Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 15 NEYTEIMDUR starfsfólks á tannlæknastofum sem meðhöndla efnið nær daglega. Þær hafi leitt það í ljós að heilsufar þeirra er síst verra en annarra ein- staklinga. Plastfyllingar ekki gallalausar Pettersen viðurkenndi að þús- undir manna á Norðurlöndum, eink- um í Svíþjóð, hafi látið skipta um fyllingu í tönnum sínum eftir að fullyrðingar voru settar fram um að kvikasilfur í amalgamfyllingum spillti heilsu fólks. Hann varaði fólk við því að skipta um fyllingar þar sem plastfyllingar væru hreint ekki gallalausar. Takmarkanir á notkun amalgams Fram kom í máli Pettersens að notkun amalgamfyllinga væri háð takmörkunum í nokkrum Evrópu- löndum, þ.á m. í flestum ríkum Norðurlanda. Hann skýrði það þannig að það hafi verið gert í því skyni að gæta fyllsta öryggis á meðan verið væri að rannsaka efn- ið til hlítar. Einnig hafi það verið gert til að takmarka magn kvika- silfurs sem berst út í umhverfið frá tannlæknastofum og minnka þann- ig hættuna á kvikasilfursmengun úr frárennslum. Nú væri aftur á móti fáanleg tæki með útbúnaði sem safnaði málmúrgangi frá tann- læknastofum. Besta fyllingarefnið Magnús R. Gíslason yfirtann- læknir, sem situr í stjórn samnorr- ænu eftirlitsstofnunarinnar fyrir hönd íslands ásamt Sigfúsi Þ. Elías- syni prófessor, fullyrðir að amalg- am sé enn þann dag í dag besta og jafn- framt ódýrasta tannfyllingarefnið og einkum í þeim tilvikum þegar skemmdir eru stór- ar. Hann segir að plastfyllingar þoli ekki mikið bitálag og séu því eingöngu nothæfar á litla fleti. Amalgamfyll- ingar verndi tenn- urnar betur og endist einnig mun lengur. Magnús benti á það að ef tann- læknar mæltu gegn amalgamfyll- ingum og hvettu fólk til að láta skipta um fyllingar í _sér leystist atvinnuleysisvandamál allra tann- lækna. Slíkar aðgerðir væru gull- náma fyrir stéttina. Aftur á móti réði fagleg afstaða tannlækna sem bæði teldu amalgam hættulaust og mjög gott fyllingarefni. Skaðleg umræða Sigús Þ. Elíasson sagði að her- ferðin gegn amalgamfyllingum væri eins og baráttan gegn flúor- efnum í eina tíð. Allir hefðu viður- kennt nú að eiturefnið flúor væri hættulaust sé það notað á réttan hátt og í hæfilegu magni. Hann full- yrti að umræðan um „skaðvaldinn“ amalgam væri afar skaðleg. í raun væri verið að etja fólki út í kostnað- arsamar aðgerðir við að skipta um fyllingar auk þess sem kvikasilfurs- magnið aukist hreinlega við að skipta um fyllingu. Hann viður- kenndi að ekki væri hægt að úti- loka að amalgamfyllingar hefðu hliðarverkanir en enn síður væri hægt að fullyrða afdráttarlaust að efnið valdi sjúkdómum líkt og margir gerðu. Enn síóur er hægt aó ffull- yróa afdráttar- laust aó efnió valdi sjúkdóm- um likt og margir gera Samtök éhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Unglingar ogáfengi - blanda sem fer ekki saman Forvarnir eru lykillinn að því að halda unglingum frá áfengi. Forvarnastarf SÁA byggist á öflugri fræðslu fyrir foreldra og unglinga. Kaupum Álfinn fyrir unga fólkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.