Morgunblaðið - 24.05.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.05.1995, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ .. I FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIUT Tilboð ESB í tollamálum Þýsku sakamennirnir náðust eftir mikla eftirför 4.000 tonnatoll- frjáls kvóti af síldarafurðum EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur boðið íslandi tollfijálsan innflutnings- kvóta til Svíþjóðar og Finnlands, sem samtals nemur um 4.000 tonn- um af síldarafurðum. Tilboðið er byggt á meðaltali síldarútflutnings íslendinga til ríkjanna tveggja síð- ustu þijú ár. Tilboð ESB er sett fram til að bæta íslendingum upp það tjón, sem síldarútflytjendur verða fyrir með inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í ESB um síðustu áramót. Ríkin voru áður í EFTA, þar sem gilt hefur fríverzlun með fisk síðastliðin fjög- ur ár. Með inngöngu þeirra í ESB leggst hins vegar ytri tollur sam- bandsins á síldina. Einkum er um að ræða tvö toll- númer. Annað á við heila og haus- skorna saltsíld. Á hana hefur lagzt 12% tollur frá áramótum. Hins vegar er um að ræða ýmiss konar krydd- og ediksíld. Almennur tollur á henni er 20%, en Islendingar greiða 10% samkvæmt bókun 6 við fríverzlunarsamning íslands og ESB frá 1972. Þessir tollar munu leggjast á íslenzkar síldarafurðir þegar komið verður fram yfir 4.000 tonna kvótann, taki íslendingar tilboði ESB. Samkvæmt EES- samningnum er flökuð saltsíld toll- fijáls. íslendingar ekki ánægðir Að sögn Kristjáns Skarphéðins- sonar, sjávarútvegsfulltrúa í sendi- ráði Islands í Brussel, eru íslenzk stjórnvöld ekki ánægð með tilboðið. Kristján bendir á að vaxandi síldar- afli muni væntanlega hafa í för með sér aukinn útflutning. íslend- ingar bendi meðal annars á að þeg- ar síldveiðar stóðu með blóma í kringum 1965, hafí 23.000 tonn af síld verið flutt til Finnlands og Svíþjóðar árlega. Kristján segir að jafnframt hafi EFTA-samningarnir, sem felldu niður alla tolla á síld, verið nýlegir og falið í sér mikla framtíðarmögu- leika. Því sé ekki aðeins um það að ræða að ESB þurfi að bæta ís- lendingum upp verri viðskiptakjör miðað við síðustu þijú ár, heldur miðað við þann ávinning, sem var fyrirsjáanlegur. Tilboð ESB tekur aðeins til síld- arafurða, en ekki t.d. kindakjöts og hesta á fæti, sem íslenzk stjórnvöld settu jafnframt á forgangslista sinn í tollaviðræðum við Evrópusam- bandið. Langstærstu hagsmunimir eru fólgnir í síldarviðskiptunum, og segir Kristján Skarphéðinsson að annar útflutningur til Svíþjóðar og Finnlands hafi verið hverfandi. ÞAÐ er ódýrast að fara út á lífið í Madrid. Odýrast að gera sér glaðan dag í Madrid Brussel. Reuter. MADRID, höfuðborg Spánar, er ódýrasta höfuðborg Evrópusam- bandsins (ESB) fyrir þá sem vilja lifa góðu lífí. Hvergi annars staðar er matur, áfengi og tóbak ódýrara samkvæmt viðamikilli könnun sem Eurostat, tölfræðistofnun ESB, hefur unnið. Unnendur matar og drykkjar ættu hins vegar að forð- ast Helsinki, því hvergi annars staðar í ESB kostar jafnmikið að gera sér glaðan dag. Samkvæmt skýrslu Eurostat er Kaupmannahöfn dýrasta ESB- borgin að búa í en næst á eftir koma París, Berlín og Vín. Ódýr- astar reyndust borgirnar Aþena og Lissabon og var ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Föt og skór eru samkvæmt könnuninni ódýrust í London og næstódýrust í Dublin og Madrid. Dýrasta borgin fyrir fataleiðangra er hins vegar tískuhöfuðborgin París. Parísarbúar geta þó huggað sig við það að hvergi annars staðar í ESB reyndist heilbrigðisþjónusta vera ódýrari en þar. Dýrust er heilbrigðisþjónustan í Kaup- mannahöfn. Þá eru almenningssamgöngur ódýrastar í Aþenu og ekki er verra að brátt verður tekið í notkun glæ- nýtt neðanjarðarlestakerfi í borg- inni, sem fjármagnað hefur verið af ESB. Frístundagaman og menntun kostar minnst í Dublin og er einn- ig ódýr í London og Lissabon. Dýrast er hins vegar að læra eða slappa af í Stokkhólmi, Helsinki, París og Kaupmannahöfn. Könnunin byggir á tölum frá undanfömum þremur árum og var markmið hennar ekki að meta kostnað almennra borgara í hveiju landi heldur fremur hver væri kostnaður erlendra stjórnarerind- reka eða erlendra kaupsýslu- manna sem hefðu fremur háan lífsstíl. Er könnunin eins konar aukaafurð útreikninga sem stofn- unin gerði vegna staðaruppbóta til embættismanna Evrópusam- bandsins, sem starfa í öðrum höf- uðborgum sambandsríkjanna en Brussel. Dreifðu peningaseðl- um út um bílgluggann Osnabrtick. Reuter. ÞYSKA lögreglan handtók í gær tvo sakamenn, sem eltir höfðu ver- ið vítt og breitt um Norður-Þýska- land eftir að hafa flúið úr fangelsi á sunnudag. Gísl, sem þeir höfðu tekið, slapp ómeiddur. Skömmu áður en sakamennirnir, sem eru báðir alnæmissmitaðir og sagðir hættulegir, voru handteknir höfðu þeir ekið um borgina Osna- brúck og dreift peningaseðlum út um bílgluggann. Voru þeir þá á Volkswagen Golf en höfðu áður verið á Porsche. Óku á móti umferð Um stund var sem jörðin hefði gleypt flóttamennina en þeir sáu síðan um að vekja ærlega athygli á sér með peningaseðlunum. Klaus-Dieter Tietz, talsmaður lögreglunnar, sagði, að ákveðið hefði verið að láta til skarar skríða þegar svo virtist sem flótta- mönnunum stæði á sama hvernig leiknum lyki fyrir þá, gíslinn og aðra ökumenn. Þeir hefðu ekki aðeins mokað peningaseðlum út um bílgluggana, heldur ekið á móti annarri umferð. Sakamennimir, Gúnther Fin- neisen og Peter Strúdinger, sluppu úr fangelsi í bænum Celle, sem er um 100 km frá Osnabrúck, og höfðu með sér fangavörð sem gísl. Strúdinger, sem var dæmdur fyrir manndráp 1979, hafði einnig með sér gísl þegar hann flýði úr fang- elsi fyrir 11 ámm en þá náðist hann daginn eftir í Brimum. Fin- neisen hafði einnig setið í fangelsi frá 1979 þegar hann var dæmdur fyrir rán og fjármálasvik. Hótaði átökum Þeir félagarnir yfirbuguðu fangavörð með vopnum, sem þeir höfðu sjálfir smíðað, og tóku hann síðan sem gísl. Kröfðust þeir Porsche-bíls og um níu milljóna ísl kr. og fengu hvorttveggja. í við- tali, sem Finneisen átti við sjón- varpsstöð um farsíma, kvaðst hann ekki mundu gefast upp átakalaust, sagðist heldur vilja deyja með kúlu í höfði en veslast upp í fangelsinu. t í Fyrsta þingræða nýs forsætisráðherra Frakklands Stöðugleiki í gengis- málum aðalatriðið París. Reuter. ALAIN Juppé, forsætisráðherra Frakklands, flutti í gær fyrstu stefnuræðu sína á franska þing- inu. Hann lýsti því yfir að hann hygðist standa vörð um sterka stöðu franska frankans og að Frakkar myndu standa við skuld- bindingar sínar í Evrópumálum. Hvatti hann önnur Evrópusam- bandsríki til að gera slíkt hið sama. Juppé sagði að óróleiki undan- farinna vikna á evrópskum gjald- eyrismörkuðum ógnuði efna- hagslegri samkeppni innan ESB. Til að koma á eðlilegum sam- keppnisaðstæðum á ný væri nauðsynlegt að ríkin stæðu við skuldbindingar sínar i peninga- málum samkvæmt Maastricht-sáttmálanum. Það væri stefna Frakka að gerast aðilar að hinum sameigin- lega evrópska gjaldmiðli þann 1. janúar 1999 og að þeir myndu standast kröfur varðandi hlutfall opinberra skulda einu ári fyrr. „Stöðugleiki gjaldmiðils okkar er, að mínu mati, bæði markmið í utanríkismálum og grundvall- aratriði varðandi evrópskar skuldbindingar Frakka,“ sagði Juppé. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að Frakkar myndu sækjast eftir aukinni aðstoð frá ESB til að beijast gegn atvinnu- leysi, þar á meðal styrkjum til vegagerðar, lagningu járnbrauta og fjarskiptakerfa. Þá sagði hann að baráttan fyrir alþjóðleg- um viðskiptasamningi væri enn ekki á enda og hvatti Alþjóðavið- skiptastofnunina (WTO) til að > \ \ \ _ Reuter JUPPÉ flytur ræðu sina á franska þinginu í gær. beijast fyrir breytingum á fyrir- komulagi peningamála í heimin- um þannig að sveiflur á gengi gjaldmiðla brengluðu ekki grundvöll frjálsra viðskipta. Juppé sagðist vera þeirrar skoðunar að ekki ætti að gera breytingar á landbúnaðarstefnu ESB jafnvel eftir að rikjum úr austurhluta Evrópu yrði veitt aðild. Dönsk lög um skaðabótaskyldu vegna líkamstjóns járl íagss kaði tjón- þola bættur að fullu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DÖNSK lög um skaðabótaskyldu, þar sem annar aðili ber fulla skaðabóta- ábyrgð, gera ráð fyrir að sá sem verði fyrir líkamstjóninu fái bætt að fullu fjártjón sem því fylgir. Greiddar eru bætur fyrir fjártjón af völdum vinnutaps, fjárútlát vegna heilsutjóns og bætur fyrir annað tjón, sárs- auka, varanlegt tjón, minnkaða vinnugetu og óþægindi. Ef sá sem fyrir tjóninu verður deyr af völdum þess er greiddur útfararkostnaður og bæt- ur til maka, sambýlismanns og barna. Samkvæmt - upplýsingum frá danska dómsmálaráðuneytinu er hugmyndin með Iögunum að sá sem fyrir tjóni verði, þar sem annar aðili ber fuila skaðabótaábyrgð, fái bætt fjártjón að fullu. Þó er hámark í lögunum, þannig að ef viðkomandi hefur tekjur svo skiptir tugum millj- óna íslenskra króna eru bætur fyrir tekjumissi ekki reiknaðar sem hlut- fall af tekjum, heldur fær hann ákveðið hámark. Hins vegar geta þeir sem hafa slíkar tekjur keypt sér einkatryggingar hjá tryggingarfé- lögum. í lögum nr. 228 frá 23. maí 1984 um bótaskyldu, þar sem annar aðili ber skaðabótaábyrgð, eru talin upp þau atriði, sem bætur koma fyrir. Um er að ræða níu atriði og eru þau launamissir, útgjöld vegna líkams- tjóns, önnur útgjöld vegna tjónsins, bætur fyrir sársauka, varanlegt tjón, minnkandi vinnugetu í kjölfar slyss- ins, útgjöld vegna jarðarfarar ef slysið hefur dregið viðkomandi til dauða og bætur til eftirlifandi maka og óþægindabætur. Bætur fyrir föt Launamissir er reiknaður frá þeim tíma er tjónþoli varð fyrir tjóni og þar til hann getur farið að vinna aftur, eða þar til hann hefur náð sér eins vel og orðið getur. Frá bótum vegna launamissis dragast laun þennan tíma, félagslegar bætur vegna tjónsins eða aðrar sambæri- legar bætur. Útgjöld vegna líkams- tjóns eru greiðslur fyrir heilbrigðis- þjónustu en einnig vegna hjálpar- tækja eins og til dæmis gleraugna. Önnur útgjöld geta til dæmis verið ef tjónþoli verður að gera hlé á menntun sinni og hefur því lægri tekjur lengur en hann reiknaði með. Einnig er hugsanlegt að krefjast bóta fyrir eyðilögð föt. Bætur fyrir sársauka eru greiddar fyrir hvern legudag, sem nemur 140 dönskum krónum á dag og 70 krón- um fyrir hvern dag á fótum, en þó aldrei meira en 21.500 krónur á mánuði. Bætur fyrir varanlegt mein eru greiddar ef meinið er metið meira en 5 prósent. Ef bæði er um

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.