Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1995 MORGUNBLAÐIÐ TAUMLAUS HESTAMENIMSKA mmam OG hvað er nú betra en góður skeiðsprettur síðasta spottann heim...að síðustu er við hæfi að fá ljúffengan brauðmola eftir góðan reiðtúr. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HÁTT var í Varmánni þegar þeir félagar lögðu af stað enda háflóð á næsta leiti.. . næsta hindrun var Vesturlandsvegur en þar dugði eitt róandi hóó og höndin lögð fram á hálsinn og Pæper virð- ir stöðvunarskyldumerkið við vegamótin í hvívetna . . . þá var að stika yfir veginn þegar færi gafst en betra að fara varlega því steypan getur verið flughál fyrir járnskeifur... en í góðu lagi að spretta úr spori þegar af veginum er komið. í hestamennsku tiðkast að nota bæði hnakk og beisli svo vel fari um knapann og allt sé und- ir góðri stjóm. En ekki verður betur séð en finna megi undan- tekningar frá öllum sköpuðum híutum því á vegi ljósmyndara varð knapi og reiðskjóti án beislis og hnakks. Var þar á ferðinni Björgvin Jónsson frá Varmadal á hesti sínum Pæper frá sama stað en á milli þeirra er mjög náið samband og má segja að þeir þekki hvora annan út í gegn. Björgvin er sonarson- ur Jóns Jónssonar fyrrum bónda í Varmadal sem varð ní- ræður fyrir skömmu síðan en hann var einn fremsti skeið- reiðamaður landsins hér á árum An beislis og hnakks milli bæja áður. Þótti uppátæki þeirra fé- laga það merkilegt að ljósmynd- ari ákvað að fylgja þeim eftir frá hesthúsahverfinu í Mos- fellsbæ yfir í Varmadal. Pæper er fimmtán vetra gam- all og má segja að hann búi yfir mikilli reynslu. Hann hefur margsinnis tekið þátt í gæðinga- keppni, skeiðkappreiðum og eitt sinn í þolreið þar sem Björgvin reið honum hnakk og beisiislaust á Þingvöll og til baka. Þá hefur hann ekki síður verið notaður til almenns heimilisbrúks fyrir böra og unglinga í Varmadal. Ákaf- lega notadrjúgur hestur segir Björgvin og öðrum hestum heil- brigðari, fær aldrei neina kvilla svo sem múkk, lús eða annað. Aldrei hefur þurft að fá dýra- lækni fyrir Pæper sem er undan þeim kunna stóðhesti Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði en látum myndimar segja ferðasöguna frá Varmárbökkum yfír í Varmadal þar sem Björgvin stjóraaði ferð- inm' eingöngu með hug og hönd- um. ÍSSSsii 'fljOTIM SOLIGNUM Architectural ■'Zjs P%, «Vcw PROTIM h SOLIGNUM bolignum PRDTIM_É ' MediumBrown ÍOLIGNUM |Traditiomilpreservativc Architectural Opaque a. i tam Þú matt ekki sofna á verðinum! Fa-st i fleslum bygginjíiivör iivt'rslunum iim land allt. Sól, vindur, regn, frost og vetur vinna smám saman á eignum þínum og rýra verðmæti þeirra. Solignum viðarvörn, elsta viðarvörnin á markaðnum, auð- veldar þér baráttuna við eyðileggingar- SSKAGFJÖRÐ matt veðuraflanna svo um munar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.