Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ragnheiður Reykdal Hjart- ardóttir fæddist í Fremri-Vífilsdal í Dölum 20. apríl 1918. Hún lést í Borgarspítalanum 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjörtur Og- mundsson og Kristín Helgadóttir. Hún var elst þriggja dætra þeirra. Ragn- heiður ólst upp við Breiðafjörðinn, í Stykkishólmi, um skeið, en lengst í Álfatröðum í Hörðudal þar sem foreldrar hennar áttu bú. Systur hennar eru Ása og Helga Erla, báðar búsettar í Reykjavík. Árið 1962 giftist Ragnheiður Hannesi Marteinssyni trésmið. Þau skildu. Ragnheiður eignað- ist tvö böm; Hjördísi Reykdal Jónsdóttur, f. 1954, gift Hrólfi Ólasyni prentara, og Kristin Hannesson, f. 1962, kvæntur Ingunni Sveinsdóttur. Barna- börn Ragnheiðar em sjö. Útför Ragnheiðar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 18.30. RAGNA frænka er látin. Ótal minn- ingar frá liðnum árum koma upp í hugann þegar sest er niður til að minnast hennar í fátæklegum orð- um. Minningar sem einkennast af takmarkalausri fómfýsi hennar í garð samferðarmanna í gegnum líf- ið. Minningar tengdar notalegum stundum á heimili hennar í gegnum árin, gjarnan yfir kaffibolla sem síð- an var hvolft eftir kúnstarinnar regl- um og Ragna frænka las vo framtíð- ina úr kaffidreggjunum eins og við hin lesum texta af bók. Slík var spádómsgáfan að til voru margir sem ekki lögðu út í stórframkvæmd- ir án þess að vera búnir að láta Rögnu frænku rýna í málin áður. Svo eru það allar minningamar um saumakonuna Rögnu frænku og þær em ófáar. Ragna var nefnilega annað og meira en venjuleg sauma- kona, hún var hreinn og klár lista- maður á því sviði. Ungar stúlkur allra tíma þurftu að klæðast tisku- fötum og að sjálfsögðu var þá leitað til Rögnu frænku, því það kom jú út á eitt hvort hún vann verkið eða hátískuhönnuðir í út- löndum, nema ef vera skyldi að hennar flíkur væru vandaðri en þeirra síðamefndu. Oftar en ekki var fyrir- varinn lítill eða enginn, en aldrei svo skammur að Ragna frænka skil- aði ekki verkinu full- komnu og í tæka tíð. Verkefnin voru líka ekki alltaf þau auðveld- ustu. Tískudrósimar fengu óframkvæman- legar hugmyndir í fata- hönnun, eða svo hefði verið fyrir alla aðra en Rögnu. Ekk- ert verkefni á þessu sviði var svo flókið að hún skiiaði því ekki sam- kvæmt umbeðnum óskum. En síðast en ekki síst era það minningarnar um frænkuna sem alltaf virtist hafa tíma og þolinmæði til að hlusta og gefa góð ráð þeirri sem þetta skrifar þegar hún, á ráð- villtum unglingsáranum, tók sér ósjaldan ferð inn í Voga til að trúa Rögnu frænku fyrir öllum leyndar- málunum sem gjaman vilja hlaðast upp hjá fólki á þessum aldri. Ekki man ég annað en að maður hafi allt- af haldið léttari í sinni heim á leið með ráðleggingar og lausnir á öllum málum í farteskinu frá Rögnu frænku. Rögnu er nú víða sárt saknað, en minningin um einstæða hvunn- dagshetju lifir um ókomna framtíð og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast slíkri manneskju er mér ofarlega í huga nú þegar ég og mín fjölskylda kveðjum hana í dag hinstu kveðju. Elsku Hjödda mín, Hrólfur, Raggi, Melkorka og Hrafn Árni, elsku Kristinn frændi, Ingunn og dætur, missir okkar allra er mikill en ykkar þó mestur. Megi minningin um ástríka móður, tengdamóður og ömmu styrkja ykkur í sorg ykkar. Dagmar. Ragnheiður Reykdal Hjartardóttir var komin af Dalamönnum og Snæ- fellingum langt í ættir fram og átti þannig djúpar rætur í byggðum Breiðafjarðar. Foreldrar hennar bjuggu fyrst í Fremri-Vífilsdal, síðan um skeið í Stykkishólmi, en lengst áttu þau bú að Álftatröðum í Hörðudal. Þar ólst hún upp ásamt systrum sínum, þeim Ásu og Helgu Erlu. Heimilið í Álftatröðum var dæmigert íslenskt sveitaheimili hins gamla tíma. Fjölskyldan bjó þar fyrst í torfbæ, líkt og forfeðurnir höfðu gert um aldir, en árið 1939 reisti Hjörtur myndarlegt tvílyft steinhús sem stendur enn. Stökkið úr fortíð- inni inn í nútímann var stórt, úr torfbænum yfir í steinsteypt hús, frá orfinu og hrífunni yfir á vélaöld. Ragna, eins og hún var jafnan nefnd, reyndist snemma liðtæk við búskapinn, var tápmikil og rösk til allra verka. Þegar fram liðu stundir gekk hún í Reykholtsskóla. Það var veturinn 1936-37. Hjörtur, faðir hennar, flutti hana þangað á hestum um Bröttubrekku og sótti hana á sama hátt í jólafrí. Skólagangan var harðsótt á þessum áram. Að lokinni dvölinni í Reykholti á leiðin til Reykjavíkur. Þar hóf hún nám í kjólasaumi árið 1938. Kreppan var enn á öllum sviðum atvinnulífs, en nú var stutt í breytta tíma. í stríðs- byijun var vinna næg fyrir hveija starfsfúsa hönd og verkefnin hlóðust á hina ungu kjóladömu. Næstu tvo áratugina vann hún á ýmsum af hinum mörgu saumastofum sem risu á þessum árum og rak um skeið eigin stofu í félagi við aðra konu. Árið 1954 eignaðist hún dóttur sína, Hjördísi. Þá urðu mikil straum- hvörf í lífi hennar. Nú helgaði hún það dóttur sinni af slíkri fórnfýsi að mér er það enn mjög minnisstætt, en um þessar mundir kynntist ég Rögnu fyrst. Þær mæðgur bjuggu þá á Njálsgötu ásamt systurinni Helgu Erlu, sem hafði nýlokið kvennaskólanámi og hafið störf í Búnaðarbankanum. Þarna kynntist ég konu minni Erlu og síðan þá hafa kynni okkar Rögnu staðið órof- in. Eftir að dóttirin fæddist tók hún saumaskapinn heim, en fór eftir sem áður jafnan vestur í Dali á sumrum og rétti foreldrum sínum hjálpar- hönd. Eftir að þau Ragna og Hann- es skildu stundaði hún ýmis störf til þess að framfleyta heimili sínu og bama sinna. Elsta barnabarn henn- ar, Ragnar, er að mestu leyti er al- inn upp hjá ömmu sinni. Nokkru áður en Ragna lauk störf- um hafði hún eignast litla íbúð í Breiðholti, við Strandasel. Þar leið Rögnu vel, og þó hún væri slitin af of mikilli vinnu studdi hún enn við dóttursoninn Ragnar. Hann var mjög kær ömmu sinni og bjó þar um hríð hjá henni. íbúðin var að vísu þröng en í hjartanu var nægi- legt rúm enn sem fýrr. Þar var bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Það myndast tómarúm í lífi manns þegar sá hverfur á braut sem þar hefur átt fast og öraggt sæti langa tíð. Fyrst þá, þegar staðið er frammi fyrir þeirri staðreynd, skynjar maður stærð þess rúms sem sú manneskja skipaði. Þannig var það sem Rögnu í mínum huga. Þegar hún svo skyndilega er ekki lengur með okkur verður manni á svipstundu ljóst hve mikils virði hún var okkur öllum. Auðvitað vissum við það áður, en samt er það svo að á slíkri stundu stendur fortíðin allt í einu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Minningarnar sækja að og renna hjá líkt og mynd- ir á tjaldi. Hjálpsemin og hófsemin, umhyggjan fyrir öðram, skeytingar- leysið um eigin hag, viljinn til þess að gefa sinn síðasta eyri þeim sem hún unni og vildi hjálpa. Állt rifjast þetta upp og maður fyllist aðdáun og þakklæti, kemst kannski skrefi nær skilningi á því að sælla sé að gefa en þiggja. Finnur til smæðar sinnar frammi fyrir slíkum hetjum hversdagslífsins, sem vafalaust era víða til en bera verðleika sína eðli- lega ekki á torg. Þannig fannst mér Ragna vera, og þeir eru ófáir sem nutu þessara aðdáunarverðu eigin- leika hennar. Ég varð þess oft var að hún átti víða hauk í horni. Henni tókst oft með fordæmi sínu að laða fram bestu kosti í fari manna. Nú þegar leiðir skilja leitar þetta allt í hugann. Við Erla munum um ókomin ár minnast hennar með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Ég þakka traustið og tryggðina sem hún sýndi mér allt frá fyrstu kynnum. Megi líf hennar var okkur hvatning til þess að þroska ýmsa þá eiginleika sem eru þegar allt kemur til alls eftirsóknarverðast- ir í þessari jarðvist. Gunnar Jónsson. „í veröld sem snýst um dauða hluti og tilbúin lífsgæði þar sem við njótum ekki lengur þess smáa heldur metum lífið í samhengi peninganna og kapphlaupsins, eru ómetanleg forréttindi að fá að vera samferða því fólki sem kosið hefur að elska lífið sjálft í allri sinni dýrð, staldra daglega við og þakka það sem al- mættið hefur boðið upp á. Það eru forréttindi að vera samferða þeim sem heilsa hveijum degi af virðingu, æðruleysi og nægjusemi, láta fórn- fýsi og hjálpsemi stýra öllum sínum gerðum. Þannig var móðursystir mín, Ragnheiður Hjartardóttir, eins og heil hjálparstofnun sem allir gátu leitað til með vandkvæði sín, andleg og veraldleg. Kynslóðabilið hvarf í návist frænku minnar og lagaði hún sig fordómalaust að aðstæðum allra þeirra sem til hennar leituðu. Vin- áttuböndin voru sterk og hún fylgd- ist vel með fólkinu sínu. Þannig átti ég ekki aðeins góða móðursystur í Rögnu heldur einnig trausta vin- konu. Dætur mínar leit hún á sem ömmubörnin sín og mun ég gæta þess að þær varðveiti í minningunni þá miklu mannkosti sem Ragna frænka hafði að geyma. Ófáar ánægjustundir áttum við saman á hlýlegu heimili hennar og þeir voru margir sem lögðu þangað leið sína. Þar var Ragna með faðminn út- breiddan í dyranum, heitt á könn- unni, góð ráð og saumavélina á borð- inu. Þótt verkefnin væra mörg í saumaskapnum. lagði hún oft hart að sér til þess að hennar nánustu skörtuðu glæsilegum flíkum hennar. Þannig sat hún við sauma fram á næt.ur til þess að klára fermingar- kjólinn, stúdentskjólinn og dragtina, ballkjóla og síðar litlu barnafötin, listaverk sem eru fjársjóður minn frá Rögnu frænku. Saumaskapurinn var hennar ævistarf og þeir eru margir sem geyma verk hennar, því aldrei neitaði hún þeim sem til hennar leit- uðu þótt fyrirvarinn væri oft stutt- ur. Handverksmaður og listamaður var frænka mín með sauma sína og nokkrar kynslóðir stúlkna hafa spók- að sig á glæstum dansleikjum í kjól- unum hennar, allt frá því á stríðsár- unum. Ósjaldan las hún í bollana að loknu kaffispjalli, sá í þeim námsárangur, utanlandsferðir, prinsa á hvítum hestum, atvinnutækifæri, börn og bjarta framtíð. Magnað þótti okkur frænkunum hversu næm hún var á okkar aðstæður, enda var henni gefm sú náðargáfa í vöggugjöf að skynja æðri krafta og ósýnilega sem umlykja okkur í daglegu lífí. Ragna var náttúrubarn og krafðist ekki íburðar og umgjarðar, en hennar umgjörð var sú glæstasta, ísland í öllu sínu veldi, náttúran sjálf. Þann- ig hafði hún aldrei áhuga á að ferð- ast til útlandfa, sagði það ekki þjóna neinum tilgangi þar sem hún væri svo lánsöm að eiga landið sitt. Stutt dagsferð á Þingvöll var hennar ævin- týrareisa, hún leit eftir því smáa sem okkur yfírsést svo oft, en er í raun lífsins litlu kraftaverk. Við frænk- urnar sögðum stundum í gamni að þar færu daladrottningarnar þegar Ragna og aðrar dalakonur komu saman. En Ragna var sannkölluð daladrottning og í hennar ríki var rúm fyrir alla. Hún var fædd í litlum torfbæ inn á milli fjalla í Dölum á fyrsta sumardegi þegar lóan syngur dirrindí, vorsólin vermir og kvöldroð- inn gyllir Vífilsdalinn. Kvöldið sem hún kvaddi okkur söng heiðlóan líka dýrðin, dýrðin og nóttin var björt og stillt. Ég þakka dýrmætar lífsins lexíur sem frænka mín lagði mér til í vega- nesti. Ég þakka traustri vinkonu ógleymanlegar stundir og kveð góð- an og göfuga manneskju með trega og söknuði. Brosið, hlýja faðmlagið, létta lundin og ljúfar minningar ylja áfram um ókomna tíð. Enginn veit hvenær kallið kemur og því er ástvinamissir ætíð jafn óvæntur, sorgin og söknuðuriiin mikill. Heimsóknir, kaffí á Borginni og Þingvallaferðir sem ráðgerðar voru verða að bíða betri tíma. Ég er þó sannfærð um að saman munum við einhvemtímann sitja á Borginni eða í grænum lundi þjóðgarðsins og njóta kyrrðar og fegurðar vorsins á ný- Móðir okkar, t HERMANNÍA MARKÚSDÓTTIR, andaðist 19. maí að Kumbaravogi, Stokkseyri. Árni B. Jóhannsson, Hlín Schlenbaker, Krístín A. Karlsdóttir. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES JÓNSSON bóndi á Geitabergi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saurbæ föstudaginn 26. maí kl. 14.00. Erna Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móðir mín, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 26. maí kl. 17.00. Helga Tómasdóttir Slerdahl, Tómas Slardahl, Kristina Slerdahl, Charlotte Slardahl. RAGNHEIÐUR REYKDAL HJARTARDÓTTIR Elsku Hjödda, Diddi og Raggi, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar dýpstu samúð og vona að hlýjar minningar styrki ykkur í sorginni. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin Ijúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davið Stefánsson) Guð blessi Rögnu frænku mína. Kristín Helga Gunnarsdóttir. Mig langar til að skrifa nokkur kveðjuorð um fyrrum mágkonu mína, Ragnheiði R. Hjartardóttur, sem nú er gengin til hinstu hvíldar. Hún lést á Sjúkrahúsi Borgarspítal- ans 18. þ.m. eftir skemma legu. Ragna, eins og hún var tíðast kölluð, var Dalakona, fædd í Fremri Vífilsdal, Hörðudal, fluttist kornung með foreldram sínum til Stykkis- hólms, Hirti Ögmundssyni og frú Kristínu Helgadóttur, sem þar bjuggu um nokkurt árabil. Fjölskyld- an fluttist svo að nýju í Dalina, þessu sinni að Álftatröðum, Hörðudal, þar sem þau ráku bú um áratuga skeið. Tvær dætur bættust í hópinn, Ása og^Helga Erla. í Stykkishólmi kynntist ég fjöl- skyldunni, enda var ég fæddur þar og uppalinn. Hjörtur, síðar tengda- faðir minn, kenndi mér að stafa og lesa, nema þegar elskuleg kona hans, Kristín, leysti hann af hólmi. Ragna gekk í Reykholtsskóla, lærði síðar saumaskap, sem hún stundaði alla ævi með snilldarbragði fagmennskunnar. Sá hún fyrir sér og sínum alla tíð með óbilandi dugn- aði. Eignaðist hún dóttur, Hjördísi R. Jónsdóttur, sem varð kunn kaup- kona í höfuðborginni. Jafnframt með eiginmanni sínum Hannesi H. Mar- teinssyni son, Kristin að nafni, bak- ara í Neskaupstað. Ragna var kona rausnar og reisn- ar. Hún var hrein og bein til orðs og æðis. Aliir vinir og góðkunningjar sakna hennar. Megi hún njóta sam- vistar með ástríkum foreldrum og skyldmennum á nýju tilverustigi. Magni Guðmundsson. í nokkram fátæklegum orðum langar mig að minnast nágranna- konu minnar og góðrar vinkonu Ragnheiðar Hjartardóttur, sem svo skyndilega var kölluð héðan burt. í átta ár bjuggum við Ragna í sama stigagangi og var samgangur mikill okkar á milli. Allan þann tíma brá aldrei skugga á vináttu okkar, þrátt fyrir mikinn aldursmun og ólík- an bakgrann var Ragna ætíð sem ein úr íjölskyldunni. Frá þessum tíma er margs að minnast. Það sem hins vegar stendur upp úr er hjálpsemi hennar í minn garð, en óbeðin annaðist hún Agnar son minn þegar hann kom heim úr skólanum á meðan ég var enn við vinnu mína. Alltaf átti hann visst athvarf hjá Rögnu og því var hún í hans augum sem amma. Fyrir þetta og svo margt annað er ég Rögnu þakklát. Ég veit þó að henni fannst svona nokkuð hið mesta lítilræði og reyndar alveg sjálfsagt, enda leið Rögnu best þegar hún gat rétt öðr- um hjálparhönd. Hjálpsemi var henni í blóð borin. Það er ekkert eðlilegra en að göm- ul kona leggi höfuðið á koddann og deyi. Samt finnst mér tilveran tóm- leg án Rögnu og því er söknuður minn mikill. Létt bank hennar á hurð mína mun aldrei heyrast aftur og ekki verða kaffísopar okkar á annarri hæðinni í Strandseli 5 fleiri. Þó að þetta séu lítil atriði í vinskap okkar þá skilja þau eftir sig stór skörð og eru jafnvel mikilvægari nú en þau virtust áður. Áð lokum vil ég þakka kærri vin- konu fyrir samfylgdina og þær minn- ingar sem hún skilur eftir hjá mér. Við söknum Rögnu öll og því mun minning hennar lifa með okkur um ókomin ár. Guð blessi minningu Rögnu minnar. Erna Guðjónsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.