Morgunblaðið - 07.02.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.02.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Bakreikning- ur R-listans A UNDANFÖRNUM dögum hafa bakreikningar R-listans verið að dúkka upp í borgarstjórn. Lagð- ur hefur verið á Reykvíkinga nýr skattur, svokallað holræsagjald. Jafnframt hefur verið lagt á fyrir- tækin í borginni svokallað heil- brigðiseftirlitsgjald. Fyrir síðustu kosningar spöruðu forkólfar R- listans ekki yfirlýsingarnar. Gjör- breyta átti stjórn borgarinnar. Framkvæma átti meira í dag- vistarmálum, öldrunarmálum, skólamálum og á flestum öðrum sviðum en nokkru sinni fýrr í sögu Stefna R-listans er ekki fjölskylduvæn, að mati Gunnars Jóhanns Birgissonar, sem hér rekur tengsl hækkunar á fasteignagjöldum og framfærsluvísitölunnar. Reykjavíkur án þess að hækka skatta. Nú eru hveitibrauðsdag- arnir liðnir og raunveruleikinn blasir við. Ekki aðeins hafa R- listaflokkarnir lagt kapp á að svíkja nánast hvert einasta loforð sem gefið var fyrir kosningar held- ur hafa opinber gjöld verið stór- lega hækkuð. Holræsagjaldið Holræsagjaldið eða „klósett- skatturinn" hækkar fasteigna- gjöld í Reykjavík um 26%. Eigandi íbúðar, sem samkvæmt fasteigna- mati er metin á 10 milljónir króna, þarf nú að greiða fasteignagjöld að fjárhæð 74.976 krónur í stað 59.967 króna áður. Til þess að eiga fyrir skattinum þurfa laun viðkomandi að hækka um 25.710 krónur á árinu þegar tekið hefur verið tillit til tekjuskatts. Eigandi 7 milljón króna íbúðar þarf að auka laun sín um 18.000 krónur til þess að eiga fyrir sínum bak- reikningi svo annað dæmi sé tek- ið. Borgarstjórinn í Reykjavík vill ekki kannast við að hér sé um skattahækkun að ræða. Eingöngu er talað um holræsagjald sem greiða á kostnað við lagningu hol- ræsa borgarinnar. Hið kostulega verður minna mól NUPO LÉTT við málatilbúnað þennan er að holræsagjaldið er gjald sem skatt- greiðendur í Reykjavík sitja uppi með og að kostnaður við fyrirhug- aðar holræsaframkvæmdir á árinu er langt undir því sem þessi nýja tekjuöflun R-listans á að skila í borgarsjóð. Það gengur svona. Heilbrigðiseftirlitsgj ald Heilbrigðiseftirlitsgjaldið bygg- ir á gjaldskrá sem R-listinn hefur samþykkt í borgar- stjórn með vísan til laga um hollustuhætti og heilbrigðisvernd. Gjaldið á að skiia um 40 milljónum króna í borgarsjóð. Vinnu- veitendasambandið og Samband veitinga- og gistihúsa hafa mót- mælt þessu gjaldi. Mótmælin eru m.a. byggð á því að full- nægjandi lagastoð skorti og því sé gjald- takan ólögmæt. Gjald þetta leggst á fyrir- tæki í Reykjavík og í stað þess að vera þjónustugjald sem reiknast fyrir veitta þjónustu, þ.e. heilbrigðiseft- Gunnar Jóhann Birgisson irlit, á að leggja gjald- ið á öll fyrirtæki án tillits til þess hvort eftirlit hafi verið framkvæmt hjá þeim eða ekki. Augljóst er að skattlagning af þessu tagi er gagn- rýnisverð og mun án efa koma til með að hækka vöruverð. Það gengur svona. Skuldir heimilanna Stjórnmálamönn- um er tamt að tala um skuldir heimilanna í landinu. R-listaflokk- arnir hafa gert út á slíka umræðu. Stefna þeirra í framkvæmd er hins vegar langt frá því að vera fjöl- skylduvæn svo notað sé annað spariorð stjórnmálamanna. Fram- færsluvísitalan hefur hækkað um 0,8% sem er um 9,5% umreiknað til árshækkunar. Samkvæmt upp- lýsingum frá Þjóðhagsstofnun má m.a. rekja þessa hækkun til hækk- unar fasteignagjalda í Reykjavík. Þessi hækkun á framfærsluvísi- tölunni hefur orðið til þess að Þjóð- hagsstofnun hefur endurmetið verðbólguspá sína úr 2% í 2,5%. Það er því augljóst að skattastefna R-listans hefur víðtæk áhrif og snertir kjör flestra. Ekki aðeins Reykvíkinga heldur landsmanna allra. Höfundur er lögfræðingur og . borgarfulí trúi. YERÐLÆKKUN SUZUKIYITARA Okkur er mikil ánægja að tilkynna verulega verðlækkun á hinum sívinsæla Suzuki Vitara JLXi, sem nú fæst á betra verði en nokkru sinni fyrr. Vitara JLXi 5 dyra, 5 gíra, beinskiptur, kostar nú aðeins kr. 2.175.000. Vitara JLXi 5 dyra, 4ra gíra, sjálfskiptur, kostar nú aðeins kr. 2.345.000. Suzuki Vitara JLXi er einstaklega vel búinn jeppi, sem uppfyllir allar kröfur þeirra, sem leita aflmikils og vandaðs jeppa á vægu verði og vilja halda rekstrarkostnaði i lágmarki. Meðal ríkulegs staðalbúnaðar í Vitara JLXi má nefna: 96 hestafla 16 ventla vél. • Upphituó framsæti. Samlæsingu hurða. • Framdrifslokur. Rafstýrðia spegla. • Byggður á grind. Höfuðpúða á fram- og aftursætum. • Aflstýri. Dagljósabúnað. • Rafmagnsrúðuvindur Veltistýri. Yönduð innrétting. Hreinsibúnaður fyrir aðalljós. Styrkt rafkerfi fyrir Norðurlönd. Litaðar rúður. Nýr valkostur — Suzuki gœói á lágmarksverói! Fyrir þá sem leita að ódýrari 5 dyra jeppa, og gera ekki eins miklar kröfur um búnað, getum við nú boðið Suzuki Sidekick JX 5 dyra, beinskiptan, á einstaklega hagstæðu verði, aðeins kr. 1.880.000.- Komið og reynsluakið Suzuki Vitara — hann kemur verulega á óvart. $ SUZUKI iNM - SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17, SÍMI-568-510O

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.