Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 47

Morgunblaðið - 18.05.1995, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 47 Fundað um græna ferða- mennsku NÁMSSTEFNA undir heitinu: Fram- tíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu - græn ferðamennska verður haldin í Odda stofu 101, Háskóla íslands á morgun, föstudag. Námsstefnan er haldin í samvinnu við Goethe - Instit- ut á íslandi og Endurmenntunar- stofnun HÍ. Meginviðfangsefni námsstefnunn- ar er að kynnast hugmyndafræði grænnar ferðamennsku og skoða fyrirmyndir að framkvæmd hennar. Erlendir gestafyrirlesarar eru Herbert Hamele frá Ecotrans Assoc- iation í Miinchen og Patricia Barnett frá Tourism Concern í Bretlandi. Námsstefnan er öilum opin og stend- ur frá kl. 10-17. Upplýsingar og skráning fer fram hjá Endurmennt- unarstofnun. -----♦ ♦ ♦----- Boðið í Borgar- kringluna BOÐSKVÖLD fyrir viðskiptavini Borgarkringlunnar verður í kvöld. Allar verslanir hússins verða opnar og ýmis sértilboð í gangi. KK og Ellen flytja tónlist, boðið verður upp á tískusýningu og ýmsir listamenn koma í heimsókn. Betra líf verður með skyggnilýsingu, Dem- antahúsið með skartgripasýningu og Whittard of London stofnar kaffi- klúbb. 300 fyrstu gestimir fá rós og 50 fyrstu með hatt eða húfu fá gjafak- örfu frá verslunum Borgarkringlunn- ar. Húsið verður opnað kl. 20. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: Stjórn Útvegsmannafélags Reykjavíkur kom í dag, 17. maí 1995, á framfæri við þingmenn Reykjavík- ur og sjávarútvegsráðherra, eftirfar- andi athugasemdum vegna fyrirhug- aðrar endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða samkvæmt svokall- aðri „Verkefnaskrá sjávarútvegs- ráðuneytisins", frá 20. apríl 1995: I. Aflamark Með lögum nr. 38/1990 var afla- markskerfi komið á, eftir að val hafði verið um sóknarmark og aflamark á árunum 1984-1990. Óll fiskiskip stærri en 10 rúmlestir fengu með þessum lögum fasta aflahlutdeild í úthlutuðum bolfiskkvóta. Allir bátar 6-10 rúmlestir voru einnig settir á aflamark en bátar undir 6 rúmlestum voru bundnir veiðileyfi (krókaleyfi), en heiidaraflahlutdeild þeirra átti ekki að verða hærri en hún var 1. janúar 1991. Fram til 1990 hafði minnkandi kvóti, meðal annars vegna umfram- afla sóknarmarksskipa, valdið því að skipum yfír 10 rúmlestum voru sett- ar sífellt meiri skorður í athafna- frelsi sínu. Því ákváðu samtök út- vegsmanna að styðja setningu þess- ara laga ef það yrði til þess að fryggja að afli yrði ekki meiri en úthlutaður heildarkvóti og afla smá- báta yrðu settar skorður. Stjórnvöld sannfærðu útgerðar- menn um að með þessum lögum yrði aflamarkskerfið fest í sessi og fram- vegis yrði veiðin í samræmi við út- hlutun stjórnvalda, hvert skip fengi ákveðna aflahlutdeild og þannig gæti útgerðin með nokkurri vissu skipulagt framtíð sína. Með tiltölu- lega frjálsu framsali veiðiheimilda var mögulegt fyrir útgerðir að sér- hæfa sig, skipta á veiðiheimildum eða kaupa og selja kvóta, allt eftir því á hvern hátt einstaka útgerðir sæju hag sínum best borgið. Með þessu móti kæmi greinin sjálf á þeirri hagkvæmni sem æskileg væri og án afskipta stjórnvalda. Bátar undir 10 rúmlestum Með lögunum var fjölgun báta Undir 10 rúmlestum stöðvuð, en þeim hafði þá fjölgað um 900 á þessu árabili í frjálsri sókn og án aflatak- rnarkana. Hlutdeild þeirra í þorsk- veiði átti ekki að verða hærri en hún var í árslok 1989, enda hafði hún FRÉTTIR LÚÐRASVEITIN frá Skotlandi, Clydebank Citadel. Band, leikur á hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis Hjálpræðishersins. Herráðs- formaður Hjálpræðishersins, kommandör Earle Maxwell og eigin- kona hans frú Wilma Maxwell kom einnig í heimsókn hingað til lands. Hjálpræðisherinn á Islandi 100 ára Næstæðsti yfirmaður í heimsókn hér HJÁLPRÆÐISHERINN á íslandi er nú 100 ára en hann hóf starf sitt hér á landi með útisamkomu á Lækj- artorgi þann 12. maí 1895. í tilefni af þessum áfanga efnir Hjálpræðis- herinn til hátíðarhalda dagana 19.-21. maí. Gestir koma víða að, meðal annars 36 manna lúðrasveit frá Skotlandi, Clydebank Citadel Band, og margir fyrrverandi deildar- stjórar og aðrir foringjar og her- menn. Herráðsformaður (Chief of Staff) Hjálpræðishersins, kommandör Earle Maxwell og frú Wilma Max- well verða aðalræðumenn hátíða- aukist úr því að vera 5% 1984 í 13% 1989 af heildarþorskveiði vegna fijálsræðisins á sama tíma og önnur fiskiskip sættu takmörkunum. Við úthlutun í byijun árs 1991, þegar lögin tóku gildi, var samkvæmt yfir- liti sjávarútvegsráðuneytisins hlut- deild skipa stærri en 10 rúml. 85,92% í þorski en báta undir 10 rúml. 14,08%. Bátar undir 6 rúmlestum í lögunum frá 1990 var skýrt kveðið á um það að hver bátur undir 6 rúml. fengi kost á því að velja á árunum 1991, 1992 og 1993 leyfi til veiða með línu og handfæri (krókaleyfi) með dagatakmörkunum í stað aflahlutdeildar. Yrði hlutdeild þeirra í heildarbotnfiskaflanum meiri en 25% skyldu þeir fá aflahlutdeild frá og með 1. sept. 1994. Bátar undir 6 rúml. höfðu í árslok 1989 2,2% af heildarþorskaflanum og sam- kvæmt lögunum átti að úthluta þeim 2,75% aflahlutdeild 1. sept. 1994 ef þeir ykju meðalhlutdeild sína í þorski um 25% á þessum árum. Eftirfarandi tölur sýna þróun í afla og hlutdeild báta undir 6 rúm- lestum í úthlutuðum þorskkvóta und- anfarin ár: Þrátt fyrir þessa gífurlegu afla- aukningu krókaleyfisbáta, sem öll hefur komið sem skerðing á úthlut- uðum kvóta til annarra skipa, var á vorþingi 1994 lögunum nr. 38/1990 hins vegar breytt á þann veg að fall- ið var frá því að setja báta minni en 6 rúml. undir aflamark 1. september haldanna en einnig mun umdæmis- stjóri fyrir ísland, kömmandor Edw- ard Hannevik og frú Margaret Hannevik koma hingað til lands. Herráðsformaðurinn er frá Ástralíu en hefur aðsetur í Lundúnarborg. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Hjálp- ræðishersins hér, að Herráðsformað- ur kemur í heimsókn en hann er næstæðsti leiðtogi Hjálpræðishersins sem starfar í 100 löndum. Lúðrasveitin frá Skotlandi, Clyde- bank Citadel Band heldur tónleika á Akureyri dagana 17. og 18. maí. Hún tekur þátt hátíðarhöldum í Fíladelfíu auk þess sem hún tekur þátt í tónleik- 1994 eins og lögin gerðu ráð fyrir. I þess stað ákvað Alþingi að há- marksafli báta undir 6 rúml. yrði meðalafli þeirra fiskveiðiárin 1991/92 og 1992/93, eða 21.500 tonn eða 12,9% af úthlutuðum kvóta 1. september 1994. Með undanláts- semi Alþingis við þessa grein útgerð- arinnar hafa alþingismenn skert hlutdeild annarra útgerða í þorskaf- lanum um 10%. Meiri kröfur krókabáta Þóttekki sé liðið eitt ár frá þessum breytingum og að enn haldi króka- bátar áfram að auka hlut sinn hafa stjórnvöld tekið undir frekari kröfur þessara báta þar sem í „Verkefna- skrá sjávarútvegsráðuneytisins" er tekið fram að Lög um stjórn fisk- veiða verði endurskoðuð. Meðal at- riða í þeirri endurskoðun eru að: „Til að tryggja stöðu þeirra sem haft hafa lífsviðurvEéri af krókaveið- um verður banndagakerfið tekið til endurskoðunar og leitað annarra ieiða við stjórnun en að fjölga bann- dögum.“ Það má skilja af þessu orðalagi að krókaveiðar upp á 34 þúsund tonn í þorski á síðasta ári hjá krókabátum hafi hingað til verið fyrst og fremst stundaðar sem tómstundagaman, og nú þurfi að tryggja þeim sem atvinnu hafi af krókaveiðum rýmri sóknar- möguleika þar sem þeir hafi orðið undir í samkeppninni. En málið er alvarlegra en það. Ef stjórnvöld ætla enn eina ferðina að auka hlutdeild þessara báta á um á Ingólfstorgi og í Ráðhúsinu á laugardaginn 20. maí síðdegis. Lúðra- sveitin marsérar frá Herkastalanum laugardaginn kl. 13.30 um miðbæinn (Kirkjustræti, Lækjargata, Austur- stræti að Ingólfstorgi) og útitónleik- arnir heijást kl. 14. Dagskrá hátíðarhaldanna er í stór- um dráttum þessi: Föstudaginn 19. maí kl. 20.30 söng- og hljómleika- samkoma, Fíladelfíu, laugardag 20. maí kl. 14 útitónleikar á Ingólfs- torgi, kl. 16 tónleikar í Tjarnarsal Ráðhússins, kl. 20.30 hátíðarsam- koma í Fíladelfíu. Sunnudagur 21. maí kl. 10.30 helgunarsamkoma í Fíladelfíu, kl. 16 tónlistarsamkoma fyrir alla fjölskylduna og kl. 20 Hjálpræðissamkoma í Fíladelfíu. kostnað annarra í sömu atvinnu- grein, mun slík mismunun auka óvissu í sjávarútegi og draga úr allri hagræðingu, stjórnvöld munu missa stuðning annarra útgerða við kvóta- kerfið og með því grafa undan eigin markmiðum í fiskveiðistjórnuninni. II. Endurnýjun fiskiskipa Önnur atriði í „Verkefnaskrá sjáv- arútvegsráðuneytisins" sem á að endurskoða er meðal annars: „Reglur um endurnýjun fiskiskipa verði endurskoðaðar þannig að tryggt verði að afkastageta fiski- skipaflotans aukist ekki. Heimilað verði að nýta skip sem úrelt hafa verið til annarrar atvinnustarfsemi en fiskveiða." Stjórn _ Útvegsmannafélags Reykjavíkur (ÚR) telur að núverandi reglur um endurnýjun fiskiskipa séu nægar, þ.e. að rúmlest komi á móti rúmlest í endurnýjun sem almenn regla en huga verði að því hvort ekki megi hafa regluna rýmri í end- urnýjun nótaskipa til möguleika á sjókælingu aflans sem stóreykur verðmæti hans hvort sem er til mann- eldis eða mjölframleiðslu. Stjórnin telur hins vegar að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að hafa afskipti af rekstri eða fjárfestingum útgerðarinnar í landinu, heldur setja almennar reglur án mismununar um úthlutun kvóta. Þannig geti hver útgerð metið hvort eða hvernig hún endurnýjar sín atvinnutæki. Núver- andi reglur um fjármögnun fiskiskipa hjá Fiskveiðasjóði Islands og það að dagar pólitískrar fyrirgreiðslu við- skiptabanka og Byggðastofnunar ættu að vera liðnir, er að okkar mati nægileg trygging fyrir því að óeðlileg endurnýjun skipa eigi sér stað. III. Fiskverð Stjórn ÚR telur yfirlýsingu um fyrirhuguð afskipti stjórnvalda á verðmyndun sjávarafla samkvæmt „Verkefnaskrá sjávarútvegsráðu- neytisins" bera vott um óeðlileg af- skipti af frjálsu fiskverði og sé um leið aftui'hvarf til miðstýrðrar fis- kverðsákvörðunar sem tilheyri fortíð- inni. Laun sjómanna ráðast ekki ein- göngu af fiskverði heldur af ráðstöf- un aflans, og ekki síður þeim kvóta sem hvert skip aflar. Útilokað er að afskipti stjórnvalda af fiskverðinu einu saman geti ráðið eða jafnað laun sjómanna í landinu. Samtök ungra Evrópu- sinna FRAMHALDSSTOFNFUND- UR Ungra Evrópusinna verður á Sólon íslandus á fimmtudags- kvöld kl. 20.30. í fréttatiikynningu segir að Ungir Evrópusinnar séu samtök ungs fólks úr öllum flokkum og óflokksbundinna ungmenna. Samtökin eru aðili að samevr- ópskum samtökum - JEF (Yo- ung European Federalists) sem telja 15.000 meðlimi í 25 lönd- um víðsvegar um Evrópu. Markmið samtakanna á al- þjóðavettvangi er að auka sam- vinnu meðal Evrópuríkja með frið, frelsi, lýðræði og valddreif- ingu að leiðarljósi. Helsta markmið_ Ungra Evr- ópusinna - JEF ísland er að koma á vitrænni umræðu um stöðu íslands meðal lýðræðis- þjóða í Evrópu. Meðal mark- miða samtakanna er að ísland sæki um aðild að ESB hið fyrsta. Að lokinni kynningu á_Ung- um evrópusinnum - JEF ísland flytur Vilhjálmur Egilsson, þingmaður framsögu. Þá verður stefna samtakanna kynnt, drög að lögum rædd og þau borin upp til samþykktar, kosning í embætti, pallborðsumræður um Evrópusambandið: Vilhjálmur Egilsson og Eiríkur Bergmann Einarsson ræða hvort og þá hvers vegna tímabært sé að ísland sæki um aðild að ESB. Fundarstjóri verður Sigurður Pétursson. Hundrað ferðir hjá Útivist RÉTT tæglega 100 ferðir eru á dagskrá Útivistar í sumar frá byijun júní til ágústloka. Fimmtudagskvöldið 18. maí kynnir félagið ferðir sumarsins og verður ferðakynningin á skrifstofu félagsins að Hallveig- arstíg 1 og hefst kl. 20. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Ferðir félagsins skipast í aðalatriðum í þrennt; dags- ferðir, helgarferðir og sumar- leyfisferðir. í dagsferðum Útivistar er farið í stuttar ferðir um suður- og suðvesturland. Oftast er far- ið á laugardögum eða sunnu- dögum eða á öðrum frídögum. Stundum er boðið upp á kvöld- ferðir og þá oft á virkum dög- um. Sérstök_ athygli er vakin á Kjörgöngu Útivistar sem eink- um er fyrir þá sem eru að byrja að ferðast og fjallasyrpu Úti- vistar en farið er á fjöll annan hvern laugardag fram á haust. í helgarferðir er ýmist farið á föstudagskvöldi eða laugar- dagsmorgni. Mestrar hylli njóta ferðir í Bása í Goðalandi við Þórsmörk. Meðal nýrra ferða má nefna ferðir á Snæfellsjökul og undir Jökul, í Breiðafjarða- reyjar, ferðir á Fimmvörðuháls, en yfir hálsinn, frá Skógum í Goðalandi er um 10 klst. gang- ur en Útivistarmenn gista þó oftast í Fimmvörðuskála. Sumarleyfisferðir eru alltaf frá fjórum dögum upp í tíu daga. í boði eru bakpokaferðir, bækistöðvaferðir, rútuferðir, um því sem næst allt landið, segir i frétt Útivistar. Yfirlýsing frá Utvegsmannafé- lagi Reykjavíkur Ár Afli Hlutdeild í (ósl.) þús.tonn útlil. kvóta 1989 8 2,2% (Nefnd um mótun sjávarútv.stefnu) 1990 15 3,9% - 1991 17 6,4% - 1992 22 10,7% - 1993 24 15,5% (útvegur) 1994 34 21,9%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.