Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 15
NEYTEIMDUR
starfsfólks á tannlæknastofum sem
meðhöndla efnið nær daglega. Þær
hafi leitt það í ljós að heilsufar
þeirra er síst verra en annarra ein-
staklinga.
Plastfyllingar ekki gallalausar
Pettersen viðurkenndi að þús-
undir manna á Norðurlöndum, eink-
um í Svíþjóð, hafi látið skipta um
fyllingu í tönnum sínum eftir að
fullyrðingar voru settar fram um
að kvikasilfur í amalgamfyllingum
spillti heilsu fólks. Hann varaði fólk
við því að skipta um fyllingar þar
sem plastfyllingar væru hreint ekki
gallalausar.
Takmarkanir á notkun
amalgams
Fram kom í máli Pettersens að
notkun amalgamfyllinga væri háð
takmörkunum í nokkrum Evrópu-
löndum, þ.á m. í flestum ríkum
Norðurlanda. Hann skýrði það
þannig að það hafi verið gert í því
skyni að gæta fyllsta öryggis á
meðan verið væri að rannsaka efn-
ið til hlítar. Einnig hafi það verið
gert til að takmarka magn kvika-
silfurs sem berst út í umhverfið frá
tannlæknastofum og minnka þann-
ig hættuna á kvikasilfursmengun
úr frárennslum. Nú væri aftur á
móti fáanleg tæki með útbúnaði
sem safnaði málmúrgangi frá tann-
læknastofum.
Besta fyllingarefnið
Magnús R. Gíslason yfirtann-
læknir, sem situr í stjórn samnorr-
ænu eftirlitsstofnunarinnar fyrir
hönd íslands ásamt Sigfúsi Þ. Elías-
syni prófessor, fullyrðir að amalg-
am sé enn þann dag
í dag besta og jafn-
framt ódýrasta
tannfyllingarefnið
og einkum í þeim
tilvikum þegar
skemmdir eru stór-
ar. Hann segir að
plastfyllingar þoli
ekki mikið bitálag
og séu því eingöngu
nothæfar á litla
fleti. Amalgamfyll-
ingar verndi tenn-
urnar betur og endist einnig mun
lengur.
Magnús benti á það að ef tann-
læknar mæltu gegn amalgamfyll-
ingum og hvettu fólk til að láta
skipta um fyllingar í _sér leystist
atvinnuleysisvandamál allra tann-
lækna. Slíkar aðgerðir væru gull-
náma fyrir stéttina. Aftur á móti
réði fagleg afstaða tannlækna sem
bæði teldu amalgam hættulaust og
mjög gott fyllingarefni.
Skaðleg umræða
Sigús Þ. Elíasson sagði að her-
ferðin gegn amalgamfyllingum
væri eins og baráttan gegn flúor-
efnum í eina tíð. Allir hefðu viður-
kennt nú að eiturefnið flúor væri
hættulaust sé það
notað á réttan hátt
og í hæfilegu
magni. Hann full-
yrti að umræðan
um „skaðvaldinn“
amalgam væri afar
skaðleg. í raun
væri verið að etja
fólki út í kostnað-
arsamar aðgerðir
við að skipta um
fyllingar auk þess
sem kvikasilfurs-
magnið aukist hreinlega við að
skipta um fyllingu. Hann viður-
kenndi að ekki væri hægt að úti-
loka að amalgamfyllingar hefðu
hliðarverkanir en enn síður væri
hægt að fullyrða afdráttarlaust að
efnið valdi sjúkdómum líkt og
margir gerðu.
Enn síóur er
hægt aó ffull-
yróa afdráttar-
laust aó efnió
valdi sjúkdóm-
um likt og
margir gera
Samtök éhugafólks
um áfengis- og
vímuefnavandann
Unglingar
ogáfengi
- blanda sem
fer ekki
saman
Forvarnir eru lykillinn að því að
halda unglingum frá áfengi.
Forvarnastarf SÁA byggist á öflugri
fræðslu fyrir foreldra og unglinga.
Kaupum Álfinn
fyrir unga fólkið