Morgunblaðið - 24.02.1995, Side 23

Morgunblaðið - 24.02.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 23 Islenska óperan Sinfóníuhljómsveit Norðurlands spilar SINFÓNÍUHUÓMSVEIT Norður- lands mun í fyrsta sinn spila fyrir höfuðborgarbúa í íslensku óperunni laugardaginn 25. febrúar kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir íslensk tónskáld, bæði ný og frá fyrri tíð. Tónleikarnir voru fyrirhugaðir síð- astliðinn sunnudag á Myrkum mús- íkdögum, en þeim var frestað, þar sem ekki var hægt að fljúga með hljómsveitina suður. Tónleikarnir eru liður í 50 ára afmælishaldi Tónskáldafélags ís- lands og þeir hefjast á „Hátíðar- rnarsi" eftir Pál ísólfsson, en Páll varð einmitt fyrsti formaður félags- ins við stofnun þess árið 1945. Hann skrifaði verkið og tileinkaði Háskóla íslands á 50 ára afmæli hans árið 1961. í kynningu segir: „Flutt verða tvö söngverk, þar sem Michael Jón Clarke kemur fram með hljómsveit- inni. Hið eldra er lagaflokkurinn „Of Love and Death“, fyrir baritón og hljómsveit eftir Jón Þórarinsson, en verkið var frumflutt 30. apríl 1950 á fyrstu íslensku tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands, sem þá var aðeins nokkurra vikna gömul. Hitt söngverkið, „Næturregn", eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson við sam- nefnt ljóð Davíðs Stefánssonar, var sérstaklega pantað af Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í tilefni af 100 ára afmæli skáldsins og var frumflutt á tónleikum hljómsveitar- innar á Akureyri síðastliðinn laugar- dag. Loks verða á efnisskránni tvö verk, sem byggja að einhverju leyti á efnivið úr íslenskum og norrænum þjóðlögum. Þetta eru verkin „Fornir dansar“ frá 1968 eftir Jón Ásgeirs- son, sem tónskáldið samdi upp úr tónlist sem hann vann fyrir Þjóð- dansafélag Reykjavíkur; og „Hljóm- sveitartröll", lítill forleikur eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, sem hann skrif- aði fyrir norrænu æskulýðshljóm- sveitina Orkester Norden árið 1993. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands var formlega stofnuð haustið 1993 og hélt sína fyrstu tónleika 24. októ- ber. Hljómsveitin er arftaki Kam- merhljómsveitar Akureyrar sem hafði starfað frá haustinu 1986. í haust hófst nýtt starfsár með því að flutt voru verk 20. aldar tón- skáldanna Berio, Milhaud og Ibert en á öðrum tónleikum voru verk eftir Vivaldi, Mozart og Britten. í janúar var leikin tónlist eftir Moz- art, Ravel og Falla og nú er íslensk- um tónskáldum gerð skil. Framund- an eru síðan óperutónleikar með Kristjáni Jóhannssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í apríl.“ Stjómandi á tónleikunum og jafn- framt aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson. Hlini kóngs- son í Furðu- leikhúsinu NÚ ERU sýningar Furðuleikhússins á „Hlina kóngssyni" að hefjast á ný. Leikritið var frumsýnt í haust og hefur farið víða í leikskóla. Leikritið heldur nú áfram ferð sinni á leikskól- ana en hefur einnig verið boðið til sýningar í fyrstu bekkjum grunn- skóla. í kynningu segir: „Leikritið er byggt á þjóðsögu ævintýrinu um Hlina kóngsson sem týnist í þok- unni. Signý bóndadóttirin ráðagóða fer að leita hans og finnur hann í tröllahelli. Leikhópurinn hefur spunnið þessa sýningu upp úr nokkr- um útgáfum af sömu þjóðsögunni. Söguþráðurinn er því örlítið frá- brugðinn þeirri sögu sem mörg okk- ar heyrðum í æsku. Furðuleikhúsið er um þessar mundir að hefjja æfingar á leikriti fyrir aðeins eldri böm. Leikritið ber vinnuheitið „Ekki lernja" og fjallar um ofbeldi á meðal barna og ung- linga. I næstu viku hyggst Furðuleik- húsið bjóða uppá leiklistar- og leikja- námskeið í Tónabæ. Námskeiðið er ætlað börnum 6-10 ára og er kl. EGGERT Kaaber, Margrét Pétursdóttir, Ólöf Sverrisdótt- ir og Gunnar Gunnsteinsson. 13-17 alla virka daga. Áherslan er lögð á leiklistina og eru börnin í leik- rænni tjáningu á hveijum degi og æfa jafnframt upp leikþátt sem flutt- ur verður á fjölskylduskemmtun síð- asta daginn. Börnin fá að sjá leikrit- ið um Hlina kóngsson og fara m.a. í ferð á listasafn og í skoðunarferð í leikhús.“ í Furðuleikhúsinu eru Eggert Kaaber, Gunnar Gunnseinsson, Mar- grét Pétursdóttir og Ólöf Sverris- dóttir en þau hafa öll mikla reynslu af því að vinna með börnum og ungl- ingum. Skráning á námskeiðið fer fram laugardaginn 25. febrúar og sunnu- daginn 26. febrúar kl. 13-17 báða dagana. Norræn höggmyndasyning Frá prímitívisma til póstmódernisma HOGGMYNDASYNINGIN Frá prímitívisma til póstmódernisma verður opnuð í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, laugardaginn 25. febrúar kl. 15. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Hafnarborgar og liður í Norrænu menningarhátíðinni, Sólstafir, sem haldin er í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík. Listamennirnir sem sýna eru; Sænski myndhöggvarinn og málar- inn Bror Hjorth (1894-1968), ís- lenski myndhöggvarinn Siguijón Ólafsson (1908-82), Finnski mynd- höggvarinn Mauno Hartman, fædd- ur 1931, Daninn Bjorn Norgaard, fæddur 1947, og Norðmaðurinn Gunnar Torvund, fæddur 1948. í kynningu segir: „Með Sýning- unni er ætlunin að draga fram helstu strauma og einkenni í högg- myndalist aldarinnar eins og þau birtast í verkum þessara fim nor- rænu myndhöggvara. Stiklað er á stóru og áhersla lögð á að kynna höggmyndalistina sem listgrein, sérstaklega fyrir uppvaxandi kyn- slóð.“ Listamennirnir Mauno Hartman og Gunnar Torvund verða viðstadd- ir opnunina. Sýningin stendur til 20. mars og er opin í báðum söfnunum alla daga frá kl. 12-18. Lokað á þriðjudögum. Í GLÆSIBÆ • LAUGALÆK • BORGARKRINGLU • ENGIHJALLA • MIÐBÆ Hafnarfirði o

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.