Morgunblaðið - 18.05.1995, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995
MININIINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
TAAGE
AMMENDRUP
+ Tage Amm-
endrup var
fæddur í Reykjavík
1. febrúar 1927.
Hann lést á Borgar-
spítalanum 9. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
María Samúelsdótt-
ir Ammendrup, f.
14.9. 1903, d. 30.6.
1975, kaupkona, og
Povl Chr. Amm-
endrup, f. 7.2.1896,
d. 12.11. 1978,
klæðskera- og feld-
skerameistari.
Systir Tage var Jane Amm-
endrup, f. 14.1. 1934, d. 14.6.
1935.
Eftirlifandi eiginkona Tage
er María Magnúsdóttir Amm-
endrup, f. 14. júní 1927, en þau
giftust 5. apríl 1947. Börn
þeirra eru Páll, f. 30. septem-
ber 1947, kvæntur Guðrúnu
Ammendrup, Axel Tage, f. 1.
október 1952, kvæntur Guð-
björgu Benediktsdóttur, og
María Jane, f. 13. desember
1962, gift Ólafi Hermannssyni.
Útför Tage Ammendrup fer
fram frá Hallgrímskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
LÁTINN er ástkær tengdafaðir
minn, Tage Ammendrup, aðeins 68
ára að aldri. Hann og Marsý kona
hans tóku mér opnum örmum þegar
ég kom inn í fjölskyldu þeirra árið
1984. Eftir því sem kynnin urðu
nánari við hjónin, styrktust vináttu-
böndin og er óhætt að segja að
heimili þeirra hafi verið mitt annað
heimili frá þeim tíma. Tage var
gæddur einstökum persónueigin-
leikum sem fáum eru gefnir. Hann
var þróttmikill og sístarfandi en
jafnframt kunni hann svo sannar-
lega að meta lífið og frístundir sín-
ar. Hann var höfðingi mikill, marg-
fróður, hlýr og skemmtilegur og
hrókur alls fagnaðar á mannamót-
um. Samt var hann fyrst og fremst
fjölskyldumaður og vildi allt fyrir
fjölskyldu sína gera.
Hann var mjög eiskur að foreldr-
um sínum og aðstoðaði þau á allan
hátt frá unga aldri. Tage var mjög
bráðþroska barn og tók snemma á
sig ábyrgð. Hann stundaði barna-
skólanám í Landakotsskóla og var
sá skóli honum kær síðan. Hann
minntist iðuiega á fröken Guðrúnu,
sem kenndi honum að meta íslend-
ingasögumar, þegar hann var bam.
Hann hóf nám í fiðluleik hjá Sig-
urði Briem 1935 og stundaði al-
mennt tóniistamám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík 1945-1950 hjá
mætum kennurum. Tónlist var hon-
um ætíð hugleikin en hann hafði
ekki tök á að leggja hana fyrir sig.
Tage lærði einnig á mandolín og
spiluðu Tage og Marsý saman í
Mandolínhljómsveit Reykjavíkur og
í MAJ-tríóinu 1945-1948 ásamt
Komelíusi Jónssyni, úrsmiði og stór-
r-vini þeirra hjóna. Hljómsveitin og
tríóið héldu tónleika víða um borgina
og léku m.a. í útvarp. Þetta voru
skemmtilegir og viðburðaríkir tímar
og þeim ógleymanlegir.
Arið 1936 tók María, móðir Tage,
við versluninni Drangey á Grettis-
götu 1, sem þá var matvöruverslun.
1941 var búðin flutt að Laugavegi
58 og var þá verslað með smávöru
og vefnaðarvöru. Tage var þá orðinn
hluthafi og vann hálfan daginn á
móti móður sinni, aðeins 14 ára
gamall. Hann las með þriðja bekk
Verslunarskólans þetta ár. Árið
Í944 tók Tage við öllum innkaupum
og hafði umsjón með versluninni.
Klæðskeravinnustofa Povls föður
Legsteinar
Krossar
Skildir____________
Málmsteypan kaplahrauni 5
TjrT T A 220 HAFNARFJÖRDUR
flLLL/i lll. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587
hans var einnig á
Laugavegi 58. Árið eft-
ir var Drangey breytt
í leðurvöru- og hljóð-
færaverslun. Verslunin
Drangey er enn í eigu
ijölskyldunnar og í full-
um rekstri. Drangey
selur enn leðurvörur,
en plötur og nótur
hurfu úr hiilum um
1965.
Fyrirtækið „íslenska
tóna“ stofnaði Tage
formlega 12. apríl
1947, en það hafði síð-
ar með höndum um-
fangsmikla plötuútgáfu. Hann festi
kaup á upptökutækjum og tók upp
plötur fyrir fólk til einkanota. Hann
tók upp fýrstu plötu Islenskra tóna
í heimagerðu stúdíói á Laugavegin-
um, en flestar upptökur fóru fram
í Útvarpinu. Alls gaf Tage út á bil-
inu 200-250 lög. Hann vann þarna
með frábæru listafólki, söngvurum,
hljóðfæraleikurum, útsetjurum og
textahöfundum. Mörg af þessum
lögum lifa góðu lífi í dag og einhver
heyrast daglega á útvarpsstöðvun-
um, bæði í upprunalegum flutningi
eða í nýjum búningi.
Tage gaf einnig út nótur, dans-
lagatexta og tímarit, en þegar hann
var tvítugur hóf hann útgáfu á tíma-
ritinu „Jazz“. Að áeggjan mætra
tónlistarmanna hóf hann einnig út-
gáfu alhliða tónlistarblaðsins
MUSICA. Útgáfan stóð í þijú ár.
Tímaritaútgáfan lagðist af vegna
tímaskorts, enda útgáfan fremur
hugsjónastarf en annað.
Tage hélt nokkrar kabarettsýn-
ingar í Austurbæjarbíói. Þar tróðu
upp söngvarar, dansflokkar, leikar-
ar og hljómsveitir. Þessar sýningar
voru tilbreyting í bæjarlífíð og
margir eiga eflaust skemmtilegar
minningar frá þessum uppfærslum.
Hann stóð einnig fyrir hingaðkomu
frægra erlendra listamanna og lenti
um tíma í stappi við yfírvöld þessa
lands sem þótti hörundslitur ákveð-
ins jasstónlistarmanns - ekki vera
samboðinn íslendingum.
Tage var ávallt framtakssamur
og vildi hafa líf í kringum sig. Sem
dæmi má taka af árunum 1946 og
1947, þegar hann var um tvítugt,
þá stóð hann fyrir plötuútgáfu, út-
gáfu tímarita, innflutningi skemmti-
krafta, daglegum rekstri verslunar-
innar, spilaði í Mandolínhljómsveit
Reykjavíkur og MAJ-tríóinu og
keypti sumarbústað í félagi við for-
eldra sína með tilheyrandi viðgerð-
um og gróðursetningu. Samhliða
þessu giftu Marsý og Tage sig og
eignuðust Pál, sitt fyrsta bam.
Tage vann við dagskrárgerð í
útvarpi 1945 og 1946 og aftur á
árunum 1962-1964. Hann samdi
meðal annars leikþætti fyrir útvarp-
ið.
Hann hóf síðan störf hjá Sjón-
varpinu 1965, eða frá stofnun þess.
Hann starfaði þar alla tíð síðan sem
upptökustjóri, eða í 30 ár. Alls tók
hann upp um 1.340 þætti fyrir Sjón-
varpið og er óvíst að það met verði
slegið í bráð. Honum þótti ákaflega
vænt um sinn vinnustað og þar
starfaði hann með mörgu einstöku
fólki. Vinnustaðurinn var líflegur
og skemmtilegur og þrátt fyrir að
nýtt fólk kæmi inn og eldri vinir
hyrfu til annarra starfa var alltaf
einstakur andi í Sjónvarpinu, sam-
heldni og góð samvinna. Minnis-
stæðar vom honum uppákomurnar
makalausu þegar hann varð fímm-
tugur og breiðfylking kyndilberandi
og syngjandi samstarfsmanna gekk
niður Tunguveginn eldsnemma
morguns; þegar samstarfsfólkið hélt
honum dýrlega óvænta veislu í ís-
lensku óperunni þegar þúsundustu
upptöku hans var lokið og var allt
klætt í jakkaföt með bindi, sem var
hans vinnuklæðnaður hvern dag.
Margar fleiri voru uppákomurnar
honum til heiðurs og var hann snort-
inn af þeim öllum. Fjölskyldan biður
fyrir kveðju til allra samstarfs-
manna hans í Sjónvarpinu fyrir ein-
staka viðkynningu í gegnum öll
þessi ár og stuðning þeirra og hlý-
hug á þessum erfíðu tímum.
I Mosfellssveit, mitt á milli
Gljúfrasteins og Laxness, er Dala-
kofinn, sumarbústaðarland á þrem-
ur hekturum, þakið gróðri. Þetta
mýrlendi sem þá var keypti Tage
með foreldrum sínum árið 1947 og
þar var þá ekki eitt einasta tré.
Þama liggja mörg ársverk Tage við
uppgræðslu og girðingarvinnu. Fjöl-
skyldan dvaldi oft á tíðum allt sum-
arið í Dalakofanum og þeir sem
þurftu í bæinn keyrðu á milli. Marg-
ar veislurnar voru haldnar í Dalnum,
stundum haldin böll undir berum
himni á tennisvellinum með
grammófóni og útiseríum og þangað
kom margur listamaðurinn. Fótbol-
taliðið „Fijálsir Dalamenn“ hafði
aðsetur í Dalakofanum og Marsý
bakaði pönnukökur í gríð og erg
meðan grasgrænar fótboltahetjur
köstuðu mæðinni.
Tage var alla tíð mikill fjölskyldu-
maður. Hann var foreldrum sínum
einstakur sonur og hélt miklu sam-
bandi við móðursystur sína, Emilíu
Samúelsdóttur, og fjölskyldu henn-
ar, en Emilía lést nýlega. Einnig
hélt hann góðum tengslum við ætt-
ingja sína í Danmörku. Hann hafði
yndi af að vera samvistum við böm
sín, tengdabörn og barnabörn. Hjón-
in ólu börn sín upp við mikið ástríki,
studdu þau og báru virðingu fyrir
ákvörðunum þeirra. Tage umgekkst
börn sín og bamaböm sem þau
væru fullorðin og virti skoðanir
þeirra og áhugamál. Marsý og Tage
voru sérlega samhent og hjónaband
þeirra mjög ástríkt. Allir sem til
þeirra þekkja eiga erfitt með að
ímynda sér annað án hins, svo sam-
rýnd vom þau.
Tage átti sér stóra drauma og
hafði margt á pijónunum þegar
hann lést. Hann var að leggja síð-
ustu hönd á mynd sína um hugvits-
manninn Hjört Þórðarson og var
einnig að vinna að handriti að næstu
mynd sem hann langaði að gera,
um íslendinga í Norður-Dakóta.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóm um nokkur æviatriði, en svo
viðburðaríkri ævi verður ekki gerð
full skil í minningargrein. Hann var
alltof framtakssamur, lifandi og
framsýnn til að hægt sé að segja
frá ævi hans í stuttu máli.
Nú er ekkert eftir nema að þakka
tengdaföður mínum fyrir samfylgd-
ina, honum sem var mér ekki aðeins
tengdafaðir, heldur mikill og góður
vinur og gleðigjafi. Minningarnar
eru allar svo góðar, heimsóknirnar
á Háaleitisbrautina, þar sem hvert
innlit var veisla, hinar skemmtilegu
samræður um allt milli himins og
jarðar, samvinna okkar á ýmsum
sviðum og ógleymanleg ferðalög
okkar saman. Hans einstaki per-
sónuleiki og lífsgleði yljar okkur sem
eftir lifum og gefur okkur þrótt til
að takast á við lífið í hans anda.
Ólafur Hermannsson
Tage er látinn. Ég trúi því ekki.
Ég hreinlega vil ekki trúa því, þó
svo ég hafí fylgst með vonlitlu stríði
hans síðustu vikurnar.
Ég minnist Tage sem ástríks
tengdaföður, sem allt vildi fyrir okk-
ur gera. Ef eitthvað bjátaði á hjá
okkur, var engin fyrirhöfn of mikil
og enginn kostnaður of hár til þess
að hann reyndi ekki að hjálpa okk-
ur, ef það þá stóð í mannlegu valdi.
Síðustu árin hafa verið erfið hjá
okkur hjónunum vegna veikinda, og
ég gleymi aldrei svipnum á Tage,
þegar hann tilkynnti okkur,
skömmu áður en hann veiktist sjálf-
ur, að hann og Marsý ætluðu að
bjóða okkur til Kaupmannahafnar í
sumar, bara svo að við hefðum eitt-
hvað að hlakka til, eins og hann
orðaði það. Það mátti ekki á milli
sjá hver var hamingjusamastur, við
að fá þetta höfðinglega boð, eða
hann og tengdamamma að geta
glatt okkur.
Það sannaðist svo ekki verður um
villst á Tage, að sælla er að gefa
en þiggja. Hann var aldrei ham-
ingjusamari en ef hann gat eitthvað
gert fyrir fjölskyldu sína. Og aðra.
Elsku Marsý. Þetta hafa verið
erfiðar vikur meðan á lokabaráttu
Tage stóð, og næstu vikur verða
jafnvel enn erfiðari. Það verður seint
hægt að sætta sig við fráfall Tage,
sem var svo frjór, fullur af lífsvilja,
starfsorku og átti svo margt eftir
að gera. En tíminn á það til að
græða jafnvel hin dýpstu og verstu
sár, þó stundum verði eftir slæm ör.
Guð og góðir menn styðji og
styrki ykkur á þessum erfiðu tímum,
elsku Marsý mína, Pál, Axel og
Maju og aðra þá, sem nú eiga um
sárt að binda vegna fráfalls elsku
Tage. Við stöndum þétt saman og
verðum að vera sterk. Þá komumst
við vonandi í gegnum þetta.
Guðbjörg Benediktsdóttir.
Það er tregt tungu að hræra þeg-
ar góður vinur og venslamaður fell-
ur frá, og breytir þar engu þótt vit-
að hafi verið vikum saman að hveiju
drægi. Dauðinn virðist með ein-
hveijum hætti þeim eiginleika bú-
inn, að koma alltaf á óvart - eins
þótt hann hafí gert boð á undan
sér. Líklega vegna þess, að and-
spænis dauðanum lifum við alltaf í
voninni uns yfír lýkur - ekki síst
þegar ástvinir eiga í hlut.
Tage Ammendrup var þeirrar
gerðar, að tilveran er fátæklegri
þegar hann er horfínn af vettvangi.
Óbrigðul glaðværð hans, kátína og
jákvætt lífsviðhorf var smitandi og
gerði það að verkum, að manni leið
alltaf betur eftir en áður þegar
gengið var af hans fundi. Vegna
íjölskyldutengsla var ég barn að
aldri þegar ég fyrst kynntist Tage,
en hann fullorðinn maður. Þá þegar
fannst mér Tage einhver skemmti-
legasti og vingjarnlegasti maður,
sem ég hafði kynnst, og það hefur
mér fundist allar götur síðan. Ég
hrökk eiginlega í kút þegar það
rann upp fyrir mér að Tage hafði
orðið sjötugur á næsta ári. Mér
hefur einhvern veginn alltaf þótt við
vera á svipuðu reki.
Það er mér sérstaklega minnis-
stætt, að þegar ég var í námi erlend-
is fyrir mörgum árum þá lagði Tage,
ásamt fjölskyldu sinni, eitt sinn
lykkju á leið sína og kom í heim-
sókn. Um þetta leyti var ég eitthvað
hálfleiður á utanvistinni og náminu.
Þessi dagstund með Tage og hans
góða fólki vék hins vegar frá mér
leiðanum og ég gekk glaðari til
verka á eftir. Þannig áhrif hefur
Tage einatt haft á vini sína og sam-
starfsmenn og þetta er eiginleiki,
sem því miður er alltof fáum gefinn.
Sumarið eftir að ég kom frá námi
gaf Tage mér svo færi á að stjórna
stuttum sjónvarpsþætti, sem hann
hafði á sínum snærum, og má
kannski segja að þar með hafi hann
leitt mig fyrstu sporin inn á þá
braut, sem ég gekk næstu fímmtán
árin.
Tage var liðsmaður Ríkissjón-
varpsins frá stofnun þess, og ég
held að alltof fáir geri sér grein
fyrir hlut hans í mótun og þróun
íslenskrar dagskrárgerðar í sjón-
varpi. Hann vann sín störf af hóg-
værð o g alúð ogjirópaði ekki á torg-
um yfír afrekum sínum. Á þeim
árum, sem ég vann hjá Ríkissjón-
varpinu, urðu þau merku tímamót,
að Tage stjómaði upptöku á þúsund-
asta þætti sínumm fyrir íslenskt
sjónvarp. Ég kann ekki tölu á þeim
sem síðan hafa bæst við.
Góðvinur Tage, Ómar Ragnars-
son, orti af þessu tilefni sérstakan
brag honum til heiðurs og sam-
starfsfólk söng viðlagið fullum hálsi:
„Þú þrykktir honum inn - í þúsund-
asta sinn.“
Það er óhætt að fullyrða, að Tage
hafí verið afkastamesti þáttagerðar-
maður í sögu sjónvarps á íslandi
og mér er til efs, að sá titill verði
nokkru sinni frá honum tekinn. ís-
lenskir sjónvarpsþættir hafa oftar
en ekki verið gerðir af miklum van-
efnum og meira af vilja en mætti,
ef borið er saman við það sem ger-
ist og gengur meðal stærri þjóða.
Það breytir ekki því, að margt af
því sem Tage tók sér fyrir hendur
var afburða vel gert og með því
besta og vinsælasta, sem sést hefur
í íslensku sjónvarpi.
En nú hefur Tage „klippt síðasta
rammann" og aðrir verða að taka
upp merkið, sem honum verður seint
fullþakkað fyrir að hafa haldið á
lofti.
Það er þó ekki starfsferill Tage,
sem mér er hugstæðastur á þessari
stundu, heldur félagsskapur hans
og vinátta.
Um margra ára skeið höfum við
nokkrir félagar, þar með taldir syn-
ir og tengdasonur Tage, hist viku-
lega yfir vetrartímann og teflt
nokkrar skákir. Tage lét sér ávallt
annt um þennan félagsskap og var
hrókur alls fagnaðar þegar við ár-
lega fengum hina ýmsu stórmeist-
ara til að tefla við okkur fjöltefli.
Oftast var hann gestgjafi þessara
viðburða og það var glatt á hjalla,
eins og ævinlega þar sem Tage setti
tóninn. Hann var húmoristi af betri
gerðinni og gat verið stríðinn með
afbrigðum. Það var þó allt góðlát-
legt og græskulaust - illgirni og
meinfýsi voru aldrei til í hans bók.
Það er ógjörningur að tala um
Tage Ammendrup án þess að nefna
til sögu hana Marsý, eiginkonu hans
og lífsfélaga. Sjálfur hef ég aldrei
kynnst hjónum, sem að öllu upplagi
og atferli voru jafnsamrýmd og
samlynd og þau tvö. Alla þá góðu
eiginleika, sem prýddu Tage, hefur
Marsý sjálf til að bera í ríkum
mæli. Sömu góðvildina og hlýjuna,
sömu glaðværðina og kímnina -
sama örlætið. Saman sköpuðu þau
hjónin það andrúm í kringum sig
og heimili sitt, sem var mannbæt-
andi fyrir alla þá sem fengu að njóta.
Ég kveð Tage Ammendrup með
miklum söknuði og djúpri virðingu.
Ég kveð hann líka með kærri þökk
fyrir samfylgdina og allt það sem
hann veitti mér og mínum á lífsleið-
inni.
Marsý, Palla, Axel og Mæju, og
fjölskyldum þeirra, sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir
þau og aðra ástvini Tage er þetta
„þokudrungað vor“, en þar kemur,
að minningin um góðan dreng verð-
ur sorginni yfirsterkari og þá mun
glaðværðin aftur sem áður ríkja í
Ammendrup-fjölskyldunni. Sjálfur
hefði Tage síst af öllum viljað hafa
það öðruvísi.
Páll Magnússon.
Kær vinur er látinn.
Hans er sárt saknað af fjölskyldu
og vinum. Þó viljum við trúa því að
hann hafi aðeins flutt frá þessu jarð-
neska lífi til betra lífs hjá Guði.
Við Tage kynntumst fyrst þegar
við fórum að spila í Mandólínhljóm-
sveit Reykjavíkur, sem starfaði á
árunum 1946-1950. Það tókst
strax, mikil vinátta milli okkar og
hefur sú vinátta haldist æ síðan. I
hljómsveitinni kynntist Tage henni
Marsý sinni sem spilaði þar líka.
Stofnuðum við tríó saman, við Tage
spiluðum á mandólín, en Marsý á
gítar. Spiluðum við á ýmsum
skemmtunum í nokkur ánægjuleg
ár.
Örlögin höguðu því þannig að við
giftumst báðir sama ár og urðu vin-
áttuböndin þá ennþá sterkari, þar
sem konur okkar urðu hinar beztu
vinkonur. Mikill samgangur hefur
því verið milli heimilanna öll þessi
ár.
Við Tage opnuðum saman verslun
í Austurstræti 17 í Kolasundi, þar
sem Tage var með hljóðfæri, hljóm-
plötur og Ieðurvörur, en ég með
skartgripi og gjafavöru. Á þessum
árum gaf Tage út blað sem hét ís-
lenskir tónar. Hann hélt margar
söngskemmtanir þar sem íslenskir
og erlendir skemmtikraftar komu
fram. Gaf hann mörgum ungum
listamönnum tækifæri til að sýna
hvað í þeim bjó. Mörg af þeim lögum
sem voru flutt gaf Tage út á hljóm-
plötum og eru ófá þeirra sígild og
vinsæl enn þann dag í dag. Einnig
birti hann textana og nótur í blaði
sínu, sem var mjög vel þegið.
Nokkrum sinnum fórum við hjón-
in með Tage og Marsý til útlanda.
Var mjög gaman að ferðast með
þeim því þau voru afar indælir
ferðafélagar. Tage var góður mála-
maður og átti tétt með að leysa úr
vandamálum, ef upp komu.
Þegar átti að stofna íslenskt sjón-
varp var Tage ráðinn einn af fyrstu
starfsmönnum þess. Var hann þá
sendur til Englands til að læra dag-