Morgunblaðið - 24.02.1995, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 13
____________________________LAIMDIÐ
Svæðisskípulag miðhálendis íslands
Fyrstu tillögnr til-
búnar haustið 1996
Sauðárkróki - Gert er ráð fyrir að fyrstu tillögur varðandi skipu-
lag miðhálendisins verði tilbúnar haustið 1996 og lokatillögur ári
síðar. Þetta kom fram á fundi samvinnunefndar um svæðisskipu-
lag miðhálendis íslands, sem haldinn var á Sauðárkróki á miðviku-
dag, en skipulagsvinnuna annast Landmótun hf.
Siglufjörður
Kröfu Rík-
isábyrgða-
sjóðs var
hafnað
Siglufirði - Nú á dögunum
fékk Siglufjarðarbær kröfu
frá Ríkisábyrgðarsjóði upp á
23'/2 milljón kr. vegna
ábyrgðar sem bærinn hafði
gengið í vegna Dýpkunarfé-
lagsins hf. Þessari kröfu
hafnaði bærinn á þeim for-
sendum að umræddar
ábyrgðarkröfur væru fyrnd-
ar.
Fyrir rúmu ári síðan var
Dýpkunarfélagið hf. tekið til
gjaldþrotaskipta. Siglu-
fjarðarbær hafði gengið í
talsverðar ábyrgðir fyrir fé-
lagið og voru heildarkröfur á
bæinn um 41 milljón._ Samn-
ingar náðust við íslands-
banka um að bærinn greiddi
9'/2 milljón kr. og þar með
féllu aðrar kröfur bankans
niður en heildarkröfur ís-
landsbanka voru 18 milljónir
kr.
Að Landmótun hf. standa lands-
lagsarkitektamir Gísli Gíslason,
Yngvi Þór Loftsson og Einar E.
Sæmundsen. Gísli sagði á fundi
samvinnunefndarinnar að mikil-
vægt væri að á skipulagstímanum
væri náið samstarf nefndarinnar
og viðkomandi sveitarstjórna,
þannig að þegar hálendisskipulag-
ið liggi fyrir verði það rökrétt fram-
hald af svðis- og/eða aðalskipulagi
í byggð.
Meginmarkmið höfð að
leiðarljósi
Á fundinum kom fram að þau
meginmarkmið verði höfð að leið-
arljósi að mörkuð verði heildar-
stefna í leyfisveitingum fyrir
mannvirkjagerð á hálendinu og
áhrif hennar á umhverfið jafnan
metin; landslag og ásýnd svæðisins
verði varðveitt sem best, þar með
talið lífríki og gróður, náttúru- og
menningarminjar; vegakerfíð verði
skilgreint og lagfært og reynt að
koma í veg fýrir akstur utan vega;
sýnd verði virkjanasvæði og land
ætlað undir uppistöðulón og línu-
lagnir framtíðar; ferðamál á há-
lendinu verði skilgreind, hálendi-
smiðstöðvum og þyrpingum fjalla-
skála valin svæði og aðstaða ferða-
manna bætt; skipulagi verði komið
á sorp- og frárennslismál og nátt-
úruverndarsvæði verði skilgreind
og landgræðslusvæði sýnd.
Stefán Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, sagði á fundinum að auð-
vitað væri gert ráð fyrir vegum
um hálendið, en varðandi hug-
myndir um miðhálendisveg, sem
tengdi saman landshluta og kæmi
á einhvern hátt í stað hringvegar-
ins, taldi hann það vera síðari tíma
mál. Sagðist hann ekki hafa trú á
því að uppbygging á heilsársvegi
sem tengdi einstaka landshluta við
suðvesturhomið yrði sett í forgang
og vegagerð í byggð afturfyrir slík-
ar framkvæmdir.
Stefán sagði að öll umferð og
allar framkvæmdir hveiju nafni
sem þær nefndust breyttu um-
hverfinu, og því væri nauðsynlegt
að um þær væri fjallað á sama
hátt og sömu kröfur gerðar og
varðandi framkvæmdir á láglendi.
Mestu skipti að nýting væri á þann
veg að jafnvægi héldist og mann-
gert umhverfi styrkti náttúmlegt
umhverfi frekar en eyðilegði það.
-----------
Reykhóla-
hreppur
kaupir snjóbíl
Miðhúsum - Pantaður hefur verið
snjóbíll frá Gísla Jónssyni, Reykja-
vík, en bíllinn er kanadískur og er
fyrsti snjóbíll sinnar tegundar hér
á landi.
Snjóbfllinn er með snjótönn og
sæti fyrir 9 manns. Bíllinn kostar
án tækja 5 milljónir króna en kost-
ar fullbúinn um 6 milljónir. Ætlun-
in er að nota bílinn sem neyðarbíl
fýrir þá sem þurfa og svo mun
Orkubú Vestfjarða fá not af bílnum
því að raflínur í Reykhólahreppi
liggja um fjöll og fírnindi.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
TRYGGVABÚÐ, hin nýja björgunarstöð á Selfossi.
Ný björgunarstöð
vígð á Selfossi
Selfossi - Ný og glæsileg björg-
unarstöð á Selfossi, Tryggvabúð,
var formlega tekin í notkun og
vígð á laugardag 18. febrúar við
hátíðlega athöfn að viðstöddu
fjölmenni. Hið nýja húsnæði bæt-
ir alla aðstöðu björgunarsveitar-
innar til mikilla muna bæði hvað
snertir geymslu á tækjabúnaði
og allt fræðslu- og félagsstarf.
Við vígsluna voru sveitinni
færðar ýmsar góðar gjafir og
kveðjur frá fjölmörgum aðilum.
Slysavarnafélag íslands heiðraði
Svandísi Guðmundsdóttur, hús-
móður á Selfossi, fyrir björgun-
arafrek er hún með snarræði
bjargaði tveggja ára barni frá
drukknun.
Vígsluhátíðin var hin hátíðleg-
asta, séra Sigurður Sigurðarson
vígslubiskup blessaði húsið og
starfsemi björgunarsveitar-
manna og Samkór Selfoss söng
nokkur lög ásamt því að fluttar
voru ræður og heillaóskir til eig-
enda hússins.
Húsið stendur við Austurveg,
í austurhluta bæjarins. Undir-
búningur að byggingunni hófst
fyrir fjórum árum er björgunar-
sveitarmenn hófu að svipast um
eftir lóð undir björgunarstöð.
Að henni fenginni seldu þeir
FORMAÐUR björgunar-
sveitarinnar Tryggva,
Trausti Traustason, og
Gunnar Einarsson, formaður
byggingarnefndar hússins.
bæjarfélaginu eldra húsnæði sitt.
Bygging nýja hússins hófst fyrir
ári og gekk vel. Verktaki að
byggingunni var Steinar Árna-
son byggingameistari. Mikil
sjálfboðavinna var lögð fram af
félögum við frágang hússins.
Mjög öflugt starf er unnið hjá
björgunarsveitinni Tryggva á
Selfossi og stór hópur manna
virkur í starfí og tilbúinn til út-
kalls þegar með þarf.
Fyrir þá sem ekki geta beðið eftir frumsýningunni á
RENAULT LAGUNA um helgina:
- og svo getur þú auðvitað séð hann með eigin augum
í sýningarsal okkar að Ármúla 13 um helgina.
Bifreiðar &Landbúnaðarxélar hf. ármúla 13
RENAULT
RENNUR ÚT!
SÍMI 553 1236