Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 BREYTINGAR Á ÁFENGISLÖGGJÖF MORGUNBLAÐIÐ 0- i Miklar umræður á þingi um breytingar á áfengislögum Þingmenn efast um eftirlitsþátt málsins NOKKRIR þingmenn telja ástæðu til að óttast að frumvörp sem afnema einkasölu ÁTVR á sölu áfengis leiði til aukinna skattsvika, meiri sölu á bruggi og aukinna verkefna hjá lög- reglu. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra telur rétt að skoða eftirlits- þátt frumvarpanna betur í þing- nefnd. Miklar umræður fóru fram um frumvörpin við fyrstu umræðu, en þær stóðu í þijá daga. Frumvörpun- um var í gær vísað til nefnda. Frumvörpin sem hér um ræðir eru "þrjú. í fyrsta lagi er frumvarp sem afnemur einkarétt ríkisins til inn- flutnings á áfengi. I öðru lagi er um að ræða frumvarp um gjald af áfengi, en gjaldið kemur í staðinn fyrir vín- andagjald. Vínandagjald verður lagt af en áfengisgjald kemur í staðinn. Áfengisgjaldið er hliðstætt vöru- gjaldi, en vínandagjaldið er lagt á í hlutfalli við styrk áfengisins. Þessi breyting á ekki að hafa veruleg áhrif á tekjur ríkissjóðs af sölu áfengis. Þriðja frumvarpið er flutt af dóms- málaráðherra, en það felur í sér nokkrar breytingar á áfengislögum sem leiða af hinum frumvörpunum. í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um að bannað verði að eiga, flytja inn, útbúa og smíða áhöld til að eima áfengi, en þetta ákvæði er talið auð- velda baráttu gegn landabruggi. Víðtæk breyting Frumvörpin eru flutt m.a. vegna kröfu frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sem telur að núverandi fyrir- komulag áfengissölu bijóti í bága við EES-samninginn. Hliðstæð mál hafa komið upp í Svíþjóð, Noregi og Finn- F’ÉLAGAR í foreldrasamtökunum Heimili og skóla og Vímulausri æsku, þátttakendur í átakinu Stöðvum unglingadrykkju og landsátakinu Gegn áfengisbölinu og Áfengisvarn- arráð hafa sameinað krafta sína í því skyni koma í veg fyrir að nýtt frumvarp um breytingar á áfengis- löggjöfinni nái fram að ganga á Al- þingi. Fulltrúar þessara samtaka vöruðu eindregið við því á blaða- mannafundi í gær að gerðar verði fljótfærnislegar og flausturslegar breytingar á löggjöfinni. Þeir segja að í frumvarpinu sé sópað yfir félags- leg sjónarmið jafnt sem heilbrigðis- sjónarmið og gróðasjónarmið við- skiptalífsins tekin fram yfir. Þeir fullyrða einnig að áfengis- og vímu- efnastefna stjórnvalda sé í lausu lofti. Aðgerðarleysi stjórnvalda til að koma í veg brot á núgildandi áfengislög- gjöf er sérstaklega gagnrýnt og þeir fullyrða að hugur fylgi ekki máli þegar stjórnmálamenn boða eflingu forvarna eða hert viðurlög. Margháttaðar afleiðingar Fulltrúar samtakanna telja að samþykkt frumvarpsins muni hafa margháttaðar afleiðingar í för með sér. Þeir benda m.a. á að umsvif ein- staklinga í áfengissölu aukist, að eftirlit með framkvæmd áfengislaga minnki, að eftirlitslaus áfengissala, sem nái til barna og unglinga, auk- ist og loks muni tekjur ríkissjóðs af áfengissölu skerðast vegna tapaðra gjalda verði frumvarpið samþykkt. landi og er verið að vinna að breyt- ingum á löggjöf í löndunum. Ögmundur Jónasson alþingismað- ur lýsti í umræðunni þeirri skoðun sinni að ekki væri nauðsynlegt að gera svo víðtæka breytingu á fyrir- komulagi áfengissölu þrátt fyrir at- hugasemdir ESA. Ólafur Ragnar Grímsson tók undir þetta og sagði að EES-samningurinn krefðist þess ekki að gengið væri svona langt í lagabreytingu. Utanríkisráðherra sagðist ósammála þessu mati þing- mannanna. Að mati Valdimars Jóhannessonar framkvæmdastjóra átaksins Stöðv- um unglingadrykkju vegur frum- varpið í veigamiklum atriðum gegn gildandi áfengismálastefnu íslend- inga. Hann telur nauðsynlegt að líta á áfengismálastefnu sem einn þátt í almennri heilbrigðisstefnu. Mikil- vægt sé að fella ekki áfengi undir aðrar neysluvörur og almenn við- skiptasjónarmið. Fulltrúar allra sam- takanna bentu á að barátta þeirra snerist ekki um það hvort einkavæð- ing ætti yfir höfuð rétt á sér heldur væri það skoðun þeirra að dreifing og sala áfengis ætti að veratakmörk- unum háð og eftirlit með því virkt. Tekjur og forvarnir Þórarinn Björnsson forsvarsmaður landsátaksins Gegn áfengisbölinu benti á að í greinargerð með frum- varpinu sé sérstaklega tekið fram að ríkið muni verða af 50 milljónum króna vegna tapaðra gjalda verði frumvarpið samþykkt. Hann telur þetta vera æði öfugsnúið þar sem stjómvöld hafi ekki séð sér fært að hækka framlög til forvarnarstarfs á undanfömum misserum. Hann segir að sú staðreynd sé óþægileg skilaboð til þeirra sem sjái um forvarnir gegn vímuefnum. Ámi Einarsson forsvarsmaður for- Ólafur Ragnar benti á að breyting- in myndi leiða til þess að fjöldi þeirra sem sjá um innheimtu gjalda af sölu áfengis myndi aukast mikið. Veruleg hætta væri á að einstakir söluaðilar stæðu ekki í skilum með þessi gjöld, auk þess sem allt eftirlit yrði erfíð- ara. Þá væri hætta á að sú breyting, að áfengisflöskur yrðu ekki lengur merktar ÁTVR, yrði til þess að auð- veldara yrði fyrir bruggara að selja áfengi. Svavar Gestsson sagði að þar sem mun fleiri aðilar fengju heimild til eldrasamtakanna Vímulausrar æsku hefur áhyggjur af þeim ákvæðum í fmmvarpinu sem heimila umboðsað- ilum áfengis að geyma áfengi og dreifa því. Hann telur það varasamt og óásættanlegt að hver sem er geti ekki aðeins flutt inn áfengi heldur einnig séð um dreifíngu þess. Að hans áliti mun það auka hættuna á því að börn og unglingar komist yfir áfengi. Hann gagnrýnir einnig þau áform að hætta að merkja áfengisumbúðir. Það telur hann bjóða þeirri hættu heim að vínveitingahús eigi auðveld- ara með að selja smyglað eða brugg- að áfengi. Getuleysi íslenskra stjórnvalda Valdimar fordæmdi getuleysi ís- lenskra stjórnvalda til að sporna gegn brotum á áfengislöggjöfinni. Hann segir að agaleysi og hömlu- leysi ráði ríkjum í áfengismálum hér á landi og stjórnvöld láti undan þrýst- ingi hagsmunaaðila í viðskiptalífinu. Þórarinn Björnsson og Jón Guð- bergsson frá Áfengisvarnarráði tóku undir orð Valdimars og töldu „HM- málið“ hafa verið slæmt fordæmi. Þar hafí áfengislöggjöf verið þver- brotin, áfengi auglýst og öllu snúið við til að koma í kring bjórsölu. Ennfremur sögðu þeir það óskiljan- að flytja inn og selja áfengi myndi verkefni lögreglu við að hafa eftirlit með sölu áfengis aukast. Lögreglan væri vanbúin til að taka að sér þessi auknu verkefni ekki síst þar sem fjár- veitingar til hennar hefðu minnkað á síðustu árum. í umræðunni kom fram ótti sumra þingmanna við að þessar breytingar myndu síðar leiða til þess að fyrir- komulag smásölu áfengis yrði breytt. Halldór Ásgrímsson fullyrti að ekki stæði til að afnema einkarétt ÁTVR til að selja áfengi í smásölu. legt að vínveitingahús haldi vínveit- ingaleyfum sínum þrátt fyrir ítrekuð brot á áfengislöggjöfínni. Umræða nauðsynleg Unnur Halldórsdóttir formaður foreldrasamtakanna Heimili og skóla taldi brýnt að markviss umræða færi fram um áfengismál. Upplýsa þyrfti almenning um fyrirhugaðar breytingar á áfengislöggjöfinni áður en endanleg ákvörðun verði tekin. Þannig hafi það verið hagsmunasam- tökum í vímuefnavörnum verið mikil vonbrigði að frumvarpið hafi verið tekið til umræðu á vorþingi Alþingis. Nokkrir þingmenn hafi gefið þau fyrirheit að frumvarpið kæmi ekki á dagskrá fyrr en í haust. Unnur fullyrðir ennfremur að þau rök frumvarpsflytjenda að breyting- ar væru óhjákvæmilegar til að upp- fylla skilyrði vegna aðildar íslands að EES séu veigalítil. Ekki verði séð að nauðsynlegt sé að kollvarpa nú- verandi fyrirkomulagi í því skyni. Fulltrúar samtakanna töldu allir brýnt að stjórnvöld tækju saman ákveðna og nákvæma áfengis- og vímuefnastefnu. Þar yrðu leikreglur að vera skýrar svo að stjómvöld, lög- regluyfirvöld og dómstólar treysti sér til að beijast gegn brotum á áfengis- löggjöfinni. í þeim efnum væru mörg ákvæði núverandi laga og frumvarps um breytingar á þeim óljós. Að mati þeirra þarf að setja skýrari reglur um eftirlit, dreifingu og sölu áfengis svo og um áfengisauglýsingar. ÞRJÚ frumvörp til laga um breytt fyrirkomulag á innflutn- ■ ingi og sölu áfengis hafa verið lögð fyrir Alþingi. Með frumvörp- unum, sem flutt eru samhliða, er gert ráð fyrir að einkaréttur rík- isins á innflutningi á áfengi verði afnuminn, að innflytjendur geti selt beint til vínveitingahúsa og að í stað vínandagjalds verði tek- ið upp áfengisgjald. Frumvörpin voru lögð fram á síðasta þingi en náðu þá ekki fram að ganga. Síðan hafa verið gerðar á þeim smávægilegar breytingar, m.a. vegna kæru Eft- irlitsstofnunar EFTA á hendur ríkinu. • Samkvæmt frumvörpunum verður einkaréttur ríkisins til innflutnings á áfengi afnuminn. Öllum verður heimilt að flytja inn t áfengi til landsins til endursölu og einkanota. Þó verður aðeins heimilt að endurselja afengið til ákveðinna aðila, þ.e. Áfengis- og * tóbaksverslunar ríkisins, veit- ingastaða með vínveitingaleyfi, lækna og lyfsala, sem rétt hafa til lyfjasölu. Lagt er til að inn- flytjendur og framleiðendur áfengis geti selt það til ÁTVR og til vínveitingahúsa með almennt vínveitingaleyfi. Ekki er gerð breyting á fyrirkomulagi smá- söluverslunar. • í athugasemdum með frum- varpi til laga um breytingu á lög- um um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf segir að þau rök sem færð voru fyrir einka- rétti ríkisins til innflutnings og heildsölu á áfengi hafi verið þau að með þeim hætti mætti afla ríkissjóði öruggra tekna, það tryggði hagstæð innkaup til landsins og auðveldaði eftirlit með innflutningi. „Telja verður að framangreind rök eigi ekki lengur við um inn- flutning og heildsölu áfengis. Afla má ríkissjóði sömu tekna og liann hefur af vínandagjöldum með öðrum hætti en þeim að rík- ið hafi einkarétt á innflutningi og dreifingu umræddra vara í heildsölu. Teknanna má einfald- lega afla með innflutningsgjöld- um og sambærilegum gjöldum af innlendri framleiðslu, sé um hana að ræða, á sama hátt og tíðkast varðandi innheimtu ýmissa ann- arra óbeinna skatta. Möguleikar til eftirlits með ólögmætum inn- flutningi og sölu áfengis verða ekkert síðri við þessa breytingu," segir í athugasemdunum. • í 4. grein frumvarpsins er lagt til að ekki verði lengur gerð sú krafa að allar vörur, sem ÁTVR selur, skuli merktar með nafni verslunarinnar eða merki henn- ar. Þetta komi þó ekki í veg fyr- ir að ÁTVR taki ákvörðun um að vörurnar verði merktar með einhverjum hætti. • I athugasemdum við frumvarp til laga um gjald af áfengi segir að lagt sé til að nýtt gjald verði tekið upp er leggja skuli á allt áfengi. Gjaldinu sé ætlað að koma í stað vínandagjalds af áfengi en sé eins og það föst krónutala á hreinan vínanda í áfengi umfram tiltekið mark. Gjaldið verður inn- heimt við tollafgreiðslu. Breyt- ingin komi í kjölfar afnáms á einkaleyfi ÁTVR til innflutnings á áfengi og sé aðlögun að þeim viðskiptaháttum sem tíðkist. í okkar nágrannaríkjum og liður í að uppfylla þær skuldbindingar sem gerðar hafi verið í milliríkja- samningum. • í frumvarpinu er reiknað með að innflytjendur eigi þess kost að geyma vöru sína í tollvöru- geymslu og leysa hana út eftir því sem kaupendurnir, þ.e. ÁTVR og veitingahúsin, taki hana til sín og greiði hana. • Ekki er gert ráð fyrir að breyt- ingarnar, sem felast í frumvörp- unum þremur, hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð. Áætlað er að beinar tekjur hans lækki um u.þ.b. 50 milljónir króna en á móti ættu að koma nokkuð auknar tekjur af framleiðslu- og innflutningsstarfsemi einkaaðila. JM UNGUNGÁDRÝKKftl Morgunblaðið/Kristinn JÓN Guðbergsson frá Áfengisvarnarráði, Árni Einarsson forsvarsmaður Vímulausrar æsku og Unnur Halldórsdóttir formaður Heimilis og skóla fylgjast með sjónvarpi frá umræðum á Alþingi , um breytingar á áfengislöggjöfinni. Foreldrasamtök og Áfengisvarnarráð vara við breytingum á áfengislöggjöf Gróðasjónarmið tekin fram yfir heilbrig'ðissj ónarmið Afengis- og vímuefnastefna stjórn- valda sögð vera í lausu lofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.