Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Starfsumhverfí Seðlabankans hefur gjörbreyst undanfarin ár m.a. vegna frelsis í gjaldeyrismálum. Kristinn Briem ræddi við Birgi ísleif Gunnarsson, seðlabankastjóra og formann banka- stjómar, um stöðu bankans og aðstæður á fjármagnsmarkaði. EFTIR að algjört frelsi komst á í gjald- eyrismálum íslendinga hefur allt starfsumhverfi Seðlabanka íslands gjörbreyst. Bankinn framfylgir nú stefnu sinni að langmestu leyti með óbeinum aðgerðum á markaði sem krefst mikillar ár- vekni og skjótra viðbragða stjórnenda bankans við aðstæðum hverju sinni. Hlutverk hans er fyrst og fremst að standa vörð um stöðugleika í efnahagslífinu. Ábyrgð á þessu mikilvæga verkefni hvílir á herðum þriggja manna banka- stjómar undir formennsku Birgis ísleifs Gunn- arssonar, seðlabankastjóra. Hann tók við for- mennsku í bankastjórninni þegar Jón Sigurðs- son hvarf tii starfa hjá Norræna fjárfestingar- bankanum sl. vor. Birgir Isleifur hóf störf sem seðlabanka- stjóri í febrúar árið 1991 og er því fjórða starfsári hans að ljúka um þessar mundir. Hann kom beint úr stjórnmálum - hafði verið þingmaður um árabil, menntamálaráðherra í eitt og hálft ár og borgarstjóri í fimm ár. Það liggur því beinast við að spyija hvernig þessi umskipti hafí verið fyrir hann persónulega. „Fjármálaheimurinn er allt annar heimur held- ur en stjórnmáiaheimurinn. Mér hefur alltaf reynst það vel að skipta um störf og hef gert það nokkrum sinnum. Það tak sem ég hef þurft að taka sjálfum mér hefur endurnýjað mig að vissu leyti og mér fínnst að það hafi einnig gerst í þetta sinn. Hér er valinn maður í hverju rúmi og mikið af góðum sérfræðing- um. Mér finnst að Seðlabankinn verði oft fyr- ir ómaklegri gagnrýni því allt þetta góða starfsfólk vinnur mjög vel að sínum verkefn- um. Auðvitað tók það talsverðan tíma fyrir mig að setja mig inn í það sem hér er að gerast og temja sér hugsunarháttinn hér. Ég ákvað það strax að útiloka mig frá öllu öðru eins og félagsmálum og hef helgað mig þessu starfi algjörlega í þessi fjögur ár. Ég tel að það hafi tekist þótt auðvitað sé annarra að dæma um mín verk.“ Ekki einhlítt að hagfræðingar stýri seðlabönkum - Þú hafðir ekki sérstakan hagfræðilegan bakgrunn eins og segja má um fyrirrennara þína í þessu starfí. Hefur það ekkert orðið þér fjötur um fót? „Það er nú svo að þó ég hafi ekki haft fræði- legan bakgrunn í hagfræði þá hefur mín reynsla af stjómunar- og stjórnmálastörfum nýst mér mjög vel í þessu starfi. Það er ekk- ert einhlítt að hagfræðingar stýri seðlabönkum og ég nefni sem dæmi að tveir síðustu banka- stjórar Englandsbanka á undan þeim núver- andi voru báðir lögmenn. Þá má benda á að hefðin á íslandi er sú að seðlabankastjórar hafa komið úr ýmsum starfsstéttum þjóðfé- lagsins en hins vegar a.m.k. ávallt einn hag- fræðingur og svo er enn.“ - Seðlabankinn hefur lengst af starfað í nánu samráði við ríkisstjórnir á hveijum tíma. Hvernig metur þú stöðu hans að þessu leyti? „Það er rækilega skilgreint í núverandi lög- um að Seðlabankinn skal hafa náið samstarf við ríkisstjómina. Ef ágreiningur verður milli ríkisstjórnar og seðlabanka ber bankanum að lokum að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar. Frá því ég kom í bankann hefur samstarfið við ríkisstjórnir gengið mjög vel. Vi'ð höldum t.d. reglulega fundi með yfirmönnum í stjórnsýsl- unni þar sem við skiptumst á skoðunum. Fyrirkomulagið er með ýmsum hætti erlend- is en sú bylgja sem gengið hefur yfir á síð- ustu árum hefur verið í þá átt að auka sjálf- stæði seðlabanka. Hjá Evrópubandalaginu hefur mjög verið litið til fordæmisins í Þýska- landi þar sem seðlabankinn hefur mikið sjálf- stæði. Ýmsar þjóðir hafa verið að breyta lögg- jöf sinni um seðlabanka í átt að þýsku fyrir- myndinni. Vísir að evrópskum seðlabanka er European Monetary Institution í Frankfurt og er ætlunin að laga hann að þýsku fyrir- myndinni. Hvað okkur snertir höfum við minna sjálfstæði en þýski seðlabankinn en meira sjálfstæði en Englandsbanki. Seðlabankinn ákveður t.d. bæði breytingar á eigin vöxtum og skammtímavöxtum sjálfur meðan Eng- landsbanki þarf að bera vaxtaákvarðanir und- ir fjármálaráðherra Bretlands. í því frumvarpi sem hér var samið og lagt fyrir Alþingi árið 1993 var gert ráð fyrir auknu sjálfstæði Seðla- bankans frá því sem nú er. Það var lagt fram einu sinni en ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að leggja það ekki fram aftur.“ Vello ó peningamarkaði hefur margícldasl Frá því Birgir ísleifur kom í Seðlabankann hafa miklar breytingar átt sér stað á fjár- magnsmarkaðnum. Ný löggjöf um hin ýmsu svið fjármagnsmarkaðarins hefur verið að taka gildi og höft afnumin á fjármagnshreyfingum á milli landa. Starfsemi bankans hefur því verið að taka miklum breytingum, sérstaklega til að laga hana að fijálsum fjármagnshreyf- ingum. „Til dæmis var nauðsynlegt að koma á fót innlendum peningamarkaði til þess að Seðlabankinn gæti með markaðsaðgerðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.