Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I SVAVA FELLS + Svava Fells fæddist að Ási á Þelamörk 3. okt. 1907. Hún lést í Landspítalanum 15. maí sl. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán H. Eiríksson, bóndi á Gunnsteins- stöðum í Langadal og siðar Refsstöð- um í Laxárdal, f. 17. apríl 1872, d. 21. febr. 1907, og Svan- fríður Bjarnadóttir, f. 21. des. 1869, d. 25. júní 1961. Svava var yngst sjö systkina, sem öll dóu á undan henni. Þau voru: Þórunn, er andaðist 1918, 22 ára, ógift, Sigurrós, er andaðist 1947, 49 ára, ógift, Þorbjörg, er andaðist 1931, 32 ára, gift Jóhanni Ó. Haraldss. tónskáldi, Marinó, kennari, f. 7. júní 1901, d. 3. okt. 1993, kvæntur Guð- björgu Bergsveinsdóttur, f. 10. sept. 1905, Eiríkur, kennari, f. 24. ág. 1904, d. 23. nóv. 1993, kvæntur Laufeyju Sigrúnu Haraldsd., f. 27. júlí 1907, d. 24. júlí 1957, og Sigríður Anna, f. 29. sept. 1905, d. ,20. júní 1992, gift Eyþóri Stefánssyni tónskáldi, f. 23. jan. 1901. Svava var tví- gift. Fyrri maður hennar var Geir Jónasson. Þau skildu. Seinni mað- ur Svövu var Grét- ar Fells rithöfund- ur, f. 20. des. 1896, d. 5. mars 1968. Þau gengu í hjóna- band 24. desember 1944. Svava var í Eiðaskóla 1926-28, síðan Kennaraskóla Isl. og tók kennarapróf 1931. Hún kenndi fyrst í Olafsvík, fór þá á nám- skeið í Svíþjóð og kynnti sér nýjungar i kennslu. Kenndi svo á Akureyri til 1941. Hún starf- aði á barnaheimilum og lista- söfnum Einars Jónssonar og Ásgríms Jónssonar. Aðal- áhugamál hennar var guðspek- in. Einnig gekk hún í frímúr- arareglu. Svava verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. HÚN Svava Fells er farin frá okkur og við sitjum eftir með söknuð í hjarta og autt sæti sem verður vandfyllt. Okkur í Guðspekifélaginu fannst hún alla tíð vera vemdari okkar. Starf hennar við hlið manns- ins síns, Grétars Fells, var ómetan- legt. Hún lét sínar þarfir víkja til þess að styðja hann, svo hann gæti miðlað sem flestum af tíma sínum, speki og kærleika, enda urðu af- köst hans ótrúlega mikil. Samband þeirra var einstakt. Þau voru alltaf eins og ungt nýtrúlofað par, full af kátínu og hamingju. Svava bjó alltaf í höll, þó hús- næðið hefði ekki háa fermetratölu og borð hennar var alltaf veisluborð fyrir svo ótal marga, háa sem lága. Það að setjast til borðs hjá Svövu og Grétari var ekki bara að setjast hjá vinum sínum í venjulegan kaffi- sopa heldur var það athöfn, samfé- lag, enda litu þau á það sem slíkt. Þau voru ekki auðug á veraldar- vísu, en þar fannst mér sannast tákn hinnar gömlu sögu um brauð- in fimm og fiskana tvo, að eftir því sem fleiri neyta, þess meira vérður afgangs. Ég get ekki látið vera að segja frá atburði sem lýsir Svövu vel: >• Við vomm nágrannar um nokk- urra ára bil. Svava þá orðin ein og hafði því góðan tíma til að heim- sækja vini og nágranna. Hún var ævinlega aufúsugestur og oft var spjallað fram á nótt, því við höfðum um nóg að tala og báðar heldur kvöldhressar. Hún vildi alltaf ganga ein heim til sín, leiðin var stutt og hún taldi öruggt að henni yrði ekk- ert að meini. Einu sinni þegar hún Legsteinar Krossar Skildir Malmsteypan kaplahraunis ttm T Á Li 220 HAFNARFJÖROUR nr.JL.L./\ 121. SfMI 565 1022 FAX 565 1587 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR lllím UIULEIDIII fór heim til sín kl. 3 að nóttu, og ég fékk ekki að fylgja henni, varð mér dálítið órótt eftir að hún var farin. Eftir dágóða stund hringdi ég til hennar til að fullvissa mig um að hún væri komin heil heim til sín en hún svaraði ekki. Þetta gekk dijúga stund svo ég var farin að búa mig til að fara til hennar og athuga hverju þetta sætti, en reyndi að hringja áður en ég lagði af stað og svaraði hún þá loks. Þá fékk ég skýringu hvers vegna hún svaraði ekki. Á heimleiðinni slóst í fylgd með henni drukkinn maður. Hún þekkti ekki mikið til þeirra aðstæðna, en vorkenndi svo aumingja manninum, sem kvartaði um kulda ásamt fleiru, að hún bauð honum inn til sín upp á heitt te og brauð, en til öryggis færði hún honum þetta fram í for- stofu. Þegar maðurinn var heitur og mettur varð hún að beita hann fortölum, svo hann fengist til að fara aftur út. Þetta tók allt tölu- verðan tíma. Þess vegna svaraði hún ekki símanum. í þessu kær- leiksverki við einn af meðbræðrum okkar, hvarflaði ekki að henni að hún lagði sig sjálfa í töluverða hættu. Ég get séð fyrir mér þegar Svava fer ásamt mörgum öðrum upp að hinu „gullna hliði". Þar verða marg- ir á ferð og allir hafa poka meðferð- is þar sem. þeir eru með afrakstur jarðvistarinnar, þann sem leyfilegt er að taka með sér. Við hliðið er skoðað í alla pokana. Innihald þeirra reynist margvíslegt. í sumum er ónýtt rusl, jafnvel svartir kola- molar og brunnin aska. En þegar skoðað er í pokann hennar Svövu þá inniheldur hann gersemar og BLjfíBþú taka að þér að fæða og klæða munaðarlaust barn á Indlandi? Fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði getur þú gefið nauðstöddu götubarni fæði, klæði, menntun, læknishjálp og heimili. MINNIIMGAR dýrustu djásn, sem mölur og tyð fá ekki grandað. Guð blessi Svövu um alla eilífð. Hjartans þökk fyrir samferðina. „Én nú varir trú, von og kærleikur þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur." (Korintubréf 13. v.) Guðrún Hulda. En mundu það samt, á mildinnar vegi, ef mörgu er lyft þar á kærleiks arma, er þörf á mannvitsins milda degi með máttuga sól yfír gleði og harma. (Grétar Fells) Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir, þegar við kveðjum syst- ur okkar og vinkonu Svövu Fells þá held ég að öll getum við verið sammála um að hún gekk á guðs vegum allt sitt líf. Það er ekki auð- velt verk að lýsa Svövu Fells, svo einstök kona var hún að allri gerð. Hún var sannur mannvinur sem öllum vildi gott gera, ekki síður þeim sem minna máttu sín og þurftu á hjálp að halda. Einn ríkasti þátt- urinn í eðli hennar var gjafmildin, ég held að hægri hönd hennar hafi aldrei vitað hvað sú vinstri gaf eða gerði. Svava gerði sér ljósa grein fyrir því hvað mannlífið gæti orðið betra ef allir væru gjöfulir bæði á veraldleg og ekki síður andleg verð- mæti öðrum til hjálpar og uppbygg- ingar. Hún þekkti þann sannleika að þegar upp er staðið þá á maður- inn ekkert annað en það seiri hann hefur gefíð. Það mikilvægasta var að hún gaf samferðarmönnum sín- um hlutdeild í sjálfri sér. Návist hennar var ákaflega hlý og gefandi og stund með Svövu og smá spjall lyfti manni yfir amstur og auvirði- leika hversdagsins. Hún var víðsýn og fordómalaus kona sem ræktaði innra líf sitt og hjálpaði öðrum að hlúa að andlegum gróðri í sálarlífínu. Allt sem Svövu var ósjálfrátt og meðfætt var henni vel gefið, svo sem kvenlegur glæsileiki, góðir vits- munir, tigin framkoma og listrænn andi. Hún ræktaði þá hæfileika, sem hún hlaut í vöggugjöf, jafnvel þó að líkaminn væri farinn að sýna öldrunarmerki síðustu árin þá var andinn einkennilega vakandi og fijór til hinstu stundar. En hver var hún svo þessi kona sem ég er að leitast við að lýsa? Ég held ég svari þessari spumingu með orðum Sigvalda Hjálmarsson- ar, þegar hann talaði fyrir minni hennar í 70 ára afmælinu og sagði þá meðal annars: „Af öllum þeim konum, sem ég hefí þekkt á lífsleið- inni, held ég að Svava Fells sé sú allra besta.“ Þetta lof átti hún skil- ið. Það kom frá mikilhæfum manni sem bæði þekkti hana og skildi. Snemma á lífsleiðinni valdi Svava leið guðspekinnar í sannleiksleit sinni. Því félagi vann hún mikið og ómetanlegt starf, sem aldrei var fullþakkað, fyrst við hlið manns síns Grétars Fells, en eftir lát hans hélt hún þjónustustarfí sínu í þágu Guð- spekifélagsins áfram alveg fram á síðustu ár. Svava gekk í Sam-Frímúrara- regluna í nóvember 1949 og hefur því verið starfandi þar í rúmlega 45 ár. Hún gegndi mörgum trún- aðarstörfum í reglunni og átti sæti í stjórn hennar hér á landi í mörg ár. Hún var ákaflega þjónustufús og lét reglunni í té bæði starfs- krafta sína og ijármuni, ef hún hélt að þeirra væri þörf til góðra málefna. Hugsjónir Sam-Frímúr- arareglunnar voru henni hjartfólgn- ar og hún tileinkaði sér þær öðrum fremur. Með lífi sínu, breytni og fræðslu var hún okkur reglusystkin- um sönn fyrirmynd. Hún hafði sér- stakt lag á að laða það besta fram úr sálarfylgsnum okkar með jafnað- argeði sínu, glettni og sannri vin- áttu, sem við nutum öll, því að hún gerði sér aldrei mannamun. Nú þegar Svava Fells er horfín til hins eilífa austurs höfum við systkinin í Ósíris misst mikið. Við kveðjum hana með sárum söknuði og hjartans þakklæti fyrir öll 20 árin og biðjum henni guðsblessunar á bjartari Ieiðum. Guðrún I. Jónsdóttir. Hún Svava frænka mín er látin. Ég á henni skuld að gjalda. Þó að sú skuld verði ekki goldin með fá- tæklegum kveðjuorðum er nú ekki annars kostur. Minning frá bernskudögum stendur mér ljós fyrir hugarsjónum. Skömmu fyrir jól komu Skógasyst- ur tvær í heimsókn til okkar að Hálsi í Öxnadal. Þær komu færandi hendi, höfðu meðferðis eitthvert góðgæti sem okkur bræðrum þótti mikið nýnæmi. En hitt var þó enn meira um vert: Þær fluttu með sér glaðværð og fegurð, sem ég hef ekki gleymt síðan. Þær báru sólskin í bæinn svo að lýsti í skammdegis- myrkrinu. Önnur þeirra var Svava. Hún hafði verið á tíunda ári þegar ég fæddist á heimili þeirra í Skóg- um, en var nú orðin stálpuð stúlka. Ég hef ekki gleymt því hvað mér þótti hún falleg í þetta sinn. Tímar liðu. Foreldrar mínir flutt- ust í fjarlægt hérað. Ekki gleymd- um við þó frændfólkinu í Skógum, en samfundum varð ekki við komið um langa hríð. Þar kom þó um síð- ir að fundum okkar bar saman á ný. Bæði höfðum við þá stofnað heimili í Reykjavík. Þar er skemmst frá að segja að áhrif þessara endur- funda urðu með Iíkum hætti og fyrr. Ég varð á einhvern hátt heill- aður af persónutöfrum þessarar glæsilegu frænku minnar. Við nán- ari kynni varð mér ljóst að töfrar Svövu voru ekki einvörðungu bundnir við fríðleik hennar og glæsibrag. Þeir voru af allt öðrum toga en kostir þeir, sem metnir eru til stiga á verðlaunapalli. Mér finnst persónuleg áhrif hennar hafí verið tengd einhvers konar innri fegurð, andlegum glæsileik, ofar mannleg- um skilningi. Svava gerðist handgengin hug- myndum guðspekinga og starfaði lengi í samtökum þeirra við hlið eiginmanns síns, Grétars Fells. Inn- an þeirra samtaka starfaði deild sem nefnd var Þjónusturegla. Svava var um langt skeið lífíð og sálin í starfí þeirrar deildar. Einn þáttur í starfi Þjónustureglunnar var að efna til árlegrar jólagleði fyrir börn. Svava lét okkur, systkinin, njóta frændsemi og bauð börnum okkar þangað um hveija jólahátíð meðan þau voru á bamsaldri. Og þetta var ekki nein venjuleg jólatrésskemmt- un, þetta var stórhátíð, nánast helgistund. Einu sinni talaði Svava við börnin um „lifandi ljósið". Ég man auðvitað ekki hvernig hún hagaði máli sínu né heldur hvert var inntak orða hennar. Ég man það eitt að börnin hlýddu á hug- fangin. Þannig var Svava. Allt sem hún gerði virtist einhvern veginn svo sjálfsagt og eðlilegt, fas hennar allt og framkoma bjó yfír einhveij- um dularkrafti, sem fékk aðra til að hrífast með. í huga mér er minningin um Svövu umleikin einhveijum ólýsan- legum dýrðarljóma. Þannig kom hún mér líka fyrir sjónir er ég sá hana síðast fyrir fáum vikum á sjúkrabeði. Þó að kraftar hennar væru þá mjög á þrotum breytti það engu um ásýnd hennar né yfir- bragð. Blessuð sé minning hennar. Kristinn Gíslason. Kveðja frá íslandssambandi Sam-Frímúrarareglunnar Þegar vinir kveðja, leitar hugur- inn í sjóð minninga og nú þegar Svava Fells hverfur af hinu jarð- neska sviði og ég renni í huganum yfir veg minninga frá liðnum árum, er sá vegur þakinn blómum sem hún stráði í umhverfi sitt. Þegar þeir eru spurðir sem með henni störfuðu innan reglunnar, hvernig þeir myndu lýsa henni, eru svörin á einn veg. Svava geislaði frá sér hlýju, lítillæti, umburðarlyndi, gleði og umfram allt kærleika. Þannig munum við hana. Blóm kærleika var það sem hún lagði reglunni til, í sátt og friði starfaði hún og þann- ig skildi hún við okkur, nú er hún hverfur á leið til æðri heimkynna. Það er gæfa hveiju féiagi að hafa í sínum hópi fólk sem er jafn fúst til starfa fyrir félag sitt og Svava var, slík félög eru ríkari en ella. Vissulega hefur það ekki verið fyrir tilviljun að hún valdi sér starfs- vettvang hjá félögum eins og Guð- spekifélaginu og Sam-Frímúrara- reglunni. Hugsjón hennar að leggja sitt af mörkum til að bæta sjálfa sig og mannlegt umhverfi, fann vettvang innan Sam-Frímúrara- reglunnar. Þar semdögð er áhersla á að efla hið innra líf, eða hina andlegu hlið félagsmanna. Við slík verkefni þótti henni gott að starfa og leiðsögn hennar nutu margir og kunnu vel að meta. Enda gott hveij- um þeim sem er á byijunarreit í sinni andlegu uppbyggingu, að fá að njóta leiðsagnar persónu jafn heilsteyptri og Svava var. Svava Fells gekk til liðs við Sam- Frímúrararegluna árið 1949. Henni voru falin trúnaðarstörf á vegum reglunnar sem hún leysti af hendi með sinni kunnu vandvirkni og al- úð. Hún starfaði í aðalstjórn ís- landssambands reglunnar og þar sem annars staðar var hún úrræða- góð, enda kona samvinnu og sátta. í Listasafni Einars Jónssonar starfaði Svava um skeið. Þar hefur hún séð hvemig mikill listamaður heggur hijúfan stein með hamri og meitli svo af verður listaverk. Mér kemur í hug að þessa aðferð hafí Svava notað táknrænt við að móta eigin skapgerð. Það var lærdóms- ríkt að ræða við Svövu um áhuga- mál hennar og kynnast skoðunum hennar, sem voru vel mótaðar og framsettar af umburðarlyndi sem var stór þáttur í fari hennar. Betra væri að fleiri ættu slíkt umburðar- lyndi. Frá íslandssambandi Sam-Frí- múrarareglunnar eru hér færðar þakkir fyrir 46 ára óeigingjarnt starf, unnið af lítillæti og kærleika. Ég þakka persónuleg kynni og bið Guð að blessa minningu hennar. Krístján Fr. Guðmundsson. „Kærleikurinn umber allt.“ Þessi orð skrifaði Svava á blað sem hún skildi eftir. Þar skrifaði hún einnig nafn prests er hún vildi láta tala yfír sér látinni, tilgreindi sálma, tónlistarflutning o.fl. Flutn- ingur á annað tilvemsvið var henn- ar lífsskoðun jafn eðlilegur og það að sofna að kvöldi og vakna að morgni. Svava var yngst sjö systkina og kveður nú síðust þeirra. Móðir hennar, Svanfríður, missti mann sinn, Stefán, frá sex börnum og einu ófæddu. Dóttir fæddist og hlaut nafnið Stefanía Svava. Nú fóra í hönd erfið ár ekkjunn- ar með börnin sjö. Kom þá í ljós hennar innri styrkur og æðrleysi. Mágur hennar, Siguijón Árnason í Ási á Þelamörk, reyndist betri en enginn er hann bauð henni til sín með öll börnin. Konan hans, Sig- rún, systir Svanfríðar, var þá látin frá tveimur dætrum þeirra. Það hefír því fjölgað í kotinu er Svan- fríður kom þar með sex börn og eitt ófætt. Ung stúlka að nafni Elín fylgdi Svanfríði. Hún varð síðari kona Siguijóns. Vorið 1908 losnaði bærinn Skógar á Þelamörk úr ábúð. Þangað flutti Svanfríður með börn sín. Gísli bróðir hennar varð ráðs- maður á búi systur sinnar og var það mikils virði í þrengingum þess- um. Með guðs hjálp og góðra manna tókst Svanfríði að koma börnum sínum til manns eins og sagt var í þá daga. Fyrir þá sem áhuga hafa bendi ég á bókina „Móðir mín — húsfreyjan". Þar skrifa systkinin Marinó, Eiríkur, Sigríður og Svava ljúfar minningar og mikinn fróðleik. Við þann lestur er auðvelt að skilja farsæld og háleitar hugsjónir barna Svanfríðar. Þær mæðgur, Svava og Svanfríður, vora alla tíð mjög sam- rýndar. Saman önnuðust þær Ingva Rafn, systurson Svövu. Þorbjörg móðir hans dó úr berklum áður en hann náði tveggja ára og aldri og faðir hans, Jóhann Ó. Haraldsson, missti heilsuna um tlma. Svava var við nám í Eiðaskóla og Kennaraskóla íslands. Snorri Sigfússon skólastjóri á Akureyri skrifaði Svövu er hún kenndi á 01-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.