Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI * Iþrótta- og útivistar- dagurinn ÍÞRÓTTA- og útivistardagur- inn verður á á Akureyri næsta laugardag, 27. maíj en að hon- um standa m.a. Iþrótta- og tómstundaráð, Heilsugæslu- stöðin, ÍBA, Heilsuefling. og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Kjörorð dagsins er „Heilsu- efling hefst hjá þér“ en Heilsu- efling er samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytisins og landlæknisembættisins og fleiri aðila. Dagskrá íþrótta- og útivist- ardagsins á Akureyri fer fram á fjölmörgum stöðum í bæn- um, en hann verður settur á Ráðhústorgi kl. 10.45. með ávarpi Friðriks Vagns Guð- jónssonar, yfirlæknis á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri, en meðal annarra atriða þar verða íþróttasýningar af ýmsu tagi. Krabbameinshlaupið hefst við Dynheima kl. 12.00, ókeypis aðgangur verður í sundlaugamar, sundlaugar- diskó verður í Sundlaug Akur- eyrar frá kl. 20.00 til 22.00 og ýmislegt verður um að vera á svæðum íþróttafélaganna í bænum. Sumarbúðir í Hamri FIMM námskeið verða í Sum- arbúðunum í Hamri nú í sumar. Það fyrsta byijar 6. júní næstkomandi en nám- skeiðin standa ýmist í 9 eða 10 daga. Dagskrá sumarbúð- anna er samfelld frá 9-16 alla daga en gæsla er frá kl. 8.00 á morgnana til 17.00 síðdegis. Boðið er upp á fjölbreytta íþróttaiðkun og áhersla lögð á að þátttakendur kynnist sem flestum íþróttagreinum og leikjum, en markmiðið er að vekja áhuga hjá börnunum á íþróttum. Innritun fer fram í Hamri alla daga. Dagur aldraðra MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju á morgun, uppstigning- ardag, sem einnig er dagur aldraðra, kl. 14.00. Séra Sig- urður Guðmundsson vi'gslu- biskup prédikar. Kór aldraðra syngur undir stjórn Sigríðar Schiöth, sem jafnframt er org- anisti. Eftir messu býður sókn- arnefnd Akureyrarkirkju til kaffidrykkju í Safnaðarheimil- inu. Bílferðir verða úr Víði- lundi og frá Hlíð. Glerárkirkja GUÐSÞJÓNUSTA verður í kirkjunni kl. 14.00 á uppstign- ingardag. Kvenfélagið Bald- ursbrá annast kaffíveitingar í safnaðarsal kirkjunnar að at- höfninni iokinni. Eldri borgar- ar sérstaklega boðnir vel- komnir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Góð veiði við Grímsey MOKVEIÐI hefur verið hjá Grímseyjarbátum síðustu vikur. Alfreð Garðarsson landar hér úr Haföld- unni EA sem hann á í félagi við Gylfa Garðarsson. Bátinn keyptu þeir í vetur og gera út á línu. Flutningur grunnskóla til sveitarfélaga ræddur á Dalvík Sveitarfélög misjafnlega í stakk búin fjárhagslega Dalvík. Morgunblaðið. GRUNNSKÓLINN yfír til sveitarfé- laganna var yfírskrift fundar sem haldinn var í Dalvíkurskóla á mánu- dagskvöld. Hann var haldinn að til- stuðlan skólastjóra við utanverðan Eyjafjörð að vestan, fyrir sveitar- stjórnarfólk, skólafólk og foreldra á Dalvík, Ólafsfirði, Hrísey, Svarf- aðardal og Árskógsströnd. Þórunn Bergsdóttir, skólastjóri Dalvíkurskóla, setti fundinn og fór nokkrum orðum um tilefni fundarins og þörf fyrir umræðu um hið nýja fýrirkomulag á rekstri grunnskól- anna sem mun taka gildi 1. ágúst 1996. Rögnvaldur Friðbjörnsson bæjarstjóri flutti ávarp og þá voru þijú erindi flutt. Frummælendur voru Trausti Þorsteinsson fræðslu- stjóri, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasamband ís- lands, og Valgarður Hilmarsson varaformaður, Samtaka sveitarfé- laga. I máli þeirra kom m.a. fram að miklar breytingar munu verða við flutning grunnskólans til sveitarfé- laga, haustið 1996 og því mikilsvert að sveitarfélög, ríkið og kennarafé- lögin standi saman að þessari breyt- ingu. I máli Valgarðs kom reyndar fram að Samtök sveitarfélaga hafa átt mjög gott samstarf við kennara- félögin sem er forsenda þess að breytingin verði skólanum og þeim sem þjónustu hans þiggja til góðs. Ljóst er að sveitarfélög eru misjafn- lega í stakk búin fjárhagslega til að Skólanefndir sjá um eftirlit með innra starfi skóla takast á við þetta verkefni en enn er ekki ljóst hvemig ríkið mun koma til móts við þau sveitarfélög sem bera hlutfallslega mestan kostnað vegna breytingarinnar, t.d. fámenn og dreifð byggðalög. Þá eru réttinda- mál kennara ekki fullfrágengin sem og fyrirkomulag fræðsluskrifstofu. Aukin áhrif foreldra Samkvæmt nýjum lögum um grunnskóla munu skólanefndir fá aukið hlutverk og vægi sem felst m.a. í eftirliti með innra starfí skól- ans, námi og kennslu sem hefur hingað til ekki verið í verkahring skólanefnda. Þá er gert ráð fyrir auknum áhrifum foreldra á skóla- starfíð með skipan þriggja manna foreldraráðs í hveijum skóla. Það sem menn hefur helst greint á um er fjölgun samræmdra prófa. Kjarnagreinar verða þijár, íslenska, stærðfræði og enska og verða sam- ræmd próf haldin i þeim í lok 4. óg 7. bekkjar. Jafnframt verða sam- ræmd próf í 10. bekk í fjórum grein- um, kjarnagreinunum þremur, auk greinar sem menntamálaráðherra ákveður hveiju sinni. Á fundinn mættu um 90 manns og urðu miklar og góðar umræður enda tilefnið þarft og benti Þórunn Bergsdóttir skólastjóri sérstaklega á þörfína fyrir umræðu í heimahéraði þar sem ákvarðanir munu vérða teknar í framtíðinni. Lionsklúbburinn Hængur Börnum at- vinnulausra boðið í sum- arbúðir LIONSKLÚBBURINN Hængur á Akureyri hefur ákveðið að bjóða um það bil 20 styrki til barna sem áhuga hafa á vikudvöl í sumar- búðunum KFUM og K að Hóla- vatni í Eyjafirði. Styrkirnir eru ætlaðir börnum foreldra/for- ráðamanna sem misst hafa at- vinnu á Akureyri á síðustu miss- erum. Ólafur Ólafsson formaður verkefnastjórnar Hængs sagði að klúbburinn gæfi árlega út auglýs- ingablaðið Leó og væru tekjur af því notaðar til margvíslegra verkefna. Síðastliðin þijú ár hefði klúbburinn einbeitt sér að ýmsum hliðum atvinnuleysis og þannig var Mæðrastyrksnefnd afhentur styrkur fyrsta árið. „Síðan var farið að huga að því hvernig við gætum orðið börnum að liði og þessi hugmynd kom fljótt upp,“ sagði Olafur, en þetta er annað árið sem klúbburinn styrkir börn atvinnulausra til sumardvalar á Hólavatni. „Þetta gekk vel í fyrra og því var ákveðið að halda áfram með þetta verkefni,“ sagði Ólafur. Sumarbúðirnar eru ætlaðar drengjum og stúlkum 8 ára og eldri, en einnig verður boðið upp á dvöl fyrir unglinga, 12-15 ára í ágúst. Fullur trúnaður er varðandi umsóknir, en séra Þórhallur Höskuldsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju tekur við um- sóknum og þurfa skriflega um- sóknir að berast til hans fyrir 3. júní næstkomandi. „Við erum afskaplega ánægð með þetta samstarf og þakklát fyrir þetta framlag Lionsklúbbs- ins,“ sagði Anna Ingólfsdóttir sem sér um innritun í sumarbúð- irnar. Súðvíkingum boðið í sumarbúðir Þá ætla Hængsfélagar einnig að bjóða 5 börnum frá Súðavík til dvalar á Hólavatni. Ólafur sagði að efnt hefði verið til lands- söfnunar Lionsmanna eftir ham- farimar þar í vetur og væri þetta framlag Hængs í þeirri söfnun. Leitað hefur verið til Flugfélags Norðurlands scm ætlar að flytja bömin án endurgjalds til Akur- eyrar. Lagt af stað frá Litháen með flotkví í eftirdragi Tólf daga sigling yfir hafið framundan Ibúð á Akureyri til sölu Til sölu á Brekkunni (Ásvegur 17) 5 herbergja neöri hæð i tvíbýlishúsi um 170 fm. Stutt í sundlaug, skólana og bæinn. Mikið endurnýjuð. Nýjar innréttingar og tæki. íbúðin verður laus frá 1. ágúst. Bein sala. Upplýsingar í síma 96-26428 eftir kl. 18.00. „ÞETTA er mikill léttir," sagði Ein- ar Sveinn Ólafsson, formaður hafn- arstjómar Akureyrar, eftir að þýsk- ur dráttarbátur lagði af stað frá hafnarborginni Klapeida í Litháen í gærdag með flotkví Akureyrar- hafnar í eftirdragi. Flotkvíin var afhent fulltrúum Akureyrarhafnar í Litháen 2. maí síðastliðinn og átti að hefja heim- flutning hennar þá skömmu síðar, en þá kom í ljós að tryggingafélög settu fram kröfur um ýmis öryggis- atriði sem að mati hafnarstjómar voru óaðgengilegar. Var þvf leitað eftir samningum um tryggingu kvíarinnar í heimflutningi við þýskt tryggingafélag. „Þetta er búið að vera töluvert ströggl en núna loks- ins er byijað að draga kvína til Akureyrar," sagði Einar Sveinn. Heimflutningur tekur 12 daga Hann sagði að samkvæmt upp- lýsingum frá skipstjóra dráttarbáts- ins tæki heimflutningurinn ekki nema um 12 daga og yrði kvíin því komin til Akureyrar um Hvíta- sunnuhelgina. „Kvíin er 2.800 tonn að þyngd, en báturinn er mjög öflugur og þá er veðurspáin fyrir næstu 5 daga hagstæð þannig að við vonum að þetta gangi allt sam- an vel,“ sagði Einar Sveinn en ekki má ferðast með kvína í eftirdragi verði vindhraði meiri en 6 vindstig og ölduhæð yfír 5 metra. Vinna við gerð flotkvíarstæðis gengur samkvæmt áætlun og verð- ur verkinu lokið 7. júní næstkom- andi. Búið er að bjóða út síðasta verkþáttinn vegna flotkvíarinnar, sem eru festingar en verklok eru áætluð 1. ágúst næstkomandi. „Það verður hægt að nota kvína í sumar þó ekki verði að fullu búið að ganga frá festingunum," sagði formaður hafnarstjórnar. Alls eru 5 menn um borð í flot- kvínni á heimleiðinni, þar af 4 frá skipasmíðastöðinni og einn Þjóð- veiji og þá eru 12 manns í áhöfn dráttarbátsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.