Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 43

Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 43 FRÉTTIR Framboðslisti A- listans í Reykjavík A FULLTRÚAÐRÁÐSFUNDI al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík um helgina var framboðslisti Al- þýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands, fyrir alþingiskosn- ingamar 8. apríl 1995, samþykktur. Listinn er þannig skipaður: 1. Jón Baldvin Hannibalsson, ráð- herra. 2. Össur Skarphéðinsson, ráðherra, 3. Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkmnarframkvæmdastjóri, 4. Magnús Ámi Magnússon, blaða- maður, 5. Hrönn Hrafnsdóttir, við- skiptafræðingur, 6. Þómnn Svein- bjömsdóttir, formaður Sóknar, 7. Vilhjálmur Þorsteinsson, kerfís- fræðingur, 8. Hildur Kjartansdóttir, varaformaður Iðju, 9. Sigrún Bene- diktsdóttir, framkvæmdastjóri, 10. Magnús Norðdahl, lögfræðingur, 11. Viggó Sigurðsson, þjálfari, 12. Margrét S. Bjömsdóttir, aðstoðar- maður ráðherra, 13. Kristjana Geirsdóttir, veitingamaður, 14. Bryndís Kristjánsdóttir, blaðamað- ur, 15. Eiríkur Bergmann Einars- son, stjómmálafræðingur, 16. Bryndís Bjarnadóttir, heimspeki- nemi, 17. Trausti Hermannsson, deildarstjóri, 18. Hrefna Haralds- dóttir, formaður Félags þroska- þjálfa, 19. Jónas Þór Jónasson, kjöt- verkandi, 20. Fanney Kim Du, inn- kaupastjóri, 21. Guðríður Þorsteins- dóttir, lögfræðingur, 22. Snorri Guðmundsson, vélstjóri, 23. Eydís Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðing- ur, 24. Magnús Jónsson, veðurstofu- stjóri, 25. Guðmundur Haraldsson, formaður FÍ, 26. Helgi Daníelsson, rannsóknarlögreglumaður, 27. Val- gerður Gunnarsdóttir, sjúkraþjálf- ari, 28. Hallgrímur Heígason, skáld, 29. Signý Sæmundsdóttir, ópera- söngkona, 30. Pétur Jónsson, borgarfulltrúi, 31. Sigurður E. Guð- mundsson, framkvæmdastjóri, 32. Einar S. Einarsson, forstjóri, 33. Herdís Þorvaldsdóttir, leikari, 34. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, 35. Ragna Bergmann, formaður Verka- kvennafélagsins Framsókn, 36. Gylfí Þ. Gíslason, fyrrverandi ráð- herra. Eiga sveitarfé- lögin að taka yfir málefni fatlaðra? SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni heldur op- inn fund laugardaginn 18. febrúar kl. 14 í sal félagsins í Hátúni 12 um málefnið: Eiga sveitarfélögin að taka yfír málefni fatlaðra? Flutt verða erindi um málið. Þeir sem erindi flytja eru: Mar- grét Margeirsdóttir, deildarstjóri, félagsmálaráðuneyti; Lára Björns- dóttir, félagsmálastjóri, Reykjavík- urborg; Soffía Sæmunsdóttir, for- maður félagsmáladeildar, Bessa- staðahrepps; Ásta Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri Sv.sk. Rvk., svæðisskrifstofu. Að loknum erind- unum geta fundarmenn lagt fram fyrirspurnir. Skrifstofa og stjórn félagsins hefur orðið vör við að félagsmenn era uggandi um hag sinn vegna þessara breytinga og vita ekki hvar þeir standa ef af þessum breytingum verður og er það von Sjálfsbjargar að þessi fundur geti varpað einhveiju ljósi á það. Tískusýning á Kaffi Reykjavík TÍSKUSÝNING verður haldin á Kaffi Reykjávík í kvöld, fimmtu- daginn 16. febr- úar, kl. 21. Módel ’79 sýnir tísku- fatnað frá versl- ununum Gala, Laugavegi 101, og Herrunum, Austurstræti 3. Einnig verða á sýningunni sýnd gleraugu frá versluninni Linsunni, Aðalstræti og snyrtivörukynning frá Heild- verslun Halldórs Jónssonar. Boðið verður upp á franskar veitingar frá vínhéruðum Frakklands og salur- inn verður skreyttur af Blómálfin- um, Vesturgötu 4. Allir velkomnir. Áhrif milliríkja- samninga á full- veldi og lífskjör ORATOR, félag laganema, mun standa fyrir morgunfundi fimmtu- daginn 16. febrúar í bíósal Hótels Loftleiða. Að þessu sinni verður Q'allað um áhrif milliríkjasamninga á fullveldi og lífskjör. Fundurinn hefst kl. 10.15. Þýðing milliríkjasamninga fyrir lög og lagaframkvæmd innan vé- banda þjóðríkja hefur líklega aldrei verið meiri. Nú og á næstu árum mun stjórnvöldum verða sniðinn stakkur í samræmi við ítarlegar skuldbindingar ríkis gagnvart öðr- um ríkjum og alþjóðastofnunum. Við höfum þegar séð þann stakk sem EES sníður okkar, en hvað með GATT, ES og NAFTA? Eftirtaldir munu flytja fram- sögu: Guðmundur K. Magnússon hagfræðiprófessor, Árni Snævarr fréttamaður og Sigurður Líndal lagaprófessor. Vitni vantar LÝST er eftir vitnum að árekstri sem varð á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar sl. þriðjudag, 14. febrúar, um klukkan 16. Seat Ibiza fólksbíl, G-4244, var ekið vestur Miklubraut með fyrir- hugaða akstursstefnu yfír gatna- mótin. Toyota Corolla fólksbíl, MI-897, var ekið austur Miklu- braut með fyrirhugaða aksturs- stefnu í beygju til vinstri norður Kringlumýrarbraut. Ökumennina greinir á um stöðu umferðarljósa. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að þessum árekstri eru vin- samlegast beðnir um að gefa sig fram við rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík. G-listinn á Vest- fjörðum Á AUKAFUNDI kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vestíjörð- um, sem haldinn var á ísafirði 10. febrúar sl., var eftirfarandi tillaga uppstilllingamefndar að skipan framboðslista við komandi alþing- iskosningar samþykkt. 1. Kristinn H. Gunnarsson, al- þingismaður, Bolungarvík, 2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður Verklaýðs- og sjómannafélagsins Súganda, Suðureyri, 3. Bryndís Friðgeirsdóttir, kennari, ísafirði, 4. Einar Pálsson, rekstrarfræðing- ur, Patreksfirði, 5. Hallveig Ingi- marsdóttir, leikskólastjóri, Bíldu- dal, 6. Rósmundur Númason, sjó- maður, Hólmavík, 7. Valdimar Jónsson, verkstjóri, Reykhólum, 8. Ingigerður Stefánsdóttir, leik- skólastjóri, ísafirði, 9. Sæmundur Kristján Þorvaldsson, æðarbóndi, Dýrafirði, 10. Ásdís Ólafsdóttir, leikskólakennari, Tálknafirði. ÞESSAR ungu stúlkur hjálpuðu við úrdráttinn en þær eru f.v. Kolbrún Lilja Torfadóttir og Hrefna Guðjónsdóttir. Með þeim á myndinni er Hjörtur Gunnarsson, eldvarnareftirliti. Vinningshafar í Bruna- vamarátaki LSS 1994 LANDSSAMBAND slökkviliðs- manna efndi til svokallaðs Eld- varnardags fyrsta mánudag í desember sl. sem var að þessu sinni 5. desember. Slökkviliðsmenn heimsóttu nær alla grunnskóla landsins hver á sínu starfssvæði og ræddu um eldvarnir við nemendur. í landinu eru u.þ.b. 147 grunnskól- ar, þ.a. 45 á Reykjavíkursvæðinu, með samtals tæplega 50.000 grunnskólabörn og unglinga. í eldvarnargetraun Bruna- varnarátaksins sem efnt var til jafnhliða heimsóknum í skólana bárust um 30 þúsund svör til fé- lagsins. Nöfn 15 barna hafa nú verið dregin út úr innsendum lausnum. Hvert þessara barna hlýtur eftirfarandi verðlaun: Út- varpstæki frá Panasonic stereo, reykskynjara og sérstakt viður- kenningarskjal félagsins. Eftirtalin nöfn voru dregin: Lindberg Már Scott, Akranesi, Hjálmar Vatnar Hjartarson, Djúpavogi, Pétur Pálsson, Hafn- arfirði, Hermann Aðalgeirsson, Húsavík, Aðalbjörg Sigurjóns- dóttir, ísafirði, íris Maria Ey- jólfsdóttir, Keflavík, Brynjar Leó Kristinsson, Ólafsfirði, Bryndís Ósk Pálsdóttir, Reykjavik, Hall- dór Vilhjálmsson, Reykjavík, Jó- hann Hreiðarsson, Reykjavík, Nanna Árnadóttir, Reykjavík, Haukur Bjarnason, Reykholti, Jón Páll Hilmarsson, Selfossi, Ragnar Þór Jóhannsson, Vest- mannaeyjum, Jóhanna Sigur- jónsdóttir, Þórshöfn. ■ SVÆÐISSKRIFSTOFA mál- efna fatlaðra á Suðurlandi held- ur fræðslufund um flogaveiki. Fyrirlesarar era Guðlaug María Bjarnadóttir, formaður LAUFs (Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki), og Bergrún H. Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri LAUFs. Þær ætla að halda tvo fræðslufundi í Tryggvaskála á Selfossi 16. febrúar. Fyrri fundur- inn hefst kl. 14 og sá seinni kl. 16. ■ SAMKOMUR verða haldnar 15. og 16. febrúar í Hvítasunnu- kirkjunni Fíladelfíu, Reykjavík, þar sem Barbro Wallin frá Svíþjóð mun kenna og biðja fyrir fólki. Barbro hefur oft áður heimsótt söfn- uðinn og m.a. var hún aðal- ræðukona á kvennamóti sem hvíta- sunnukonur héldu árið 1992. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu tekur þátt í samkomunum sem hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin og era öllum opnar. ■ NÆSTI fyrirlestur Líffræðifé- lagsins verður haldinn í kvöld, fímmtudaginn 16. febrúar, kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeyp- is. Fyrirlesari verður dr. Timo Kairesalo. Fyrirlesturinn er flutt- ur á ensku en nefnist í íslenskri þýðingu: Tengsl milli vatnsgæða og fiskveiða: Dæmi frá Vestj&rvi-vatni í Suður-Finn- landi. Hæstiréttur íslands á 75 ára afmæli í dag 16. febrúar. Sjálfstæður og óhlutdrægur æðsti dómstóll í málum íslendinga er forsenda réttarríkis á Islandi. r I réttarríki eru allir menn jafnir fyrir lögunum. Vitneskja fólks um réttarstöðu sína er skilyrði þess að slíku jafnræði verði viðhaldið. ÞEKKIRÐU RETT ÞINN? í tilefni af afmæli Hæstaréttar býður Orator almenningi að nýta sér lögfræðiaðstoð félagsins öll kvöld í næstu viku milli kl. 19.30 og 22.00. Þjónustan er ókeypis. Mánudag 20. febrúar kl. 19.30-22.00. Þriðjudag 21. febrúar kl. 19.30 -22.00. Miðvikudag 22. febrúar kl. 19.30-22.00. Fimmtudag 23. febrúar kl.19.30-22.00. Föstudag 24. febrúar kl. 19.30-22.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.