Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 2

Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sól hyggst framleiða mjólkur- afurðir PÁLL KR. Pálsson forstjóri Sólar hf. sagði á fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna í gærkvöldi um úreldingu Mjólkursamlags Borgar- ness að fyrirtæki sitt mundi innan skamms hefja viðræður við Osta- og smjörsöluna sf. og Mjólkursam- söluna um kaup á hráefni til að hefja framleiðslu, á viðbiti og öðr- um mjólkurafurðum, í höfuðstöðv- um fyrirtækisins í Þverholti. Páll segir að gott tækifæri til að byggja upp öflugt fyrirtæki um framleiðslu mjólkurafurða hafi glatast þegar landbúnaðarráðherra ákvað að úrelda mjólkursamlagið. Nú hafí Sól hf. aftur á móti ákveð- ið að leita samninga við samkepnn- isaðila sína og einu hráefnisfram- leiðendur mjólkurafurða í landinu. Viðbit og kókómjólk Ávarp Ólafs G. Einarssonar nýkjörins forseta Alþingis eftir forsetakjör Álitamál að þingmenn séu jafnframt ráðherrar ÓLAFUR G. Einarsson, nýkjörinn forseti Alþingis, sagði á Álþingi í gær að styrkja þyrfti stöðu Álþing- is í stjórnkerfinu og sú skoðun mætti ekki festast í sessi að þingið sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn á hveijum tíma. „Raunar eru skilin milli löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds, milli Alþingis og ríkisstjómar, milli Al- þingis og ýmissa stjórna og ráða utan þingsins, ekki skörp. Þess vegna leggja nú ýmsir áherslu á að alþingismenn sitji ekki í stjórnum og ráðum utan þingsins, telja það ekki samræmast góðum stjómar- háttum og aðgreiningu löggjafar- valds og framkvæmdavalds. Þó þykir sumum eðlilegt að alþingis- menn séu jafnframt ráðherrar, æðstu menn framkvæmdavaldsins. Það hlýtur þó að vera álitamál," sagði Olafur. Meiri háttvísi Ólafur G. Einarsson var einn í kjöri til embættis forseta Alþingis í gær og fékk hann 45 atkvæði en 15 atkvæðaseðlar voru auðir. í ávarpi eftir kjörið fjallaði hann meðal annars um þau mál sem hugur hans stæði til að vinna að. Þar nefndi hann að draga þyrfti upp aðra mynd af þingstörfunum en nú birtist almenningi gegnum fjölmiðla. Þingmenn gætu sýnt meiri háttvísi í orðavali og fram- göngu hver gagnvart öðram enda væru það þingmenn sjálfir sem hefðu mest áhrif á hver ímynd þingsins væri í augum þjóðarinnar. Olafur sagðist ekki geta leynt þeirri skoðun sinni að þingstörfin hefðu ekki tekið mið af þeim miklu breytingum sem orðið hefðu á mörgum sviðum þjóðlífsins í fjöl- miðlun, boðskiptum og margvíslegri tæknivæðingu. Umræðuhefðin á Alþingi ætti með öðra þátt í veikri stöðu þess gagnvart framkvæmda- valdinu og áliti almennings. „Það er mjög mikilvægt að Al- þingi rífi sig upp úr því fari sem það hefur lent í á undanförnum áram. Almenningur, sem nú fylgist með störfum okkar daglega, gerir ríkar kröfur um vitrænan málflutn- ing, snarpar umræður og tilþrif hér á Alþingi. Þess vegna verðum við að setja strangar reglur um umræð- ur og gera meiri kröfur til sjálfra okkar en verið hefur um sinn,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði einnig mikilvægt að bæta úr húsnæðismálum Alþingis og starfsaðstöðu þingmanna og hvatti til þess að launamál og starfskjör þingmanna yrðu tekin til endurskoðunar. Hann sagði að margir þeirra, sem kjömir væru til setu á Alþingi, lækkuðu við það í launum og hann hefði áhyggjur af Alþingi sem stofnun, ef launakjör og starfsaðstaða fældu hæfa menn frá þátttöku 1 stjórnmálastörfum. Til viðbótar við forseta kaus Al- þingi sér í gær fjóra varaforseta. Þeir era Ragnar Arnalds Alþýðu- bandalagi sem verður 1. varafor- seti, Sturla Böðvarsson Sjálfstæðis- flokki, 2. varaforseti, Guðni Ágústs- son Framsóknarflokki, 3. varafor- seti og Guðmundur Árni Stefánsson 4. varaforseti. Morgunblaðið/Þorkell „Ef Osta- og smjörsalan og Mjólkursamsalan era tilbúnar til að selja okkur mjólkurafurðir á verði sem er samkeppnishæft mun- um við hefja framleiðslu á viðbiti úr smjöri, ekki ósvipað Smjörva, og kókómjólk,“ sagði Páll í-sam- tali við Morgunblaðið. „Það á þó alveg eftir að koma í ljós hvort þeir gera okkur tilboð sem tryggir samkeppnishæfni okkar. Þeir ráða miklu með tilboði sínu, hvort við eigum möguleika að komast inn á markaðinn,“ sagði Páll. Lögreglan slökkti á sjónvarpinu LÖGREGLAN í Reykjavík var síðdegis í fyrradag kölluð í hús í austurbænum vegna heimilisófriðar. Ágreiningur var meðal fjölskyldufólks um hvaða sjónvarpsstöð ætti að horfa á. Deilt var um hvort horfa ætti á beina útsendingu frá leik í heimsmeistarakeppninni í handbolta í Ríkissjónvarp- inu, eða horfa á framhalds- þáttinn Nágranna, sem sýnd- ur var á sama tíma á Stöð 2. Niðurstaða fékkst í málið með aðstoð lögreglu með sam- komulagi um að slökkt yrði á sjónvarpinu og á hvoruga stöðina horft. UNDANFARIÐ hefur verið unnið að framkvæmdum við minjar tengdar heitu laugunum í Laugardal, til að stuðla að varðveizlu þeirra og greiðum aðgangi almennings. Að sögn Jóhanns Pálssonar, garðyrkju- stjóra Reykjavíkur, er annars vegar um að ræða þvottalaug- arnar, sem eru mikilvægar minjar um atvinnusögu kvenna í Reykjavík, en þangað fóru Minjar í Laugardal varðveittar konur oft um langan veg til þvotta. Hins vegar hefur dælu- hús fyrstu hitaveitu Reykvík- inga verið gert upp. Hitaveitan, sem tekin var í notkun snemma á fjórða áratugnum, hitaði með- al annars Austurbæjarskólann og Sundhöllina. Hitaveita Reykjavíkur kostar fram- kvæmdirnar, garðyrkjudeild borgarinnar hefur séð um að lagfæra umhverfið og Árbæj- arsafn sett upp skilti með upp- lýsingum um minjarnar. Svæðið verður opnað með viðhöfn í byijun júní. Fallið frá samræmingn staðaruppbótar að sinni Heilbrigðisráðherra vísar deilu við hjúkrun- arfræðinga til stjórna sjúkrahúsa INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra hefur sent stjórnum sjúkrahúsanna á landsbyggðinni bréf þar sem þær era hvattar til að leysa deilu við hjúkrunarfræð- inga. Um 200 hjúkranarfræðingar ætla að hætta störfum um næstu mánaðamót ef ákvörðun um upp- sögn á staðaruppbót verður ekki endurskoðuð. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði að af- staða heilbrigðisráðherra væri að ágreiningiir um staðaruppbætur til hjúkrunarfræðinga yrði aðeins leystur heima í héraði. Hann sagði að þessi afstaða þýddi að fallið hefði verið frá, a.m.k. að sinni, ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra að samræma greiðslur á staðaruppbót til hjúkrunarfræðinga. Þórir sagði að heilbrigðisráðu- neytið ætlaðist til þess að sjúkra- húsin leystu þetta mál innan ramma fjárlaga. Það væri hins vegar ljóst að flest ættu þau erfitt með að gera það án þess að til kæmi auka- fjárveiting úr ríkissjóði. Hann sagði að í bréfinu væra settar fram tiilög- ur um aukaljárveitingar. í bréfí ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að viðbótarfjárveit- ingin leiði til samsvarandi lækkunar á fjárveitingu næsta árs. ítrekuð er fyrri afstaða ráðuneytisins um að launagreiðslur og umbun um- fram kjarasamninga sé alfarið á ábyrgð stjómenda. Framkvæmdastjórar óánægðir Strax eftir að framkvæmdastjór- ar sjúkrahúsanna fengu bréf ráð- herra í hendur óskuðu þeir eftir fundi með embættismönnum heil- brigðisráðuneytisins og fjármála- ráðuneytisins. Óánægja kom fram á fundinum með afgreiðslu ráðu- neytisns. Niðurstaða fundarins varð að hópur framkvæmdastjóra óskaði eftir fundi með heilbrigðis- ráðherra. Jóhann Einvarðsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss ' Suður- nesja, sagði að mjög erfitt yrði fyr- ir sjúkrahúsin að leysa þetta mál innan þess ramma sem heilbrigðis- ráðherra setti. Hann sagðlað tíminn væri skammur og því ættu stjóm- irnar ekki annan kost en að snúa sér strax að því að leysa þetta. Rætt við bændur um stækkun lóns STJÓRNARMENN Landsvirkjunar áttu í gærkvöldi viðræður við sam- ráðsnefnd sveitarfélaga og oddvita á Blöndusvæðinu, og var þar meðal annars farið yfír það hvernig stað- ið yrði að samningum um stækkun uppistöðulónsins við Blönduvirkjun vegna álversframkvæmda. „Það eru væntanlegra nýir samningar um stækkun álversins, og þá þarf að stækka þarna lón og fleira, og það á eftir að fara yfir þau mál,“ sagði Alfreð Þor- steinsson, stjórnarmaður í Lands- virkjun í samtali við Morgunblaðið fyrir fundinn. ------» » ♦---- Ódýrari tómat- ar og gúrkur HEILDSÖLUVERÐ á tómötum og agúrkum lækkaði um 100 kr. kíló- ið í gær og segir Kolbeinn Ágústs- son, innkaupastjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, að framleiðslan hafí gengið vel í blíðunni að undan- förnu. Segir Kolbeinn að heildsöluverð á tómötum hafi lækkað í 399 krón- ur og í 199 krónur á agúrkum í gær. Heildsöluverð á papriku sé óbreytt, í kringum 700 krónur kíló- ið, þar sem hún sé nýkomin á markað. ------» ♦ ♦---- Aukinn hlutur krókabáta dregur úr hag- ræðingu ÆILI stjórnvöld eina ferðina enn að auka hlutdeild krókabáta í þorsk- afla á kostnað annarra í sömu at- vinnugrein, mun slík mismunun auka óvissu í sjávarútvegi og draga úr allri hagræðingu, stjórnvöld munu missa stuðning annarra útgerða við kvótakerfið og með því grafa undan eigin markmiðum í fiskveiðistjórn- uninni. Svo segir í yfirlýsingu Útvegs- mannafélags Reykjavíkur, sem kom- ið var á framfæri við þingmenn Reykjavíkur og sjávarútvegsráð- herra í gær. • Yfirlýsing/47 í > \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.