Morgunblaðið - 24.02.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 19
ERLENT
Ottastum
Stephen Fry
100-200 manns sagðir hafa fallið í fangauppreisn í Alsír
Tveir íslamskir leið-
togar meðal látinna
Túnis. Reuter.
TALIÐ er, að tveir leiðtogar bók-
stafstrúarmanna í Alsír hafi látið
lífið þegar öryggissveitir hersins
bældu niður fangauppreisn í fyrra-
dag. Erlendir stjórnarerindrekar og
dagblöð í Alsír segja, að 100 fang-
ar hafi fallið en útlægur frammá-
maður í flokki bókstafstrúarmanna
sagði í Frakklandi í gær, að þeir
hefðu verið 200.
Sagt er, að annars vegar sé um
að ræða Yalef Cherati, sem átti
áður sæti í ráðgjafarráði íslömsku
frelsisfylkingarinnar, FIS, og hins
vegar einn af stofnendum skæru-
liðahreyfingar bókstafstrúar-
manna, GIA. Er hann kunnur undir
nafninu E1 Wed og einnig kallaður
„Pakistaninn".
Hugsanlegt er einnig, að því er
sagði í alsírska dagblaðinu Tribune,
að Lambarek Boumaarfí, sem myrti
forseta Alsírs, Mohamed Boudiaf,
1982, hafí týnt lífí í uppreisninni
en hann átti að koma fyrir rétt á
næstunni. Fjölmiðlar í Alsír furða
sig á, að Boumaarfí skuli ekki hafa
verið hafður í öruggara fangelsi en
Sekadji-fangelsið í Mið-Alsír þótti
vera.
Yfirvöldin sagnafá
Yfírvöld í Álsír hafa ekkert sagt
um mannfallið í fangelsinu annað
en það, að fjórir fangaverðir hafí
verið skornir á háls þegar fangarn-
ir reyndu að bijótast út. Anwar
Haddam, útlægur leiðtogi FIS,
sagði hins vegar í Frakklandi í
gær, að allt að 200 fangar hefðu
fallið.
í Alsír geisar borgarastyijöld
milli bókstafstrúarmanna og stjóm-
valda og áætlað er, að um 30.000
manns hafí fallið á þremur árum.
London. Reuter.
BRESKI
gamanleik-
arinn Step-
hen Fry
hefur hlotið
afleita
dóma fyrir
hlutverk
sitt í leikrit-
inu „Klefa-
félagar“
sem fjallar um njósnarann Ge-
orge Blake. Er óttast um líf
hans en ekki hefur spurst til
Fry síðan á laugardag.
Höfundur leikritsins, Simon
Gray, fékk bréf frá Fry þar sem
hann sagðist vera miður sín /
vegna þess að hann væri léleg-
ur leikari.
Fry, sem er 37 ára gamall,
er þekktastur fyrir að leika
þjóninn Jeeves í samnefndum
sjónvarpsþáttum.
Stephen Fry
Italska mafían bregst við uppljóstrunum fyrrum félaga
Kossarnir afiagðir og vígslu-
Róm. The Daily TeleCTaph.
athöfn nýliðanna breytt
MAFÍAN á Sikiley hefur lagt bann
við að háttsettir félagar í glæpa-
samtökunum heilsist eða kveðjist
með kossj, líkt og löngum hefur
tíðkast. Ástæðan er ótti við að
menn verði staðnir að verki en full-
yrt hefur verið að mafíuforinginn
Salavatore „Toto“ Riina, sem nú
situr bak við lás og slá, hafi heilsað
Giulio Andreotti, sem var sjö sinn-
um forsætisráðherra Ítalíu, með
kossi á leynifundi þeirra í Palermo
árið 1987.
Það var einkabílstjóri „Toto“ Ri-
ina sem skýrði frá því við yfírheyrsl-
ur að hann hefði séð vinnuveitanda
sinn fagna Andreotti með þessum
hætti. Addreotti,
sem er 76 ára,
hefur neitað öll-
um tengslum við
mafíuna en dóm-
arar munu taka
afstöðu til þess í
dag hvort leiða
beri forsætisráð-
herrann fyrrver-
andi fyrir rétt.
Úrskurður
„Cupola“
Ráð „framkvæmdastjóra" maf-
íunnar, sem nefnist á ítölsku „cup-
ola“, hefur nú komist að þeirri nið-
urstöðu að leggja beri kossana af
vegna uppljóstrana einkabílstjórans
málglaða. Kossinn er hins vegar
ekki eini siðurinn sem lagður hefur
verið á hilluna. Þannig hefur mafíu-
foringjum verið fyrirskipað að
hætta að ávarpa hvern annan með
því að segja „allt er með sama
hætti" er þeir hittast.
Svik' og eldur
Að auki hafa verið gerðar breyt-
ingar á athöfn þeirri sem nýliðar í
mafíunni gangast undir. Fram til
þessa hefur sá sem sækist eftir inn-
göngu yfírleitt þurft að vekja at-
hygli mafíunnar á sér með því að
sýna fram á að hann sé þess um-
kominn að fremja morð.
. Að sögn fyrrum mafíufélaga,
Tommaso Buscetta, er vaninn sá
að „höfuð ættarinnar" (ít. „capo-
famiglia") stjómi sérstakri athöfn
þar sem nýliðinn heitir því m.a. að
stela ekki (frá öðrum mafíufélög-
um) og að gimast ekki eiginkonu
nágranna síns. Því næst er stungið
á fíngur nýliðans og blóð hans látið
vætla á pappaspjald á hveiju gefur
að líta mynd af Maríu mey. Myndin
er lögð í lófa vígsluþegans og kveikt
í henni. Um leið segir nýliðinn:
„Megi ég brenna líkt og spjald
þetta, gerist ég sekur um svik.“
Frumleikinn allsráðandi í frumvarpasmíð á bandarískum ríkisþingum
Geimverur, hýð-
ingar og aftaka
við þriðja brot
Boston. Morgunblaðiíl. *r
ATHAFNASEMI virðist dagskip-
unin á Bandankjaþingi um þessar
mundir, en þegar litið er á það, sem
er að gerast í bandarískum ríkis-
þingum virðist meira lagt upp úr
frumleika. Það á einkum við um
refsingar: á nokkrum stöðum vilja
menn taka upp hýðingar og í Okla-
homa liggur fyrir frumvarp um
dauðarefsingu eftir þijú brot. En
einnig hefur verið lagt til að sleppa
lausum úlfum í Central Park í New
York og setja frambjóðendur í Tex-
as í lyfjapróf.
Bill Graves, þingmanni í Okla-
homa, er fúlasta alvara: „Fólk hef-
ur fengið sig fullsatt af glæpum
og vill að eitthvað sé gert í málinu.
Frumvarp hans mætti kalla „þijú
brot, bani“ og er hugmyndin eflaust
fengin frá Kalifomíu þar sem þriðji
glæpur varðar sjálfkrafa lífstíðar-
fangelsi. Það kveður á um að hver
sá, sem þrisvar hlýtur dóm fyrir
alvarlegt afbrot á borð við íkveikju
eða vopnað rán hljóti dauðarefs-
ingu.
Fordæmi frá Singapore
Svipað hugarfar bjó að baki
frumvarpi, sem lagt var fram í
Arkansas, um að auka fælingar-
mátt dauðarefsingarinnar með því
að taka upp opinberar hengingar.
Vera kann að það frumvarp verði
samþykkt.
Bandaríska ungmennið Michael
Fay, sem hýtt var í Singapore á
dögunum, hlaut víða samúð, en
ýmsum þóttu aðferðir yfírvalda í
Singapore til að knýja menn til
löghlýðni all forvitnilegar og jafn-
vel verðugar til eftirbreytni. I Miss-
issippi hefur verið lagt fram frum-
varp um að hýða menn með spaða
í stað þess að senda þá í fangelsi.
Kalifornískt frumvarp kveður á um
að afnema bann, sem lagt var við
líkamlegum refsingum í skólum
árið 1986. í New York og Kalifom-
íu eru uppi raddir á þingi um að
hýða menn fyrir veggjakrot og í
Tennessee er frumvarp um að láta
innbrotsþjófa finna fyrir spansk-
reyrnum.
Þrengt að dónunum?
Refsigleði þingmanna virðist
einnig vera farin að beinast gegn
tannlæknum: í Louisiana gæti far-
ið svo að tannlæknar ættu yfir
höfði sér fangelsisvist setji þeir
fyllingu, gulltönn eða krónu í tenn-
ur unglinga undir átján ára aldri
án samþykkis foreldra.
í Texas hefur verið lagt fram
ÞÓTT bandarískir þingmenn vilji herða refsingar hefur ekki
verið lagt til að gapastokkurinn verði aftur tekinn í notkun.
Teikningin sýnir múg í Englandi grýta þjóðvegaræningja til
bana árið 1732.
frumvarp um að frambjóðendur
verði að standast lyfjapróf til þess
að geta boðið sig fram og talsverð-
ar líkur eru á að þingið ý^Maine
samþykki sérstakan síma, sem
hringja megi í án endurgjalds til
þess að kvarta undan ósvífnum rík-
isstarfsmönnum, einnig tillögu um
reglulega úttekt á mannasiðum í
ríkisgeiranum.
Þingmaður einn í Nevada vill
veita 100 mílna spotta á þjóðvegi
50 öllu litríkara nafn. Fjöldi fólks
kveðst hafa séð fljúgandi furðu-
hluti á þessum vegarkafla og vill
þingmaðurinn að spottinn verði
nefndur „Geimveruhraðbrautin".
Hann rökstyður þetta með því að
nafnið muni draga að fleiri ferða-
menn, en ekki fylgir sögunni hvort
þeir verði frá öðrum plánetum.
Höfuðborgin úlfagryfja?
Þingmenn í Montana eru æva-
reiðir yfír því að stjórnvöld í Was-
hington ætli að setja úlfa í Yellow-
stone-þjóðgarðinn, sem nær þaðan
til Idaho. Þar var samþykkt ályktun
með lagagildi þar sem þess er kraf-
ist að Bandaríkjaþing láti jafnt yfír
alla ganga og úlfum verði komið
fyrir í öðrum hveijum þjóð- og al-
menningsgarði í landinu, þar á
meðal í Central Park í New York,
Presidio í San Francisco og síðast
en ekki síst í Washington.
Herrahártoppar
Herrahárkollur
Sérlega sterkur og
fallegur práður.
Danskur sérfræðingur
leiðbeinir í dag,
laugardag og mánudag.
(fpiyði
V / Sérverslun
^✓^Borgnrkringlunni
sími 32347, fax 888834
Bílamarkaburinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraur
Kopavogi, simi
567-1800
Verið velkomin
Við vinnum fyrir þig.
Opið iaugard. kl. 10-17
sunnudag kl. 13-18
Toyota Corolla GL Special Series ’92, 5
dyra, rauður, 5 g., ek. 60 þ. km., rafm. í
rúðum, samlæsingar o.fl. V. 790 þús.
Fjöldi bifreiða á skrá
og á staðnum.
Verð og greiðsluskil-
málar við allra hæfi.
Mazda 323 1.6 GLXi 4x4 station '91,
rauður, 5 g., ek. 35 þ. km„ tveir dekkja-
gangar o.fl. V. 980 þús.
MMC Lancer GLX hlaðbakur '91, vín-
rauður, sjálfsk., ek. 82 þ. km„ álfelgur
O.fl. V. 880 þús.
BMW 3181 A '92, 4ra dyra, sjálfsk., ek.
aðeins 38 þ. km. Toppeintak. V. 1.890 þús.
Subaru Justy J-12 '91, 5 dyra, ek. aðeins
47 þ. km. Tilboösverð kr. 630 bús. stgr.
Daihatsu Rocky EL langur '89, 5 gíra, ek.
95 þ.km. álfelgur, sóllúga, 31" dekk o.fl.
V, 1.050 þús.
Toyota Corolla GL Sedan Sp. Serles '91,
steingrár, 5 g„ ek. 48 þ. km„ rafm. i rúð-.
um o.fl. V. 830 þús. (sk. möguleg á nýrri
Corollu).
Nissan Sunny SLX Sedan '91, steingrár,
5 g„ ek. 60 þ. km„ rafm. i rúðum, saml.
o.fl. V. 840 þús.
Subaru Legasy 1800 '90, station, sjálfsk.,
ek. 67 þ.km. Rafmagn i rúðum. V, 1.180
þús.
Volvo 860 GLE '93, steingrár, sjálfsk., ek.
23 þ.km. m/öllu. v. 2,3 millj. Sk. ód.
Toyota Corolla XL 3 dyra '91, hvitur, 5
g„ ek. 70 þ.km. V. 680 þús.
Toyota Double Cap diesil '91, blár, 5 g„
ek. 83 þ. km„ 38" dekk, 5:71 hlutföll o.fl.
Toyota Corolla 1600 XL, Liftback '92, 5
g„ ek. 40 þ.km. Fallegur bíll. V. 980 þús.
MMC Colt GLX '90, blár, sjáifsk., ek. 45
þ.km. V. 780 þús.
Daihatsu Feroza EL II '90, grásans. og
svartur, 5 g„ ek. 60 þ. km„ sóllúga, drátt-
arkúla, álfelgur o.fl. V. 990 þús.
Daihatsu Appiause Zi 4x4 '91, 5 g„ ek.
aðeins 13 þ. km. Einn eigandi, toppein-
tak. V. 1.050 bús.
- kjami málsins!