Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norðmenn hvattir til að senda Þorsteini Pálssyni síld í pósti: Yenlig hilsen fra Norge, hr. Þorsteinn . . . Umboðsmaður Alþingis um skrásetningargjald við HÍ Fjárhæð skrásetn- ingargjalds ólögmæt Sérstakt gjald til stúdentaráðs á sér ekki stoð í lögum UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að ákvörðun um fjárhæð skrásetningar- gjalds við Háskóla íslands fyrir námsárið 1992-1993 hafi ekki verið byggð á lögmætum sjónarmiðum. Byggt hafí verið á sjónarmiðum um öfiun tekna til að standa undir al- mennum rekstrarkostnaði við yfir- .stjóm Háskólans. Umboðsmaður mælist til þess við Háskólann að fjár- hæðin verði reiknuð út i samræmi við kostnað við þá þjónustu, sem kveðið er á um í gjaldtökuheimild- inni. Hafí skrásetningargjaldið verið ákvarðað of hátt beri að endurgreiða mismuninn, a.m.k. til þeirra sem greiddu gjaldið með fyrirvara, en umboðsmaður tekur ekki afstöðu til þess hvað gera skuli í öðrum tilfell- um. Skrásetningargjald háskólaárið 1992-1993 var 22.350 krónur og skiptist þannig að 17.000 krónur runnu til háskólans, 3.200 kr. til Félagsstofnunar háskólans og 2.150 til stúdentaráðs. 15% bætast við skrásetningargjald, sé það ekki greitt innan tilskilins frests. Skólaárið 1992-1993 greiddu um 5.000 nem- endur skrásetningargjald og runnu því um 85 milljónir til Háskólans, 16 milljónir til Félagsstofnunar og tæpar 11 milljónir til stúdentaráðs. Gjaldið er 22.775 krónur fyrir kom- andi skólaár og skiptist í sömu hlut- föllum. Málið kom til kasta umboðsmanns með kvörtun Gísla Tryggvasonar, laganema. Honum hafði verið gert að greiða 25.700 krónur í skrásetn- ingargjald og fór hann fram á við háskólaráð að fá gjaldið og auka- gjald fyrir skólaárið 1992-1993 end- urgreitt, en þeirri kröfu var hafnað. Óheimilt að byggja á skattalegum sjónarmiðum Umboðsmaður sagði, að þar sem engin lagaákvæði væru um fjárhæð gjaldsins, eða hvernig það skuli ákvarðað, yrði ekki á það fallist að í lögum um Háskóla íslands væri fólgin skattlagningarheimild. Því væri óheimilt að byggja ákvörðun um fjárhæð skrásetningargjaldsins á skattalegum sjónarmiðum um al- menna tekjuöflun til ríkisins. Ákvæði um skrásetningargjald í lögum um Háskólann veitti honum aðeins heim- ild til að taka gjald til að standa straum af kostnaði, sem hljótist við að veita þá þjónustu, sem kveðið sé á um 1 gjaldtökuheimildinni, þ.e. skrásetningu. Því sé um þjónustu- gjald að ræða. Síðar segir í áliti umboðsmanns að við skýringu þessa gjalds verði að hafa í huga, að Háskóli íslands hafí ekki lagaheimild til þess að taka skólagjöld til að greiða almennan rekstrarkostnað við skólann. Sam- kvæmt lögum sé kennsla veitt ókeyp- is í öllum opinberum skólum. Þá geti stjómvöld yfirleitt ekki innheimt þjón- ustugjöld nema hafa fengið til þess skýra lagaheimild frá löggjafanum. Umboðsmaður lýsir sig sammála þeirri skoðun Háskólans að við ákvörðun skrásetningargjaldsins sé t.d. heimilt að líta til kostnaðar hjá nemendaskrá Háskólans við skrán- ingu stúdenta í námskeið og próf, varðveislu, vinnslu og miðlun þessara upplýsinga og annarra efnislega skyldra þátta. „Eg tel hins vegar ljóst að undir þessa gjaldtökuheimild verði t.d. ekki felldur kostnaður við rekst- ur á tölvum og prenturum Reikni- stofnunar háskólans, enda er þar ekki um að ræða starfsemi, sem er í nánum og efnilegum tengslum við „skrásetningu" nemenda í Háskóla Islands." Háskólanum nauðugur einn kostur Umboðsmaður fór fram á að há- skólaráð skýrði hvaða sjónarmið hefðu legið að baki því að fjárhæð skrásetningargjalds, sem renna skyldi til háskólans sjálfs, skyldi vera 17 þúsund krónur. I bréfí háskóla- ráðs kemur m.a. fram, að háskólan- um hafí verið nauðugur einn kostur að innheimta skrásetningargjald að fullu í samræmi við heimildir í frum- varpi til fjárlaga fyrir árið 1992 og að skrásetningargjald standi undir hluta kostnaðar við háskólastarfið. Um þetta segir umboðsmaður að áætlun um tekjur ríkisins í fjárlaga- frumvarpi sé ekki viðhlítandi laga- heimild fyrir innheimtu skatta eða þjónustugjalda og Háskólinn sé bundinn af þeim efnislegu skilyrðum fyrir gjaldtöku, sem lög um hann kveði á um. Umboðsmaður telur ljóst, að ákvörðun háskólaráðs um fjárhæð skrásetningargjalds fyrir 1992, sem staðfest var af menntamálaráðherra, hafi ekki verið byggð á lögmætum sjónarmiðum. Þar sem ekki hafi far- ið fram útreikningar á þeim kostnað- arliðum, sem heimilt sé að leggja til grundvallar ákvörðun um fjárhæð skrásetningargjaldsins, verði aftur á móti ekki fullyrt hvort skrásetningar- gjaldið var of hátt, og ef svo var, hversu mikið oftekið var. Álag miði við kostnað í samþykkt háskólaráðs um skrá- setningargjald er kveðið á pm að þeir stúdentar, sem skrái sig eftir að skrásetningartímabil rennur út, skuli greiða skrásetningargjald með 15% álagi. Umboðsmaður segir um þetta, að ekki sé heimilt að hækka skrásetningargjaldið við slíkar að- stæður meira en sem nemur þeim beina aukakostnaði, sem leiði af því að nemendur eru skráðir of seint. Ekki liggi fyrir útreikningar á slíkum kostnaði og því hafí gjaldið ekki ver- ið ákvarðað á tækum grundvelli, en að sama skapi sé ekki hægt að segja til um hvort það hafí verið of hátt. Loks kemst umboðsmaður svo að þeirri niðurstöðu að sérstaka laga- heimild skorti til að ráðstafa hluta skrásetningargjalds, 2.150 krónum, til stúdentaráðs og því sé sú ráðstöf- un óheimil. Umhverfisverkefni UMFI 1995 Vakning í um- hverfismálum á næsta leiti Fræðsluherferð vegna Umhverfísátaks Ung- mennafélags íslands 5. júní hófst í Reykjavík 26. febrúar og lauk í Keflavík 20. maí. Segir Anna Mar- grét Jóhannesdóttir verk- efnisstjóri undirtektir ai- mennings hafa verið mjög góðar. Verkefnið er unnið í samvinnu við umhverfis- ráðuneytið, Sameinuð bændasamtök og Samband íslenskra sveitarfélaga og styrkt af Olíuverslun Islands og Landsvirkjun. Hreins- unarátakið sjálft verður gert í næsta mánuði og er markmiðið að hreinsa sem mest af ströndum, ár og- vatnsbökkum landsins. Framkvæmdin er undir for- ystu ungmennafélaganna í samstarfi við sveitarfélög og gegn leyfi landeigenda. - Hvernig hefur funda- herferðin gengið fyrir sig? „Við höfum haldið fundi á níu stöðum víðs vegar um landið þar sem tilgangur og markmið verk- efnisins hafa verið kynnt með framsögu og pallborðsumræðum. Síðan hefur fulltrúi umhverfís- ráðuneytisins, Guðlaugur Gauti Jónsson, kynnt stefnuna í um- hverfísmálum ásamt hugtakinu sjálfbær þróun. Jafnframt höfum við reynt að leggja áherslu á tiltek- in málefni sem snúa að heima- mönnum á hveijum stað. Þar höf- um rætt allt frá umhverfisvænum landbúnaði að sorphirðu og -með- ferð, endurvinnslu og öðru sem tengist umræðunni um umhverfis- mál.“ - Hvernig hefur fólk tekið ykk- ur? „Fundimir hafa verið mjög góð- ir og vel sóttir í flestum tilfellum. Maður fínnur fyrir miklum áhuga og mér finnst eins og brátt muni eiga sér stað mikil vakning í þjóð- félaginu í sambandi við umhverfis- mál. Það má segja að við séum að vinna frumkvöðlastarf í því að ná til almennings." - Fáið þið mikið af fyrirspum- um? „Fjöldi fundarmanna hefur tek- ið til máls og þátttaka í pallborðs- umræðum verið mjög góð. Fólk spáir í möguleika varðandi förgun sorps, sem eru mjög takmarkaðir á mörgum stöðum, hvort hægt sé að brenna það eða flokka á ein- hvern hátt, svo dæmi séu tekin. Einnig hefur holræsi borið á góma og mikilvægi þess að hvetja til bættrar umgengni og hafa snyrti- legt í bæjarfélögum og í grennd við bæina. Ástandið er mjög mis- munandi eftir landshlutum. Á Norðurlandi er góð að- ________ staða til flokkunar og endurvinnslu en á Aust- Anna Margrét Jóhannesdóttir ► ANNA Margrét Jóhannes- dóttir verkefnisstjóri um- hverfisverkefnis UMFÍ, Um- hverfið í okkar höndum, fædd- ist í Reykjavík 16. september 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1985 og BA- prófi í sljórnsýslufræði frá Háskóla íslands árið 1990. Anna Margprét á einnig að baki meistaranám í stjórnmála- fræði frá Penn State Univers- ity í Bandaríkjunum og hóf störf hjá UMFÍ í apríl 1994. Sambýlismaður hennar er Högni Hróarsson verkfræð- ingur. ár- og vatnsbakka landsins. Ung- mennafélögin um land allt vinna nú að undirbúningi þess í sam- vinnu við ýmis félagasamtök. Samhliða hreinsuninni er ætlunin einnig að skrá það sem fínnst svo við getum áttað okkur á hvaða rusl er á ferðinni og komist að rótum vandans, það er hvaðan það kemur. Við höfum látið gera skráninga- bók sem hópstjóri í hveijum leið- angri sér um að fylla út. Bókin er unnin í samvinnu við mengunar- deild Siglingamálastofnunar ríkis- ins og munu þeir jafnframt að- stoða okkur við gagnavinnslu þeg- ar þar að kemur.“ - Hvernig verður framkvæmd hreinsunarátaksins? „Ungmennafélögin munu aug- lýsa hvar og hvenær hreinsun verður á viðkomandi stað og við vonumst til að flestir hefjist handa __________ 5. júní. En ef því verður ekki við komið geta þau valið annan dag. I Hreinsun vouui Y muoiu tn a nuoi- _ ■ * vauu aimaii uug• urlandi eru ekki margir StranQS, ar- Og Reykjavík verður fram- möguleikar fyrir hendi vatnsbakka kvæmdin í höndum enn sem komið er en markmiðið Fjölnis og í samvinnu það stendur til bóta með við ungmennafélög ná- fyrirhuguðu sorpsam- lagi. Eitt vandamálanna við förg- un stærri hluta, til dæmis járnar- usl, er kostnaðurinn við að losna við þá og því töluvert verið rætt um skilagjöld á bíla og þess hátt- ar.“ - Hvað tekur svo við núna? „Núna er stærsti hluti verkefn- isins framundan, sem er hreinsun- arátak sumarsins hinn 5. júní. Sá dagur er jafnframt alþjóðlegur umhverfísdagur SÞ og vonumst við til þess að almenningur leggi okkur lið við að hreinsa strendur, grannasveitarfélag- anna, til dæmis munu upplýsingar liggja frammi á öllum OLÍS bens- ínstöðvum og einnig verða listar yfir þau svæði sem hreinsuð verða og klukkan hvað hreinsun hefst svo ekki fari milli mála hvernig almenningur get.ur tekið þátt. Hópar og félagasamtök, svo sem starfsmannafélög, sem áhuga hafa á því að hreinsa geta haft samband við þjónustumiðstöð UMFÍ eða ungmennafélög, valið stað til að hreinsa sjálf og fengið gögn frá okkur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.