- ingar sem hann hefur alla tíð bælt hið innra með sér, en hann verð- ur þó nákominn hinum feimna syni Joy. En þegar hótun berst um brottvísun Joy úr landi kvænist Jack henni á laun svo hún geti sótt um ríkisborg: ararétt í Englandi. í hans augum er þetta einvörðungu gert í hag- nýtum tilgangi, en hún er orðin álvarlega ást- fangin og getur illa sætt sig við höfnun af hans hendi. Fordæming Joy á tilfinningalegum óheiðarleika Jacks snertir loks í honum viðkvæman streng, en áður en hann getur tjáð henni raunverulegar tilfinningar sínar er Joy flutt á sjúkrahús þar sem í ljós hefur komið að hún þjáist af beinkrabbameini á háu stigi. Leikstjóri „Shadowlands" er enginn annar en aðlaði afreks- maðurinn Richard Attenborough sem réðst í gerð myndarinnar í kjölfarið á stórmyndinni um Chaplin sem stóð ekki undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar. Attenborough er margverð- launaður kvikmyndaframleið- andi, leikstjóri og leikari, en hann hóf feril sinn sem leikari. Hann hefur leikið í rúmlega 50 kvik- myndum og síðast fór hann með hlutverk jólasveinsins í „Miracle on 34th Street", sem var ein af jólamyndum Sambíóanna, og þar áður í Júragarði Stevens Spiel- bergs. Attenborough lauk prófí frá Konunglegu leiklistarakadem- íunni í London og fyrsta kvik- myndahlutverk hans var árið 1942 í myndinni „In Which We Serve“. Hann lék í ijölda kvikmynda áður en hann leikstýrði fyrstu mynd sinni árið 1969, en það var „Oh! What a Lovely War“. Árið 1982 rættist svo draumur sem Attenborough hafði lengi átt sér, en það var að framleiða og leik- stýra stórmyndinni „Gandhi", sem vann til fímm breskra kvik- myndaverðlauna og átta óskars- verðlauna, en Attenborough fékk sjálfur verðlaun fyrir bestu í OXFORD lifir Jack í karlasamfélagi sem stjórnast af hörku vitsmunalegra hefða. myndina og sem besti leikstjóri beggja vegna Atlantshafsins. Síðan þetta var hefur Attenbor- ough leikstýrt kvikmyndagerð söngleiksins „A Chorus Line“, „Cry Freedom", „Chaplin" og nú síðast „Shadowlands". Lengi í smíðum Höfundur kvikmyndahandrits- ins er William Nicholson og hefur það verið lengi í smíðum. Nicholson hóf feril sinn sem höfundur heimildamynda árið 1974 og hefur hann skrifað íjöldamörg sjónvarpshandrit síð- an. Fyrsta útgáfan af Shadow- lands var reyndar útvarpsleikrit sem flutt var hjá BBC árið 1985, en fjórum árum síðar umskrifaði Nicholson handritið fyrir svið. Það þykir bera þess glögg merki að yfír því hafí verið legið og það snurfusað af mikilli natni, en óaðfinnanlegur leikur þeirra Anthony Hopkins og Debra Winger gæðir það ósviknu lífi. Tvö í toppklassa ÞAÐ ER alveg óhætt að segja að aðalleikararnir í „Shadow- lands“ séu í toppklassa. Stór- kostlegur leikur Anthony Hopkins í hverri kvikmyndinni á fætur annarri hefur orðið til þess að hann hefur ritað nafn sitt gullnu letri á spjöld kvik- myndasögunnar, og Debra Winger hefur í rúman áratug verið meðal virtustu leikkvenna i Hollywood, en hún hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir bestan leik i aðalhlutverki. Fyrst var hún tilnefnd fyrir hlutverk sitt í „ An Officer and a Gentleman", því næst fyrir „Terms of Endearment11 og loks í fyrra var hún tilnefnd til óskarsverðlaunanna fyrir frammistöðu sína i „Shadow- lands“. Þar varð hún hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Holly Hunter, sem hreppti verðlaunin fyrir hlutverk sitt í „Piano“. Óskarsverðiaunahafinn Anthony Hopkins, sem var aðl- aður af Bretadrottningu árið 1993, er einn af hæfileikarík- ustu og virtustu sviðs- og kvik- myndaleikurum samtímans. í „Shadowlands“ er hann að leika í fimmta sinn undir sljórn Richard Attenborough, en Hopkins á nú að baki rúmlega 20 kvikmyndir. Á 30 ára ferli sínum segist hann hafa lært að gera sem minnst og bæla inni tilfinningar, en þurfi hann hins vegar að láta þær í ljós þá dragi hann sig til baka og sleppi af sér beislinu. „Hins vegar er mér minnisstætt að þegar ég var að byija að leika í kvikmyndum þá lét ég öllum illum látum og hélt að ég væri að gera góða hluti. Ég hef séð þessar myndir fjölda ára seinna og skammast mín innilega." Hopkins er fæddur í Port Talbot í Wales og var hann ein- fari sem barn. Þegar hann fjórtán ára gamall sá „Sviðs- ljós“ Chaplins varð honum Ijóst hvað hann vildi verða. Hann lærði leiklist í listaháskóla i Wales og gekk síðar til liðs við breska þjóðleikhúsið í Old Vic, en þar fór hann til Lawrence Olivier í inntökupróf. Fyrstu kvikmyndinni lék Hopkins i árið 1968, en þá lék hann Ríkharð ljónshjarta í„The Lion in Winter". Hann fékk óskarsverðlaunin árið 1992 fyrir túlkun sína á Hannibal Lecter í „Lömbin þagna“, og jafnframt hefur hann sýnt sannkallaðan stjörnuleik í „Howard’s End“ og í „The Remains of the Day“. Stjarna á einni nóttu Debra Winger sló fyrst í gegn þegar hún lék á móti John Travolta í kvikmyndinni ;,Ur- ban Cowboy" árið 1980. A ferli sínum hefur hún alltaf leitast við að túlka staðfastar konur og fá að segja það sem henni býr í bijósti, en hún hefur valið hlutverk sín af kostgæfni og starfað með mörgum helstu Ieikstjórum Hollywood. Hún játar fúslega að hún geri mikl- 'ar kröfur, en það sé ætíð með verkið sjálft í fyrirrúmi en ekki persónulega hagsmuni. Sögusviðið í „Shadowlands“ getur varla verið ólíkara hinum raunverulega uppruna leikkon- unnar. Hún er dóttir kjötiðnað- armanns í Cleveland i Ohio, sem síðar fluttist með fjöl- skyldu sína til Los Angeles. Þegar Winger var 16 ára göm- ul fór hún að heiman til að ganga í ísraelska herinn, en síðan ferðaðist hún um gjör- valla Evrópu.Hún var ekki orð- in 21 árs þegar hún sneri á ný til Bandaríkjanna til að leggja stund á nám í félagslegri af- brotafræði. Winger varð stjarna á einni nóttu þegar hún lék I „Urban Cowboy“, og síðan þá hefur hvert stórhlutverkið komið í kjölfar annars.Hún nýtur kvik- myndaleiksins út í ystu æsar. „Mér er alveg yóst hver sú ánægja er sem felst í því að leika, en það útskýrir hins veg- ar ekki hvers vegna ég verð að gera það. Ástæðan er sú að á vissum tímapunkti bjargaði leiklistin á vissan hátt lífi mínu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.