Morgunblaðið - 09.04.1995, Side 40
40 SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
Herrar mínir, ég hef ákveðið að Viltu gjöra svo vel og senda Og ieiðbeiningabók.
verða fjárhirðir. mér eina tylft kinda.
BRÉF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Starfsmat -
gæðastjórnun
Frá Kristjáni Péturssyni:
NAUÐSYNLEGT er að íslendingar
afli sér enn frekari þekkingar á
gerð og úrvinnslu starfsmats og
gæðastjórnunar hjá þeim þjóðum
sem mesta reynslu hafa í þeim efn-
um s.s. Bandaríkjunum og Þýska-
landi. Enda þótt starfsmat sé í
megin atriðum byggt upp á sama
hátt í helstu iðnríkjum heims, er
notkun þess og úrvinnsla mjög
breytileg, enda eru atvinnuhættir,
lífskjör og stjómhættir mismun-
aridi.
Á síðari árum hefur starfs- og
gæðamat stofnana og fyrirtækja
verið að mestu sameinað undir heit-
inu gæðastjómun. Megin aðferðar-
fræði gæðastjórnunar byggist eins
og kunnugt er á árangri, afköstum
og markmiðum og koma á mælan-
legu kerfi sem sýni ótvírætt árang-
ur hinna ýmsu rekstrarþátta sem
starfsemin grundvallast á.
Lögð er mikil áhersla á að allur
stofn- og tilkostnaður fyrirtækja
og stofnana sé í fullu samræmi við
markmið, þjónustu og framleiðslu.
Til að kanna skilvirkni gæða-
stjórnunar er nú lögð rík áhersla á
að nota spurningalista (skoðana-
könnun), sem lagðir eru fýrir við-
skiptavini til að fá marktækar nið-
urstöður um þjónustuhætti fýrir-
tækja og stofnana. Þá eru einnig
gerðar ópersónubundnar kannanir
innan fyrirtækja og stofnana, sem
lagðar eru fýrir undir- og yfirmenn
til að gera mælanlega jákvæða og
neikvæða rekstrar- og þjónustu-
þætti.
Starfsmat gegnir ekki aðeins
mikilvægu hlutverki í launa- og
jafnréttismálum kynjanna, það
stuðlar einnig að endurmati á
rekstrar- og skipulagsmálum og
hefur þannig afgerandi áhrif á nýt-
ingu vinnuafls og fjárhagslega af-
komu fyrirtækja og stofnana.
Það er löngu tímabært að gera
heildarendurskoðun á núgildandi
vinnulöggjöf, sem hefur reynst
bæði launþegum og atvinnurekend-
um þung í skauti er tekur til rétt-
mætra grunntaxta og launajöfnun-
ar hliðstæðra starfa. Hér er annars
vegar átt við það launakerfi sem
samið er um í almennum kjara-
samningum, sem láglaunafólk þigg-
ur laun sín eftir að stærstum hluta
og hins vegar lokað launakerfi, sem
byggist á einstaklingsbundnum
samningum launþega við vinnuveit-
endur, oft í formi yfírborgana og
hvers kyns hlunnindagreiðslna, sem
fæstir geta hent reiður á.
Slíkt tvöfalt launakerfí bíður
heim miklu misrétti og gerir allan
samanburð á launakjörum í þjóðfé-
Iaginu óraunhæfan. Einnig skapa
þessi lokuðu launakerfi mikla hættu
á undanskoti launa við skattafram-
töl.
Þjóðvaki leggur til að allir launa-
taxtar verði grundvallaðir á starfs-
lýsingum eftir viðurkenndum regl-
um starfsmats innan viðkomandi
stofnana og fýrirtækja (vinnustaða-
samningar). Með þeim hætti verða
öll laun sýnileg og komið í veg fýr-
ir launamisrétti, enda séu sett
ströng viðurlög á aðila vinnumark-
aðarins við samningsbrotum.
Reynsla þeirra þjóða sem lengst
hafa notað og þróað skilvirt starfs-
mat og gæðastjórnun hefur sýnt á
ótvíræðan hátt að þar hefur skap-
ast grundvöllur til að greiða hærri
meðallaun og starfsandi á vinnu-
stöðum verið betri. Starfsmannafé-
lög á slíkum vinnustöðum eru mjög
virk og nýtast'vel fyrir sín stétt-
arfélög, bæði er tekur til endur-
skoðunar á launaliðum starfsmats-
ins, starfsskilyrðum og hollustu-
háttum. Með starfsmati og gæða-
stjórnun er einnig raunhæft að
afnema mismun á launum, réttind-
um og skyldum á opinberum og
almennum vinnumarkaði. Sömu
stéttar- eða verkalýðsfélög gætu
því annast alla samninga fyrir
launþega í landinu.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fv. deildarstjóri,
Löngumýri 57, Garðabæ.
Trúfrelsi í Ráðhúsinu
Frá Sigurði Óla Pálmasyni:
SVAR við bréfí Þórdísar Péturs-
dóttur sem birtist í Morgunblaðinu
laugardaginn 1. apríl 1995.
Hvað er þetta eiginlega hjá of-
stækistrúarhópum, að vilja alltaf
neyða trúnni uppá fólk og leggja
fram frasa á borð við: „Innst inni
viljum við öll vera kristin þó það
sé ekki á yfirborðinu."
Ég ætlast til þess, Þórdís, að þú
látir það ógert að segja mér hvað
ég vil vera. Þórdís talar um að borg-
araleg ferming sé trúleysi. Ég und-
irritaður varð himinlifandi þegar ég
heyrði af þessum fermingarmáta.
Nú þurfa krakkar sem sagt hvorki
að sleppa tölvunni né græjunum ef
þau eru ekki tilbúin til að taka
kristni, bara sí svona. Kirkjan hefur
aldrei almennilega getað svarað af
hverju börn eru fermd svona ung
og ómótuð og með þessari veislu-
og gjafahefð sem komin er í kring
um ferminguna er ansi erfítt fyrir
krakka á þessum aldri að segja nei!
Það er núna fyrst, „guði sé lof“,
að valmöguleiki hefur litið dagsins
ljós.
Það er nokkuð ljóst að mann-
eskja eins og þú, Þórdís, hefur ekki
mikinn áhuga á vinstri stjórn frekar
en þú hefur áhuga á mannréttind-
um. Vinstri flokkarnir hafa það
fram yfir þá hægri að hugsa um
fólkið í landinu og kannski ekki síst
um hvað því finnst.
Þó að á íslandi sé þjóðkirkja þá
höfum við blessunarlega þau mann-
réttindi að hafa valfrelsi!
SIGURÐUR ÓLIPÁLMASON,
Pjólugötu 13, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að iútandi.