Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR y MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 31 “7- afsvík og bað hana fara til Svíþjóð- ar að kynna sér nýjungar í kennslu. Að því loknu réð hann Svövu sem kennara við Barnaskóla Akureyrar. Sýnir þetta gloöggt álit þessa mæta manns á henni. Svava giftist Geir Jónassyni 1936. Þau slitu samvistir eftir nokk- urra ára hjónaband. Svava var alla tíð leitandi ljóss og fegurðar og í Guðspekifélaginu fann hún farveg sem samrýmdist lífsviðhorfum hennar. Einn helsti talsmaður þeirr- ar stefnu var Grétar Fells. Þeirra sálir urðu brátt svo nátengdar að hvorugt mátti af hinu sjá. Þau gengu í heilagt hjónaband 24. des- ember 1944. Gestagangur á heimili þeirra í húsi Guðspekifélagsins var með ólíkindum. Þar var ekki farið í manngreinárálit, háum og lágum tekið með sömu góðvild og hlýju. Þar var Svanfríður á sannkölluðu kærleiksheimili til hinstu stundar, en hún andaðist 91 árs að aldri. Eftir andlát Grétars 1968 fluttist Svava á Freyjugötu 6. Þar hélst sama „andrúmsloft" og verið hafði á heimili þeirra hjóna. Ollum fagnað af hjarta, glaðst með glöðum og sorgmædd hjörtu umvafin friði og kærleika. Upphafsorð þessarar greinar voru fyrir Svövu ekki bara orð. Hún lifði samkvæmt þeim. Þau kærleiks- korn sem móðirin sáði og hlúði að á mótunarskeiði Svövu báru sann- arlega ávöxt. Þau voru sífellt vökv- uð með tilbeiðslu, umhyggju, þakk- læti og sannri lotningu fyrir lífinu. Við sem nutum þessa í návist Svövu höfum mikið að þakka. Þakk- lætið sýnum við ekki best í sorg og tárum, heldur með því að reyna að feta í fótspor hennar. Reynum að opna hjörtu okkar fyrir kærleikanum í hennar minn- ingu. Svo hjálpi okkur góður guð. Þórný og skyldulið, Karfavogi 32. Svava Fells er horfin úr þessum heimi. Hún kvaddi á fögrum vor- morgni, sólskinsbjörtum, þegar fyrstu grösin voru að gægjast hik- andi upp úr moldinni og fuglamir að hefja ástarsöngva til fagnandi og vaknandi lífs. Sannarlega tákn- rænt fyrir líf Svövu. Hún var vors- ins barn, sem hvarvetna flutti með sér birtu og yl. Þegar slíkt fólk hverfur brott er eins og veröldin breyti um svip, hafi misst eitthvað af auðlegð sinni og ljóma. Við systkinin kynntumst Svövu þegar hún giftist Grétari Fells rit- höfundi. Hann hafði þá misst fyrri konu sína, Þuríði Kolbeinsdóttur Fells, en hún var móðursystir okk- ar. Ég man að það ríkti mikil eftir- vænting að fá að sjá nýju konuna hans Grétars. Og það urðu vissu- lega ekki vonbrigði. Frá fyrstu kynnum átti hún hug okkar í fjöl- skyldunni. Minningar streyma að eins og myndir á skuggsjá. Tvær litlar systur, sveitastelpur, eru að koma í fyrsta sinn í höfuðstaðinn. Reykja- vík er stórborg í þeirra augum, allt er svo framandi og nýtt, líkt og í ævintýri. En skemmtilegast er að fara í verslanirnar, sjá allar fínu vörurnar, kaupa, finna búðarlykt- ina. Mamma og pabbi vilja líka fara í heimsóknir til vina og kunn- ingja. Það er ekkert gaman, reynd- ar bara hundleiðinlegt. Svo er ákveðið að heimsækja Grétar og Svövu og stelpurnar verða að láta sig hafa það að fylgja með. Þær eru þungar á brún þegar þær stíga inn fyrir þröskuldinn á húsinu við Asvallagötu þar sem Grétar og Svava búa. En þar er þeim tekið af slíkum kostum og kynjum og glöðu sinni að vonda skapið fýkur út í veður og vind. - Þetta voru fyrstu kynnin af Svövu Fells og má segja að hún hafi brætt hjörtu okkar systranna með því ljúffeng- asta súkkulaði sem við á ævinni höfðum smakkað. Tíminn leið. Ég settist á skóla- bekk í Menntaskólanum í Reykja- vík. Þá var aðeins steinsnar upp í Guðspekifélagshús í Ingólfsstræti 22, þar sem þau Grétar og Svava bjuggu nú. í löngu frímínútunum var alltaf skokkað uppeftir. Þar stóð borð fullt alls kyns gómsætra kræsinga fyrir svanga skólastelpu. Og það var ekki aðeins næring fyrir líkamann sem fékkst út úr þessum ferðum. Hin andlega fæðan var ennþá meira virði. Er skemmst frá því að segja að heimsóknirnar til Grétars og Svövu á þessum árum var einn sá dýrmætasti fjársjóður sem ég eignaðist og veganesti allt lífið fram á þennan dag. Þar kynnt- ist maður í senn yndislegum hjón- um sem gáfu af auðlegð hjarta síns öllum er á veginum urðu og einnig háandlegri visku af speki í starfi Guðspekifélagsins, en Grétar var þá forseti þess og aðalfyrirlesari. Það bókstaflega gneistaði í kring- um þau Svövu og Grétar. Þau gáfu sér alltaf tíma til þess að spjalla við fólk, ekki síst unga fólkið sem laðaðist að þeim í leit sinni að hinu mikilvægasta í lífinu og allir fengu einhvetja leiðsögn 1 átt til hins góða, fagra og fullkomna. Þessir tímar standa upp úr í minningunni eins og glitrandi gullmoli innan um sandkorn á sjávarströnd. Það var alltaf árviss viðburður að Svava og Grétar kæmu í sumar- heimsókn austur í sveit til foreldra okkar. Slíkt var jafnan tilhlökkun- arefni, þau þóttu góðir gestir. Var þá ekkert til sparað að undirbúa komu þeirra sem best. Heimilisfólk- ið setti sig raunar í vissar andlegar stellingar þá daga sem þau dvöldu í sveitinni. Þetta var eins konar hátíð. Þá var setið og spjallað um allt milli himins og jarðar, sagðar sögur í léttum dúr og Grétar hló sínum lágværa dillandi hlátri. Síðan gengu hjónin hönd í hönd um land- ið, fundu ilminn af grasinu og hlustuðu á niðinn í læknum. Þá talaði Grétar um „leynifegurð" sem Flóinn væri svo ríkur af. Það varð Svövu mikið áfall þegar Grétar féll frá árið 1968. En hún talaði þó alltaf eins og hann hefði aðeins farið í ferð, að vísu dálítið óvenjulega, en kæmi samt aftur á sínum tíma. Hún fann sterkt fyrir nálægð hans og í hennar augum var dauðinn ekki til, aðeins þrep að öðru tilverustigi. Eftir burtför Grétars kom Svava í ótal margar ógleymanlegar heim- sóknir í sveitina og rifjaði þá um leið upp gönguleiðir þeirra Grétars. Þetta voru henni áreiðanlega ljúfar stundir. Þá vildi hún alltaf fara ein um landið og ganga í aljar höfuð- áttimar, norður, suður, austur og vestur. Hún talaði um að heilsa náttúmnni, fá kraft frá henni og blessa landið. Eitt haustkvöld stóð hún á túninu og lyfti höndunum eins og í bæn mót hnígandi kvöld- sólinni. Þá var hún að láta sólar- kraftinn streyma um líkama og sál. Já, hún Svava var einstök kona. Hún átti svo mikið að gefa öðrum. Handtakið hennar var svo hlýtt. í dýpstu gleði og þyngstu sorg var gott að fá að halda í höndina henn- ar. Henni tókst jafnan að láta tárin víkja fyrir brosinu, láta fólk koma auga á ljós vonarinnar í myrkrinu. Hún Svava safnaði ekki auði þessa heims, eltist ekki við hégóma og kapphlaup veraldlegra gæða. En hún átti þann auð sem mölur og ryð fær ei grandað, kærleika, hrein- leika, auðmýkt og visku hjartans. Það eru forréttindi að hafa fengið að eignast slíkan samferðamann. Og nú er Svava öll, við köllum það að deyja. En hvað er dauðinn? Er hann ekki aðeins nýr þáttur, kaflaskil, nýjar, ókunnar dyr sem við öll verðum einhvern tíma að ljúka upp til þess að sjá ljómann og dýrðinga fyrir innan? Ég sé Svövu Fells í anda þar sem hún leggur af stað eftir veginum ókunna. En hún er ekki ein á ferð. A móti henni rétta þau hendur Grétar og Þuríður og leiða hana áleiðis móti ljósinu eilífa á vit nýrra hlutverka. Guð fylgi þér, elsku Svava, og þökk fyrir allt. Sigríður I. Þorgeirsdóttir. SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR Sigríður Andrea As- geirsdóttir fæddist 14.4. nesi. Hún lést á Hrafnistu 10. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Sveins- dóttir og Ásgeir Björnsson. Sigríður giftist 1940 Ingvari Guðmundssyni frá Bæ í Steingríms- firði. Þau bjuggu á Akranesi til 1956, síðan í Reykjavík. Sigríður og Ingi eignuðust átta börn og eru sjö á lífi. Elstur er Sigurgeir, tannlæknir, f. 21.9. 1940, búsettur í Svíþjóð. Maki Sigríður Þorvaldsdóttir og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Næstur var Samúel, f. 19.2. 1942. Hann lést í sjó- slysi í mars 1963. Þriðja Ing- veldur, f. 9.11.1943. Maki henn- ar Ólafur E. Egg- ertsson og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. Fjórði Guðmundur R., við- skiptafræðingur, f. 21.5. 1945. Maki hans er Unnur Sveinsdóttir. Þau eiga fimm börn og eitt barnabarn. Fimmti Ásgeir, við- skiptafræðingur, f. 2.5. 1947. Maki Silja Sigurðardóttir, þau eiga tvær dætur. Sjötti Halldór H., f. 18.10. 1952. Maki Bjarndís Jónsdóttir, þau eiga þrjú börn. Sjöunda Rakel R. sjúkraliði, f. 15.11. 1954. Maki Heiðar Krist- insson, á fimm börn. Áttunda Ragnheiður A., búsett í Svíþjóð, f. 7.1. 1958, á tvö börn. Sigríður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. MAMMA mín. Fyrir mér ert þú ógleymanleg. í hjarta mínu og minningu munt þú alltaf lifa. Þegar hugurinn hvarflar til baka og minningamar líða hjá, ein af annarri, þá get ég ekki annað en undrast yfir því hversu mikið lífið hefur á þig lagt. Ég finn til sorgar en samtímis aðdáunar yfír því hversu ótrúlega sterk þú hefur verið öll þau ár sem veikindin hafa htjáð þig. Ég sé þig fýrir mér, litla og fíngerða en þjáða. Að öllum líkindum höfðu allar þínar minningar frá þeim ámm þegar þú varst tápmikil og hress, dofnað eða máðst út. Hjartfólgnast var þér að fjöl- skyldan stæði saman og að barna- börnunum liði vel. Þú gafst mikla hlýju og kærleik. Af því getur eng- inn fengið of mikið, voru þín orð. Aldrei heyrði ég þig segja styggðaryrði um nokkra manneskju eða fella dóm yfir öðrum. Þú tókst alltaf upp hanskann fyrir þann sem á var hallað og fannst ætíð öllum eitthvað til málsbóta. Ef guð er til þá veit ég að það verður tekið vel á móti þér. Því hreinni, trúfastari og heiðarlegri manneskju er örugglega leitun að. Mamma, þú lætur eftir þig stóra fjölskyldu og marga einlæga vini. Þú ert ekki ein, við emm hjá þér í huganum og þú munt ætíð finnast í hjarta okkar. Þín dóttir, Ragnheiður, og bania- börnin Philip og Nathalie. Elsku Sigga er dáin. Andlát hennar bar skjótar að en mig grunaði og í huga mínum brennur spumingin: Gat ég ekki gert meira fyrir hana? Ég kom fyrst á heimili Siggu, tengdamóður minnar, i Álftamýr- inni fyrir um 22 árum í fylgd með Halldóri syni hennar. Þá var Sigga 52 ára gömul, illa farin af lömun í kjölfar veikinda. Lömunin, sem hún varð að sætta sig við til æviloka, varð þó ekki til þess að hún missti áhugann á umhverfi sínu og sínum nánustu; allt til hinstu daga voru bömin og bamabömin henni allt. Sigga var mjög trúuð og henni tókst að varðveita með sér léttu lundina og æðruleysið sem var svo einkennandi fyrir hana. Hún hall- mælti ekki nokkmm manni heldur beindist áhugi hennar ætíð að vel- ferð þess fólks sem að henni stóð. Sigga dvaldi á Hrafnistu í Hafn- arfirði síðustu sjö árin og átti oft erfitt með að sætta sig við að geta ekki verið heima í Álftamýrinni þar sem hún undi sér best. Mig langar að þakka henni alla þá umhyggju sem hún bar í bijósti fyrir okkur. Blessuð sé minning hennar. Bjarndís Jónsdóttir. BJARNIL BJARNASON + Bjarni Ingi Bjamason mál- arameistari fædd- ist á Austurvöllum á Akranesi 5. apríl 1909. Hann lést á heimili sínu á Akra- nesi 17. maí síðast- liðinn. Bjarni ólst upp á Austurvöll- um og átti þar heima til ársins 1956 er hann flutti í nýtt hús sem hann hafði byggt á Aust- urvallalóðinni (Kirkjubraut 17) og bjó þar til dauðadags. Foreldr- ar Bjarna voru Bjarni Gíslason, trésmíðameistari á Austurvöll- um, og kona hans Helga Sigríð- ur Bjarnadóttir húsmóðir. Bjarni var elstur fjögurra systkina, auk hans eru látnir tveir bræður, Gísli Kristinn tré- smiður á Akranesi, f. 1910, og Sighvatur málarameistari í Reykjavík, f. 1911. Ein systir er á lífi, Ingibjörg, f. 1911, tví- burasystir Sighvats, húsmóðir á Akranesi. 19. júlí 1952 kvæntist Bjarni eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jónsdótt- ur, f. á Hólmavík 12. mars 1924. Dóttir Bjarna og Guðrúnar er Helga, f. 10.11. 1947, húsmóðir á Akranesi, gift Birni Tryggvasyni tré- smið og skipverja á ms. Akraborg og eiga þau þrjú börn. Bjarni nam málara- iðn hjá Áma B. Sig- urðssyni á Akranesi og lauk sveinsprófi í þeirri iðn 1937. Hann vann við iðn sína á Akra- nesi, en jafnframt gegndi hann starfi organista og söngstjóra við Akraneskirkju í 27 ár. Um árabil var hann húsvörður við Iðnskóla Akraness og síðar við tréiðnadeild Fjölbrautaskóla Vesturlands. Bjarni verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. VIÐ minnumst Bjama afa okkar með miklum söknuði. Við höfum átt heima í húsinu hjá afa og ömmu frá því við fæddumst. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur ef eitthvað bjátaði á og vakti yfir okkur með umhyggju sinni og vináttu. Hann var einlægur trúmaður og kenndi okkur fallegar bænir og sálma. Hann hafði mikla samúð með þeim sem minna máttu sín eða voru sjúkir og var allt- af tilbúinn að hjálpa þegar til hans var leitað. Afi okkar var góður söng- maður og organisti og oft lék hann fyrir okkur á orgelið sitt og söng. Við minnumst þeirra stunda með þakklæti. Afí var mjög kirkjurækinn og sótti kirkju sína flesta sunnudaga / ársins og aðra hátíðisdaga. Þá kunni hann líka mikið af sálm- um og átti sína uppáhalds sálma, „Víst ertu Jesús, kóngur klár“ og „Son Guðs ertu með sanni“. Eftirfar- andi vers, eftir Ólínu Andrésdóttur, var ofarlega í huga afa okkar á síð- ustu ævidögum hans: Þó missi ég heym og mál og róm og máttinn ég þverra finni, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirlqu þinni. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu afa okkar og munum aldrei gleyma öllu því góða sem hann kenndi okkur. Bjarni Ingi, Guðrún og Elínborg. STEFÁN RAFN ÞÓRÐARSON + Stefán Rafn Þórðarson fæddist í Hafnarfirði 27. júní 1924. Hann lést á Borgar- spítalanum 14. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víði- staðakirkju 23. maí. Kveðja frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar OKKUR lionsmenn setti hljóða þeg- ar við fréttum andlát Stefáns Rafns félaga okkar um áratugaskeið, en hann gekk i klúbbinn árið 1967. Stefán Rafn var alla tíð áhugasam- ur líonsmaður og vann ötullega að öllum verkefnum klúbbsins, hvort sem var á sviði félagsmála eða ræktunar í reit Lionsklúbbsins í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð. Hann átti sæti í mörgum nefndum á vegum. klúbbsins, var um tíma varaformaður og síðar formaður. Má hiklaust segja að það var sama hvaða embætti Stefán Rafn skipaði innan klúbbsins, allt starf hans var vel af hendi leyst. Á árinu 1990 fóru þau hjónin frú Guðrún Sigurm- arsdóttir og Stefán Rafn á alþjóða- þing lionsmanna, sem haldið var í Miami á Flórída, sem fulltrúar ís- lenskra lionsmanna, ásamt hópi annarra og sýnir það vel að þau spöruðu hvorki fé né fyrirhöfn þeg- ar Lionshreyfingin átti í hlut. í þeirri ferð héldu þau hátt á lofti merki íslands og íslenskra lions- manna, en þar gafst einstakt tæki- færi til kynningar á landi og þjóð. M.a. var haldið sérstakt íslands- kvöld sem íslensku þátttakendurnir sáu alfarið um og fengu þeir mjög góðar móttökur. í þakklætisskyni var honum árið 1992 veitt æðsta viðurkenning lionsmanna, er hann var gerður að Melvin Jones félaga. Já, þar er svo sannariega margs að minnast á kveðjustund og við lionsmenn munum sárt sakna góðs vinar úr hópnum. Við sendum frú Guðrúnu og fjölskyldu hans allri einlægar samúðarkveðjur. F.h. Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Eggert ísaksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.