Morgunblaðið - 29.01.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.01.1995, Qupperneq 25
24 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚTGJÖLD TIL HEIL- BRIGÐISMÁLA O* NEITANLEGA hrökkva menn við, þegar í ljós kem- ur, að útgjöld ókkar íslendinga til heilbrigðismála eru með því hæsta sem þekkist í Evrópuríkjum, sem hlutfall af landsframleiðslu. En þessar upplýsingar komu fram á heilbrigðisþingi, sem stóð í gær og í fyrradag. Á árinu 1992 námu útgjöld okkar til heilbrigðismála um 8,6% af landsframleiðslu og voru einungis hærri í Frakklandi, Finnlandi, Þýzkalandi og Svíþjóð. Sérstaka athygli vekur, að kostn- aður Dana er mun minni en okkar og fer þó engum sögum af því, að heilbrigðiskerfi þeirra sé lakara en okkar. Þá vekur það einnig athygli, að innlagnir á sjúkrahús miðað við hveija 100 íbúa eru hvergi í Evr- ópu fleiri en hér og fer fjölgandi. Hins vegar eru heimsóknir á göngudeildir og heilsugæzlustöðv- ar miðað við hvern íbúa með minnsta móti hér. Hvað veldur? Undanfarin ár má segja, að staðið hafi yfir með hléum mikil orrahríð til þess að halda útgjöld- um vegna heilbrigðismála í skefj- um. Hér er ekki einungis spurning um, að heilbrigðisþjónusta er dýr og krefst mikillar fjárfestingar í húsbúnaði og tækjum og mikils mannahalds, heldur eru þrýstihóp- ar á þessu sviði einnig mjög öflug- ir eins og dæmin sanna. Það er tiltölulega auðvelt að spyija, hvort þjóðin sé ekki tilbúin til að greiða ákveðinn kostnað til þess að tryggja heilsu fólks og stundum erfitt að greina á milli eðlilegra þarfa og hagsmuna þeirra, sem að heilbrigðismálum vinna. Þær upplýsingar, sem fram komu á heilbrigðisþingi um kostn- að við heilbrigðisþjónustuna hér miðað við sama kostnað í öðrum löndum, kalla hins vegar á frekari skýringar heilbrigðisyfirvalda. Hvernig stendur á því, að hlut- fallslega fleiri íslendingar eru lagðir inn á sjúkrahús en annarra þjóða fólk? Hvað veldur því að til- tölulega færri íslendingar hag- nýta sér þjónustu göngudeilda og heilsugæzlustöðva en annarra þjóða fólk? Þeir, sem stjórna heil- brigðiskerfinu hér, þurfa að svara þessum spurningum. Hins vegar fer ekki á milli mála, að margt er jákvætt í heilsufari þjóðarinnar ef marka má þær upp- íýsingar, sem fram komu á heil- brigðisþingi. Ungbarnadauði er minnstur hér á landi og lífslíkur mestar. Dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma er með minnsta móti hér. Alkóhólneyzla er þrátt fyrir allt með því lægsta, sem þekkist í Evrópu. Það vekur líka eftirtekt, að fóstureyðingar eru hlutfallslega færri hér en í flestum öðrum Evrópulöndum. Sjálfsagt er samanburður af þessu tagi oft umdeilanlegur vegna þess, að menn eru aldrei að bera saman nákvæmlega sömu hluti. Engu að síður gefa tölulegar upplýsingar af því tagi, sem fram komu á heilbrigðisþingi, nokkra hugmynd um hvert við stefnum í stórum dráttum. Þær upplýsingar eru þess eðlis, að skylt er að stöðva við. LÆKNA- MISTÖK AÐ UNDANFÖRNU hafa nokkrar umræður orðið um mistök lækna .1 starfi og fyrir skömmu voru stofnuð samtök fólks til þess að vinna að hags- munamálum þeirra, sem orðið hafa fyrir barðinu á slíkum mis-, tökum. Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu frásögn nafn- greindrar konu af aðgerð, sem hún gekkst undir með hörmulegum afleiðingum. í Morgunblaðinu í gær lýsir Ólafur Ólafsson, land- læknir, þeirri skoðun, að þessar umræður byggist að hluta til á misskilningi, gott eftirlit sé með einkareknum læknastofum og í mörgum tilvikum sé um ófyrirsjá- anleg óhöpp að ræða. íslendingar eru góðu vanir í læknisþjónustu. Frá gamalli tíð hefur fólk hér borið nánast ótak- markað traust til lækna. Kannski má segja, að enginn, hversu vel menntaður og hæfur sem hann kann að vera, geti staðið undir slíku trausti eða væntingum. Stað- reyndin er hins vegar sú, að svona hefur það verið lengst af. Vel má vera, að læknum hafi oft orðið á mistök á árum áður en tíðarandinn hafi verið með þeim hætti, að sjúklingar eða aðstand- endur hafi ekki viljað fylgja þeim málum eftir með skaðabótakröfum eða öðrum aðgerðum. Nú eru hins vegar breyttir tímar og hugsan- lega eru gerðar meiri kröfur til lækna en áður. Vandinn, sem bæði læknar og sjúklingar standa frammi fyrir, er hins vegar sá, að með sama hætti og menn áður báru fyllsta traust til lækna, hafa fréttir og upplýsingar um mistök í aðgerðum leitt til þess, að fólk býr nú við meira öryggisleysi en áður. Lík- legt má telja, að þeir, sem þurfa að gangast undir læknisaðgerðir, spyijist nú betur fyrir um þá lækna, sem eiga að framkvæma þær aðgerðir en áður. Sennilega eru of mörg dæmi um, að fólk hafi fengið upplýsingar, sem það hefur treyst, en veruleikinn orðið annar. Almenningur hefur það stund- um á tilfinningunni, að læknar geri of lítið úr mistökum sínum eða annarra lækna. Og vafalaust finnst læknum þær umræður, sem nú fara fram, að einhveiju leyti ósanngjarnar. Með einhveijum hætti þarf hins vegar að skapa sjúklingum meiri öryggiskennd í sambandi við læknisaðgerðir en þeir hafa nú í ljósi þeirra upplýs- inga, sem fram hafa komið. i nn minn- L^íl/.ingar Henry Flemings í skáldskap Cranes þarsem hann ráfar særður og fullur óhugnaðar um blóð- ugan vígvöll herdeildar sinnar verða honum ný hlýleg reynsla þarna andspænis sundurtættum félögum og ásjónu dauðans. Þessi óvænta endurtekning æskuminninga verður nú áleitið umhugsunarefni, Ijúf óvænt gleði í návist órómantískrar styijaldar. Það sem bóndasonurinn ungi hafði aldrei hugsað um áður verður nú eftirvænting, hreyfíng. Gömul og gatslitin flík hversdags- legra minninga verður að nýrri flík vonarinnar sem Kirkegaard talar um í Endurtekningunni. Henry veit að allir hlutir verða nýir og þó veit hann það ekki. Hann upplifir ekki einungis nýja flík vonarinnar and- spænis dauðanum, heldur óslítandi flík endurtekningarinnar. Ég þykist vita að skáldskapur sé öðrum þræði minning og þá er sagt skáld lifí í henni, ekki endurtekning- unni. En hversvegna að halda því fram að það sé einkenni skálda að festast í endurminningum sem ekki sé hægt að endurtaka sem nýja óvænta reynslu, t.a.m. í skáldverk- um? Hvers vegna getur minning ekki verið endurtekning með tilvís- un til ókomins tíma? Af hveiju hlýt- ur hún alltaf að vísa aftur? Og hvers vegna getur skáld ekki reynt allt sem aðrir reyna? Mér er ómögulegt að skilja að endurminning geti ekki verið endurtekn- ing, eða hreyfing frá einni hugsun til ann- arrar, einni hugmynd til annarrar. Skáldskapur er einatt byggður upp á slíkum samtölum; spurningum og svörum gamalla og nýrra hugmynda. Hann er hreyfing milli andstæðna og getur þannig fullnægt hugmyndum heimspek- inga um hreyfingu. Minning getur verið endurtekning einsog hver önn- ur fjölbreytni í náttúrunni. Þessi fjölbreytni er sífelld endurtekning. Þannig er einnig endurminningin. Hún er ný upplifun þess sem eitt sinn var. Minning um endurtekna reynslu í síbreytiiegum búningi, óskrifaður skáldskapur. Endurtekn- ing minninganna þarf ekki að vera gömul flík, hún getur verið ósaum- uð. Ekki einu sinni víst að hún verði nokkurn tíma saumuð. Auk. þess sem allir vita að minning er afstæð- ur veruleiki. Andspænis honum er maðurinn nakinn. Og það er ekki fyrren hann er allur sem maðurinn breytist í “minningu um hið liðna“. Þá fyrst hverfur hann inní kyrr- stöðu. Þá er hann allur. En þá er hann líka horfínn sjálfum sér og hugsun sinni. í hæsta lagi hann sé fastskorðuð minning í huga annars manns. Þá er ferð hans lokið, svo ófrumlegt sem það er. Og þá er hann allur — í okkar skilningi. En það er þröngur skiin- ingur; jarðbundinn skilningur. Það er mannaþefur af honum. Og trúar- brögðin, ekkisízt kristin trú, leiða okkur frá þessum skilningi inní nýja hreyfingu; nýja reynslu; nýtt líf. Það er í raun þetta fyrirheit sem við köllum kristna trú. Eða eilíft líf. -ÍQ-Í í SKÁLDSÖGU ERICH A Li i tMaria Remarque, Tíð- indalaust á Vesturvígstöðvunum, er sjálfur titillinn vitnisburður um endurtekningu endurminninga. Hann er sóttur í fyrrnefnda stríðs- sögu Cranes. í hugleiðingum sínum veltir bóndasonurinn ungi fyrir sér öfugmæli sem réttast væri að birta í fyrirsögn í dagblaði: Tíðindalaust á Rapahemek- vígstöðvunum! Grátt gaman það, einsog á stendur fyrir drengnum þama í skelfingu skot- hn'ðarinnar. Þannig skjóta alls kyns minningar um gamlan skáldskap upp kollinum í skáldverkum, ekki- sízt titlum. Gömul minning skálds- ins er þannig endurtekin sem ný reynsla i nútímanum. Þannig getur endurminning um skáldverk einnig orðið endurtekning í óskrifuðu verki. Hugsun og hugmyndir eru einsog fuglinn Fönix, þær rísa úr öskunni. Fullfleygar. Og vænghaf minningarinnar er aldrei meira en í endurtekningunni. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVIKURBREF OKSINS! LOKSINS! Þétta eru hin frægu upp- hafsorð umsagnar Krist- jáns Albertssonar, rit- höfundar, í tímaritinu Vöku fyrir meira en 60 árum um nýútkomna skáldsögu Halldórs Kilj- ans Laxness, Vefarann mikla frá Kasmír. Annar gagnrýnandi sama tímarits skrifaði tveggja orða umsögn, sem var svohljóð- andi: „Vélstrokkað tilberasmjör“. Kristján Albertsson reyndist sannspárri og fram- sýnni. Nú er tilefni til að hefja umfjöllun um nýjar tillögur frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins á Vestíjörðum um breytta físk- veiðistjómun með sömu orðum: Loksins! Loksins! Það var tími til kominn að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins risu upp gegn kvótakerfinu. Það þarf engum að koma á óvart, að sú uppreisn hefjist á Vestfjörðum. Fá byggðarlög hafa orðið jafn illa úti og Vestfírðir af völdum kvóta- kerfisins. En þar má einnig nefna Vest- mannaeyjar og Suðurnes. Ekki er að efa, að Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, muni efnislega komast að þeirri nið- urstöðu, að tillögur sjálfstæðismanna á Vestfjörðum séu „vélstrokkað tilbera- smjör“. Þeir eiga eftir að verða álíka sannspáir og fyrrnefndur gagnrýnandi. Sl. fimmtudagskvöld lögðu frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins í Vestíjarða- kjördæmi fram tillögur um breytta físk- veiðistjórnun og greinargerð með þeim til- lögum á fundi málefnanefndar flokksins um sjávarútvegsmál. Fundurinn stóð fram á nótt og viðbrögð sjávarútvegsráðherra og formanns LÍÚ, sem báðir voru á fund- inum, voru harkaleg eins og við mátti búast. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn, að sterkur hópur manna, sem á djúpar rætur í sjávarútveginum sjálfum, rís upp gegn kvótakerfínu á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins. Á síðasta landsfundi flokksins fyrir rúmu ári kom berlega í ljós, að kvóta- kerfið sætti mikilli gagnrýni innan flokks- ins en frumkvæði Vestfirðinganna er tví- mælalaust sterkasta gagnsókn, sem hafín hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins gegn núverandi kerfí. I inngangi að tillögum Vestfírðinganna segir m.a.: „Við setjum hér fram hugmynd- ir okkar með það að markmiði að sameina flokkinn um nýja stefnu í sjávarútvegsmál- um. Stefnu, sem sé í betra samræmi við grundvallarhugmyndir flokksins um fijálst framtak, fijálsa samkeppni, einkaeign á atvinnutækjum, minnkandi ríkisafskipti og að stétt standi með stétt. Kvótakerfið er skilgetið afkvæmi for- ræðishyggjunnar með sama hætti og haftakerfi það, sem komið var á í krepp- unni miklu á 4. áratugnum og ber á sér brennimark sósíalisma og miðstýringar, sem eiga ekkert skylt við Sjálfstæðisflokk- inn og stefnu hans. Því er brýnt að taka upp stefnu, sem samræmist betur megin stefnu Sjálfstæðisflokksins.“ Morgunblaðið getur ekki annað en fagn- að þessum orðum frambjóðenda Sjálfstæð- isflokksins á Vestfjörðum. Árum saman hefur blaðið haldið uppi harðri baráttu gegn kvótakerfinu m.a. með þeim rökum, sem Vestfírðingarnir bera hér fram. Tals- menn LÍÚ og kvótakerfisins innan Sjálf- stæðisflokksins hafa haldið því fram, að með þessum málflutningi hafi Morgun- blaðið verið að reka erindi Alþýðuflokks ins, sósíalisma, miðstýringar og einhvers þaðan af verra. Ætla þeir nú að halda því fram, að sjálfstæðismenn á Vestfjörðum séu gengnir í þann hóp?! Það þarf engum að koma á óvart, að uppreisnin gegn kvótakerfinu hefjist á Vestfjörðum en hún á eftir að breiðast út um landið allt. í greinargerð frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum segir m.a.: „Flestar byggðir íslands eiga tilveru sína, vöxt og viðgang undir öflun og vinnslu sjávarfangs. Leiðin til að hámarka arð útgerða er að byggðirnar njóti land- gæða sinna og legu að fiskimiðum. Enginn úthlutar réttlætinu. Eini rétturinn, sem menn eiga, er að fá að keppa. Því er æski- legt að sem fæstar skorður takmarki þá samkeppni byggðanna. Núverandi kvótakerfi hefur skekkt sam- keppnisstöðu byggða með þeim afleiðing- um, að margar þeirra fá ekki notið nálægð- ar sinnar við miðin. Þáttur í að rétta hlut þeirra, sem veikast standa, er að stækka og auka frelsi til krókaveiða." Sú lýsing á stöðu byggðanna, sem hér er vitnað til, er rétt. Óldum saman hafa Vestfirðir, Suðurnes og Vestmannaeyjar verið helztu verstöðvar á íslandi. Hvernig stendur á því, að einmitt þessi byggðarlög hafa átt mest undir högg að sækja á tím- um kvótakerfis? Einfaldlega vegna þess, að kvótakerfíð hefur rænt þessar byggðir því forskoti, sem þær hafa haft frá því að land byggðist vegna nálægðar við físki- miðin. Þess vegna kemur ekki á óvart, að uppreisnin gegn kvótakerfmu hefjist í ein- hveiju þessara byggðarlaga. Hið eina, sem segja má að komi á óvart, er hversu lengi það hefur tekið Vestfírðinga að hefjast handa. Staða fiski- stofna og stærð flot- ans ALLIR ÍSLEND- ingar vita, að físki- stofnarnir við strendur landsins hafa veikzt ár frá ári. í stað þess að aðlaga físiriskipa- flotann að minnk- andi aflamagni hefur flotinn stækkað! í tillögum Vestfírðinganna kemur fram, að sóknarmáttur flotans hefur stóraukizt bæði í rúmlestum og hestöflum. Á árinu 1983 var fiskiskipaflotinn 110.500 rúm- lestir en á árinu 1994 vár hann um 121.500 rúmlestir. Á árinti 1983 var hann 359 þúsund að hestaflatölu en á árinu 1994 420 þúsund. Til viðbótar hafa á þessu tíma- bili bætzt 1.400 opnir vélbátar. Hvaða vit er í kerfí, sem hefur leitt til stóraukins sóknarmáttar fískiskipaflotans á sama tíma og fískistofnar-hafa nánast hrunið? Það þarf engum að koma á óvart þótt laun séu margfalt lægri á íslandi en í nálægum löndum, þegar þjóðin liggur undir slíku fargi offjárfestingar. Um þetta segir í tillögum Vestfirðing- anna: „I dag erum við fjær settum mark- miðum en nokkru sinni fyrr. Frá því að við hófum fýrst tilraunir til að stjóma sókn og afla 1976, hefur fiskiskipastofn landsjns vaxið eins og sést í töflum Fiskifé- lags íslands. Einnig hafa gífurlegar breyt- ingar átt sér stað á undanförnum árum í gerð skipstjórnar- og fískileitartækja svo og í hönnun og gerð veiðarfæra. Öllum á því að vera ljóst, að sóknargeta, flotans hefur vaxið mjög síðustu 19 ár og er í dag meiri en nokkru sinni. í þessu sambandi er vísað á nýja skýrslu tæknideildar Fiski- félags íslands." Tillögumenn halda því fram, að vísinda- menn okkar byggi ráðgjöf sína á röngum tölulegum upplýsingum, sem þeir fái í hendur. Þetta eru mjög alvarlegar athuga- semdir en um þetta segja þeir: „Leiða má sterk rök að því, að hugmyndir manna um að auka hagkvæmni í þessu kerfl byggjast í raun á röngum aflatölum, svindli á kerf- inu og því, að físki sé hent í stórum stíl. Vísindaleg ráðgjöf er með þessu leidd á villigötur. Tölur, sem lagðar eru til grund- vallar vísindalegri ráðgjöf, eru vægast sagt óáreiðanlegar. Þegar allar skýrslur um veiðarnar eru ómarktækar, segir það sig sjálft að mikið af vísindastarfínu er sett í uppnám... Bæði í Evrópu og Amer- íku virðast allir sammála um, að skýrslur um aflatölur eru mjög rangar, hvort sem um er að ræða einstaklingskvóta, kvóta á skip eða sameiginlegan heildarkvóta. Þá er rétt að álykta, að það sama eigi við um ísland. Flestir eru sammála um, að núverandi kerfi leiði til þess að físki sé hent í stórum stíl. Nýleg bandarísk rann- sókn áætlar að fjórðungi heimsaflans sé hent.“ Laugardagur 28. janúar Hverju vilja þeir breyta? í STÓRUM DRÁTT- um byggjast tillög- ur frambjóðenda Sj álfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum í fýrsta lagi á flotastýringu, í öðru lagi á sóknarstýringu og í þriðja lagi á sjávarút- vegsgjaldi. Grunnhugmynd þeirra virðist vera sú, að ná tökum á stærð fískiskipaflot- ans með því að „setja endurnýjunarstuðla, sem tryggi að hann minnki“, eins og þeir komast að orði. í tillögum þeirra segir: „í núgildandi lögum um fiskveiðistjóm segir reyndar, að bætist ný skip í fluuann skuli sambæri- leg skip hverfa úr flotanum. Þessum lögum er fýlgt fram með reglugerð, þar sem jafn- stór brúttóstærð fer úr flotanum og ný- smíði nemur. Endurnýjunarstuðullinn er einn á móti einum. Sóknarmáttur flotans er samt alltaf að aukast eins og að fram- an greinir. Sérstaklega er þetta áberandi, þegar um ný vinnsluskip er að ræða. Til að breyta þessari þróun þurfa lögin að leyfa yfírstuðla. Sami stuðull þarf ekki að eiga við um allan flotann, heldur má flokka flotann eftir verkefnum hans (loðnuskip, síldarbát- ar, togarar o.s.frv.) og setja mismunandi stuðla fyrir hvern flokk. Þeir stuðlar yrðu ekki óbreytanlegir. Til þess að ná fram minnkun flotans yrði beitt yfirstuðlum og ef þörf reyndist á að efla einhvern þátt flotans mætti beita undirstuðlum (t.d. 1 á móti 0,5). Við ákvörðun endurnýjunar- stuðla yrði a.m.k. tekið tillit til stærðar (í rúmlestum) vélarafls og veiðiaðferðar." Með því að setja endumýjunarstuðulinn háan vilja Vestfírðingarnir tryggja að sóknarmáttur flotans minnki og bæta við: „Úreldingum verði fram haldið. Auðveldar verður en ella að fá útgerðina til að axla þessar byrðar, þar sem auðsætt verður að úreldingin eykur lífsrými þeirra sem eftir standa." Síðan vilja þeir taka upp sóknar- mark í áföngum og segja svo um loka- markmið: „Sóknargeta flotans verði í sem beztu samræmi við afrakstursgetu fiski- stofnanna. Þá er stýringin tiltölulega lítil. Ákveðin svæði verða alltaf friðuð, stór eða smá eftir atvikum, sum til langs tíma, önnur til skamms. Afskipti hins opinbera með banndögum verða í Iágmarki eða inn- an við 10% af almanaksári. Gert er ráð fýrir, að kerfisbreytingin taki 5 til 10 ár eftir því hversu vel og ákveðið er að henni staðið." Tillögumenn fallast á það grundvallarat- riði, að eðlilegt sé að sjávarútvegurinn greiði gjald fýrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þeir benda á, að lífs- nauðsynlegt sé að lækka skuldir sjávarút- vegsins og segja síðan: „Ef tekst á næstu árum eða áratugum að bægja þessari vá frá, þannig að skuldastaða atvinnugreinar- innar verði viðunandi, þ.e. skuldir töluvert lægri en tekjur, þá er hugsanlegt að setja á sjávarútvegsgjald. Það yrði þó alltaf að vera með ákveðnu „öryggisneti". Ekki kemur til greina að skattleggja þessa grundvallarstarfsemi þjóðfélagsins þannig að taprekstur hljótist af. Sjávarútvegsgjald verður því skilyrðislaust að endurgreiðast ef heildarafkoma útgerðarinnar í landinu er neikvæð. Gjaldið verður sem sagt að vera í samræmi við afkomu útgerðarinnar í heild og nýtast henni. Því mætti veija til einhverra eftirtalinna þátta: úreldingar, þróunarverkefna, vísindastarfs og stjóm- sýslu í þágu sjávarútvegs. Þá skiptir sköpum, að gjaldið sé sóknar- gjald en ekki aflagjald. Þetta má hugsa sér svona: Gjaldstofninn er húftrygging skipanna. Skip sem eru eins greiða sama gjald fyrir sama úthald. Þá greiðir sá hlut- fallslega minnst sem aflar mest. Þetta stuðlar enn frekar að því að skipin séu í eigu og umsjá þeirra, sem bezt kunna á að halda og séu gerð út frá þeim stöðum, sem hagkvæmastir eru. Aðeins þannig hámörkum við raunverulegan arð þjóðar- innar af öflun sjávarfangs." ^mmmmmm frambjóðend- Mikikvprt ur Sjálfstæðis- lVllKllbVert flokksins á Vest- framlag fjörðum hafa með tillögum sínum lagt mikið af mörkum til þess að skapa grund- völl fyrir málefnalegum umræðum um breytingar á fiskveiðistjórnuninni. Tals- menn kvótakerfisins hafa jafnan vísað til þess, að engar tillögur hafí legið fyrir um raunhæfan valkost við það kerfí. Þeir hafa haldið því fram, að fengin reynsla sýni, að sóknarmark sé ekki raunhæfur valkost- ur. Nú hafa forystumenn í sjávarútvegi og stjómmálum lagt fram tillögur, sem koma að þessu grandvallarmáli þjóðarinnar úr nýrri átt, þar sem flotastýring er meginat- riði í tillögugerðinni og sóknarstýring fylg- ir í kjölfarið. Jafnframt rétta þeir fram sáttahönd til þess hluta þjóðarinnar, sem hefur talið eðlilegt, að þeir, sem nýta sam- eiginlega auðlind þjóðarinnar allrar, greiði fyrir það nokkurt gjald. Talsmenn kvóta- kerfísins geta ekki lengur haldið því fram, að ekki hafí verið bent á raunhæfan val- kost. Umræður um þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar geta því hafizt á nýjum granni og er augljóst, að þær hljóta að marka mjög kosningabaráttuna, sem framundan er, ekki bara á Vestfjörðum, heldur einnig á landsvísu. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum eru ekki þeir einu, sem hafa hafíð umræður um fiskveiði- stjórnunina. Hin nýja stjórnmálahreyfíng Jóhönnu Sigurðardóttur hefur lýst and- stöðu við kvótakeriíð. Alþýðuflokkurinn hefur frá upphafí krsfizt breytinga á kerf- inu. En mestu skiptir hvernig umræður þróast innan Sjálfstaiðisflokksins. Morg- unblaðið hefur jafnan lýst þeirri skoðun, að til þess að sátt yrði um þetta mál yrði málamiðlun að nást innan Sjálfstæðis- flokksins. Nú liggja tveir kostir á borði sjálfstæðismanna. Lítið hefur farið fyrir umræðum um þetta mál innan flokksins til þessa. Nú verður að gera ráð fyrir, að þær verði teknar upp af miklum krafti. Það gengur tæpast að talsmenn flokksins tali í tvær áttir í kosningabaráttunni. Umræður um kvótakerfið hafa legið niðri um skeið. Það er sérstakt fagnaðar- efni, að þær hafa nú hafízt á nýjan leik. Þjóðin mun aldrei sætta sig við óbreytt kerfi til frambúðar. Þeir Einar K. Guð- fínnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Guðjón A. Kristjánsson og aðrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sem standa að þessari til- lögugerð, hafa tekið pólitískt frumkvæði, sem á eftir að móta mjög stjórnmálaum- ræður á næstu vikum um land allt auk þess, að verða Sjálfstæðisflokknum á Vest- fjörðum mjög til framdráttar í kosninga- baráttunni, sem framundan er. Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson „Það var tími til kominn að sterk öfl innan Sjálf- stæðisflokksins risu upp gegn kvótakerfinu. Það þarf engum að koma á óvart, að sú uppreisn hefj- ist á Vestfjörðiim. Fá byggðarlög hafa orðið jafn illa úti og Vest- firðir af völdum kvótakerfisins. En þar má einnig nefna Vest- mannaeyjar og Suðurnes.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.