Morgunblaðið - 18.05.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 18.05.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENPAR GREINAR Helgi Hálfdanarson Konur og karlar Einhvers staðar hef ég séð því haldið fram, að fimm af hveijum hundrað karlmönnum gætu haft gaman af að klæðast kvenmanns- fötum. Þetta sel ég ekki dýrar en ég keypti. Hitt er alkunna, að eitthvert ámóta hlutfall karl- manna býr yfir einhveiju af því sem löngum hefur verið kallað kveneðli. Flestir munu bæla það með sér, ýmist af ástæðulausri blygðun eða áf vonleysi að geta notið þess. Þó eru þeir til, sem viðurkenna þessa náttúru sína opinskátt, ef ekki af réttmætri hreinskilni, þá ósjálfrátt. Þeir sækjast eftir ýms- um störfum, sem fremur hafa þótt hæfa konum, og tileinka sér að meira eða minna leyti þá háttu, sem hefðin hefur kallað kvenlega. Víst er þessi hneigð misjafnlega rík, allt frá því að gera lítillega vart við sig á einhveiju tilteknu sviði yfir í áleitna þörf örfárra manna á algerum kynskiptum. Um kvenfólk gegnir líku máli. Viðlíka hundraðstala allrar kven- þjóðar er haldin misríkum votti af karleðli, og fer þeim konum fækkandi eftir því sem þeirrar náttúru gætir meir, svo að ein- ungis mjög fáum líður beinlínis illa af því að vera ekki karlmenn. Nú er það ljóst, að konur eiga mun óhægara um vik að sinna karleðli sínu en karlar að njóta sín á kjörnum vettvangi kvenna. Þar strandar á barnsburðar- og móðurhlutverki konunnar, sem með engum ráðum verður af henni létt. Sú tilhögun náttúrunn- ar hefur frá upphafi vega valdið því, að nauðsynjastörf í fjölskyldu og þjóðfélagi hafa skipazt milli kynjanna með þeim hætti sem orðið hefur hefðbundinn. Konunni hefur fallið í skaut að annast börn og heimili og e.t.v. einhver störf utan heimilis, sem eftir að- stæðum geta sámrýmzt þeim verkahring. Hins vegar hefur það komið í hlut karla að annast frem- ur þau störf, sem sízt mega trufþ- ast af meðgöngu, barnsburði, mylkingu og umhirðu ungbarna. Sjálfkrafa koma þar til flest þau viðfangsefni, sem fremur eru bundin samfélagi en heimili. Síð- an hefur það farið eftir aðstæð- um, hversu mjög starfssvið karla og kvenna hafa skarazt. Þessari megin-verkaskiptingu virðast bæði kyn löngum hafa unað vel sem eðlilegri ráðstöfun sjálfrar náttúrunnar. Enda vand- séð, að undan þyrfti að kvarta, ef ekki kæmi til sá ófögnuður, að í krafti aflsmunar hefur karlkynið löngum leitazt við að raska, sér í hag, því jafnvægi sem þar er undirstaða góðrar farsældar. Sá yfirgangur hefur, sem kunnugt er, birzt með ýmsu móti öld eftir öld um alla veröld, og lítt látið undan síga fyrr en baráttan fyrir jafnrétti tók æ víðar að reynast sigursæl. En í kjölfar jafnréttisbaráttu hefur leitað stefna, sem naumast verður við annað kennd en öfgar. Hún er fólgin í þeirri kröfu, að eigi aðeins skuli sem flestar starfsgreinar auðsóttar konum jafnt sem körlum, heldur skuli fjölda einstaklinga í starfsgrein deilt sem næst að jöfnu milli kynj- anna. Á íslandi hefur þessa sjón- armiðs gætt þó nokkuð að undan- förnu. Hin sérpólitísku kvenna- samtök, Kvennalistinn, hafa lýst það stefnu sína, að á Alþingi sitji helzt ekki færri konur en karlar, og það umfram allt í krafti þess eins, að þær séu konur. Og í öðr- um stjórnmálaflokkum eru einnig uppi kröfur kvenna um sem mest- an kvóta til allra embætta og starfa konum til handa. Nú mætti e.t.v. ætla, að sá helmingur mannfólksins á ís- landi, sem er kvenkyns, flykktist fagnandi til fylgis við þessa bar- áttu, enda í lófa lagið að hafa þar flest ráð karla í hendi sér. En viti menn! Þegar til kemur virðist langmestur hluti kvenþjóð- ar andvígur þvílíkum hagsbótum, eða a.m.k. áhugalaus um þær með öllu. Hvað veldur? Svarið liggur í augum uppi: Krafan gengur í berhögg við sjálft eðli langflestra kvenna. Hún er með talsverðu fasi borin uppi af þeim litla hundraðshluta kvenþjóðar sem hlotið hefur í vöggugjöf ögn af karleðli í bland við sína kvenlegu náttúru. Fylgi Kvennalistans virðist fara þverrandi að sama skapi sem for- ustan færir sig upp á skaftið í kvótakröfunum. Konur þær í Sjálfstæðisflokknum, sem þar láta einna mest að sér kveða, lýsa sig fokreiðar yfir því, að ríkisstjórn undir forustu sjálfstæðismanna skuli úr þeim flokki skipuð körlum einum. Þó er ekki svo að sjá sem konur almennt kjósi að hafa á þeim málum aðra skipan. Sam- kvæmt skoðanakönnun virðist fýlgi kvenna að einhveiju leyti hafa flutzt frá sjálfum Kvennalist- anum yfir til Sjálfstæðisflokksins eftir hina „ranglátu“ stjórnar- myndun. Þess er og að minnast, að karlar þeir, sem ferðinni ráða í þeim flokki, eru til þess kjörnir af flokksbundnu kvenfólki. Það er sjálfsögð jafnrétti- skrafa, að þær konur, sem tii þess eru náttúraðar, fái að gegna þingmennsku og ráðherradómi og hveijum þeim störfum sem löngum hafa talizt karlastörf, ef þær eru til þess hæfar, og fórni þá í staðinn að meira eða minna leyti því hlutskipti konunnar, sem kallað hefur verið allra starfa virðulegast á jörðu hér. Sé það ekki mjög fjarri lagi, sem hér var vikið að í upphafi um hlutföll karleðlis og kveneðlis með konum og körlum, mætti kannski vænta einnar konu eða tveggja í tíu manna ríkisstjórn. Þó að lítils háttar karleðli, sem birtist í hneigð til starfa fjarri börnum og búi, sé heilbrigt og engri konu til vansa, svo ekki sé minnzt á þá illu nauðsyn fjöl- margra húsmæðra nú um sinn að leggja á sig erfíði utan heimil- is, hvernig sem á stendur, verður krafan um jafnan fjöldakvóta vart kölluð annað en óeðlileg firra, öndverð líffræðilegum stað- reyndum. Því miður hefur óþarflega karlnáttúrað og vígreift kvenfólk leitazt við að niðra hefðbundnum heimilis- og fjölskyldustörfum kvenna, sem þó eru í hinu orðinu réttilega kölluð hornsteinar menningarþjóðfélags. Það ætti að vera brýnasta áhugamál kvenna, að hlúð sé að þeim gróðurreit farsællar samfé- lagsheildar, sem fjölskylda og heimili geta verið og eiga að vera. Þar þarf að koma til traust og þjóðholl stjórn atvinnu- og félags- mála, og sem bezt og fjölbreytt- ust menntun kvenna. Og þess ber að minnast, að þjóðfélagið er að langmestum hluta skipað konum, sem umfram allt eru konur, og körlum, sem ekki eru annað en karlmenn. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 27 ©IGoldStor !!! Þessi vandaba hljómtækjasamstæba, Goldstar 606 er meb Full Logic, Ultra Bass Booster o.m.fl. Þnggja ljósráka geislaspilari me5 32 laga minni 130 W magnari me5 innb. forstilltum tónjafnara Ultra Bass Booster, sem gefur enn meiri bassa Tengi fyrir sjónvarp eöa myndbandstæki Allar aögeröir birtast á fljótandi kristalsskjá Kdukka og tímarofi Útvarp meö FM, MW og LW-bylgjum 30 stööva minni Tvöfalt Dolby kassettutæki meö snertitökkum Sjálfvirkri spilun beggja hliöa og hraöupptöku Fullkomin ^arstýring Tveir vandaöir hátalarar meö loftun f/ bassa Stærö: Br.: 27 cm, hæö: 40 cm, dýpt: 30 cm Verðáðuru59í900,-kr.stgr.Ver6nÚ: " W —^ ^ sTgT Þessi fullkomna hljómtækjasamstæba, Goldstar FFH-333 er hlabin tæknibúnabi - á góbu verbi! • briggja ljósráka geislaspilari meb 32 laga minni • 64 W magnari meö innb. forstilltum tónjafnara • Ultra Bass Booster, sem gefur enn meiri bassa • Fjarstýröur styrkstillir ■ • Tengi fyrir sjónvarp eða myndbandstæki • Allar aðgerðir birtast á fljótandi kristalsskjá • Klukka og tímarofi • Útvarp meö FM, MW og LW-bylgjum 30 stööva minni • Tvöfalt Dolby kassettutæki m.a. meö: • Sjálfvirkri spilun beggja hliða og hraöupptöku • Fullkomin fjarstýring • Tveir vandaöir hátalarar meb loftun f/ bassa • Stærö: Br.: 27 cm, hæö: 33,3 cm, dýpt: 43,7 cm Verð áður:-49í900,- kr.stgr. Verð nú: Þessi fróbæra hljómtækjasamstæba, Goldstar F-272L 3CD er nú ú sérstöku tilbobi, ú meban birgbir endast! stgr. Verð áður:-44^00,- kr.stgr. Verð nú: Þriggja diska geislaspilari meb 20 laga minni 32 W magnari meö innb. forstilltum tónjafnara Tengi fyrir hljóbnema (Karaoke) Tengi fyrir sjónvarp eöa myndbandstæki Allar aðgerðir birtast á fljótandi kristalsskjá Útvarp meö FM, MW og LW-bylgjum 20 stöðva minni Tvöfalt kassettutæki m.a. meö: Síspilun og hraöupptöku Fuilkomin fjarstýring Tveir vandaðir hátalarar með loftun f/ bassa Stærö: Br.: 27 cm, hæö: 31 cm, dýpt: 33 cm stgr. Þessi skemmtilega hljómtækjasamstæba, Goldstar F-222L er meb Karaoke-möguleika fyrir þú sem vilja syngja meb. • Þriggja ljósráka geislaspilari með 20 laga minni • 20 W magnari með innb. forstilltum tónjafnara • Allar aðgeröir birtast á fljótandi kristalsskjá • Útv'arp meö FM, MW og LW-bylgjum 20 stöðvaminni • Tvöfalt kassettutæki með hraðupptöku • Tengi fyrir hljóönema • Fullkomin flarstýring • Tveir vandaðir hátalarar með loftun f/ bassa • Stærö: Br.: 28,5 cm, hæð: 31,5 cm, dýpt: 23,5 cm Verð áður:36í900,- kr.stgr. Verð nú: raðgreiðslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA ViSA gaaaii RAÐGREIÐSLUR SeJ^ laJ' TIL ALLT AÐ 24 MANAOA SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.