Morgunblaðið - 09.04.1995, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B/C
84. TBL. 83. ÁRG.
SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
__________________________;____________ Reuter
Tyrkir kalla 3.000 manna herfylki heim
Segja herför í
írak ekkí lokíð
Diyabakir. Reuter.
Ráðherra
grættur
IJMRÆÐA um fjárlög á svissneska þing-
inu gekk svo nærri fjármálaráðherra
landsins, Otto Stich, fyrir skömmu að
hann grét í ræðustól. Höfðu póiitískir
andstæðingar Stich verið sérstaklega
illskeyttir og skilningssljóir að hans
mati. „Mér fannst skyndilega að ekkert
meira væri hægt að gera með venjuleg-
um aðferðum," sagði hann. Stich kvaðst
vera tilfinninganæmur maður en að
hann væri ekki vanur að bera tilfinning-
ar sínar á torg. Þegar andstæðingar
hans hefðu þverskallast við að sam-
þykkja niðurskurð á fjárlögum hafi
hann ekki lengur getað haldið aftur af
sér. Svissnesk dagblöð spá því að Stich
verði ekki langlífur í embætti en ráð-
herrann er sjálfur á öðru máli enda
hafa vinsældir hans aukist í kjölfar
uppákomunnar í þinginu.
Smíðaðu lík-
kístuna sjálfur
SÆNSKUR prestur á eftirlaunum hefur
nú hafið framleiðslu sem ætlað er að
breyta viðhorfi Svía til dauðans og að
spara þeim í leiðinni talsverð fjárútlát.
Presturinn, Margaretha Hagbert, 67
ára, hefur hannað likkistu sem fólk á
að setja saman sjálft. Selur Hagbert
svokallaðan „kistu-pakka“ með tréfjöl-
um, nöglum, skrúfum og leiðbeiningum
til að samsetningin gangi snurðulaust
fyrir sig. Kistu-pakkinn kostar um
11.000 kr. og geta þeir sem vilja ganga
frá sínum málum í tíma dundað sér við
að setja gripinn saman.
Met í draumi
DAVID Powell, starfsmann Boeing-
verksmiðjanna, hefur sjálfsagt ekki
dreymt um að hann ætti nokkurn tíma
eftir að komast í Guinnes-heimsmeta-
bókina. Hann setti hins vegar fyrir
skömmu heimsmet, sem skráð verður í
bókina, í draumi. Powell dreymdi í 3
stundir og 8 mínútur en fyrra metið er
2 stundir og 23 mínútur. Þetta er skráð
með því að mæla bliksvefn, eða REM,
augnhreyfingar sofandi manns á draum-
stigi. Powell þjáðist af kæfisvefni, sem
gerir það að verkum að hann hættir að
anda í svefni. Það olli því að Powell
hafði ekki náð draumsvefni í rúman
áratug. Hann leitaði sér aðstoðar sér-
fræðinga hjá Puget svefntruflanastöð-
inni í Seattle, sem gripu til þess ráðs
að blása súrefni inn í öndunarveg Pow-
ells til að koma í veg fyrir að hann
hætti að anda. Uppsöfnuð þörf Powells
fyrir djúpan draumsvefn varð til þess
að hann dreymdi stanslaust í rúma þrjá
tíma en alla jafna dreymir fólk í um
10-15 mínútur í senn. Og hvað dreymdi
starfsmann Boeing svo um? Að hann
flygi stórri þotu.
TYRKIR kölluðu í gær um 3.000 manna
herfylki heim frá Norður-írak. Enn er um
30.000 manna tyrkneskt herlið í írak og tók
talsmaður hersins fram að þetta væri ekki
merki um það að Tyrkir væru við það að
ljúka herför sinni gegn skæruliðum Kúrda
í írak. Vesturlönd hafa krafist þess að Tyrk-
ir hverfi á brott með herlið sitt frá svæðinu
en þeir hafa ekki viljað gefa loforð um brott-
för fyrir ákveðna dagsetningu.
Innrás Tyrkja í N-Irak hófst 20. mars sl.
og hefur því staðið í tæpar 3 vikur. Nokkir
dagar liðu áður en ríki á Vesturlöndum
mótmæltu innrásinni en þrýstingur á Tyrki
hefur aukist jafnt og þétt. Hefur þeim m.a.
verið hótað því að samningar um tollamál
náist ekki við Evrópusambandið, kalli þeir
ekki herlið sitt heim. írakar mótmæltu ár-
ásinni hins vegar ekki fyrr en sl. fimmtudag
er þeir kröfðust krafarlauss brottflutnings
hers Tyrkja af írösku landi.
Talsmenn tyrkneska hersins sögðu í gær
að Tyrkir hefðu heitið því að kalla hermenn
heim um leið og þeir hefðu lokið verkefnum
sínum. Þeir upplýstu hins vegar ekki hvort
hermenn yrðu sendir í stað þeirra sem nú
hafa verið kallaðir heim.
Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í
Norður-írak staðfestu að 2.-3.000 hermenn
hefðu haldið norður á bóginn í átt að tyrkn-
esku landamærunum.
Vopnahlé hjá Kúrdum
Ein stríðandi fylkinga Kúrda í Norður-
írak, Lýðræðisflokkur Kúrdistans (KDP),
lýsti í gær yfir tveggja vikna vopnahléi í
átökunum við Föðurlandssamband Kúrdist-
ans (PUK) sem staðið hafa með hléum í tvo
áratugi. Vonast talsmenn KDP til þess að
andstæðingar þeirra muni gera slíkt hið
sama, svo að hægt sé að ganga að samninga-
borði.
*
Ottast árásir
á kjörstaði
YFIRVÖLD í Perú hertu á öryggisráð-
stöfunum í gær vegna forseta- og þing-
kosninga sem verða í landinu í dag.
Ottast er að skæruliðasamtök maóista,
Skínandi stígur, kunni að gera árásir á
kjörstaði og munu um 100.000 lögreglu-
menn gæta þeirra. Mest er gæslan í
Andes-fjöllum, Huallaga-dal þar sem
mikil kókarækt er og við landamærin
að Ekvador.
Þá komst upp um kosningasvindl í
norðurhluta landsins á föstudag er lög-
regla handtók fólk sem hafði skrifað á
3.500 miða sem merkja á bunka af at-
kvæðaseðlum með. 500 atkvæði eiga að
vera í hveijum bunka og hafði fólkið
því falsað hátt í tvær milljónir atkvæða.
Þá voru tveir menn sem sæti áttu í kjör-
stjórn, sakaðir um að eiga hlut að mál-
inu.
Samkvæmt skoðanakönnunum hefur
Alberto Fujimori, forseti Perú, allnokk-
uð forskot á aðalkeppinaut sinn, Javier
Perez de Cuellar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Hins vegar er flokki Fujimoris ekki
spáð sigri í þingkosningum. Á myndinni
gæta hermenn þess að atkvæðaseðlar
fyrir kosningarnar á morgun lendi ekki
í höndum rangra aðila.
SYSTKINI
Á SIGLINGU
LÓNIfi OG 24
LÆKNINGAMÁTTURINN