Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR1995 35 . MINNINGAR HELGA GUÐRUN INGÓLFSDÓTTIR + Helga Guðrún fæddist í Reykjavík 18. októ- ber 1946. Hún and- aðist í Landspítal- anum 13. febrúar sl. Foreldrar henn- ar voru Ingólfur Ketilsson, f. 13. desember 1890, d. 8. desember 1953, Magnússonar skó- smiðs á ísafirði og konu hans Helgu Guðrúnar Bjarna- dóttur, og Sigrún Guðmundsdóttir, f. 11. febrúar 1903, d. 4. ágúst 1993, Guðmundssonar bónda á Melum í Árneshreppi, Stranda- sýslu, og konu hans Elísabetu Guðmundsdóttur. Systkini Helgu Guðrúnar voru Elísabet tvíburasystir og Axel. Hálf- bræður hennar, sammæðra, voru Matthías Ólafsson (látinn ’58) og Torfi Þ. Ólafsson. Helga Guðrún fæddist ekki heil heilsu, aðeins 8 ára gömul gekkst hún undir heilaupp- skurð hjá frægum skurðlækni, Dr. Bush að nafni, og má full- yrða að hann hafi bjargað lífi hennar. Hún lauk unglinga- prófi og síðar var hún einn vetur á Húsmæðraskólanum að Varmalandi. I nokkur ár, með- an heilsan leyfði, vann hún í bókbandi og í Þvottahúsi Loft- leiða. I 40 ár bjó hún á Víðimel 30 hjá móður sinni þar til hún lést. í júní á sl. ári fluttist hún í sambýli að Sólheimum 25 og undi hag sínum þar vel. Útför hennar fór fram 22. febrúar. ÞAÐ er oft talað um árstíðir í lífi mannsins, við fæðumst að vori þeg- ar páskaliljurnar springa út og nátt- úran er að taka við sér. Við erum full eftirvæntingar eftir vorinu og gleði sumarsins, en svo kemur haustið sem er tími hnignunar og laufin fara að fölna. Það var komið haust í lífi Guðrúnar, systur minnar, laufin á lífstrénu hennar voru farin að falla og langvarandi veikinda- stríði lokið. Við áttum því láni að fagna að vera aldar upp í kærleiksríkri fjöl- skyldu. Guðrún var umvafin ástúð móður okkar alla tíð og máttu hvor- ug af annarri sjá meðan báðar lifðu. Torfi bróðir okkar og mágkona okkar Guðrún voru Guðrúnu sem bestu foreldrar, voru henni ætíð stoð og stytta og var heimili þeirra henni alltaf opið. Missir þeirra er mikill og söknuðurinn að heyra ekki hinar daglegu tvær bjöllu- hringingar sem var merki þess að Guðrún væri komin í heimsókn. Ég er þeim ævinlega þakklát fyrir þeirra umhyggju. Eftir andlát móð- ur okkar fluttist hún inn á sambýli með tveimur öðrum konum, Krist- jönu og Eddu; var mikil samheldni og vinátta á milli þeirra. Þegar ég og fjölskylda mín komum í heim- sókn sl. sumar, var það okkur mik- il ánægja að sjá hvað þær hafa skapað sér fallegt heimili og varð okkur öllum að orði hvað fallegt útsýni þær höfðu, Esjan skartaði sínu fegursta þann dag. Guðrún hafði mikið yndi af fallegum hlutum og naut þess vel að hlusta á fallega tónlist, hún var með afbrigðum minnug, það fóru fáir afmælisdagar og aðrir merkisdagar fram hjá henni. Hún hafði mikla þörf og ánægju af að gefa og gleðja aðra, þó af litlu væri að taka. Guðrún átti við mikla vanheilsu að stríða allt sitt líf, en hún mætti þessum erfíðleikum með miklum kjarki og kvartaði ekki yfir sínu hlutskipti °g ég veit að hún sótti 'sér styrk með fjölmörgum ferðum í messu í Neskirkju, sem hún bar mikla hlýju til. A þessari stundu renna mörg minningarbrot í gegnum hugann. Tilvera hennar gerði mitt líf ríkara og gaf mér meiri innsýn í líf þeirra, sem ekki ganga heilir til skógar. Leiðir okkar skildu um tví- tugt er ég flutti af landi brott, en þrátt fyrir íjarlægðina voru böndin sterk á milli okkar, því ferðir mínar til íslands voru margar og minnist ég samver- unnar með gleði og söknuði. Ég kveð þig að sinni, elsku systir mín, ég veit að þú hefur fengið góðar mót- tökur handan móðunnar miklu. Minningin um þig mun lifa með okkur öllum sem elskuðum þig. Ég vil færa starfsfólki gjörgæslu Landspítalans og deild 13A innileg- ar þakkir fyrir þá góðu umönnun, sem hún hlaut þar. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sipr unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sipr sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Elísabet. Nú er stillt og rótt ein stjarna skin, sú stjama leiðir hug minn til þín. (Ól. Jóh. Sig.) Ég vil með þessum ljóðlínum minnast elskulegrar mágkonu minnar. Hún var okkur öllum mik- ill gleðigjafi og við fjölskyldan þökkum Guði fyrir samfylgd henn- ar. Fái ég ekki að faðma þig, fögnuð þann ég missi. Frelsarinn Jesú fyrir mig faðmi þig og kyssi. Ég kynntist Helgu Guðrúnu þeg- ar ég var á Islandi veturinn 1969-70. Mín hamingja var að ég kynntist þá tvíburasystur hennar, Elísabetu, sem leiddi síðar til hjóna- bands. Guðrún og fjölskylda hennar gáfu mér meiri víðsýni og gildismat á lífið og tilveruna, og þeim er ég mjög þakklátur þegar ég lít til baka yfir farinn veg. Ég fann að Guðrún samþykkti mig fljótlega í fjölskylduna þó svo hún yrði að sjá á bak systur sinni til Bandaríkjanna. Hún talaði ekki ensku og mín kunnátta í íslensku var ákaflega takmörkuð, svo okkar samband var mest með látbragði og augnatillitum. Hún kunni að meta þá umhyggju sem ég bar fyr- ir systur hennar og mína sérkenni- legu kímnigáfu, hún bjó einnig yfir góðum húmor, sem hún beitti þegar vel lá á henni. Síðastliðin 25 ár harma ég það að hafa ekki getað verið oftar í návist hennar, þar sem ég sá hana aðeins tvisvar sinnum er hún kom í heimsókn til okkar í Kaliforníu, en sl. sumar kom ég til íslands og átti ég yndislegar stundir með henni og ijölskyldunni. Þegar hér var komið, höfðu miklar breytingar orð- ið í lífi hennar, móðir hennar var látin og hún flutt í sambýli með tveimur öðrum konum. Hver sem þekkti hana vissi hvað erfiðar þess- ar breytingar voru fyrir hana, og mun ég minnast hennar fyrir þann mikla kjark sem hún sýndi á þessum tíma. Það var auðsjáanlegt að Guð- rún var mjög stolt af sínu heimili, hún sýndi mér hvem‘ krók og kima og ekki spillti fyrir þetta fagra út- sýni yfir Esjuna og sundin blá. Það sýndi sig að hún hafði aðlagast vel sínum breyttum lífsháttum. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt tæki- færi til að eyða þessum fáu sam- vemstundum með henni því hún var svo sérstök og gaf meira af sér til annarra en við mörg sem eigum að heita heilbrigð. Á þessum erfiðu tímum hjá fjöl- skyldunni sendi ég yfir hafið til ís- lands mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið Guðrúnu Guðs bless- unar á nýju tilverustigi. Reed E. Dinsmore. Guðrún, eins og hún var ávallt kölluð, átti við mikið heilsuleysi að stríða. Hún fæddist með vatnshöfuð og leiddi það til höfuðuppskurðs á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, þegar hún var átta ára gömul. Ári áður missti hún föður sinn, langt um aldur fram. Var það mikið áfall fyrir Sigrúnu ömmu mína, að verða ekkja með þijú ung börn, Axel, Guðrún og Élísabetu tvíburasystur hennar. Með miklum dugnaði og áræði tókst ömmu að sjá fyrir heim- ilinu og ala börnin ein upp. Bjuggu þær mæðgurnar saman á heimili sínu, Víðimel 30, þangað til amma lést úr hárri elli sumarið 1993 og urðu þá miklar breytingar á högum frænku minnar. Guðrún naut mikils stuðnings foreldra minna, Torfa Þ. Ólafsson- ar, hálfbróður hennar, og konu hans, Guðrúnar Kristinsdóttur. Má segja að þau hafi gengið henni í foreldra stað og verið henni stoð og stytta í gegnum hennar erfiðu ævi. Eigum við bræður margar góðar minningar um frænku okkar frá æskudögunum og litum við á hana eins og systur okkar. Guðrún erfði kraft og dugnað móður sinnar og þrátt fyrir tak- markaða heilsu vann hún fulla vinnu í áraraðir, eða þangað til hún hafði ekki heilsu til. Aldrei kvartaði hún yfir hlutskipti sínu í lífinu og vildi allt fyrir okkur gera, meira af vilja en getu. Fyrir tæpum tuttugu árum flutti fjölskylda mín til Bandaríkjanna, en áður hafði Elísabet tvíburasystir hennar gifst og flust þangað. Kom Guðrún tvisvar í heimsókn til Kali- forníu, í seinna skiptið með háaldr- aðri móður sinni. Fannst okkur það hálfgert kraftaverk að þær mæðgur treystu sér til svo langs ferðalags yfir hálfan hnöttinn. Þegar ég kvaddi Guðrúnu mína síðast fyrir fjórum árum hvarflaði ekki að mér að við myndum ekki eiga eftir að sjást aftur. Þegar ég kveð hana nú í síðasta sinn með þessum fátæklegu línum, bið ég Guð að blessa hana og megi hún hvíla alsæl í faðmi frelsarans mikla. Ingólfur Rúnar Torfason. - Ó, sólarfaðir signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau sem tárin lauga og sýndu miskunn öllu því sem andar en einkum því, sem böl og voði grandar. Nú hefur kvatt okkur góð vin- kona, Helga Guðrún Ingólfsdóttir. Henni kynntist ég fyrir rúmum 36 árum, er ég hóf nám í Hagaskóla og fékk fyrir sessunaut tvíburasyst- ur hennar Elísabetu. Ég man Guðrúnu sem frekar hlédrægan ungling og voru henni vissulega takmörk sett í lífinu alla tíð frá fæðingu. Hún fæddist með það, sem kallast vatnshöfuð, og voru læknavísindin þá ekki búin þeirri þekkingu sem núna. Átta ára fer hún til Kaupmannahafnar, þar sem hinn frægi skurðlæknir Dr. Bush gerði á henni höfuðskurð, upp á líf og dauða. Það gerði henni kleift að lifa sæmilega eðlilegu lífi, en það má segja að hennar líf hafi verið þrautaganga, fleiri höfuðað- gerðir seinna í lífinu og oft sjúkra- húsdvöl. Þær systur urðu föðurlausar 8 ára gamlar, ásamt 13 ára bróður, Axel, en fyrir áttu þau tvo hálf- bræður, sammæðra, Matthías, sem er látinn, og Torfa. Móðir þeirra, Sigrún Guðmundsdóttir, þurfti því að sjá ein fyrir hópnum sínum, sem hún gerði af miklum dugnaði, með saumaskap og vinnu í mjólkurbúð- inni á Víðimel, meðan kraftar ent- ust. Þurfti til útsjónarsemi og spar- semi svo að endar næðu saman, ekkert síður en í dag, og tel ég að margt megi læra af þessum gömlu hetjum, þó svo tímar séu tvennir. Þær héldu ætíð saman heimili mæðgumar Sigrún og Guðrún á Víðimel 30 og voru mikið nánar og máttu ekki hvor af annarri sjá. Þrátt fyrir fötlun Guðrúnar þá höfðu þær mikinn stuðning hvor af annarri. Það urðu því mikil tíma- mót í lífi þeirra beggja, þegar Sig- rún neyddist til að yfirgefa heimilið og leggjast inná Óldrunardeild Landakotsspítala, haustið 1992. Hún lést þar 4. ágúst 1993, níræð að aldri. Guðrún skipti um húsnæði í fyrravor og flutti í sambýli í Sól- heimum 25, þar sem hún undi hag sínum með tveimur vinkonum, Kristjönu og Eddu. Guðrún vann um tíma við bókband hjá Guten- berg, í 7 ár í þvottahúsi Loftleiða og í nokkur ár við blaðburð hjá Morgunblaðinu, þar til þrekið þraut. Guðrún var með afbrigðum minnis- góð og talnaglögg, hafði yndi af góðri dægurtónlist og kunni að meta fagra og vandaða muni. Síð- ustu 4 árin var hún í iðjuþjálfun á Kleppi undir handleiðslu Ingibjarg- ar Baldursdóttur og hafði hún bæði af því gagn og gaman, reyndist Ingibjörg henni frábærlega vel. Elísabet systir hennar hefur ver- ið búsett í Bandaríkjunum síðastlið- in 24 ár, fyrst í Kalifomíu en síðan í Salem, Órgeonfylki. Hún er gift Reed Dinsmore, lögfræðingi, og ^ eiga þau tvö uppkomin börn, Christ- ian og Karenu Ann, sem bæði eru við nám. Axel er búsettur í Reykja- vík, ókvæntur. Sterka bakhjarla hefur Guðrún og átt í lífínu, Torfa Ólafsson hálfbróður sinn og Guð- rúnu Kristinsdóttur konu hans. Þau hafa verið nokkkurs konar rauður þráður í hennar lífi og átti hún þar sitt skjól og annað heimili og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir ást þeirra og umhyggju í garð þeirra mæðgna. Það er sjónarsviptir að Guðrúnu á Melunum. Við, heimilisfólkið á Reynimel 24, kveðjum Guðrúnu. Þökkum heimsóknirnar og hressi- legt viðmót og gamansemina, sem alltaf var stutt í. Hún spurði oft um litlu börnin í fjölskyldunni, fylgdist vel með öllu og hafði tilfínn- ingar, kannske dýpri en gengur og gerist með ökkur mannfólkið í dag, sem má vart vera að því að stökkva af lífsins hraðlest og tapar því af gullmolum andartaksins. Við gefum samferðafólki okkar ekki nægan gaum, sjáum það ekki eins og það raunverulega er, allir jafn réttháir, allir fullkomnir í sinni mynd. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína. Megi almættið um- vefja þig sínum friði og kærleika. Elín Eygló Steinþórsdóttir. t SVAVARÁRNASON fyrrv. oddviti og organisti, Borgarhrauni 2, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavfkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Sigrún Högnadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF 0STERBY, sem andaðist 19. febrúar, verður jarð- sungin frá Selfosskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Sigrid Osterby, Ásbjörn Osterby, Leif Osterby, Svandís Jónsdóttir, Eva Osterby, Einar Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, STEINÞÓR INGVARSSON oddviti, Þrándarlundi, Gnúpverjahreppi, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Stóra-Núpskirkjugarði. Ferð verður frá B.S.Í. kl. 12.00. Þorbjörg G. Aradóttir, Helga Sigurðardóttir, Simon Warrell, Anna Dóra Steinþórsdóttir, Matthías Valdimarsson, Ari Freyr Steinþórsson, Oddný Teitsdóttir, Þröstur Ingvar Steinþórsson, Halldóra Hansdóttir, Helga Jónsdóttir og barnabörn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð frá hádegi í dag vegna jarðarfarar GÍSLA ÓLAFSONAR. Féfang hf., Hafnarstræti 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.