Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SJÓNARHORN MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ1995 37 Leyndardómar blómagarðsins Fallegar jurtir með litríkum blómum og lauf- skrúði eru mikið augnayndi. Margar þessar jurtir innihalda efni og efnasambönd sem fólk hefur nýtt sér til hressingar og heilsubót- ar í aldaraðir. Margrét Þorvaldsdóttir býður lesendum í könnunarferð um blómagarðinn. IBLÓMAGARÐINUM er reynd- ar ekki allt sem sýnist, þar leynast líka fallegar jurtir sem geta verið eitraðar. Fólki er ráð- lagt að fara varlega í að nýta jurt- ir til heilsubótar nema kynna sér þær vel áður og leita skilyrðislaust upplýsingar hjá jurtasérfræðing- um ef vafi leikur á réttri grein- ingu. Slíkar jurtir eru að sjálf- sögðu skaðlausar nema þær séu teknar inn í seyði eða á annan hátt, eða að börn nái að setja þær upp í sig. Græðandi jurtir Af áhugaverðum heilnæmum skrautjurtum í garðinum má m.a. nefna maríustakk, ljónslappa, burnirót, vallhumal, fjalldalafífil, garðabrúðu og skjaldfléttu (nasturtium). Hér fylgja nokkrir fróðleiksmolar lesendum til gagns og ánægju. Maríustakkur og ljónslappi eru sömu ættar og vaxa villt um allt land. Græðandi eiginleikar maríu- stakks hafa verið enduruppgötv- aðir á síðustu árum. Hann var notaður m.a. til að græða sár bæði útvortis og innvortis. í grasa- lækningum var hann notaður til að draga úr miklum blæðingum, millitíðablæðingum og tíðaverkjum og hefur því verið kallaður kvenna- jurt. Ljónslappi er einnig styrkjandi og því talinn góður við niður- gangi, blóðlátum, hæsi og bólgu í munni og hálsi og var jurtin því einnig nefnt kverkagras. Vallhumall er sögð ein fjölhæf- asta lækningajurtin og voru blóm og blómastofn aðallega notuð til lækninga. Jurtin er sögð innhalda efni sem eru bakteríudrepandi, styrkjandi, krampaeyðandi ogþótti jurtin því góð við krampa og verkj- um og háum blóðþrýstingi. Einnig var unnið smyrsl úr blómunum og þóttu þau góð við að græða þrálát sár. Aður var seyði af vallhumli notað í andlitsbað, hann var talinn eyða hrukkum. Bumirót er einn- ig nefnd blóðrót og höfuðrót og gefa heitin til kynna verkun rótar jurt- arinnar. Seyði af rótinni er sagt styrkjandi og varn- ar rotnun. Því var holdsveikum ráð- lagt að nota jurtina fyrr á öldum. Burnirót þykir góð við bólgum og sær- indum í meltingar- vegi, niðurgangi og blóðsótt og særind- um í munni. Einnig var það trú manna að seyði af jurtinni yki hárvöxt væri það borið í hár kvölds og morgna þannig að hár- svörðurinn yrði rakur. Fjalldalfífill sýn- ir að fólk fyrr á öld- um hefur haft ráð við hvers kyns kvill- um. Jurtin er ekki aðeins sögð ly- staukandi, góð við lélegri meltingu og styrkjandi eftir langvarandi veik- indi og lungnakvef, það var trú manna að með því að tyggja rætur fjalld- alafífils væri hægt að festa tennur og styrkja tannholdið. Garðabrúða var talin góð við sjóndepru og þótti þá gott að taka í nef duft rótarinn- ar og þvo augun úr rótarseyði. Úr jurt- inni eru unnin ró- andi lyf. Skjaidflétta: Af erlendum áhuga- verðum sumar- blómum, sem mikið eru ræktuð hér vegna blómskrúðs, er skjaldfléttan. Þessi íjölhæfa jurt var fyrst flutt til Spánar frá Perú á 17, öld, hún barst til annarra landa Evrópu á 18. öld og var fljótlega vinsæl skrautjurt. Það var ekki fyrr en síðar að lyfjaáhrif jurtar- innar voru upp- götvuð. í fræum skjaldfléttu eru sýkladrepandi efni sem eru sögð áhrifamikil gegn staphylokokkum, streptokokkum, salmonellu og öðr- um erfiðum sýking- um. Laufblöðin, sem einnig inni- halda sýkladrep- andi efni, C-vítamín og jám, gefa sterkt sinnepsbragð séu þau látin í salat. Kryddjurtir áhrifaríkar skordýrafælur í matjurtagarði Skjaldfléttan er einnig sögð kjörin hliðarjurt með káli eins og hvítkáli í matjurtagarð- inum vegna þess að hún heldur skorkvikindum frá kálinu og laðar samt til sín litlar flugur sem sækja Maríustakkur í kálið. Svipaða eiginleika hafa margar aðrar ki-yddtegundir sem hér vaxa í görðum eins og eins og mynta, dill og graslaukur, en hann er einnig sagður hindra að svartir blettir komi á rósir. Eitraðar garðjurtir Eitraðar jurtir er einnig að finna í blómagarðinum. Ein slík jurt er fingurbjargarblóm, sem mjög fal- leg garðjurt. í laufí fingurbjargar- blóma eru m.a. glycosíðar, úr þeim eru einangruð mikilvæg hjartalyf. Þessi jurt getur einnig valdið slæm- um eitureinkennum og jafnvel dauða. Jurtin er mjög mikilvæg fyrir lyfjaiðnaðinn sem lætur rækta hana á sérstökum ökrum. Dalalilja er vinsæl skuggþolin jurt sem einnig er í flokki eitraðra jurta. Hún inniheldur einnig glycosíða sem hafa svipuð áhrif og í fingurbjargarblómi en ekki jafn sterk. Ávextir plöntunnar, sem eru girnileg rauð lítil ber, geta valdið lömun og öndunarerfiðleik- um. Því er nauðsynlegt að leita strax til læknis ef barn hefur borð- að ber dalalilju. Af öðrum jurtum sem ekki falla í flokk heilnæmra jurta er hin sí- græna bergflétta, burkni og svo venusvagn sem „The Illustrated Encyclopedia of Herbs“ segir að sé hættulegasta jurt á Bretlandi, (hún inniheldur taugaeitur), allir hlutar jurtarinnar eru sagðir eitr- aðir og getur jafnvel verið hættu- legt að anda að sér ilmi jurtarinn- ar. Trúlega getur venusvagn verið jafn hættuleg hér. Aðrar heimildir eru íslenskar lækninga- og drykkjaijurtir, New age Herbalist, Islenskar lækninga- jurtir söfnun þeirra, notkun og áhrif og Flóra Islands og Norður- Evrópu. í næsta þættir verða kannaðir töfrar kryddhillunnar. StADAUGL YSINGAR Tilkynning um lokun Skrifstofa og söludeild okkar á Hesthálsi 2-4 verða lokaðar föstudaginn 26. maí. Uppboð Framhaldsuppboö á eftirtöldum fasteignum verður háö á þeim sjáifum sem hér segir: 1. Hafna/braut 18, Hólmavík , þinglýst eign Ragnars Ölvers Ragnars- sonar eftir kröfu Innheimtumanns ríkissjóðs, miðvikudaginn 30. maí nk. kl. 10.00. 2. M/b Kristín ST-61, skn. 6796, þinglýst eign Erlings Brim Ingimund- arsonar, eftir kröfu Innheimtumanns ríkissjóðs, miðvikudaginn 30. maí nk. kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Hólmavík. Ca 60 m2 húsnæði á jarðhæð í Hafnarfirði til sölu. Hentugt t.d. fyrir iðnaðarmenn. Innkeyrsludyr baka til. Verð 2,2 millj. Ekkert áhvílandi. Hraunhamar, s. 654511. (Leiga kæmi til greina, sími 45545). Það er kominn 17. júní... Ekki alveg, en við byrjum í dag að taka á móti umsóknum um sölubása laugardaginn 17. júní, en þá verður sannkölluð hátíðar- stemmning í Kolaportinu. Verð sölubása verður hærra þennan dag en venjulega eða 3.800 krónur auk vsk. Áhugasamir aðilar eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu Kolaportsins í síma 562-5030 og tilgreina hvaða vörur eða þjón- ustu þeir ætla að bjóða. Kolaportið áskilur sér rétt til að hafna umsóknum um þátttöku þennan dag en ætlast er til að valdir umsækj- endur staðfesti þátttöku með fyrirfram- greiðslu. KOIA PORTIÐ MonKaÐstOftr NA UÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarbraut 25, Hólmavík, sem hór segir á eftirtöldum eignum. 1. Víkurtón 3. Hólmavík, þinglýst eign Sigurðar K. Friðrikssonar, eft- ir kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga, miðvikudaginn 30. maí nk. kl. 10.00. 2. M/b Sæbjörg ST-7, skn. 0554, þinglýst eign Höfðavlkur hf. Hólma- vík að kröfu Framkvæmdasjóðs íslands, miðvikudaginn 30. maí nk. kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Hólmavík. SlttÖ auglýsmgor Framvegis verða samkomur [ Hveragerðiskirkju á hverjum miðvikudegi kl. 16. Allir velkomnir. Kirkja Frjálshyggjumanna. Eggert E. Laxdal. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 - 12 ára krakka. Almenn samkoma kl. 20.30, ræðumaður Carter Wood. Allir hjartanlega velkomnir. Aðalfundur skíðadeildar KR verður haldinn þriðjudaginn 30. maí nk. kl. 20.30 í félagsheimili KR við Frostaskjól. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf samkvæmt lögum félagsins. Stjórnin. ®SAMBAND (SLENZKRA ' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumað- ur: Benedikt Arnkelsson. Allir velkomnir. Mlölun Skyggnilýsingafundur Skyggnilýsinga- fundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 stundvís- lega þar sem Ragnheiður Ól- afsdóttir, teikni- miðill, teiknar leiðbeinendur og Anna Carla Ingva- dóttir, sambands- miðill, lýsir og segir frá þeim. Miðar seldir við innganginn. kl. 19.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Pýramídinn, Dugguvogi 2, símar 88 1415 og 88 2526. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS VIÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Fimmtudagur 25. maí kl. 13 Náttúruminjagangan 6. áfangi Kaldársel - Vatnsskarð Fróðleg og skemmtileg ganga með Undirhlíðum i fylgd Sig- mundar Einarssonar jarðfræð- ings. M.a. skoöaðar eldstöðvar frá sögulegum tima. Verið með í þeim áföngum sem eftireru. I náttúruminjagöngunni sem far- in er i tilefni náttúruverndarárs Evrópu eru þátttakendur komnir á sjötta hundrað. Verð 700 kr., frítt f. börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, (og Mörkinni 6). Göngudagur Ferðafélagsins verður sunnudaginn 28. maí. Ferðir kl. 10.30 og kl. 13.00. Myndakvöld með ferðakynn- ingu verður þriðjudagskvöldið 30. maí kl. 20.30. íslandsferðir fyrir hlé og Grænland eftir hlé. Nánar auglýst um helgina. Fjölmennið. Ferðafélag Islands. Húsið opnað FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Miðvikudagskvöld 24. maí kl. 20.00. Kvöldganga í Blikastaðakró. Auðveld strandganga frá Eiði í Blikastaðakró. Þetta svæði er á náttúruminjaskrá. Verð 500,- kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brott- för frá BSÍ, austanmegin (og Mörkinni 6). Helgarferðir 26.-28. maí 1. Eyjafjallajökull-Seljavalla- laug. Gengið yfir jökulinn. 2. Þórsmörk-Langidalur. Gist f Skagfjörðsskála. Fjölbreyttar hvítasunnu- ferðir 2.-5. maí Brottför föstudag kl. 20. 1. Snæfellsnes-Snæfelisjökull. Gist að Görðum. 2. Öræfajök- ull-Skaftafell. Fá sæti laus. 3. Öræfi-Skaftafell. Gist að Hofi. 4. Aðalvík, göngu- og skíðaferð. Gist að Látrum. Brottför laugardag kl. 08.00. 1. Þórsmörk-Langidalur, fjölskyl- duferð. 2. fimmvörðuháls- Þórsmörk. Gist í Skagfjörös- skála. 3. Tindfjöll. Pantið tíman- lega. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.