Morgunblaðið - 07.02.1995, Page 36

Morgunblaðið - 07.02.1995, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Elsku bróðir okkar, SIGURÐUR MAGNÚSSON verkstjóri, Hjallavegi 30, andaðist á heimili sínu 1. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Systkini hins látna. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN NJÁLSSON, lést á Hlíf, ísafirði, 3. febrúar. Jarðsett verður á Isafirði laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Soffía M. Skarphéðinsdóttir, Þórleif Skarphéðinsdóttir, Grétar N. Skarphéðinsson, Gísli Skarphéðinsson, Rósmundur Skarphéðinsson, Valdís Skarphéðinsdóttir, Kristmundur M. Skarphéðinsson, Gissur Skarphéðinsson, Gísli Jónsson, Konráð Jakobsson, Ruth Árnadóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir, Kamilla Thorarensen, Valgarður Valgarðsson, Jóhanna I. Sigmarsdóttir, Erna Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, MARGRÉT BRYNJÓLFSDÓTTIR, Álfheimum 17, Reykjavik, lést á heimili sínu þann 3. febrúar. Friðrik Rafn Kristjánsson, Bjarney Friðriksdóttir, Brynjar Þór Friðriksson. + Eiginkona min, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, Birkihæð 6, Garðabæ, lést 4. febrúar. Sigurður J. Helgason, Maria Sigurðardóttir, Helga Sigurðardóttir, Marius Ólafsson, Jóhann Þór Sigurðsson, Júlíana Gunnarsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ZOÉGA, Bankastræti 14, andaðist í Landspítalanum 5. febrúar. Hanna Zoéga, Guðmundur Ágúst Jónsson, Jón Gunnar Zoéga, Guðrún Björnsdóttir, Anna Sigríður Zoéga, Nanna Guðrún Zoéga, Lárus Johnsen Atlason, barnabörn og barnabarnabörn. UNION FOM4 EUROBATEX PÍPU- EINANCRUN í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 MINNINGAR ANNA SVALA JOHNSEN + Anna Svala Johnsen fædd- ist í Vestmannaeyjum 19. október 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 16. janúar síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Landa- kirkju 21. janúar. SVALA í Suðó, eins og dóttir mín kallaði hana oft, hefur nú kvatt þennan heim, eftir harða baráttu við krabbamein. Okkur langar að minnast þessarar góðu konu með fáum orðum. Við sjáum nú á eftir kappsamri og ósérhlífinni persónu, sem var alltaf tilbúin að gefa af sér ef ástæða var.til. Hún naut vinsælda og virðingar, hún var sjálfri sér nóg og leysti vandamál sín upp á eigin spýtur. Við mæðgurnar kynntumst Svölug Óla fljótlega eftir að við fluttum til Eyja árið 1990. Strax við fyrstu kynni stóðu okkur opnar dyr í Suðurgarði. Alltaf var svo gott að koma upp í Suðurgarð og þær voru ófáar ferðimar sem við fórum og hefðu mátt verða fleiri. Alltaf hugsaði Svala fyrir börnun- um því Karen fór aldrei tómhent frá Suðurgarði. Karne kallaði hana oft ömmu og hún reyndist okkur sem besta amma. Það er svo margs að minnast. Mig langar að nefna eina stutta sögu sem er dæmigerð fyrir þann persónuleika og dugnað sem Svala hafði að geyma, en við vorum oft búnar að hlæja að þessu. Þetta var fyrir jól fyrir fáum árum. Svala átti að fara í hárgreiðslu á Þorláks- messu, sem er nú ekki í frásögu færandi, nema hvað það var mjög vont veður. Svala komst niður í bæ í tímann sinn með vörubíl, en þegar átti að fara heim var heldur orðin erfiðari færð. Hún lét það ekkert á sig fá heldur fékk jarðýtu til að koma sér heim. Svala stundaði sundlaugina stíft síðustu árin og oft hittumst við þar á góðri stundu. Svala saumaði sængur þegar tími gafst, sæng- urnar voru orðnar svo vinsælar að hún var að drukkna í verkefn- um. Þessar sængur og koddar hafa yljað mörgum manninum, hafði hún þökk fyrir. Nú er ei annað eftir en inna þakkar-mál og hinztri kveðju kveðja þig, kæra, hreina sál. • Þín ástarorðin góðu og ástarverkin þín í hlýjum hjörtum geymast, þótt hverfir vorri sýn. (E. Kvaran) Við viljum þakka innilega fyrir allar ánægjulegu samverustund- irnar og biðjum algóðan Guð að geyma og varðveita Svölu. Elsku Oli, börn, systkini og aðr- ir ættingjar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í sorg- inni. Guð blessi minningu Önnu Svölu Johnsen. Aðalheiður, Karen og Gísli. MAGNÚS HALLUR KRIS TINSSON + Magnús Hallur Kristinsson fæddist á Reyðarfirði 17. júní 1948. Hann varð bráð- kvaddur 23. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 30. janúar. HRATT flýgur stund er gjaman stundin um áramót og víst er það að tíminn virðist líða hraðar eftir því sem æviárin verða fleiri. Um 37 ár eru liðin frá því kynni okkar Magnúsar hófust en samt virðist svo skammt síðan. En nú er hún öll ævi félaga míns og vinar og vegir lífsins eru órannsakanlegir og þegar svona gerist er eins og við neitum að trúa. Minningin er svo skýr í huga mér þegar við sáumst fyrst er ég kom tíu ára gömul til Reyðarfjarðar með bróð- ur mínum sem var giftur systur Magnúsar og átti ég að búa hjá þeim um óákveðinn tíma. Arin urðu alls fimm og vorum við eins og ein stór fjölskylda. Fór strax vel á með okkur Magnúsi og var hann mér eins og besti vinur og bróðir á þessum árum. Ég man eftir að hann sagði við krakkana á staðnum: Ég á þessa stelpu, hún býr í mínu húsi. Pabbi hans og mamma ráku verslun (yndislegt fólk) og fengum við að hjálpa til, þó sérstaklega fyrir jól- in, og var oft glatt á hjalla hjá okkur þá. Ég minnist þess þegar við vorum beðin að fara niður eft- ir í búðina. Það var kannski helgi og vantaði ef til vill baunir með sunnudagssteikinni og við trítluð- um og vorum kannski lengur en við áttum að vera, því ekki gátum við látið sælgætið og gosið fram hjá okkur fara og fylltum magann af þessu góðgæti og var oft búið að borða þegar heim var komið og matarlystin lítil sem engin. Við vorum í sama bekk enda þótt Magnús væri árinu yngri. Lærðum við oft saman og alltaf var hann fljótari að gera heima- verkefnin. Ofundaði ég hann hve snöggur hann var að læra utan- bókar, enda var hann alltaf með þeim hæstu í bekknum enda þótt hann hefði oft verið frá vegna veikinda sinna en hann var veikur í nýrum sem barn. Magnús var mikill bókaormur og las mikið á þessum árum og eflaust alla tíð. Ég gæti endalaust sagt frá þessum árum en eitt verð ég að minnast á en það var sumarið 1990 þegar við bekkjar- og ferm- ingarsystkini hittumst fyrir austan yfir eina helgi, borðuðum kvöld- verð niðri á Reyðarfirði, fórum síðan með rútu upp á Hérað á dansleik, og ég man að Magnús hafði enga dansskó en fékk lánaða skó hjá mági sínum sem voru að- eins of stórir. Þá dó Magnús ekki ráðalaus, tróð bara í tærnar á skónum og dansaði eins og herfor- ingi allt kvöldið og skemmti sér konunglega eins og við reyndar öll gerðum. Þegar við Magnús hitt- umst eftir þetta þá minntumst við alltaf á þessa helgi þegar hann dansaði á stóru skónum. Við ætluðum alltaf að hittast, þau okkar sem búa hér fyrir sunnan, og endurtaka þetta, en eins og við vitum þá líður tíminn svo hratt. Hver veit nema við Magnús eigum eftir að taka sporið þegar við hitt- umst hinum megin því það eitt vitum við að við förum öll þessa sömu leið eftir þessa jarðvist hér. Ég kveð þig hér, kæri vinur, því að þú varst sannkallaður vinur þeim sem kynntust þér, þú áttir alltaf nóg rúm í hjarta þínu fyrir aðra, hugsaðir kannski ekki nóg um sjálfan þig og því fór sem fór. Ég votta aðstandendum Magnúsar mína dýpstu samúð. Hvíl í friði. Guð veri með þér. Þín vinkona, Kolbrún Magnúsdóttir. + Bjarni Jónsson fæddist í Reykjavík 16. maí 1934. Hann lést á Borgarspítalanum 22. janúar 1995 og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 27. janúar. HANN Bjarni er dáinn. Fyrir okkur starfsmenn Trefja var hann bara Bjarni. Því þrátt fyrir að hafa unnið með Bjarna um nokkurt skeið held ég að við flestir samstarfsmenn hans höfum ekki leitt hugann að því hvers son hann væri. Hann var bara Bjami okkar. Bjarni Jónsson var fæddur 16. maí 1934 og og bjó með fjölskyldu sinni í Laufvangi 1 í Hafnarfirði. í sex ár vann hann hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði við skipasmíðar og fleira. Vinnuveitandi hans, Auðunn Óskarsson, sem ekki er margmáll maður en segir það sem honum í hjarta býr, sagði um þennan starfsmann sinn: „Hann var traustur maður.“ Ekki mörg orð og satt að segja þarf ekki fleiri Hvar sem góðir menn fara flytja þeir himnaríki með sér og jörðin andar nýjum ilmi*úr sporum þeirra. Hvar sem góðir menn fara opnar lífið til hálfs hinn innsta helgidóm, og á eyðmörk mannsins spretta fram djúpar lindir sem breyta jörðinni í paradís. (Gunnar Dal.) Magnús hefur kvatt okkur, genginn á vit mikilla ævintýra. Eftir situr minning um góðan starfsmann og kæran vin. Við unnum saman í Andrews Theater, kvikmyndahúsi varnarl- iðsins á Keflavíkurflugvelli, í 18 ár og á þeim tíma myndaðist milli okkar góða vináttu. Að kynnast innri manni Magnúsar voru forréttindi sem ég varð ætíð þakklát fyrir. Magnús trúði á mátt ljóssins, ávallt reiðubúinn að liðsinna þeim er leituð til hans, ávallt reiðubúinn að hlusta og gefa góð ráð. Áhugi hans á andans málum átti sér engin takmörk, allt lesið og prófað og smituðust margir í bíóinu af þessum áhuga. Við starfsfólk hjá Andrews The- ater sendum fjölskyldu og öðrum ættingjum Magnúsar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kæri Magnús, minning um þig lifir í hjörtum okkar allra. Rúna og starfsfólk Andrews Theater. orð því við starfsmenn aðrir getum heils hugar tekið undir þau. Ég starfaði sem aðrir við hlið Bjarna heitins. Maðurinn var náma af fróðleik um lönd og þjóð- ir. Væri hann spurður um forn- minjar Egypta, heiti gjaldmiðils Kýpur'eða hvorir hefðu unnið leik- inn í gær FH-ingar eða Haukar þá fékkst ætíð svar, rétt svar. Hann Bjarni var ekki að segja þetta í dag og annað á morgun, því hann var ákveðinn í skoðunum og breytti þeim ekki. Hann var sem klettur við hlið okkar. Bjarni! Látinn ert þú, þitt hjarta gaf sig en fyrir okkur starfsfélaga þína sem kveðjum þig nú er minn- ing þín fersk og gleymist ei. Mestur er missir konu þinnar sem við hlið þér stóð í blíðu og stríðu, barna og barnabarna. Við vottum þeim sem og öðrum ætt- ingjum og vinum þínum okkar samúð. Kristinn Grétar og aðrir starfsfélagar. BJARNIJÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.