Morgunblaðið - 18.05.1995, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
TÓNLIST án hljóðs. Þannig er heimur
skoska slagverksleikarans Evelyn
Glennie, sem leika mun einleik með
Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld. Hún er
heyrnarlaus en hefur engu að síður brotist
til mikils frama í heimi tónlistarinnar og
þykir í dag einn snjallasti einleikarinn úr
röðum slagverksleikara í heiminum. Heyrn-
arleysið háir henni ekki, enda segir hún að
líkaminn sé samstillt heild. Hin skynfærin
hafi einfaldlega skerpst þegar heyrnin hvarf.
Evelyn heyrir ekki tónana en getur lesið
nótur. „Eg hef góða tónskynjun og get því
heyrt tóna í höfðinu og sett þá í samhengi
við aðra tóna. Ég verð hins vegar að læra
tónverkin í heild því þó ég sé að spila ein-
leik með hljómsveitum verð ég að vita hvað
er að gerast í kringum mig.“ En skyldi þá
ekkert mega út af bera; hvað ef hljómsveit-
in spilar of hratt eða of hægt? „Það er ekki
mitt vandamál,“ segir Evelyn sposk á svip,
„heldur hljómsveitarstjórans. Mitt hlutverk
er bara að spila. Ég bregð mér þó oft úr
skónum svo ég geti numið titringinn frá
hljómsveitinni."
Sópaði að sér verðlaunum
Þegar Evelyn var átta ára fór hún að
glata heyrn. Læknar voru ráðþrota og frá
tólf ára aldri hefur hún verið nánast heyrn-
arlaus. Fötlunin hefur þó síð'.'.r en svo staðið
tónlistargáfum hennar fyrir þrifum. Ung að
árum lærði Evelyn á píanó og klarinett en
um líkt leyti og hún missti heymina hóf hún
nám á pákur og slagverk. Hæfileikamir
voru ótvíræðir og á námsárunum sópaði hún
að sér verðlaunum.
Frá 1986 hefur Evelyn ferðast sem ein-
leikari víða um heim og komið fram með
heimskunnum hljómsveitum og listamönn-
um. Hún var meðal annars fyrsti slagverks-
leikarinn til að leika einleik í Royal Albert
Hall í Loiidon. Evelyn hefur sent frá sér
fjölda geislaplatna, verið valin kona áratug-
arins í Skotlandi og tekið við bresku heims-
veldisorðunni. Þá komu æviminningar henn-
ar, „Good Vibrations", út fyrir nokkrum
árum. Þessi 29 ára gamla kona er með öðr-
um orðum á góðri leið með að sigra heiminn.
Evelyn er óvenjulegur listamaður þótt hún
geri ekki mikið úr því sjálf. „Ég hef alltaf
viljað vera eðlileg manneskja. Mig langaði
til að beita röddinni þótt ég yrði að læra
að stýra henni upp á nýtt.“ Hún les fyrirhafn-
arlaust af vörum og talar gjörsamlega lýta-
laust. Skoski hreimurinn er meira að segja
á sínum stað. Það er því erfitt að sjá að um
heyrnarlausan einstakling sé að ræða þegar
maður hittir Evelyn Glennie að máli.
Kynnir ný verk
Slagverktónlist ruddi sér ekki til rúms í
heimi hinnar klassísku tónlistar fyrr en um
miðbik þessarar aldar. Verkin hvíla því ekki
á fornum grunni. Evelyn leggur sig í líma
til að koma nýjum verkum á framfæri, enda
vill hún auka hróður slagverksins. Hún hef-
ur unnið náið með mörgum tónskáldum og
verið þeim innan handar með því að veita
Morgunblaðið/Kristinn
EVELYN Glennie er í hópi snjöllustu slagverksleikara heims. Sinfóníuhljóm-
sveit Islands mun njóta krafta hennar á tónleikum í kvöld.
Tónlist án hljóðs
Skoski slagverksleikarinn Evelyn Glennie, sem meðal
annars hefur starfað með Björk Guðmundsdóttur, mun
■ - --------------------------------------------—-----
leika einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í
kvöld. Orri Páll Ormarsson hitti hana að máli en mörg-
um þykir frami hennar tíðindum sæta þar sem lista-
konan hefur verið heymarlaus frá 12 ára aldri.
tæknilega ráðgjöf. í þakklætisskyni hafa
mörg þeirra samið verk sem eru sérstaklega
ætluð henni. Evelyn kveðst eiga liðlega 300
slagverkskonserta í fórum sínum en hefur
ekki flutt nema 53 þeirra opinberlega. Enn
er því af nógu að taka.
Évelyn hefur í mörg hom að líta. Hún
þeytist heimshorna á milli og heldur um 110
tónleika á ári hveiju. Þá fer dtjúgur tími í
upptökur, kennslu, viðtöl og aðra fylgifiska
frægðarinnar. „Þetta er stíf dagskrá og ég
hef verið mjög upptekin undanfarin ár. Ég
eyði yfirleitt sjö mánuðum á ári erlendis
þannig að ég er lítið heima. Engu að síður
er þetta þess virði.“
Évelyn hefur unnið hug og hjörtu fóiks í
flestum heimshlutum. Stjarna hennar skín
skært í Evrópu og Bandaríkjunum en hún
hefur jafnframt átt mikilli velgengni að
fagna í austurlöndum fjær - einkum í Jap-
an. Þá sótti Evelyn Indland heim í fyrra
með góðum árangri og nú vill hún kveða
sér hljóðs í Austur-Evrópu. „Ég á einnig
eftir að fara til Afríku sem skýtur nokkuð
skökku við þar sem ég er slagverksleikari."
Safnar hljóðfærum
Evelyn kynnir sér jafnan slagverksmenn-
inguna þegar hún fer um framandi slóðir.
Hún kveðst ávalit vera opin fyrir nýjum tón-
verkum og ekki síður hljóðfærum. Þeim safn-
ar hún og prýða nú um 700 stykki heimiii
hennar á Bretlandi. „Á ísland einhveija sér-
staka trommu sem er hvergi til annars stað-
ar?“
Á efnisskránni í kvöld eru verkin Marea
eftir Magnus Lindberg, Marimbakonsert eft-
ir Áskel Másson og Le Mer eftir Claude
Debussy. Hljómsveitarstjóri er Osmo
Vánská. „Ég er mjög þakklát fyrir að fá
tækifæri til að koma fram með Sinfóníu-
hljómsveit íslands, sem er góð hljómsveit,"
segir Evelyn. „íslensk tónskáld hafa líka
verið að semja mikið af góðri tónlist og ég
veit fyrir víst að fjöldi breskra tónlistar-
manna hefur hug á að fræðast betur um
íslenska tónlist."
Evelyn hefur margsinnis starfað með
Áskeli Mássyni og meðal annars flutt verk
hans víða um heim. Nú síðast lék hún verk
hans, Konsertþátt fyrir litla trommu og
hljómsveit, á tónleikaferðalagi um Kanada
í febrúar síðastliðnum. Hún hefur hins vegar
ekki flutt Marimbakonsertinn í annan tíma,
en hann var saminn árið 1987 að beiðni
Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar fyrir slag-
verksleikarann Roger Carlsson.
Með Björk á MTV
Evelyn þekkir ekki fleiri ísiensk tónskáld
frá fyrstu hendi en hefur haft kynni af nokkr-
um tónlistarmönnum. Þeirra á meðal Björk
Guðmundsdóttur. Var hún meðal annars í
hópi hljóðfæraleikara sem studdu við bakið
á söngkonunni í þætti úr straumlausu sjón-
varpsþáttasyrpunni MTV-Unplugged.
Eveiyn hefur getið sér gott orð sem laga-
smiður, en hún semur einkum fyrir heimild-
armyndir, útvarp og sjónvarp. Hún hefur
komið sér upp hljóðveri í híbýlum sínum og
nýverið bauð hún Björk að sækja sig heim.
Brugðu stöllurnar á leik og útkoman var sex
vísar að lögum. Einn þeirra hefur tekið á
sig heilsteypta mynd og mun að líkindum
verða á næstu plötu Bjarkar.
„Ég vil gera meira af því að vinna með
öðrum tónlistarmönnum í framtíðinni og það
er mjög áhugavert að vinna með Björk,“
segir Evelyn. „Hún er með mjög „instrumen-
tal“ rödd sem mér líkar mjög vel. Björk er
líka harðdugleg og nákvæm og veit hvað
hún viil. Ég vona því að við eigum eftir að
starfa meira sarnan."
Evelyn Glennie hefur komið tónlistarheim-
inum í opna skjöldu. Með jákvæðu hugarf-
ari, mikilli vinnu og heilmiklum hæfileikum
hefur henni tekist að skipa sér á bekk með
efnilegustu tónlistarmönnum heimsins. Ef
til vill á henni eftir að takast að helja slag-
verkið upp í hæðir sem hefðbundnari hljóð-
færi hafa einokað til þessa.
Vettvangur fyrir
vaxtarbrodda
Listaklúbbur Leikhúskjallarans hefur staðið fyrir fjöl-
breyttri dagskrá í vetur og efndi í fyrsta sinn til
klassískra tónleika fyrr í vikunni. Orri Páll Ormarsson
upplifði stemninguna á staðnum.
AÐ ER mánudagskvöld í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans. Ljósin dofna í saln-
um og kastljósið beinist að sviðinu.
Tveir ungir gítarleikarar stilla saman strengi
sína og hefja leik. Á efnisskránni eru verk
eftir Machado, Morel, Ponce og fleiri suðræn
tónskáld. Samleikurinn varir um hríð en síð-
an víkja listamennirnir úr öndvegi undir dynj-
andi lofataki áheyrenda. Þeir snúa aftur, eilít-
ið hrærðir og flytja léttan tangó áður en
þeir hverfa endanlega af vettvangi.
Þetta er ekki lýsing á hefðbundnu kvöldi
í Listaklúbbnum enda eru þau ekki til. Klúb-
burinn kappkostar nefnilega að brydda upp
á nýjungum en markmið hans er einfaldlega
að standa fyrir fjölbreyttri og vandaðri menn-
ingar- og skemmtidagskrá og vera vettvang-
ur fyrir hverskonar listsköpun sem ekki
krefst mikils ytri umbúnaðar en býr' yfir
stærð einfaldleikans. Einu gildir hvort átt
er við ljóðalestur, tónlist, leiklist, dans, um-
ræður, gjörninga, fróðleik eða upplestur.
Fyrstu klassísku tónleikarnir
Listakiúbburinn hefur starfað í hálft annað
ár í Leikhúskjallaranum en klassískir tónar
hafa ekki oft ómað um salinn. Reyndar eru
þetta fyrstu formlegu klassísku tónleikarnir
sem þar eru haldnir. Það má því með sanni
segja að gítarieikararnir ungu, Hinrik
Bjarnason og Rúnar Þórisson, hafi rennt blint
í sjóinn en þeir hafa ekki í annan tíma spilað
duo á tónleikum hér á landi.
Það hafa Guðrún Birgisdóttir flautuleikari
og Sophie Schoonjans hörpuleikari ekki heid-
ur gert, en þær stíga næstar á svið. Sameina
þær krafta sína í verkum eftir Fauré, Jón
Hlöðver Áskelsson, Atla Heimi Sveinsson,
SOPHIE Schoonjans, Hinrik Bjarna-
son, Rúnar Þórisson og Guðrún Birgis-
dóttir léku á fyrstu klassísku tónleikun-
um í Listaklúbbi Leikhúskjallarans.
Debussy og fleiri og fellur framlag þeirra
einnig í fijóa jörð. Verða stöllurnar að hneigja
sig í bak og fyrir áður en áheyrendur sleppa
þeim.
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, burðar-
ásinn í starfi Listaklúbbsins, er í sjöunda
himni eftir tónleikana. Ber hún lof á listafólk-
ið og kveðst að auki vera þakklát fyrir að
áheyrendur skuli láta sjá sig í blíðunni. Hef-
ur hún í hyggju að gangast fyrir fleiri klass-
ískum tóníeikum og nefnir sérstaklega unga
listamenn í því samhengi. „Mig langar til að
efna til tónleikaraðar með ungu tónlistarfólki
sem stundar nám erlendis þegar það kemur
heim í jólafrí." Áhugafólk um klassíska tón-
list ætti því að fá eitthvað fyrir sinn snúð í
Listaklúbbi Leikhúskjallarans á næsta starfs-
ári.
Að sögn Sigríðar er klúbburinn stöðugt á
höttunum eftir nýju listafólki til að troða
upp. „Við gerum vitanlega kröfur um gæði
en að öðru leyti er rýmið það eina sem setur
okkur skorður.“
Öllum er fijálst að ganga í Listaklúbbinn
en hann hefur nú tæplega 200 manns innan
sinna vébanda. Félagarnir greiða ársgjald
og segir Sigríður að sá stuðningur sé ómetan-
legur. Þá munu Landsbankinn, rekstraraðilar
Leikhúskjallarans og Þjóðleikhúsið hafa lagt
hönd á plóginn.
Starfsárið senn á enda
Sigríður segir að fastur kjarni klúbbfélaga
láti ávallt sjá sig þegar eitthvað sé um að
vera í kjallaranum. Aðrir séu ekki eins virk-
ir. Listaklúbburinn bíður yfirleitt upp á fiýja
dagskrá á hveiju mánudagskvöldi en þó hef-
ur komið fyrir að dagskrá hafi verið endur-
tekin vegna fjölda áskorana.
Sigríður lítur yfir farinn veg með bros á
vör. Hún kveðst í fyrstu hafa verið rög við
að leggja mánudagskyöld undir dagskrá
klúbbsins. Sá ótti reyndist vera ástæðulaus.
„Þetta hefur gengið alveg ofsalega vel en
listamennirnir sem komið hafa fram á vegum
klúbbsins skipta orðið hundruðum. Þeir hafa
undantekningarlaust iagt sig alla fram sem
er stórkostlegt enda stendur klúbburinn og
fellur með vilja þeirra til að koma fram á
þessum vettvangi.“
Starf Listaklúbbsins er senn á enda á þessu
starfsári en fyrirhugað er að taka upp þráð-
inn í september. Sigríður gerir fastiega ráð
fyrir að starfsemin verði með svipuðu sniði.
„Ég er mjög sátt við þá þróun sem hefur
átt sér stað og vonandi á þessi starfsemi
eftir að hlaða utan á sig. Við viljum að Lista-
klúbburinn verði vettvangur fyrir vaxtar-
brodda í íslensku menningarlífi."