Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 4_ i. 24 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 AÐSENDAR GREIBMAR Byggiiig barna- spítala er ekki sérhagsmunamál NÚ ÞEGAR moldviðrið í kringum nýafstaðnar Alþingiskosningar og stjórnarmyndun hefur lægt er fróð- legt að litast um og hugleiða flóru sagðra og skrifaðra orða sem fram komu af því tilefni. Ýmsir hafa séð ástæðu til að stinga niður penna í kjölfar kosninganna og má sem dæmi nefna grein Margrétar S. Björnsdóttur sem birtist í Morgun- blaðinu 20. apríl sl. þar sem hún fjallar um það hversu sérhagsmuna- pot ýmissa hópa í þjóð- félaginu var áberandi í aðdraganda kosning- anna. Ástæða er til að taka undir með Mar- gréti þegar hún gagn- rýnir þessa þróun. Það vakti einnig athygli þegar sjálfstæðismenn slitu stjómarsamstarfi við Álþýðuflokkinn og sneru sér að fram- sóknarmönnum að um- ræða flestra snerist aðallega um það hver hafði svikið hvem. Það virtist vera aukaatriði hvort ákvörð- un sjálfstæðismanna væri líkleg eða ólíkleg til að reynast þjóðinni sem heild happadrjúg í framtíðinni. Hugsun varðandi heill þjóðarinnar vék fyrir sérhagsmunum og sárind- um. Sérhagsmunir hjá slj órnmálaflokkum Þegar stjórnmálaflokkarnir eru skoðaðir með tilliti til sérhagsmuna þá kemur ýmislegt í ljós sem vert er að gefa gaum. Nokkur dæmi má nefna. Alþýðuflokknum er þakkaður fremur öðrum flokkum sá árangur sem náðst hefur í bættri aðstöðu fatlaðra hér á landi á und- anförnum ámm og þótt forystu- maðurinn í því sambandi, Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi félags- málaráðherra, sé búinn að yfirgefa flokkinn þá getur Alþýðuflokkurinn tvímælalaust talist flokkur fatlaðra hér á landi. Blaðagreinar frambjóð- enda og stuðningsmanna flokksins og sú ríka áhersla sem Alþýðu- flokkurinn í Reykjavík lagði á mál- efni fatlaðra, t.d. með ítrekuðum fundahöldum með þeim og aðstand- endum þeirra rökstyður þá skoðun. Alþýðuflokkurinn á reyndar hrós skilið fyrir að taka hraustlega á málefnum fatlaðra þótt víðsýnin hefði að ósekju mátt vera meiri. Þar er átt við þá staðreynd að að- staða langveikra barna hér á landi er í hróplegu ósamræmi við aðstöðu fatlaðra barna þótt þörf þessara tveggja hópa sé að mörgu leyti sambærileg. í því sambandi er rétt að fram komi að einn þingmaður að öðrum ólöstuðum, Margrét Frí- mannsdóttir, hefur haldið á lofti málstað langveikra barna á Alþingi og orðið allnokkuð ágengt. Sem dæmi má nefna að hún ásamt Önnu Ólafsdóttur Björnsson kom því til leiðar að nefnd var skipuð til þess að kanna stöðu langveikra barna á íslandi og koma með tillögur til úrbóta. Nefnd sú hefur skilað áliti til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra og nú er að sjá hvort vilji er innan núverandi ríkisstjórnar til að fullnægja réttlætinu í þeim málaflokki. Enn eitt dæmið um sérhagsmuni innan stjórnmála- flokkanna er Kvennalistinn. Engum blöðum þarf að fletta um það að þar fer sérhagsmunaflokkur þótt hann láti ýmis mál til sín taka sem ekki snúa einungis að konum. Ár- angurinn í aðalbaráttumálum Kvennalistans eins og t.d. jafnrétti í Iaunamálum hefur þó látið á sér standa og er sú staðreynd alvarlegt umhugsunarefni því þar er á ferð- inni augljóst réttlætismál. Dæmi eins og þessi gefa tilefni til að velta fyrir sér spumingum eins og eftirfarandi: Væri skynsam- legt fyrir íþróttafólk á íslandi að sameinast í stjórnmálaflokki eða hreinlega að stofna stjórnmálaflokk í þeim tilgangi að ná fram hags- munamálum sem varða íþróttir? Væri skynsamlegt fyrir foreldra langveikra barna að sameinast full- orðnum sjúklingum í einum stjórn- málaflokki í þeim tilgangi að ná fram auknum bótum frá Tryggingastofnun og bættri aðstöðu sjúkra almennt hér á landi? Að mínu mati er svarið við báðum þess- um spurningum hik- laust já, því tilgangur- inn helgar meðalið. Ef hins vegar er spurt hvort ofangreindar að- gerðir væru skynsam- legar fyrir þjóðina sem heild þá er ég hræddur um að svarið yrði nei. M.ö.o. þá er sjálfgefið að árangursríkast er að hafa- góða yfirsýn yfir allt það sem máli skipt- ir í hverju tilviki og heildarhags- muni í huga þegar ákvarðanir eru teknur. Á íslandi bráðvantar sérhæfðan barna- og unglingaspítala Að undanförnu hefur fyrirhuguð bygging fyrsta sérhæfða barnaspít- ala landsins verið nokkuð áberandi í umræðunni og lá reyndar sam- þykkt ríkisins um byggingu hans fyrir þegar vorið 1994. Þá var gert ráð fyrir framlagi frá Reykjavíkur- Aðstaða sjúkra barna, aðstandenda og starfs- fólks, segir Þorsteinn Olafsson, er til skamm- ar fyrir íslendinga. borg að upphæð 100 millj. króna og öðru eins frá Kvenfélaginu Hringnum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt kom bakslag í seglin þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lýsti því yfir fyrr á þessu ári að ekki yrði staðið við loforð fyrirrennara hennar í borgar- stjórastóli, Árna Sigfússonar. Ekk- ert bendir til þess að breyting verði þar á. Hvað ný ríkisstjórn hyggst hins vegar gera í málinu hefur ekki komið fram opinberlega en ábyrgðin hvílir að sjálfsögðu fyrst og fremst á henni. Margir hafa orðið til þess að benda á og rökstyðja þörf fyrir barnaspítala hér á landi. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að útlista eina ferðina enn þau ófullnægjandi húsakynni sem notuð hafa verið fram til þessa undir barnadeild á Landspítalanum en þar eru flest langveik börn lögð inn hér á landi. Raunar nægir eftirfarandi fullyrðing. Aðstaða hinna sjúku barna, aðstandenda þeirra og starfs- fólks spítalans er til skammar fyrir okkur Islendinga og hefur verið um langt árabil. Bygging sérhannaðs bamaspítala á íslandi er ekkert sér- hagsmunamál. Um tafariausan framgang þess máls á öll þjóðin að sameinast. Það veit enginn hvaða barn eða unglingur þarf næst á slíkri stofnun að halda! Ég óska ríkisstjórn okkar ís- lendinga farsældar á nýhöfnu kjör- tímabili þjóð vorri allri til heilla og þá ekki síst þeim sem erfa munu landið. Höfundur er formaður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Þorsteinn Ólafsson Sælir eru hógværir TALSMENN sér- fræðinga í þrengri greinum læknisfræð- innar hafa í tilvísana- deilunni ekki aðeins sagt heilbrigðisyfírvöld- um stríð á hendur held- ur einnig starfssystkin- um sínum í röðum heilsugæslu- og heimil- islækna. Þeir færa fá rök fram önnur en þau, sem kasta rýrð á heilsu- gæsluna, starfsvett- vang hennar og starfs- fólk. Hún sé til einskis nýt annars en að vísa fólki sem fyrst áfram til alvörulækna; þangað sé „fjandsamlegt" að koma, bara um- stang og leiðindi í þessum „dýru höllum". Rekstur sé þar einnig dýr, læknaviðtöl sömuleiðis, fyrir utan það hversu gagnslaus þau séu til annars en að senda sjúklinga beint áfram. Þannig varð kjaramál sér- greinalækna eitt aðalviðfangsefni stjómmálanna fyrir kosningar á borð við utanríkis- eða fiskveiðistefnuna. Stjómmálamenn virtust því miður verða veikir fyrir þessari sérstöku íþrótt vígorða og misupplýsingasmíð- ar og létu taka sig á teppið um málið þar sem ljóst varð að auglýs- inga- og upphringingaherferð sér- greinalækna virtist hafa borið tölu- verðan árangur. Nú er orðið mjög bagalegt fyrir konur að þurfa að leita til heimilislækna sinna með ýmis vandamál, væntanlega t.d. varðandi getnaðarvarnir eða breytingaskeið, tilvísanir voru ávísun á umferðaröng- þveiti og einum flokksforingja fannst afleitt að fólki væri gert að leita í heilsugæsluna vegna þess að hann vildi styðja forvarnir - þótt hún sé einmitt aðalvettvangur og tækifæri heilbrigðisþjónustunnar til forvama. Töluvert er haft á orði að samráð þurfi að hafa við lækna, þegar kerf- isbreytingar eru í deiglunni. Ekki er að sjá að ráða hafi verið leitað til þess læknahóps sem málið varðar ekki síst, þ.e. heilsugæslulækna. Verður ekki hjá því komist að taka upp stríðshanska þann sem kastað hefur verið. í þessu sambandi má benda á að læknar sem úskrifast hafa úr læknadeild Háskólans, hafa þurft að afla sér umtalsverðrar þekk- ingar í öllum helstu sérgreinum læknisfræðinnar og taka í þeim próf - nema heimilislækningum. Eldri læknar, aðrir en sérfræðingar í heim- ilislækningum, hafa ekkert um þær lært í námi sínu, þótt á sínum tíma hafi þótt sjálfsagt að etja síðan öllum útí hérað undir- eins á kandidatsárun- um; og þeir yngri sára- lítið en þeir hafa heldur enga starfsreynslu í frumheilsugæslu. Því er vanþekking margra sér- greinalækna á starfi í heilsugæslu, viðfangs- efnum hennar og ferlinu við nálgun og lausn hinna margtvinnuðu umkvartana og ein- kenna sem greiða þarf úr í framvarðarum- hverfi heilsugæslunnar, skiljanleg en alvarleg. Læknabréf bráðamóttökudeilda sjúkrahúsa bera þess einnig merki, að námslæknar fái enn litla vitneskju um fyrirbærið heilsugæsla, þar sem sárasjaldan kemur fyrir að sjúklingum, sem á slíkar móttökur leita, sé síðan bent á að fá eftirlit í heilsugæslunni eða hjá viðkomandi heimilislækni. Miklu frekar er, að þeim sé vísað út og Sérfræðingar í þrengri sérgreinum læknisfræði sögðu ekki aðeins heil- brigðisyfirvöldum stríð ------------------------- á hendur, segir Olafur Mixa, heldur einnig heilsugæslu- og heimilislæknum. suður til hinna ýmsu sérgreinalækna. í tilvísanamálinu er enn hamrað á því að heimilislæknaviðtal sé dýrara en sérfræðinga vegna útreiknings sem byggist á röngum reiknings- viðmiðunum sem kunna að eiga rót í ofangreindri vanþekkingu um starfsvettvang heilsugæslustöðva. í Mbl. 6.4. sl. bendir Halldór Jónsson Iæknir fram á, að kostnaður á ákveð- inni heilsugæslustöð fyrir hvert við- tal sé um 1700 kr. Vegna heimilis- læknislegrar friðsemdar lét hann þó hjá líða að tiltaka sértekjur viðkom- andi stöðvar, þ.m.t. sjúklingagjöld, sem lækka í raun viðtalskostnaðinn niður í um 1.250 kr. Sömuleiðis er alltaf gefið í skyn að hvert og eitt vandamál kosti heilt viðtal í heilsu- gæslunni rétt eins og hjá sérgreina- læknum, þótt löngu sé búið að benda á að vandamálafjöldi eins viðtals hjá heimiiislækni sé að meðaltali á milli 2 til 3 og geti farið upp í 7 til 8 og þar með sparað t.d. 7 sérfræðiviðtöl og jafnvel 7x7x7 o.s.frv., þegar um endurtekin viðtöl er að ræða. Ef reiknað er með meðaltalinu 2,5, fær afgreiðsla eins vandamáls skv. of- angreindum tölum Halldórs Jónsson- ar, en það samsvarar yfírleitt einu sérfræðiviðtali, niður í um 600 kr. miðað við hvert sérfræðiviðtal upp á 3.000 til 4.000 kr, þar sem yfirleitt er tekið á einu vandamáli hveiju sinni. Þetta er mergurinn málsins, stjórnmálamenn góðir. Má þar bæta við að taxtar sérgreinalækna eru þeirrar sérstöku náttúru, að aukið starfsframlag og bætt hagræðing leiða til þess eins að auka þeirra eig- in tekjur, án þess að það komi sjúkl- ingum eða ríkissjóði til góða til mót- vægis við starf á heilsugæslustöð þar sem fastur kostnaður dreifist á við- töl til minnkunar á kostnaði þeirra eftir því sem þau eru fleiri. Nú vill líklega einhver benda á afslátt, sem sérgreinalæknar hafa veitt á sl. árum og væntanlega nefna, að 50% af töxt- um séu vegna „kostnaðar", en það er enn ein blekkingin, sem alltaf er verið að hamra á, m.a. við kostnaðar- útreikninga. Mætti ég þá í leiðinni biðja um, að nefndar verði þær upp- hæðir sem ráða því hvenær afsláttur- inn hefjist í þessari viðbótarvinnu utan sjúkrahúsa. Til að auka ótta almennings um kostnað og umstang við tilvísana- kerfi er enn haldið áfram að gefa í skyn að nánast hvert sérfræðiviðtal kosti eina tilvísun, þótt þær geti í raun gilt í allt að 1 V2 ár hver. Jafn- framt að hver slík tilvísun kosti kr. 600, þótt hið sanna sé að ellilífeyris- þegar og öryrkjar greiða aðeins 200 kr. hveiju sinni fyrir alla þjónustu í heilsugæslunni upp að kr. 3.000 á ári (250 kr. á mánuði) og eftir það ekkert - kr. 0. Svipað má segja um barnafjölskyldur og allir þegnar fá afslátt er þeir hafa greitt _ kr. 12.000/ári (1.000 kr. á mán.). Á 6. tug þúsunda afsláttarkorta voru út- gefin á sl. ári. Enn er haldið áfram að tala um frelsi og fijálsa samkeppni, þótt bent hafí verið á, að samskipti sjúkl- inga, sem samkvæmt eðli máls þekkja ekki til vörunnar sem í boði er, og lækna, sem hafa nánast fræði- lega mótandi áhrif á meint innihald Ólafur Mixa Afkoma Garðabæjar 1994 HINN 18. maí sl. var ársreikning- ur Garðabæjar afgreiddur í bæjar- stjórn. Við umræður um ársreikning- inn lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sem skipa meirihluta bæj- arstjórnar fram eftirfarandi bókun: „Óhætt er að fullyrða, að árið 1994 hafí verið mesta framkvæmda- ár í sögu Garðabæjar í krónum talið, og var þó umfang framkvæmda árið þar á undan óvenju mikið. Heildarút- gjöld bæjarsjóðs námu um 1.370 mkr., en þar af var 767 mkr. eða um 56% varið til rekstrar málaflokka og 603 mkr. eða um 44% til fram- kvæmda. Niðurstöður ársreiknings bæjarsjóðs Garðabæjar fyrir árið 1994 bera þess glögg merki, að traust stjóm sé á rekstri bæjarfélags- ins. Heildartekjur bæjarsjóðs reynd- ust 2,1 mkr. eða 0,3% meiri en fjár- hagsáætlun ársins 1994 gerði ráð fyrir, og heildargjöid að frádregnum sértekjum voru 44,3 mkr. eða 4,0% lægri en áætlað var. Heildarrekstur bæjarsjóðs skilarþví 46,4 mkr. hærri fjárhæð til breytinga á peningalegri stöðu bæjarsjóðs en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins 1994. Umfangsmesta framkvæmd á ár- inu 1994 var bygging Hofsstaða- skóla, svo og framkvæmdir á sviði gatna- og umferðarmála, sem tryggja aðkomuleiðir að skólanum. Heildarkostnaður við byggingu skól- ans var áætlaður um 440 mkr., og í ljósi þess, að heildar- skatttekjur Garðabæjar námu um 750 mkr. á árinu 1994, þá eru framkvæmdir við ný- byggingu Hofsstaða- skóla slíkt stórvirki, að það varð ekki íjármagn- að með aflafé ársins. Sjálfstæðismenn í tiæj- arstjórn Garðabæjar tóku ákvörðun um að ljúka þeirri viðamiklu framkvæmd á tveimur árum. Þeirri ákvörðun fylgdi, að fjár yrði að töluverðu leyti aflað með lántökum. Fjár- hagsstaða Garðabæjar hefur jafnan verið það traust og hófsemd slík í lántökum að auðvelt hefur reynst að afla láns- fjár á almennum lánamarkaði til þess að fjármagna framkvæmdina. Heildarskuldir Garðabæjar hækkuðu því á árinu 1994 um 298 mkr., og námu þær í árslok 1994 um 1.176 mkr. svo sem áætlað var. Hreinar skuldir bæjarsjóðs, en það eru heild- arskuldir að frádregnum peningaleg- um eignum, námu um 666 mkr., og jafngildir það því, að Garðabær skuldi sem svarar 88% af skatttekj- um bæjarfélagsins. í ljósi' þess, að íjárhagsáætlun sjálfstæðismanna í bæjarstjóm Garðabæjar hefur gengið eftir í öllum að- alatriðum á árinu 1994 svo sem við var að bú- ast, þá þykir rétt að árétta þá afstöðu bæjar- fulltrúa sjálfstæðis- manna, að skynsamlegt sé að ljúka umfangs- miklum byggingar- framkvæmdum á svo skömmum tíma sem kostur er, þannig að fjárfestingin komi sem fyrst að gagni. Eðli málsins samkvæmt felst ábyrg fjármálastjórn svo í því að draga úr framkvæmdum næstu ár á eftir, meðan rekstr- arafgangur er nýttur til þess að greiða niður þau lán, sem tekin voru á framkvæmdatíma, enda hafa sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn Garðabæj- ar ekki í hyggju að auka álögur á bæjarbúa. Þessi markmið endur- speglast í fjárhagsáætlun Garðabæj- ar fyrir árin 1996-1998, sem bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sam- þykktu í bæjarstjórn Garðabæjar þann 16. febrúar síðastliðinn." Rekstrargjöld bæjarins námu um 72% af árstekjum ársins 1994 og er það vel viðunandi árangur. Sjálfstæðismenn í Garðabæ eru staðráðnir í því að viðhalda traustri Benedikt Sveinsson 1 !" i L i D í I í ! \ í ! I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.