Morgunblaðið - 24.05.1995, Page 11

Morgunblaðið - 24.05.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 11 FRÉTTIR Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag Norskir sjómenn hafa setið mjög lengi á sér Ósló. Morgunblaðið. ODDMUND Bye, formaður hags- munasamtaka norska sjávarútvegs- ins, Norges Fiskarlag, lét svo um- mælt í gær á fundi með íslenskum blaðamönnum að færu íslenskir sjó- menn á eftir síldinni út í síldar- smuguna þá hlytu norskir sjómenn að gera slíkt hið sama í mótmæla- skyni og utan kvóta. Engu breytti í því efni hvað norsk stjórnvöld segðu. Það mætti ekki gefa öðrum ríkjum það fordæmi að veiða síldina á alþjóðlegu hafsvæði. Til þess væri síldin norskum sjómönnum of hjartfólgin. „Norskir sjómenn hafa setið mjög lengi á sér, en einhvers staðar drögum við mörkin. Við er- um reiðubúnir í stríð ef þörf kref- ur, líka gegn norskum stjómvöld- um.“ Reiða sig á úthafs- veiðiráðstefnuna Það kom fram í máli Bye að Norges Fiskarlag bindur mikla von- ir við þau samningsdrög sem fyrir liggja á úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna og var auðheyrt að Bye kunni samningsdrögin upp á tíu fingur og hafði svör á reiðum höndum þegar hann var spurður um áhrif slíks samnings á fiskveiði- deilu Norðmanna og íslendinga. „Tvíhliða stjórnun Norðmanna og Rússa í Barentshafi verður grund- völlurinn að þeirri svæðisstjórnun sem gert er ráð fyrir í samnings- drögunum,“ sagði Bye og bætti við að það þyrfti að semja nú þegar við íslendinga um kvóta í Smug- unni á grundvelli samningsdrag- anna og það fyrir 11. júní næstkom- andi. Þégar hann var spurður hvort það væri ekki stefnubreyting því Norges Fiskarlag hefði hingað til ekki viljað ljá máls á neinum kvót- um til Islendinga svaraði hann því til að ef það væri gert á grundvelli alþjóðasamningsins hlytu norskir sjómenn að una því. Sá kvóti myndi samt ekki styðj- ast við sögulegan rétt íslendinga. Veiðarnar undanfarið gætu ekki skapað neinn rétt og íslenskir sjó- menn gætu varla staðið í þeirri trú að slíkar veiðar sköpuðu nokkurn rétt. í því sambandi kom fram að það væri mat Norges Fiskarlag að íslensk skip undir íslenskum fána hefðu veitt 35.000-40.000 t í Bar- entshafi á síðasta ári en íslensk hentifánaskip 25.000-30.000 t. Þegar Bye var spurður hvort „ís- lenska ákvæðið" í samningsdrögun- um á úthafsveiðiráðstefnunni um réttindi ríkja sem byggja afkomu sína að miklu leyti á sjávarútvegi styrkti ekki mjög stöðu íslands í Smugunni svaraði hann því til að það ákvæði myndi ekki hafa mikla þýðingu í Barentshafi þar sem út- hafsveiðihagsmunir íslendinga væru í húfi heldur fremur í ná- grenni íslensku lögsögunnar þar sem Island hefði strandríkishags- muna að gæta. „Þetta ákvæði getur ekki átt við óháð fjarlægð frá mið- unum,“ sagði hann. Bye vildi ekki tjá sig um stærð kvóta til handa Islendingum, það yrði að ráðast meðal annars af stærð þorskstofns- ins hveiju sinni. Útfærsla í 250 mílur Bye sagði að ef svo illa tækist til að úthafsveiðiráðstefnan færi út um þúfur, gerði Norges Fiskarlag þá kröfu að smugunum yrði lokað með útfærslu norsku lögsögunnar í 250 mílur. Aðspurður sagði hann að sú krafa yrði sett fram strax 4. ágúst ef úthafsveiðiráðstefnunni lyki þá án árangurs. „íslenskir sjó- menn áttu ekki hvað minnstan þátt í að 200 mílna efnahagslögsaga varð alþjóðlegt viðmið. Nú er komið að norskum sjómönnum." Þegar hann var spurður hvort það væri ekki óraunhæft að ætla að nokkurt ríki myndi virða slíka einhliða út- færslu lögsögunnar, svaraði hann því til og vísaði augljóslega til stöðu Islendinga sem lítilmagnans gegn ofureflinu: „Við höfum vissulega ekki við Davíðsduldina að styðjast.“ Hugmyndin væri þó ekki sú að 250 mílna lögsagan yrði varanleg heldur til bráðabirgða uns alþjóðasamning- ar hefðu tekist. Reyndar lægi meira á því að loka Síldarsmugunni og að nokkru leyti karfamiðunum en Smugunni vegna þess að á síðast- nefnda svæðinu væri svo ólíklegt að nýir aðilar gætu skapað sér rétt með veiðum. Bera kápuna á báðum öxlum Líkt og norsk stjórnvöld hafa gert mótmælti Bye því „að vinir okkar í vestri“, eins og hann orðaði það, skyldu saka Norðmenn um tvöfalt siðgæði, að beijast gegn smuguveiðunum en veiða sjálfir úthafskarfa við íslensku lögsögu- mörkin á Reykjaneshrygg. „Það eru íslenskir sjómenn sem mættu vera samkvæmari sjálfum sér í stað þess að bera kápuna á báðum öxlurn," sagði Bye. „Það er ekki bæði hægt að styðja óheftar veiðar á úthafinu og verndun í þágu þess fólks sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi." Morgunblaðið/Halldór Afmæli Hlíðaskóla í TILEFNI40 ára afinælis Hlíða- skóla gerðu nemendur, foreldrar og kennarar sér glaðan dag síð- astliðinn sunnudag. Eftir að gengið hafði verið í skrúðgöngu um hverfið undir tónum lúðra- sveitar fóru fram skemmtiatriði á ióð skólans. Meðal annars sýndu nemendur dans og skóla- hljómsveit lék fyrir gesti og gangandi. Foreldrar höfðu bak- að súkkulaðiköku, sem afmælis- gestir gæddu sér á af góðri lyst. Lóða -og landeigendur ÁBURÐUR OG GRASFRÆ MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 2 /r / íslenskir tómatar eru safaríkir, bragðmiklir og hollir. Þeir eru ómissandi í salöt, sem álegg, grillaðir eða sem ferskur biti á milli máltíða. Mundu eftir íslenskum tómötum, mstpegarpú verslar. Js> ISLENSK ÍSLENSKUR GARÐYRKJA landbúnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.