Morgunblaðið - 16.03.1995, Síða 34

Morgunblaðið - 16.03.1995, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR V t Systir mín og mágkona, AÐALHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóivangi, áður Austurgötu 26, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi mánudaginn 13. mars. Guðmann Pálsson, Guðmunda Sigurðardóttir, Sigurborg Valdimarsdóttir. t Okkar elskulegi ODDUR PÉTURSSON löggiltur endurskoðandi, Kambsvegi 17, Reykjavik, lést á Reykjaiundi þann 15. mars síðastliðinn. Ragna Jónsdóttir, Guðbjörg Oddsdóttir, Guðbjörg Oddsdóttir,Sigurður Arnar Jónsson, Sigurrós Jóna Oddsdóttir, systkini og aðrir vandamenn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON leigubílstjóri, Ljósheimum 6, sem andaðist aðfaranótt 12. mars, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju á morgun, föstudaginn 17. mars, kl. 15.00. Kristin L. Magnúsdóttir, Heiðar Guðmundsson, Jón B. Magnússon, Sigríður Þorvaldsdóttir, Valur Magnússon, Bryndi's Þráinsdóttir, Tryggvi Magnússon, Jónína Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Heiðmörk 39, Hveragerði, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Jóhannes F. Skaftason, Hulda Bj. Sigurðardóttir, Jósef Skaftason, Elín Guðmundsdóttir, Hólmfríður Skaftadóttir, Gfsli J. Gfslason, Auður Skaftadóttir, Þröstur A. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndú okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og fóstur- bróður, JÓHANNS EINARSSONAR bónda Efra-Langholti, Hrunamannahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi. Borghildur Jóhannsdóttir, Bjarni Einarsson, Jóhanna V. Jóhannsdóttir, Einar Pálmi Jóhannsson, Barbara Wdowiak, Sveinn Flosi Jóhannsson, Jóna Sofffa Þórðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og Sveinn Kristjánsson. t Af einlægni þökkum við auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR HILDIBRANDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungna- deildar Vífilsstaðaspítala, vina og starfsfólks vistar á Hrafnistu í Hafnar- firði, ásamt starfsfólki deildar 4-B á Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Gunnhildur G. Smithson, Clyde S. Smithson jr., Ásgeir B. Guðlaugsson, Arndís L. Níelsdóttir, Sævar Guðlaugsson, Karen Ólafsdóttir, Gísli Hildibrandur Guðlaugsson, Jóna V. Höskuldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HREIÐAR STEFÁNSSON + Hreiðar Stef- ánsson var fæddur á Akureyri 3. júní 1918. Han lést í Reykjavík 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Benedikta Asgerður Sigvalda- dóttir og Stefán Guðjónsson. Systk- ini hans voru níu og dóu fimm í bernsku. Eftirlifandi systur hans eru Rósa Guð- rún, búsett í Reykja- vík, og Hermína Stefanía og Sigur- lína Gunnfríður, búsettar á Ak- ureyri. Eftirlifandi kona Hreiðars er Jenna Jensdóttir rithöfundur. Eldri sonur þeirra er Astráður Benedikt, lyflæknir, f. 14. des- ember 1942, kvæntur Ástu Bryndísi Þorsteinsdóttur, hjúkr- unarfræðirigi. Börn þeirra eru Arnar og Ásdís Jenna háskóla- ELSKULEGUR tengdafaðir minn, Hreiðar Stefánsson, kennari og rit- höfundur, er látinn á 77. aldursári. Það má með sanni segja, að dauðinn hafi verið honum líkn í þraut, því baráttan við vægðarlausan sjúkdóm var löngu töpuð. En harmurinn er engu að síður mikill. Á kveðjustund leitar hugurinn yfír farinn veg. Það er bjart yfír minning- unni um Hreiðar. Eg minnist okkar fyrstu kynna, kvöld eitt, er sonur hans, mannsefnið mitt, leiddi mig á fund foreldra sinna. Það er eins og það hafí gerst í gær, en er í raun svo óralangt síðan. Þau voru þá nýlega flutt til Reykjavíkur frá Akureyri, þar sem Hreiðar var fæddur og uppalinn og þar sem hann hafði varið fyrstu tveim áratugum af ævistarfí sínu í það að uppfræða æsku Akureyrar. Norðlenskur andi sveif yfir vötn- unum í íbúðinni í Álfheimum 58 þetta kvöld, sem er mér ógleymanlegt. Ég var full kvíða en um leið eftirvænt- ingar, því það gerist ekki oft I lífí ungrar stúlku, að á sama kvöldinu hitti hún verðandi tengdaforeldra og eftirlætishöfunda þeirra bóka, sem áttu hugann í uppvextinum. Ég var í grænum heimasaumuðum ullarkjól, vildi skarta því besta, sem ég átti. Ég hitti þama fyrir glæsileg hjón, sem tóku mér af mikilli hlýju. Það sem hefur greipst í endurminning- unni frá þessu kvöldi er það, hversu mjög ég hreyfst af málfari Hreiðars og valdi hans á íslenskri tungu. Fyr- ir mér, vesturbæjarstúlkunni, var þetta heillandi, og ég man það mjög vel, hversu eftirsóknarvert mér fannst það að öðlast svo tæran og hreinan framburð tungunnar. Hinn meðfæddi hæfileiki Hreiðars, sem kennari og uppalandi, kallaði eitt- hvað fram í huga ungrar stúlku, eitt- hvað sem virtist vera gott til eftir- breytni eða eftirsóknarvert. Þegar ég lít til baka, fínnst mér eins og ég hafi verið beitt einhverskonar ósýnilegum töfrum kennslufræðinn- ar, því mér varð það slíkt kappsmál, á næstu árum, að tileinka mér mál- far, sem væri sæmandi að nota í návist hans. Hreiðar var kennari af guðs náð og þessi hæfíleiki hans kallaði áreynslulaust fram þörf hjá manni til þess að mennta sig og bæta strax frá fyrstu kynnum. Spor Hreiðars lágu víða. Að loknu námi við Kennaraskólann hélt hann aftur heim og stofnaði ásamt Jennu smábamaskóla á Akureyri, og þar starfaði hann allt til ársins 1963 er þau Jenna ákváðu að söðla um og flytja til Reykjavíkur. Hófu þau bæði störf við Langholtsskóla, sem varð þeirra starfsvettvangur, þar til þau létu af störfum sökum aldurs. Hreið- ari líkaði vel að starfa í Langholts- skóla og eiga þau Jenna marga góða og traústa vini frá þessum tíma. En þótt Hreiðar hefði getað sest í helgan stein, hvílt sig frá kennslu og notið annarra hugðarefna sinna, var hon- um ómögulegt að segja skilið við kennsluna. Hann hóf kennslu við Námsflokka Reykjavíkur hjá góðri nemar og Þorsteinn Hreiðar mennta- skólanemi. Yngri sonur þeirra er Stef- án Jóhann, barna- læknir, f. 28. júlí 1947, kvæntur Mar- gréti Oddnýju Magm- úsdóttur, meina- tækni. Börn þeirra eru Hrafnhildur og Magnús háskólanem- ar og Jenna grunn- skólanemi. Hreiðar lauk kennaraprófi 1942 og rak smá- barnaskóla á -Akur- eyri (Hreiðarsskóla) til ársins 1963. Hann kenndi við Langholtsskóla í Reykjavík í rúm tuttugu ár og síðan við Námsflokka Reykjavíkur í nokk- ur ár. Hann skrifaði einn og með konu sinni tæplega þrjátíu barnabækur. Útför Hreiðars fer fram frá Langholtskirkju 16. mars og hefst athöfnin kl. 13.30. vinkonu þeirra Jennu, Guðrúnu Hall- dórsdóttur, skólastjóra. Þar sá hann m.a. um kennslu fullorðinna fatlaðra, sem hinn almenni skóli hafði ekki sinnt sem skyldi. Þar tókst honum, eins og alltaf áður, að ná frábærum árangri í starfi sínu. Þrátt fyrir annir við dagleg störf, gaf Hreiðar sér alltaf tíma til þess að sinna sínu aðalhugðarefni. Hann var ástríðufullur bókasafnari og átti stórt safn fágætra bóka. Myndin er skýr í minningunni af Hreiðari við bókasafnið sitt, sem hann varðveitti af einstakri alúð og umgekkst af lotningu. Ófáum stundum varði hann við lestur góðra bóka, enda var hann óvenju víðlesinn og sérstaklega vel að sér í bókmenntum. Hann var mik- ill unnandi góðrar tónlistar og var góður söngmaður sjálfur. Hann tók sjálfan sig ekki hátíðlega, og kímnin og glettnin voru aldrei langt undan. Hreiðar var ekki fyrir að sýnast eða láta bera á sér. Hann var eftirsóttur kennari og því buðust honum ýmis störf, sem mörgum fyndust eflaust metnaðarfyllri en kennsla yngstu barnanna. Það var til dæmis sóst eftir honum til kennslustarfa við Kennaraháskóla íslands, en það vafðist aldrei fyrir honum hvar hann vildi helst vera. Það var við kennslu yngstu bamanna, sem hann vildi veija starfskröftum sínum. Þær eru ótal ljúfu minningamar, sem fylla hugann, þegar horft er til baka, meðal annars minningar sam- vemstunda frá þeim ámm, sem við Ástráður og bömin okkar bjuggum í Danmörku. Jenna og Hreiðar heim- sóttu okkur nær árlega í þau tæpu tíu ár sem við bjuggum þar. í Dan- mörku naut Hreiðar sín vel, dönsk menning höfðaði til hans og hann naut vel veðurblíðunnar, sem oftast einkenndi dönsku sumardagana. En hans stærsta gleði á þessum ámm vom þó bamabömin, sem nutu svo ríkulega að vera návistum við ástrík- an afa sinn, sem var þeim mikill fræð- ari og viskubmnnur. Þau nutu síðan þess að flytja aftur til íslands og nær afa sínum og ömmu, og hafa uppskor- ið ríkulega af nánum tengslum og handleiðslu þeirra í uppvextinum. Síðustu árin hafa verið Hreiðari erfið og hann hefur sjálfsagt oft þráð hvfldina. Jenna hefur staðið við hlið hans eins og klettur allan þennan tíma. í þau rúmlega þrjú ár, sem hann dvaldi á Oldrunardeild Landlspítalans í Hátúni lOb, naut hann frábærrar umönnunar starfs- fólks, sem létti honum lífið eins og hægt var og gerði okkur aðstandend- um hans umhugsunina um það að geta ekki annast hann, léttbærari. Fjölskyldan er þeim öllum óumræði- lega þakklát. Ég bið Guð að varðveita Jennu, tengdamóður mína, í sorginni. Að leiðarlokum vil ég þakka Hreið- ari tengdaföður mínum samfylgdina og allt það sem hann var okkur Ást- ráði og börnum okkar. Blessuð sé minning hans. Ásta B. Þorsteinsdóttir. Lífsgöngu Hreiðars tengdaföður míns er nú lokið eftir erfíð og lang- vinn veikindi. Á kveðjustundu leitar hugurinn til horfínna stunda og ég lít til baka með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Mín fyrstu kynni af Hreiðari voru fyrir tæpum 28 árum, þegar ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra Jennu og Hreiðars með yngri syni þeirra. Viðmót hans var í byijun vin- gjarnlegt, en varfærið. Smám saman komu í Ijós eðliskostir hans. Hann var hæggerður og hlýlegur, en lúmskt skopskyn hans var ekki langt undan, aldrei meinfysið, en gott vopn í amstri daganna. Mér fannst ég skilja mannkosti hans enn betur, er ég kynntist nokk- uð uppruna hans haustið 1968, en þá dvaldist ég í nokkra daga á heim- ili aldraðra foreldra hans á Akur- eyri. Hjá þeim var engan biturleika að fínna þó að ég vissi að sorgin hafði ítrekað gist heimili þeirra, þeg- ar fímm barna þeirra létust í bernsku. Ég skynjaði glöggt þá hógværð, hjartahlýju, gæsku og heiðarleika, sem einkenndu foreldra hans og ég kynntist enn frekar í fari Hreiðars sjájfs. í orðum manns míns um bamæsku sína minnist hann með væntumþykju föður síns, einkum fjölda gönguferða á sunnudagsmorgnum á Akureyri og samverustunda í Hreiðarsskóla að loknum kennsludegi. Sjálf minnist ég hlutar hans í uppeldi barna okkar og heimsókna hans og tengdamóður minnar í sjö ára fjarveru okkar innan lands og utan og ferðalaga tengdum þeim. Áttum við þar góðar stundir saman. Hreiðar var landsþekktur fyrir rit- störf sín og fyrir kennslu þeirra íjöl- mörgu, sem hann leiddi fyrstu sporin á námsbrautinni. Fyrir mér var hann fyrst og fremst góður tengdafaðir, faðir og afí, sem gaf bömum mínum gott veganesti á leið þeirra út í lífið. Margrét O. Magnúsdóttir. Afi er dáinn. Nú þegar hann er horfinn koma upp í huga okkar minn- ingar frá bamæsku okkar, sem hann átti svo stóran þátt í. Við munum alltaf minnast þess hve gaman það var að fá að gista hjá afa og ömmu í Goðheimum. Afí veitti okkur alltaf óskipta athygli, spilaði við okkur og sagði okkur sög- ur. Afí var mikill sælkeri óg tíðar voru ferðir með honum út í sjoppu, enda sagði hann alltaf að það væri fallegt að vera feitur. Afi var mjög léttur í lund og átti ekki erfítt með að sýna okkur væntumþykju, enda var oft slegist um sæti í fanginu á honum. Heimsóknimar í Goðheimana voru ekki bara skemmtun, heldur einnig mjög lærdómsríkar. Sem barnakenn- ari var það hann sem lagði grunn að lestrarkunnáttu okkar og gjgum við öll okkar uppáhaldsbækur sem minna á góðar stundir í fanginu á afa; Á meðan við dvöldumst í Banda- ríkjunum komu afí og amma oft í heimsókn til okkar. Við munum sér- staklega vel eftir, hvernig afí og hundurinn Táta urðu mestu mátar og sátu stundum saman úti í garði og sleiktu sólina. Við eldri systkinin erum ánægð með að hafa flutt heim meðan Jenna var enn ungbarn. Hún fékk því að kynnast góðum dögum með afa eins og við höfðum. Elsku afi. Við vorum heppin að eiga þig sem afa og þökkum þér fyrir þinn hlut í uppeldi okkar og mótun. Hrafnhildur, Magnús og Jenna. Nú þegar sól er farin að hækka á lofti og vorið í nánd hefur kvatt þenn- an heim vinur minn, Hreiðar Stefáns- son, sem mig langar til að minnast í fáeinum orðum. I bernskuminning- unni hvílir ákveðinn ævintýraljómi yfir frændfólkinu á Akureyri sem rak smábarnaskóla og skrifaði uppáhalds bækurnar mínar. Þó að alltaf hafi verið náin tengsl á milli heimila okk- ar þrátt fyrir fjærðlægðina kynntist ég Hreiðari ekki vel fyrr en ég var svo lánsöm að fá að búa á heimili hans og Jennu á skólaárum mínum í Reykjavík. Ég minnist Hreiðars við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.