Morgunblaðið - 18.05.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 18.05.1995, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LEIKHÚSSAFNIÐ í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn opnaði nýlega sýningu um feril leikarans Ebbe Rode. Sýndar verða myndir og teikningar, búningar ofl. þar sem rakinn er leik- ferill Rodes frá árinu 1931 er han sté' fyrst á svið. Þá eru sýnd verk eftir Rode en hann hefur fengist við ritstörf og myndlist. Sýningin er í til- efni 85 ára afmælis Ebbe Rode þann 10. maí. „SAMEINUÐ dönsum vér“ er nýhafin alþjóðleg danshátíð sem hófst í San Fransiskó í síðustu viku. Hún er haldin í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Rambert- danshópurinn sýnir nýtt verk eftir Christopher Bruce við saxófónkonsert Michaels Nyman en auk þess koma fram Bolshoi-ballettinn, Astralski bal- lettinn, Konunglegi danski ballettinn og San Fransiskó-ballettinn. POMPIDOU-safnið í París opnaði nýverið sýningu á verkum rúmenska myndhöggvarans Constantin Branusci (1876-1957). Branusci þótti feta veginn á milli abstraktlistar og figúratívar í listsköpun sinni. Hann starfaði í París og ánafnaði franska ríkinu verk sín að honum látnum. Sýningin stend- ur fram á haust og flyst í október í Philadelphia Museum of Art. BRESKI leikarinn Derek Jacobi hefur fengið ein- valalið til að koma fram á leiklistarhátíðinni í Chichester. Sjálfur fer Jacobi með hlutverk Hadr- ians VII í samnefndu leikriti Peter Luke en auk hans má nefna Ian Richardson sem stígur á svið í fyrsta sinn í 20 ár, Lauren Bacall, Harold Pint- er, sem einnig leikstýrir tveimur leikritum, Pene- lope Keith, Ian Carmichael og Daniel Massey. ÞAÐ nýja leikrit sem fengið hefur bestar móttök- ur breskra gagnrýnenda á þessu ári, „Dealer’s Choice“ (Val gjafarans) eftir Patrick Marber, hefur verið tekið til sýninga í Vaudeville-leikhús- inu á West End en það var frumsýnt I þjóðleikhús- inu breska. Fjallar það, eins og nafnið gefur til kynna, um heim pókerspilara sem allir eru karl- kyns, nema hvað! SOKUM bágs efnahagsástands í Rússlandi, gefast áhugafólki um tónlist æ fleiri tækifæri á að sjá og heyra í rússneskum tónlistarmönnum á Vestur- löndum. Það á ekki síst við um Parísarbúa en Théatre des Champs-Elysées er orðið að nokkurs konar höfuðstöðvum Rússa. Fyrr á leikárinu sýndi ópera Marinskíj-leikhússins í Pétursborg og ný- lega heimsótti Fílharmónía Pétursborgar, þekkt- asta sinfóníuhljómsveitin á sovéttímanum, París. KONUNGLEGA leikhúsið í Kaupmannahöfn hef- ur nú komið sér upp nýju miðasölukerfi, sem á að auðvelda fólki að verða sér út um miða og koma í veg fyrir að fáir útvaldir komist yfir miða á vinsælustu sýningarnar. Frá og með 21. júní getur fólk hringt í miðasöluna og pantað miða með því að slá inn númer, svipað og í ýmsum þjónustusímum hér á landi. • ÚT eru komnar þriðja og fjórða bók um spæjaramunkinn bróður Cadfael, Líkþrái maðurinn og Athvarf öreigans. Fyrstu tvær bækurnar komu út í janúar, Líki ofaukið og Bláhjálmur. Bækumar um bróður Cadfael eru sérstakur bókaflokkur þar sem aðalhetjan er munkurinn Cadfael, spæjari í sérflokki. Hver bók er sjálfstæð saga og gerist á 12. öld í og við Benedikts munkak- laustrið í Shrewsbury á Englandi. Nýjar bækur Höfundur bókanna er Edith Pargeter, en skrifar þær undir höfundarnafninu Ellis Peters. í fyrra voru gerðar sjónvarps- kvikmyndir eftir fjórum bókanna, með Sir Derek Jacobi í hutverki Cadfaels. Þessar myndir fengu svo góðar móttökur að ákveðið var að gera myndir eftir sex bók- um í viðbót. Islenska sjónvarpið tryggði sér sýningarréttinn á fjór- um fyrstu myndunum og hefur þegar sýnt þær. Útgefandi er Ftjáls ijölmiðlun. Verð hverrar bókar er hið sama ogá Úrvalsbókum, 895 kr. bókin. Líkþrái maðurinn ogAthvarf ör- eigans verða auk þess, eins og tværfyrri bækurnar, íboði báðar saman ípakka á sérstöku kynn- ingarverði, 1.340 kr. pakkinn. Bækurnar eru hvor um sig 222 bls. að lengd. Þýðendur eru Elín Margrét Hjelm ogRósa Anna Björgvinsdóttir. mundu! a j_i ....f.stafa símanúmer Símanúmera- breytingarnar taka gildi laugar- daginn 3. júní Númer breytast sem hér segir: 55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 42 bætist framan við öfl símanúmer á Suðurnesjum 43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi 456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum 45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra 46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra 47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi 48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer. Farsíma- og boðtækjanúmer. Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989. PÓSTUR OG SIMI Guðrún E. Ólafsdóttir við verk sín. Sundurlaus stíldæmi MYNPLIST L i s t h ú s i ð í Laugardal MÁLVERK GUÐRÚN E. ÓLAFSDÓTTIR Opið mánud. - laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 20. maí. Aðgangur ókeypis ÞAÐ hefur verið fremur hljótt um sýningarhald í Listhúsinu í Laugardal það sem af er árinu, þó þar hafi verið stöðug starfsemi í gangi. Flestir sýnenda undanfar- in tímabil hafa verið úr hópi listá- hugafólks, sem sinnt hefur listinni í hjáverkum, en af áhuga og oft smekkvísi, án þess að hafa notið formlegrar menntunar eða mikill- ar leiðsagnar á því sviði. Slíkir listamenn eru jafn misjafnir og þeir eru margir, og í sjálfu sér ekki ástæða til að fjalla um verk þeirra á sama grunni og hinna lærðu, sem gera má meiri kröfur til. Oft ber áhugafólk í listinni þó með sér ferskan blæ og ný við- horf, og er rétt að minna á að meðal íslenskra listamanna er að fínna einstaklinga, sem aldrei hafa sótt listaskóla, en samt náð í fremstu röð; nægir þar að nefna Gunnar Om Gunnarsson og Krist- ján Guðmundsson sem ólik dæmi um slíka menn. Guðrún E. Ólafsdóttir hefur hins vegar hefðbundna listmennt- un að baki, en hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1986 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum frá þeim tíma, en þetta mun vera önnur einkasýning hennar. Hún hefur áður m.a. sýnt grafíkverk og pastelmyndir, en á sýningunni hér er eingöngu að finna olíumál- verk. Fyrir nokkrum árum hélt Guð- rún sýningu með bræðrum sínum í Gallerí Borg, þar sem undirritað- ur minnist einkum samsettra mynda hennar, þar sem margar litlar myndir komu saman í einum stórum fleti, sem varð afar fjöl- breyttur fyrir vikið. Þetta voru bestu verkin á annars ómyndugri sýningu. Að þessu sinni er ekki að finna neinar slíkar samsetningar í verk- um listakonunnar, heldur sýnir hún hér málverk af öllum stærðum og gerðum, allt frá hinu örsmáa upp í nokkuð stórar myndir. Þessi óreglusemi stærðanna endurspegl- ar með vissum hætti það sem nefna verður sundurleysi málverk- anna sjálfra. Hér er ekki að finna neinn heildarsvip í meðhöndlun efnisins, heldur byggja hinar ýmsu myndir á misjöfnum stíl, ólíkum vinnubrögðum og tilvísunum til erlendra listamanna, þar sem erf- itt er að finna nokkra persónulega stefnu eða viðmiðun. Glæstir rammar gefa sumum verkanna síðan virðuleikablæ, sem myndirn- ar sjálfar standa engan veginn undir. Hér má þannig finna verk með ættarsvip listamanna eins og Fernando Botero (nr. 20 og 21), Edvard Munch (nr. 4 og 12) og Fridu Khalo (nr. 18 og 19), svo nokkur dæmi af fleiri séu mögu- legum séu nefnd. Slík fjölþreifni getur í sjálfu sér verið ágæt, en eigin persónuleg tjáning hlýtur þó ávallt að vera markmið hvers lista- manns, því sundurlaust safn stíl- dæma kemur aldrei í stað mark- vissrar heildar. Best tekst listakonunni upp í nokkrum litlum myndum eins og „Bóndinn (nr. 25) og „Mæðgur nr. 26), þar sem ij'arrænn innileiki ræður ríkjum í meitluðu rýminu, og ekkert truflar sýnina. Hér fer saman ágæt myndbygging og hóf- leg notkun lita, sem saman gera að verkum að heild myndefnisins gengur ágætlega upp. Fleiri verk á svo persónulegum grunni hefðu án efa veitt þessari sýningu þann styrk, sem upp á vantar. Eiríkur Þorláksson * I í > > > I ) > ) \ ) ) ) ) ) ) ) ) > ) ) >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.